Morgunblaðið - 01.07.1983, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö.
Betur má
ef duga skal
Sú staðreynd að íslend-
ingar verða allra karla
og kerlinga elztir í heiminum
undirstrikar það, að hér muni
á undanförnum áratugum
hafa verið nokkuð vel að mál-
efnum aldraðra staðið. En
lengi má gera betur." Þannig
mælir dr. Ólafur Bjarnason,
prófessor, í forystugrein Heil-
brigðismála, sem Krabba-
meinsfélag íslands gefur út.
Undir þetta skal tekið. Á þess-
um akri hafa fjölmargir aðilar
lagst á plóginn, einstaklingar,
félagasamtök, sveitarfélög og
ríki.
Margt hefur vel verið gert,
en betur má ef duga skal. Hér
skulu enn tíunduð nokkur at-
riði, sem miklu skipta í stefnu-
mótun um málefni aldraðra:
• Fullorðið fólk þarf að hafa
störf við hæfi, geta tekið þátt í
önn dagsins meðan það hefur
vilja og heilsu til. Að loknum
starfsdegi þurfa eftirlaun
og/eða ellilífeyrir að tryggja
viðunandi afkomu.
• Fullorðið fólk á að geta
dvalið eins lengi í heimahús-
um og heilsufar þess leyfir og
vilji þess stendur til. Það þarf
að eiga völ á heimilishjálp og
heimahjúkrun. Slík þjónusta
er samfélaginu mun hagstæð-
ari en bygging og rekstur
dvalarheimila, sem þjóna engu
að síður mikilvægu hlutverki.
• Ýta þarf undir byggingu
húsnæðis, sem hentar öldruð-
um, bæði eignar- og leigu-
íbúða, sem og dvalar- og
sjúkrastofnana. Á þessum
vettvangi þurfa að vera val-
kostir til að hægt sé að virða
og mæta mismunandi vilja
viðkomenda.
• Verulega hefur skort á
sjúkrarými fyrir öldrunar-
sjúklinga. Öldrunarlækninga-
deild Landspítala, sem skipt er
í þrjár legudeildir og dagspít-
ala, hefur lyft Grettistaki í
störfum, þó betur hafi mátt
búa að henni. B-deild Borg-
arspítala, sem að hluta til hef-
ur verið tekin í notkun, leysir
fullbúin úr brýnni þörf. Skort-
ur á hjúkrunarrými fyrir öldr-
unarsjúklinga er vanvirða í
velferð samtímans.
• Að loknum löngum starfs-
degi þarf fólk að finna sér
hugðarefni til að fylla tóma-
rúm, sem flestum mætir: fé-
lagsskap, föndur, ferðalög
o.s.frv. Fyrr á tíð, meðan stór-
fjölskyldan var og hét, vóru
tengsl fyrstu og þriðju kyn-
slóðar á heimili báðum gagn
og gaman. Ef til vill má endur-
nýja þessi tengsl í einhverju
formi. — Sveitarfélög, einkum
Reykjavík, hafa margt á
prjónunum til að mæta tóm-
stundaþörfum fullorðins fólks,
en alltof víða er lítið sem ekk-
ert gert. Fyrst og síðast verður
að hafa í huga, að allir, ekki
sízt hinir öldnu, hafa þörf
fyrir félagsskap og tengsl við
vini og vandafólk.
Því hefur verið haldið fram
að bezti mælikvarðinn á
menningu þjóðar sé, hvern veg
hún býr að hinum öldruðu.
Það er þörf fyrir allnokkurn
menningarauka að þessu leyti
í samfélagi okkar.
Þjóðkirkja
Prestastefnu íslands 1983
lauk í fyrri viku. Megin-
efni stefnunnar var að þessu
sinni “Hinn lútherski arfur í
kirkju samtímans", en 500 ár
eru liðin frá fæðingu Marteins
Lúthers. Fjallar ályktun
prestastefnunnar, sem vænta
mátti, fyrst og fremst um
starf og kenningar hans, en
jafnframt um hlutverk kirkj-
unnar á líðandi stund. Lögð
var áherzla á að nýta „nútíma
boðunarleiðir" til að ná til
hins breiða fjölda; á skyldu
kirkjunnar til að standa vörð
um rétt mannsins til lífs,
frelsis og mannréttinda; að
varast rányrkju eða ofnýtingu
á Guðs gjöfum; — og vinna að
auknum skilningi, vináttu og
friði þjóða á milli.
Öll eiga þessi stefnumið ríkt
erindi við okkar í dag. Um leið
og vestrænar þjóðir. tryggja
öryggi sitt með nauðsynlegu
varnarsamstarfi og varnar-
búnaði verða þær að halda öll-
um friðarleiðum opnum; knýja
á um gagnkvæma afvopnum
austurs og vesturs. — En
kirkjan á ekki síður að knýja á
um frið inn á við: frið í ís-
lenzku samfélagi, frið í sam-
skiptum byggðarlaga og
starfsstétta, frið í samskiptum
manns við mann, frið í hugum
okkar sem einstaklinga.
Heitið þjóðkirkja er rétt-
nefni, þar eð þorri íslendinga
hefur skipað sér undir hennar
merki. Er það vel, bæði kirkju
og þjóðar vegna. Vonandi ber
kirkjan gæfu til að vera áfram
þjóðkirkja, trúarlegt samein-
ingartákn landsmanna; styrkja
)á brú friðar og samstarfs við
íinn þögla meirihluta þjóðar-
innar, sem svo miklu skiptir.
Rannveig Marfa Níelsdóttir, nýútskrifaður foringi f Hjálpræðishernum:
„Ég er stolt af því að til-
heyra slíkri hreyfingu"
„ÉG ER uppalin í Hjálpræöishernum og
hann hefur verið mitt andlega heimili
frá því ég var barn. Mér fannst það vera
verkefni mitt að boða mína trú og starfa
fyrir Guð og sú var ástæða þess að ég
valdi Hjálpræðisherinn sem mitt
starfssvið,“ sagði Rannveig María Ní-
elsdóttir í samtali við Morgunblaðið, en
hún er ný útskrifuð frá foringjaskóla
Hjálpræðishersins í Noregi. Hún er
komin hingað til lands ásamt tilvonandi
eiginmanni sínum, Dag Albert Baarnes,
til þess að gifta sig, en þess má geta að
með Rannveigu var í skólanum í Noregi
bróðir hcnnar, Erlingur Níelsson. Þess
má geta aö áður en Rannveig hélt til
náms í Noregi, starfaði hún sem blaða-
maður á Morgunblaðinu.
„Starf innan Hjálpræðishersins
skiptist í þrjár aðal greinar; safnað-
arstarf, félagslegt starf og trúboðs-
starf. Ég vinn við safnaðarstörf, þó
segja megi að Hjálpræðisherinn sé
ekki eiginlegur söfnuður, hvorki hér
né í Noregi, heldur er um félag að
ræða.
Fyrir tveimur árum fór ég í For-
ingjaskóla Hjálpræðishersins í Osló
og að mér og bróður mínum meðtöld-
um eru níu íslenskir starfandi for-
ingjar á því svæði Hjálpræðishersins
sem er ísland, Noregur og Færeyjar. í
skólanum lögðum við einkum stund á
biblíufræði, trúarsetningar Hjálp-
ræðishersins og sálusorg, en einnig
leggjum við stund á aðrar greinar, til
Toppandar- og húsand;
eftirsóttust í andagarð;
Rætt við Leif Hallgrímsson, en hann hefur leyfi
menntamálaráðuneytisins til að flytja út andaegg
„ÞESSI viðskipti ganga þannig fyrir sig að við söfnum eggjunum á vorin, mest hér
í Vogum, en kaupum einnig af öðrum bændum og síðan sendum við þau til
viðskiptaaðila okkar erlendis," sagði Leifur Hallgrímsson, bóndi í Vogum 1 í
Mývatnssveit, í samtali við blaðamann Mbl. er þar var á ferð fyrir nokkru.
Leifur er annar tveggja aðila á
landinu sem leyfi hafa til að selja
ákveðið magn eggja tiltekinna anda-
tegunda úr landi, en hinn aðilinn er
einnig búsettur við Mývatn. Þeir
hafa leyfi fyrir þessum sérstæðu
viðskiptum frá menntamálaráðu-
neytinu sem veitti þau með ákveðn-
um skilyrðum að fenginni umsögn
fuglafriðunarnefndar. Þetta er
fyrsta vorið sem Leifur stundar þessi
viðskipti, en þau hafa verið stunduð í
einhverju formi um áratugaskeið.
Leifur sagði að þeir aðilar sem
hann seldi egg kæmu í Mývatnssveit
og þar væri í raun gengið frá kaup-
unum en vegna skilyrða sem bundin
voru í leyfinu þá þyrfti hann sjálfur
að sjá um að búa um eggin í þar til
gerðum umbúðum, flytja þau suður,
afla tilskilinna útflutningspappíra,
láta menn frá Náttúrufræðistofnun
skoða í kassana til að athuga magn
og tegundir eggjanna og koma þeim
síðan í flugvél.
Leifur var ekkert yfir sig hrifinn
af þessum reglum, hann sagðist hafa
farið fram það á að fá að selja eggin
þarna á staðnum eftir ákveðnum og
jafnöruggum skilyrðum, en því hefði
verið hafnað, þannig að hann yrði
sjálfur að eltast við að koma þeim úr
landi. Hann sagði um þessi mál al-
mennt: „Þetta er fyrst og fremst
hagsmunamál okkar heimamanna og
kemur í raun einhverri embætt-
ismannanefnd í Reykjavík ekkert
við. Það erum við sem viljum að hér
við Mývatn sé mikið af hverskyns
öndum. Öll þessi mál þarf að taka til
gagngerðrar endurskoðunar.
Það hefur verið unnið geysilegt
starf hér við vatnið til að ná upp
andavarpi, þar er húsandavarpið
gott dæmi. Hún verpir mest þar sem
hlúð er að varpinu. Sem dæmi um
þetta get ég nefnt, að við skiljum
aldrei eftir færri en 6 egg í hreiðrum
en samkvæmt fuglafriðunarlögunum
þá eru 4 egg lágmark, þannig að
heimafólkið hefur fullan áhuga á að
hlúa vel að varpinu og þarf ekki að
láta neina menn í Reykjavík segja
sér fyrir verkum í því efni.“
En hvað er svo fyrir þessa vinnu
að hafa? Leifur vildi ekkert láta hafa
eftir sér um hvað hann seldi eggin á,
en sagði að þar væri um óverulegar
upphæðir að ræða, auk þess sem
hann seldi ekki nema lítinn hluta
þeirra eggja sem hann hefði kvóta
fyrir, þar sem eins og er væri aðeins
markaður fyrir ákveðnar tegundir
eggja. Það væru toppandar- og hús-
andareggin sem væru eftirsóttust til
útungunar erlendis.
Leifur Hallgrímsson bóndi í Vogum 1 IIV
areggjum í hendinni en egg annarra anda