Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1983
3
Alþingi:
Nýju flokkarnir fá
þingflokksherbergi
FORMENN þingflokkanna sátu fund með skrifstofustjóra Aiþingis í gær,
þar sem fjallað var um undirbúning þingstarfa í haust og húsnæðismál
Alþingis. Nýju stjórnmálasamtökin, Randalag jafnaðarmanna og Samtök um
kvennalista, hafa ekki haft sérstök herbergi til þingflokksfunda eins og
gömlu flokkarnir, en á fundinum í gær kom m.a. fram, að Bandalagið fær
þingflokksherbergi í Vonarstræti 8, en Samtök um kvennalista á þriðju hæð
í bórshamri.
Á fundinum var einnig rætt um
samkomudag Alþingis og var full-
trúum stjórnarflokkanna falið að
kanna hvort samkomudegi yrði
hugsanlega flýtt, en reglulegur
Esja seld
til Græn-
höfðaeyja
samkomdagur er 10. október. Þá
voru einnig nokkrar spurningar
lagðar fram varðandi starfshætti
þingsins fram að þingbyrjun svo
sem varðandi forseta Alþingis,
fjárveitinganefnd og utanríkis-
málanefnd. Davíð Aðalsteinsson,
sem sat fundinn í fjarveru Páls
Péturssonar formanns þingflokks
Framsóknarflokksins, tók að sér
að bera spurningarnar inn á þing-
flokksfund Framsóknar, sem
haldinn verður að viku liðinni.
Hannes Pétursson skáld.
Ný ljóðabók eftir
Hannes Pétursson
IÐUNN hefur gefíð út nýja Ijóða- nefnist 36(jóðoger áttunda Ijóða-
bók eftir Hannes Pétursson. Hún bók nháhWns, hin fyrsta síðan
Heimkynni við sjó kom út 1980 og
var tilnefnd til bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs.
Um 36 ljóð segir svo í kynn-
ingu forlagsins á kápubaki:
„Þessi nýja ljóðabók Hannes-
ar Péturssonar heldur fram
áþekkri stefnu og Heimkynni
við sjó. Munurinn er ef til vill sá
að þar seni ljóðin í fyrri bókinni
voru einkum hnituð um staði í
umhverfi ssáldsins í náttúrunni,
er hér fremur augum beint að
stundum sei.i það hefur lifað og
magnar fyrir tilstilli nærfær-
innar orð'istar upp í minnilega
listræna skynjun. 1 hverju ljóð-
inu á fætur öðru sækir skáldið' í
sjóð minninganna, smíðar úr
þeim fagurmótaðar myndir.
Sjaldan hefur Hannes ort jafn
nákomin Ijóð, en þau bera engu
að síður birtu langt út frá sér, á
það sem manninum reynist tíð-
um óbilugast í uggvænlegum
heimi."
36 ljóð er fimmtíu blaðsíður.
Káputeikningu gerði Auglýs-
ingastofa Kristínar hf. Prent-
smiðjan Oddi hf. prentaði.
ESJA, strandferdaskip Skipaútgerð-
ar ríkisins, hefur verid seld til
Grænhöfðaeyja. Að sögn Guðmund-
ar Einarssonar, forstjóra Skipaút-
gerðarinnar, er það einkaaðili á
Grænhöfðaeyjum sem keypt hefur
skipið fyrir jafnvirði rúmlega 17
milljóna íslenskra króna og mun
hann ætla að hafa það í siglingum á
milli eyjanna í Grænhöfðaeyjaklas-
anum og einnig til Vestur-Afríku og
Portúgal.
Esjan verður afhent kaupand-
anum í lok júlímánaðar. Hekla,
sem ekki hefur verið í notkun um
skeið og einnig er á söluskrá, verð-
ur í ferðum í stað Esjunnar þar til
nýja Esjan, sem er í smfðum í
Englandi, verður tekin í notkun.
Kirkjustjórn
hefur ekki kært
útgefanda
Spegilsins
AF gefnu tilefni skal það tekið
fram að Kirkjustjórnin hefur eng-
in afskipti haft af ákæru þeirri
sem fram er komin á hendur út-
gefenda Spegilsins.
FrétUtilkynning.
Laxárvirkjun
formlega í
Landsvirkjun
GENGIÐ verður formlega frá sam-
einingu Laxárvirkjunar við Lands-
virkjun á fyrsta stjórnarfundi nýrrar
stjórnar Landsvirkjunar, sem hald-
inn verður á Akureyri í dag. Iðnað-
arráðherra, Sverrir Hermannsson,
verður viðstaddur.
Þessi fyrsti stjórnarfundur er
haldinn á Akureyri í tilefni af inn-
göngu Laxárvirkjunar. Formaður
stjórnar Landsvirkjunar er Jó-
hannes Nordal seðlabankastjóri,
forstjóri er Halldór Jónatansson.
Grásleppuvertíð
í Stykkishólmi
góð
Stykki.shólmi, 30. júní.
HÉR HEFUR verið mjög góð grá-
sleppuvertíð í vor og fram á
sumar, sú langbezta í mörg ár.
Róa þetta þrír og fjórir á hverjum
bát.
Dæmi er um að þrír menn á bát
hafi fengið á annað hundrað tunn-
ur af hrognum, en gert er ráð fyrir
að sjómennirnir fái um sjö þúsund
krónur fyrir tunnuna.
\AUK
\DYF/t
og fœistandi
Sérlega Ijúffeng með óscetu kexi, kartöfluflögum
og öðru ,,pakkasnarli“.
i
1
Einnig œttirðu að reyna hana með hráu
grœnmeti, s.s. selleríi, gulrótum, og gulrófum. Skerðu
grœnmetið í mjóar lengjur og berðu það fram vel
kalt með ídýfunni.
ídýfan er úr sýrðum rjóma sem kryddaður er með
franskri kryddblöndu. Hún er einkar fersk og létt sem
þakka má sýrða rjómanum og í hverri matskeið eru
aðeins 29 hitaeiningar.
Frönsk laukídýfa — ein semgott er að eiga í ísskápnum.
Mjólkursamsalan