Morgunblaðið - 01.07.1983, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR1. JÚLÍ 1983
Dómur fallinn í Kleppsvegarmálinu:
Manndráp
af ásetningi
í GÆRMORGUN gekk dómur í Sakadómi Reykjavíkur þar sem Þórður
Jóhann Eyþórsson var dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að hafa ráðið Óskari
Árna Blomsterberg bana aðfaranótt 1. janúar s.l. að Kleppsvegi 42 í
Reykjavík. Þórður var sakfelldur fyrir brot á 211. grein hegningarlaganna,
sem lýtur að manndrápi af ásetningi. Dómurinn taldi ástæðu til refsilækk-
unar ekki vera fyrir hendi.
Dómurinn taldi sannað að
ákærði hefði orðið Óskari að
Verða að
leggja málið
fyrir Alþingi
„Hvað varðar fjármála-
ráðherra verður að leggja þetta
fram í fjárlagafrumvarpi vegna
fjárveitingarinnar og skattfrels-
is verðlaunanna og reyndar
verður menntamálaráðherra
einnig að leggja það fram, ef
setja á lög um svona veitingu,"
sagði Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra er Mbl.
spurði hann hvort ríkisstjórnin
myndi leggja fram bókmennta-
verðlaunamálið fyrir Alþingi í
haust.
í baksíðufrétt blaðsins segir
forsætisráðherra þetta mál
ekki endanlega afgreitt fyrr
en Alþingi hefur gefið sam-
þykki sitt, en hann hafði einn-
ig eftirfarandi að segja varð-
andi það hvernig málið yrði
lagt fyrir Alþingi: „Það er
undir þessum ráðherrum
komið, hvort þeir kjósa að
gera það þannig, en auðvitað
hefði verið sjálfsagt og rétt að
ganga frá þeim málum áður.“
Forsætisráðherra sagði í lok-
in, að hann vonaðist til að mál
þetta yrði afgreitt án þess að
frekari leiðindi hlytust af.
bana. Bæði lægi fyrir játning
ákærða og framburður vitna.
óskar Árni var stunginn fjórum
hnífsstungum. Dómurinn taldi
ekki að ásetningur hefði verið
fyrir hendi fyrr en ákærði veitt-
ist að Óskari Árna og hlaut að
gera sér ljóst hvaða afleiðingar
það hefði. Ákærði var undir
áhrifum áfengis þegar atburður-
inn átti sér stað, 2,83 prómill
reyndust vera í blóði hans.
Gæsluvarðhald frá 1. janúar
dregst frá dómnum og ákærði
var dæmdur til að greiða allan
kostnað sakarinnar, þar með tal-
in saksóknaralaun, 25.000, og
25.000 til skipaðs verjanda síns.
Málinu verður áfrýjað til Hæsta-
réttar, svo sem mælt er um fyrir
í lögum.
Dóminn kvað upp Birgir Þorm-
ar sakadómari.
Skreiðarútflutningur:
Ljósmynd Mbl./ RAX.
Ragnar S. Halldórsson, formaður Verzlunarráðsins, afhendir Albert Guðmundssyni, fjármálaráðherra, vegg-
spjaldið. Viðstadddur er Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráðsins.
„Spilið sem allir tapa“
VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS hef-
ur gefið út veggspjald undir heit-
inu: Spilið sem allir tapa. Ragnar
S. Halldórsson, formaður Verzlun-
arráðsins, afhenti Albert Guð-
mundssyni, fjármálaráðherra,
fyrsta eintakið af spilinu í gærdag,
með þeirri ósk, að það yrði haft til
hliðsjónar við stjórn efnahagsmála
í framtíðinni.
Ragnar S. Halldórsson sagði,
þegar hann afhenti Albert
veggspjaldið, að á því væri sýnt
með einföldum skýringarmynd-
um hvað hefði gerst og hefur
reyndar verið að gerast þegar
stjórnvöld og hagsmunahópar
neita að horfast í augu við viður-
kenndar staðreyndir í efnahags-
lífinu. Það er spilið sem allir
tapa.
Tilgangurinn með útgáfunni
er að vekja fólk til umhugsUnar
og umræðna um nauðsyn þess að
snúa blaðinu við og leita nýrra
leiða við stjórn efnahagsmála til
hagsbóta fyrir alla.
Sjá ennfremur veggspjaldið
á bls. 29.
StaÖan er ekkí
leg og útlit var
eins
fyrir
alvar-
áÖur
— Frekar um greiðslutregöu en sölutregöu að ræöa, segir Magnús Friðgeirsson
NOKKUR hreyfing virðist nú vera
komin á skreiðarútflutning til Níg-
eríu, og að sögn Magnúsar Frið-
geirssonar, hjá sjávarafurðadeild
Margeir og Jón L. í 3.-9. sæti
Margeir Pétursson og Jón L.
Arnason höfnuðu í 3.—9. sæti á
alþjóðlega skákmótinu í Bella
Crkva í Júgóslavíu, sem lauk í gær.
Allir íslenzku þátttakendurnir
gerðu jafntefli í gær. f lokaumferð-
inni tefldu þeir Margeir og Jón L.
saman, en hinir við Júgóslava.
Sigurvegari í mótinu varð
Júgóslavinn Martinovic sem
hlaut 10,5 vinninga af 13. Annar
varð Murshed frá Bangladesh
með 10 vinninga og í 3.-9. sæti
með 9,5 vinninga urðu Margeir,
Jón L., Júgóslavarnir Karaklaic,
Sahovic, Velimirovic og Marino-
vic og Grikkinn Skembris.
Karl Þorsteins hlaut 8 vinn-
inga á mótinu, Jóhann Hjartar-
son og Elvar Guðmundsson 7.
SÍS, eru horfur á því að staðan í árs
lok verði talsvert betri en menn
þorðu að vona í upphafi árs. Fyrir
skömmu fór stór farmur hausa og
skreiðar utan og væntanleg er í þess-
um mánuði önnur stór útskipun.
Að sögn Magnúsar fór utan í
maí síðastliðnum stór farmur á
vegum Sambandsins og Skreiðar-
samlagsins, og í síðasta mánuði
fóru 17.000 pakkar af hausum og
5.200 pakkar af skreið á vegum
Sambandsins að verðmæti rúm-
lega 71 milljón króna. Þá er fyrir-
hugðuð í samvinnu Sambandsins
og Skreiðarsamlagsins útskipun á
20.000 pökkum af hausum og 9.610
pökkum af skreið í þessum mán-
uði. Fyrir því eru komnar banka-
ábyrgðir og er sá farmur að verð-
mæti um 112 milljónir króna.
Sagði Magnús, að nú gengi bet-
ur að selja hausana, þeir væru
ódýrari og auk þess í hærri gæða-
flokki hér en hjá Norðmönnum og
kæmi því meira af hausakvótan-
um í okkar hlut, en skreiðin virtist
skiptast jafnar. Stæðust þeir sam-
ningar, sem menn teldu sig hafa
náð, yrði staðan í lok ársins mikl-
um mun betri en menn hefðu þor-
að að vona í upphafi ársins, þó
ekki þannig að skreiðin yrði öll
seld, en staðan væri ekki eins al-
varleg og útlit var fyrir.
Þá gat Magnús þess, að vanda-
málið virtist ekki lengur vera
hrein sölutregða, heldur frekar
greiðslutregða. Upphæðir, sem
nefndar væru, kæmu ekki í hendur
okkar fyrr en allt að einu ári eftir
útskipun. Hinn eiginlegi greiðslu-
frestur væri allt að 6 mánuðum,
og við það bættist, að tekið gæti
allt upp í 6 mánuði að fá gjaldeyr-
isyfirfærslu í Nígeríu.
Hallgrfmur Sigurósson formaður félags flugumferöastjóra:
„Erum beinlínis neyddir á aukavaktir“
— Vinna allt að 400 stundir í mánuði á sumrin
„ÞAÐ ER í raun enginn mannskapur til á þessa aukavakt, og það er heldur
ekki gert ráð fyrir henni í vaktakerfinu, hún er utan við allar aðrar vaktir og
aukavaktir. Það sem gerðist var einfaldlega það að engir fengust til að
standa vaktina í gærkvöldi," sagði Hallgrímur Sigurðsson, formaður Félags
íslenskra flugumferðarstjóra, vegna takmörkunar á flugi um
Reykjavíkurflugvöll. Tveir menn fengust þá ekki á aukavakt frá 19.30 til
23.30 og flugumferðarstjórinn, sem standa átti til næsta morguns, gat aðeins
sinnt áætlunarflugi og öðru nauðsynlegu flugi. Flugumferðarstjórar eru mót-
fallnir því að vinna á þessari aukavakt, m.a. vegna óánægju raeð greiðslu
fyrir þær.
Hallgrímur sagði að flugum-
ferðarstjórar væru beinlínis
neyddir til að standa þessar vaktir
í beinu framhaldi af sínum venju-
legu vöktum, sem væru 12 tíma
Iangar. Ætlast væri því til að þeir
ynnu allt að 16 tíma vinnudag, á
sama tíma og látið væri að því
liggja að þeir þyrftu að vinna
skemur vegna flugöryggisins.
„Með þessu fyrirkomulagi er
ætlast til að við vinnum allt að 10
daga í röð, 12—16 stundir í einu.
Síðan fáum við tveggja daga frí
áður en önnur eins törn byrjar. Og
það eru dæmi um að menn hafi
verið að vinna hátt í mánuð án
þess að fá nokkurn frídag.
Starf flugumferðarstjóra er
hrein þrælavinna og álagið gífur-
legt eins og sést best á því að al-
gengt er yfir sumartímann, þegar
umferðin er þrisvar sinnum meiri
en yfir veturinn, að menn vinni
24 —26 daga, 12—16 tíma á dag,
eða kannski allt að 400 stundir í
mánuði. Það eru engin ákvæði um
hámarksvinnu flugumferðarstjóra
eins og til dæmis flugmanna, sem
ekki mega fljúga yfir 100 stundir í
mánuði," sagði Hallgrímur.
Hallgrímur sagði marga flug-
umferðarstjóra vera ófúsa til
aukavinnu þar sem vinnuálagið
væri nóg fyrir og dæmi um að
ungir menn yrðu að gefast upp í
starfinu af heilsufarsástæðum. Þá
sagði hann fjölda flugumferðar-
stjóra of lítinn miðað við sumar-
umferðina, en ef þeim yrði fjölgað
í samræmi við hana yrði um of
mikinn mannskap yfir veturinn að
ræða. Finna þyrfti einhvern með-
alveg þarna.
Þá sagði Hallgrímur að í hópi
flugumferðarstjóra væru margir
eldri menn sem þegar hefðu náð
eftirlaunarétti vegna starfsaldurs,
en af fjárhagslegum ástæðum
treystu þeir sér ekki til að hætta,
þar sem eftirlaun væru ákveðið
hlutfall af grunnlaunum, sem
hann sagði mjög lág. Flugumferð-
arstjórar fengju sínar háu tekjur í
formi vaktaálags og mikillar
aukavinnu.
Hallgrímur sagði flugumferðar-
stjórana fá um 700 krónur fyrir
hina umræddu aukavakt á kvöld-
in, en þar af færu yfir 500 í skatt.
Vaktin væri ekki eftirsóknarverð í
framhaldi af annarri 12 tíma.
Laun flugumferðarstjóra hafa
oft verið til umræðu og kvað Hall-
grímur sínar tekjur ekkert laun-
ungarmál. Hann hefði öll réttindi
sem hugsanleg væru í heiminum.
Grunnlaun sín væru um 18 þúsund
krónur, flugumferðarstjórar væru
í 21. launaflokki BSRB. Kvaðst
hann hafa reiknað út í gær að
hann yrði með um 400 þúsund
krónur í árstekjur 1983 og væri þá
reiknað með öllu vaktaálagi.
Féll í klett-
um í Grímsey
Fimm ára piltur slasaðist talsvert
er hann hrapaði í klettum í Grímsey
í gærkvöldi. Meiðsli hans voru þó
ekki fullkönnuð er blaðið fór í
prentun.Pilturinn, einn þríburanna í
eynni, var fluttur í sjúkrahús á Akur-
eyri.
Slysavarnafélagi íslands barst
aðstoðarbeiðni vegna slyssins og
var haft samband við Landhelgis-
gæzluna, en varðskipið Þór var
statt utarlega í Eyjafirði með
þyrlu innanborðs. Fór þyrlan
þegar í loftið og var til taks í
Grímsey ef flugvél frá Akureyri
með lækni innanborðs gæti ekki
lent þar.
Fannst lát-
• •
inn í Orfirisey
MAÐUR um sjötugt fannst í sjón-
um utan við vestari hafnargarð
Reykjvíkurhafnar snemma í gær-
morgun.
Lögregla og slökkvilið komu á
staðinn sem er nyrst í Örfirisey,
en þar logaði eldur í bíl, sem tal-
inn er hafa verið í eigu mannsins.
Ekki var hægt að fá uppgefið
nánari tildrög þessa atburðar hjá
Rannsóknarlögreglunni, þegar
Morgunblaðið kannaði málið í
gærkvöldi. Maðurinn var eitthvað
brunninn, þegar komið var að
honum.