Morgunblaðið - 01.07.1983, Side 10

Morgunblaðið - 01.07.1983, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1983 Vilhjálmur G. Vilhjálmsson, varaborgarfulltrúi: Fólk er orðið jákvæðara gagnvart heyrnarlausum Fyrir skömmu sat í fyrsta skipti borgarstjórnarfund heyrnarlaus maður. I»aö var varaborgarfulltrúi Sjálfstædis- flokksins, Vilhjálmur G. V ilhjálmsson. Vilhjálmur nýtur aðstoðar fööur síns, Vilhjálms B. Vilhjálmssonar, við túlk- un á fundum borgarstjórnar og átti blaöamaður Mbl. stutt spjall við þá feðga nýverið um þetta nýja starf Vilhjálms og málefni heyrnarlausra. Vilhjálmur G. er 28 ára gam- all og hefur verið heyrnarlaus frá fæðingu. Hann hóf námsferil sinn í Heyrnleysingjaskólanum við Öskjuhlíð, en að loknu námi þar, fór hann í Myndlista- og handíðaskóla íslands og útskrif- aðist þaðan sem auglýsinga- teiknari árið 1977. Cr Myndlist- arskólanum lá leið Vilhjálms til Danmerkur og lauk hann tveggja ára framhaldsnámi við skóla fyrir nytjalist þar í landi. Þegar heim kom, fékk Vilhjálm- ur starf sem auglýsingateiknari hjá Auglýsingastofunni hf. og hefur starfað þar síðan. Þar sem Vilhjálmur hefur ver- ið heyrnarlaus frá fæðingu hefur leið hans gegnum skólakerfið og þjóðlífið yfirleitt verið með nokkuð öðrum hætti en gengur og gerist, en fjölskylda hans hef- ur aðstoðað hann mjög mikið. Faðir hans, Vilhjálmur B. Vil- hjálmsson túlkar nokkuð fyrir hann m.a. þegar hann situr fundi borgarstjórnar. Aðspurður kvaðst Vilhjálmur ekki hafa starfað mikið að fé- lagsmálum í skóla, en aftur á móti hefði hann haft mörg verk- efni með höndum fyrir Félag heyrnarlausra. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar leitaði Sjálfstæðisflokkurinn til hans og bað hann að taka 24. sæti á lista flokksins. Vilhjálmur sagði að sem varamaður sæti hann ekki mjög oft borgarstjórnar- Vilhjálmur við störf hjá Auglýsingastofunni hf. fundi, en sagði þó að samskipti hans við aðra borgarstjórnar- fulltrúa gengju vel, þrátt fyrir að hann væri mjög háður túlki á slíkum fundum. Vilhjálmur situr einnig í umhverfismálaráði og þar sagði hann að allt gengi bet- ur fyrir sig, þar sem betra væri að einbeita sér í litlum hópi og grípa allt sem sagt væri. Eins og áður sagði, vinnur Vilhjálmur sem auglýsinga- teiknari og sagðist hann ekki mæta miklum erfiðleikum í því starfi, þar sem hann þekkti alla vel á vinnustaðnum og oft væri tengiliður milli hans og við- skiptavinanna. Varðandi fordóma gagnvart heyrnarlausu fólki, kvaðst Vil- hjálmur ekki verða svo mjög var við þá og taldi fólk vera orðið miklu jákvæðara í hugsunar- hætti og einnig væru heyrnleys- ingjar orðnir ófeimnari við að nota táknmál og því frjálslegra í allri umgengni, en áður. Vilhjálmur fylgist vel með stjórnmálum landsins og þá sér- staklega borgarmálefnum. Ekki kvaðst hann þó farinn að hugsa til þingmennsku enn, þó vissu- lega yrði það mikill sigur fyrir heyrnarlausa að eiga mann á Al- þingi. Haukur Vilhjálmsson, bróðir Vilhjálms, er einnig heyrnar- laus. Hann er tvítugur að aldri og stundar nám í Bandaríkjun- um. Að sögn Vilhjálms vegnar Hauki vel þar ytra, en hann er í sérstökum skóla fyrir heyrnar- lausa í Washington. Málefni heyrnarlausra eru ofarlega á baugi hjá fjölskyldu Vilhjálms, eins og gefur að skilja, og nú hefur hún tekið að sér erlendan skiptinema sem er algerlega heyrnarlaus. Hver veit nema fjölskyldan eignist svo þingmann á komandi árum? hgj- Gyða Eyjólfsdóttir líffræðingur, sem er bóndadóttir úr Hrunamannahreppnum, útskýrir rann- Sigurður Þórðarson framkvstj. laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði fóðrar eldisbleikjur. sóknir sínar hjá RALA á Keldnaholti fyrir sveitungum sínum. Sunnlenskir bændur kynna sér stofnanir landbúnaðarins Sydra-Lant;holti, 27. júní. í FYRRAVÖR tók Búnaðarsamband Suðurlands upp þá nýbreyt.ii að skipuleggja hópferðir bændafólks á félagssvæði sínu til tilraunasiöðva og stofnana landbúnaðarins. Er hér um eins dags ferðir að ræða, þar sem of viðamikið og tímafrekt er talið að fara í margra daga bænda- farir í aðra landsfjórðunga eins og sumstaðar hefur tíðkast. Reyndar skipulagði Búnaðarsamband Suður- lands eina fyrstu ferðina af þessu tagi þegar sunnlenskir bændur fóru mikla bændaferð til Norðurlands ár- ið 1938. í fyrravor voru Tilraunastöðin á Sámsstöðum, skógrækt ríkisins á Tumastöðum, Gunnarsholtsbúið og Þykkvibærinn heimsótt og voru þátttakendur 411. Nú dagana 20,—24. júní voru svo skipulagðar hópferðir búnaðarfélaganna í kynnis- og fræðsluferðir til nokk- urra stofnana sem tengdar eru landbúnaðinum og eru á Reykja- víkursvæðinu. Þeir staðir sem heimsóttir voru eru Oí.ta- og smjörsalan, Áburðarverk.'.miðjan, Rannsóknastofnun landlúnaðar- ins á Keldnaholti, Rannsó.tnar- og gróðrarstöðvar ríkisins á Mógilsá og laxeldisstöð ríkisins í Kolla- firði. Á öllum þessum stöðum var uppbygging og rekstur þessara stofnana kynnt og gestir gengu um byggingar sem margar eru stórar og glæsilegar. Forstöðu- menn tóku á móti bændunum með ávarpi og þáðar voru veitingar. Um kvöldið óku svo hóparnir heim um Þingvelli, en þar var snæddur kvöldverður. Það er mikils virði fyrir bænda- fólkið að fá þetta tækifæri til að kynnast þessum stofnunum, sem það þekkir raunar lítið nema af afspurn, og þó að dvölin væri ekki löng á hverjum stað er hægt að fá nokkra nasasjón af því sem það fjölmarga fólk sem vinnur á þess- um stöðum er að aðhafast. Það er einnig kærkomin tilbreyting að líta upp úr búskaparamstrinu en nú er helst tími til þess, þegar skepnur eru komnar af húsi og heyskapur ekki hafinn. Við Hreppamenn vorum í þess- ari ferð miðvikudaginn 22. júní en hittum starfsbræður okkar úr Ása- og Djúpárhreppum á Þing- völlum. Öllum bar saman um að þessi ferð hefði verið fróðleg og skemmtileg og hygg ég að mér sé óhætt að mæla svo fyrir hönd allra þátttakenda í þessum ferð- um, en þeir voru á sjöunda hundr- að. Flytja ber þakkir til forystu- manna búnaðarsamtakanna á Suðurlandi fyrir að skipuleggja þessar ferðir svo og þeirra sem tóku vel á móti okkur fyrir vestan Heiði. Búnaðarsamband Suðurlands verður 75 ára þann 6. júlí næst- komandi, en það samanstendur af 35 búnaðarfélögum. Sennilega verður afmælisins minnst við fleiri tækifæri í sumar. Sig. Sigm. Rangeyskir bændur ræða málin nndir borðum í Valhöll. ijtem.: Sig. stgm. Runólfur Þórðarson verksmiðjustjóri gengur með bændunum um Áburðar- verksmiðjuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.