Morgunblaðið - 01.07.1983, Side 1
56 SÍÐUR
146. tbl. 70. árg. ____________________________FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1983________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Walesa viðloðandi
áfram, segir Glemp
Róm, 30. júní. AP.
PÓLSKI kardínálinn Jozef Glemp
skýrði frá því í Róm í dag, að Lech
Walesa yrði ekki rutt af sjónarsviði
pólskra stjórnmála, en gaf jafnframt
í skyn að óvissa ríkti um væntanlegt
hlutverk leiðtogans. Kardínálinn
kom óvænt til fundar við páfa í dag
ásamt öðrum pólskum biskupum.
Foringjar pólsku rithöfundasamtak-
anna héldu samtímis úrslitafund
með embættismönnum í Varsjá eftir
að fregnir bárust um að samtökin
kynnu að verða bönnuð fyrir andóf
gegn stjórnvöldum.
Glemp kardínáli lét í ljós
bjartsýni um að herlögum þeim,
sem enn gilda, yrði aflétt innan
skamms og staðfesti fréttir um að
leiðtogar ríkis og kirkju í Póllandi
væru að semja um stofnun sjóðs
til styrktar pólskum bændum.
Heimildir í Varsjá herma hins
vegar að stjórnvöld hafi sent yfir-
Bandaríkin sýna
Gandhi vinahót
Nýju-Delhí, 30. júní. AP.
UTANRÍKISRÁÐHERRA Bandaríkjanna, George P. Shultz, lofaði stjórn
Indiru Gandhi í dag að Bandaríkin myndu sjá Indverjum fyrir varahlutum í
kjarnorkuver nærri Bombay, ef hlutirnir væru ófánanlegir annars staðar.
Indverjar neituðu árið 1968 að undirrita alþjóðasamning um takmarkanir við
útbreiðslu tækni er gerði öðrum en stórveldunum kleift að framleiða kjarn-
orkuvopn.
Shultz sagði í Nýju-Delhí í dag
að Reagan Bandaríkjaforseti væri
„staðráðinn í að stofna til árang-
ursríkari tengsla við Indland".
Kosið
verður í
Guatemala
Guatemala City, 30. júní. AP.
HERSTJÓRNIN í Guatemala
hefur tilkynnt að kosningar til
stjórnlagaþings muni fara fram
í landinu á næsta ári og virðist
hún með þessu vilja drepa á
dreif kröfum um að Efrain Rios
Montt forseta verði steypt af
stóli.
Jorge Elias Serrano, for-
maður framkvæmdanefndar
herstjórnarinnar, sagði að
ákveðið hefði verið að kosn-
ingarnar færu fram 29. júlí
1984, og að þingið kæmi sam-
an 15. september. Rios Montt
forseti hefur áður gefið loðnar
yfirlýsingar um kosningar á
næsta ári og er þetta í fyrsta
skipti, sem háttsettur starfs-
maður stjórnarinnar skýrir
frá dagsetningu kosninganna.
í framkvæmdanefnd stjórnar-
innar sitja þrjátíu og sex
menn og er hún herstjórninni
til ráðgjafar um ýmis þjóðfé-
lagsmál. Einnig var tilkynnt
að hæstiréttur Guatemala
myndi skipa fimm manna
kjörstjórn til að koma í veg
fyrir svik þegar að atkvæða-
talningu kemur.
Forsetinn afnam í gær öll
lýðréttindi og tjáningarfrelsi
fjölmiðla eftir að fyrrverandi
meðlimur herstjórnarinnar,
Francisco Martinez ofursti,
skýrði frá því opinberlega að
hann hefði í hyggju að koll-
varpa stjórninni.
Þingmenn úr flokki demókrata
hafa hvatt forsetann að undan-
förnu til að láta Indverjum ekki
varahlutina í té. Bandarísk lög
banna útflutning á kjarnorku-
varningi til ríkja, sem neituðu að
undirrita alþjóðasamninginn 1968,
en forsetanum mun þó heimilt að
fara fram á undanþágu frá við-
komandi lögum. Er talið að Reag-
an muni reyna að réttlæta
ákvörðun sína með því að leggja
áherzlu á að umræddir varahlutir
þjóni öryggi og heilsu starfs-
manna kjarnorkuversins við
Bombay. Grunsemdir um að Ind-
verjar væru að smíða kjarnorku-
vopn komu fyrst fram árið 1974 er
þeir sprengdu kjarnorkusprengju í
tilraunaskyni. Stjórnin í Nýju-
Delhí fullyrðir þó að kjarnorku-
áform Indverja séu friðsamlegs
eðlis einvörðungu.
Shultz fer á lauardag til Pakist-
an til viðræðna við Zia ul-Haq
hershöfðingja um stríðið í Afgan-
istan. Er talið að þeir muni einnig
ræða samskipti Indlands og Pak-
istan, en grunur er enn á kreiki
um að Pakistanar vinni að smíði
kjarnorkuvopna. Stjórnvöld í
Washington hafa lýst því yfir að
þau muni svipta Pakistan allri
efnahagsaðstoð ef kjarnorkuvopn
verði smíðuð í landinu.
Kafbátsleitin
árangurslaus
Osló, 30. júní. AP.
LEIT að dularfullum kafbát, sem
staðið hefur yfir í Andenes-firði I
Noregi í tvo daga, hefur verið hætt
að sögn yfirstjórnar hersins í
Norður-Noregi.
Talsmaður hersins, Terje
Övergaard majór, sagði að leitin
hefði verið stöðvuð þar eð ekki
hefði orðið vart við neitt á hljóð-
bylgjutæki síðan freigátan „Nar-
vik“ skaut á miðvikudagskvöld.
sex flugskeytum í áttina að hlut,
sem talinn var vera kafbátur.
mönnum kirkjunnar gögn, sem
endurspegli sjónarmið valdhafa
og hugsanlega nokkrar athuga-
semdir við áformin. í Páfagarði
hefur því verið neitað að nokkurt
samband sé á milli stofnunar
sjóðsins og stöðu Walesa.
Rithöfundasamtökin í Póllandi
voru opinberlega afnumin í des-
ember 1981, þegar herlög voru
sett. Leiðtogar samtakanna hafa
þó haldið áfram að ögra stjórn-
völdum og hafa af þeim sökum
sætt harðvítugum árásum mál-
gagns kommúnistaflokksins, Tri-
buna Ludu. Málgagnið sakaði
samtökin í dag um að hafa komið í
veg fyrir að árangur næðist í við-
ræðum við stjórnvöld. Samkvæmt
herlögum verða stjórnvöld að
ákveða nú hvort samtökin verða
bönnuð eða viðurkennd á ný.
Banni þau samtökin hafa valdhaf-
ar tekið í sínar hendur umsjón
nær allra þátta menningarlífs í
Póllandi.
Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Póllandi, Jozef Glemp kardfnáli, við kom-
una til Leonardo da Vinci-flugvallar í Róm í dag. Erindi Glemps mun vera að
ræða við páfa um eftirköstin af ferð hans um Pólland fyrir skemmstu.
Bræðravíg enda í
Bekaa-dal um sinn
Beirut, 30. júní. AP.
ANDSTÆÐINGAR og stuðningsmenn Yasser Arafats, leiðtoga Frelsissam-
taka Palestínumanna, sömdu um vopnahlé í Bekaa-dal í austurhluta Líban-
ons í dag, og skipuðu sjö manna nefnd til að sjá um að friður haldist.
Það voru fulltrúar átta stærstu
skæruliðafylkinganna innan sam-
takanna, sem tilkynntu um vopna-
hléssáttmálann eftir fund sinn í
borginni Baalbek í Bekaa-dal.
Flutningabifreiðum var ekið fram
og aftur um svæðið með hátölur-
um og voru bardagamenn hvattir
til að leggja niður vopinin.
1 sáttmálanum er kveðið á um
að skæruliðabúðir beggja vegna
Beirut-Damaskus þjóðbrautarinn-
ar verði fjarlægðar. Samkomulag
er um að málum verði komið í
sama horf og áður en uppúr sauð
með skæruliðum á mánudags-
kvöld, og að öllum föngum verði
sleppt. Hvatt er til að „viðræður í
lýðræðislegum anda“ verði hafnar
milli Arafats og uppreisnarmanna
undir foyrstu Saeed Mousa
ofursta. Sagt er að Mousa hafi
verið með í ráðum þegar sáttmál-
inn var gerður og hafi hann heitið
að halda hann. Hins vegar er enn
ekki ljóst hvort stuðningsmönnum
Arafats verður leyft að koma sér
upp bækistöðvum aftur gengt
herjum Israelsmanna í Bekaa-dal.
Tilkynnt var um vopnahléð fá-
einum klukkustundum eftir að
Arafat kallaði saman neyðarfund
framkvæmdanefndar samtaka
Palestínumanna í Túnis, en til-
gangur fundarins var að hafa
hemil á uppreisnarmönnum, sem
njóta stuðnings Sýrlendinga. Talið
er að framkvæmdanefndin muni
halda áfram fundi sínum og ræða
m.a. tilraunir Saudi-Arabíu, Alsír
og Skipulagsráðs Múhameðstrú-
arríkja til að miðla málum milli
Arafats og Fatah-skæruliða og
Arafats og Sýrlendinga.
u
Óvirða að vera
„trallandi prins
Seattle, Wa.shington, 30. júní. AP.
SAUDI-ARABÍSKUR prins á ferð um Bandaríkin í góðgerðarskyni sagð-
ist í dag vera gramur og hissa vegna fréttamyndar sem sýndi hann „eins
og rokksöngvara að leika á rafmagnsgítar“. Myndin birtist m.a. í dag-
blaði í San Francisco þar sem vísað var til hans sem „trallandi Saudi-
Araba“.
Prins
Sand
Talal Bin Abdul Aziz Al
Prinsinn, sem ber heitið Talal
Bin Abdul Aziz A1 Saud, var
staddur á vísindasafni í San
Francisco þegar myndin var tek-
in. Safnið mun vera ætlað börn-
um svo þau geti sannað í verki
vísindalegar kenningar. Var
prinsinum afhent raftæki, sem
líktist gítar að lögun, og reyndi
hann að fá tón úr tækinu.
Ljósmyndarinn brá skjótt við og
smellti af mynd þar sem prins-
inn stóð og lagði við hlustir.
I tilkynningu, sem úmboðs-
maður prinsins gaf út í dag, er
myndinni mótmælt og sagt að
hún sé táknræn um /'lrnig
blöðin geti skrumskælt veruleik-