Morgunblaðið - 01.07.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ1983
5
íslenska óperan:
Sérstakar sumar-
sýningar til að
bæta stöðuna
FJÁRHAGUR fslensku óperunnar
er bágborinn um þessar mundir.
Veldur þar mestu kostnaður vegna
breytinga á Gamla bíói sem ekki
hefur tekist að greiða niður þó að
sýningar í vetur hafi gengið nokk-
uð vel. Að sögn Maríu Sigurðar-
dóttur, framkvæmdastjóra óper-
unnar, verður farið af stað með
sérstaka sumardagskrá í júlí og ág-
úst til að rétta fjárhaginn við svo
unnt verði að fara af stað með sýn-
ingar í haust.
Sumardagskráin verður þann-
ig að haldnar verða kvöldvökur
með al-islenskri dagskrá. Á
kvöldvökunum verður sungin ís-
iensk tónlist og sýndar verða ís-
lenskar kvikmyndir. Þá verður
málverkasýning í kaffistofu, sem
innreítuð hefur verið í gömlu
bíóstjóraíbúðinni á efstu hæð
Gamla bíós. Á föstudags- og
laugardagskvöldum kl. 21:00
syngur 14 manna hópur úr óper-
ukórnum íslensk þjóðlög og önn-
ur lög íslenskra höfunda. þá
munu kórfélagar stíga nokkur
þjóðdansaspor. Á hverri sýningu
koma einnig fram tveir íslenskir
einsöngvarar. Að söngdag-
skránni lokinni verður sýnd
kvikmyndin „Days of Destruct-
ion“, sem Kvik hf. gerði um gosið
á Heimaey.
Auk þessarar kvöldvöku verða
kvikmyndasýningar alla daga
vikunnar kl. 21:00, nema á föstu-
dögum og laugardögum, þá verða
þær kl. 18:00. Auk myndarinnar
frá gosinu á Heimaey verða
sýndar kvikmyndirnar „Three
Faces of Iceland" eftir Magnús
Magnússon og „From The Ice
Cold Deep“ sem gerð var af Lif-
andi myndum hf. Þess má geta
að á málverkasýningunni í kaffi-
stofunni eru málverk eftir Ás-
grím Jónsson, Jón Stefánsson og
Jóhannes Kjarval. Á stigagöng-
um er sýndur vefnaður eftir
Vigdísi Kristjánsdóttur.
Allur ágóði sumardagskrár-
innar rennur til rekstrar Óper-
unnar. Söngvarar sem fram
koma gefa vinnu sína í þeirri von
að þetta framtak megi verða til
styrktar frekari uppbyggingu
operulífs í landinu.
Sr. Olafur
Þór kjörinn
í Mælifells-
prestakalli
PRESTSKOSNING fór fram í
Mæiifellsprestakalli í
Skagafjarðarprófastsdæmi sl.
sunnudag. Atkvæði hafa nú verið
talin á biskupsstofu.
Umsækjandi var einn, séra
Ólafur Þór Hallgrímsson í Ból-
staðarhlíð. Á kjörskrá voru 198,
97 greiddu atkvæði. Séra Ólafur
hlaut 83 atkvæði en 14 kjörseðl-
ar voru auðir.
Séra Ágúst Sigurðsson, sem
nú er prestur íslendinga í
Danmörku, þjónaði áður Mæli-
fellsprestakalli.
o
I)r. Tumi Tómasson
Doktor í
fiskifræði
TUMI Tómasson, fiskifræðingur,
lauk doktorsprófi f aprfl síðastliðn-
um frá Rhodes University, Grahams-
town í Suður-Afríku.
Doktorsritgerðin fjallar um við-
komu, vöxt og stofnsveiflur nokk-
urra fisktegunda í uppistöðulón-
um og dragám þeirra. Nefnist rit-
gerðin „The biology and manage-
ment considerations of abundant
large cyprinids in lake Le Roux,
Orange river, South Africa".
Tumi fæddist í Reykjavík 31.
maí 1952, sonur Tómasar heitins
Tryggvasonar, jarðfræðings, og
Kerstin Tryggvason, bankafull-
trúa. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1972. Árið 1976 lauk hann fil.
kand.-prófi í ferskvatnslíffræði
frá háskólanum í Umeá í Svíþjóð.
Mastersprófi lauk Tumi frá Oreg-
on State University, Corvallis í
Bandaríkjunum vorið 1978.
Tumi vann við Veiðimálastofn-
unina áður en hann hélt til Suð-
ur-Afríku og mun veita forstöðu
útibúi frá þeirri stofnun sem verð-
ur staðsett á Hólum í Hjaltadal.
Tumi er kvæntur dr. Allison
MacDonald, kennslufræðingi, og
eiga þau eina dóttur.
Sýningu Helga
Jósepssonar
að Ij'úka
Sýningu Helga Jósepssonar í fé-
lagsmiðstöð Samhjálpar að Hverfls-
götu '2 lýkur á morgun, laugardag-
inn 2. júlí.
Á sýningunni eru 32 verk, unnin
í olíu, vatnslit, grafík og leir. Er
helmingur myndanna seldur.
Þetta er níunda einkasýning
Helga, en hann stundaði nám við
Myndlista- og handiðaskóla Is-
lands árin 1970 til 1974, og auk
þess kvöldskóla við Myndlista-
skóla Reykjavíkur, þar sem hann
lagði stund á vatnslitun.