Morgunblaðið - 01.07.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 01.07.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1983 17 Þrír nýútskrifaðir foringjar í Hjálpræð- ishernum: Frá vinstri: Erlingur Níels- son, Rannveig María Níelsdóttir og Dan Albert Bárnes. Ljósm. Mbl. Rax. dæmis sálfræði, ræðumennsku og fé- lagsstörf og einnig er um að ræða ýmsar valgreinar. Mikill hluti kennsl- unnar er verklegur, við erum send út í þjóðfélagið til að æfa okkur á því sviði sem við komum til með að starfa á. Einu sinni á ári erum við send út í hópum í 10 daga herferð, einnig er páskaferð allra nemenda skólans, sem er trúboðsferð, og síðan störfum við í 4 mánuði sem foringjar undir leiðsögn annarra, en þessi tími hefur að vísu verið styttur nú í 2 mánuði," sagði Rannveig. „Foringinn er leiðtogi þess safnað- ar sem hann vinnur í. Hann heldur samkomur fyrir börn og fullorðna, sinnir sálusorg fyrir þá sem til hans leita, tekur við gjöfum sem síðan er útdeilt til hinna þurfandi og selur blað Hjálpræðishersins, sem hér á landi heitir Herópið. Einnig förum við út á meðal fólks og boðum fagnað- arerindið í orði og verki, en það er aðalverkefni okkar," sagði Rannveig. Eins og áður gat er Rannveig hingað komin til þess að ganga í hjónaband. Hún var spurð hvað tæki við hjá þeim hjónum. „Við höfum fengið skipun um að vinna í söfnuðin- um í Elverum í Heiðmörk í Noregi og við verðum þar bæði foringjar. Við vitum ekki hve lengi við verðum þar, því við erum undir skipunarfyrir- komulagi. Við verðum í Elverum þangað til okkur verður skipað að fara annað. Þetta er spennandi, en getur verið þreytandi," sagði Rann- veig. Eg kann mjög vel við þetta starf. Þegar ég fór út þá þekkti ég ekkert til þess, þótt ég hafi verið í Hjálpræðis- hernum hér á íslandi. Hreyfingin er stór í Noregi og raunar öllum heimin- um og ég er stolt af því að tilheyra slíkri hreyfingu, því þar fæ ég að þjóna Drottni og breiða það út sem ég hef sjálf fundið," sagði Rannveig María Níelsdóttir. areggin ana fývatnssveit. Hann heldur á tveimur húsand- tegunda eru í fötunni. Moritunblaðia/ Guðjðn Karfavinnsla á Rússland stöðvuð: Hlutur karfa í afla togara takmarkaður — Þýðir minni afla og verri afkomu, seg- ir Sævar Brynjólfsson, skipstjóri á Breka „ÞAÐ ER Ijóst að þetta hefur í for með sér minni afla og lakari af- komu,“ sagði Sævar Brynjólfsson, skipstjóri á Breka frá Vestmannaeyj- um, er Morgunblaðið bar undir hann afleiðingar þess, að ekki má lengur frysta karfa á Rússlands- markað og karfaafli Vestmanneyja- togara hefur verið takmarkaður við þriðjung af heildarafla. í dag gengur í gildi bann frystihúsa við vinnslu karfa fyrir Rússlandsmarkað. Af þeim sökum hefur togurum sunnan- og suðvestanlands verið beint á aðr- ar veiðar og karfaafli þeirra tak- markaður. Kemur þetta í kjölfar sí- aukins karfaafla og þess, að löngu er búið að frysta upp í sölusamninga þessa árs við Rússa og langt komið með að framleiða upp í næsta árs samning. „Við höfum beint þeim tilmæl- um til skipstjóra togara, sem leggja upp hjá okkur, að hlutur karfa í afla þeirra verði ekki meiri en V4 nú fyrst í stað. Það sem af karfa berst til okkar verður reynt að framleiða á aðra markaði, aðal- lega Bandaríkjamarkað. Þetta Sævar Brynjólfsson, skipstjóri. verður ákaflega erfitt fyrir skipin, þar sem mikill meirihluti afla þeirra hingað til hefur verið karfi, en við ætlum að reyna þetta og sjá hvernig fer. Bátaafli hér hefur að- allega verið ýsa svo ekki hefur þurft að setja neinar takmarkanir á bátana," sagði Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar í Vetsmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum beint skipunum á veiðar á öðrum tegundum, aðal- lega þorski, öðrum bolfiski og grálúðu, en síðan verður haldið áfram að vinna karfa í aðrar pakkningar en á Rússland, sér- staklega fyrir Bandaríkin og Vestur-Evrópu. Nú eru til dæmis 5 skip frá okkur fyrir vestan og eitt í höfn og er það í samræmi við þessi nýju viðhorf. Þá höfum við rætt við skipstjórana um að halda karfaaflanum í lágmarki. Sam- tíma þessu er einnig verið að reyna að auka sölustarf fyrir karfa á aðra markaði og þá aðal- lega ferskan," sagði Björgvin Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur. „Maður verður vís: að snúa sér að einhverju öðru en karfanum eftir að ákveðið hefur verið að takmarka veiðar á honum. Hvern- ig það gengur er erfitt un að segja, að minnsta kosti er ekki .'óg af þorski til að bæta upp mismui,- inn. Við erum nú á grunnunum við Karfa landað úr togara. suðausturströndina og þá aðallega á ýsu og gengur þokkalega. Það gefur alveg augaleið að ekki verð- ur hægt að halda sama aflamagni og áður þegar karfinn má ekki vera nema þriðjungur aflans, þetta þýðir bara minni afla og verri afkomu. Frá áramótum má segja að um 60% aflans hafi verið karfi, þannig að þetta verða mikil viðbrigði," sagði Sævar Brynjólfs- son, skipstjóri á skuttogaranum Breka frá Vestmannaeyjum. Fjórðungsmótið á Melgerðismelum: Krystall langefstur í B-flokki gæðinga Melgerdismelum, 30. júní. Frá Valdimar Kristinssyni tídindamanni Mbl. MÓTSSTÖRF hófust hér á Melgerðismelum klukkan 10 í gærmorgun er byrjað var að dæma B-flokk gæðinga. A sama tíma hóf- ust dómar kynbótahrossa og var byrjað á hryssum sex vetra og eldri. Veður hefur verið hið ákjósanleg- asta, léttskýjaö og hlýtt. Eftir forkeppni í B-flokki er Krystall frá Kolkuósi efstur með 8,77 í einkunn. Annar varð Aron frá Litlu-Grund með 8,59. f þriðja sæti varð Léttir með 8,50. Aðrir sem á eftir komu eru Þröstur frá Kjartansstaðakoti með 8,33, Njörvi með 8,25, Smyrill frá Hvammstanga með 8,22, Gim- steinn frá Vindheimum með 8,19 og Glær Sauðárkróki með 8,19. Þessir átta hestar mæta í úrslit- um á sunnudag klukkan 16. Dómsstörf gengu mjög vel gæð- ingakeppni og kynbótadómum. Gæðingadómum lauk um þrjúleyt- ið en kynbótadómum um sjöleytið. Tölvuvæðingin, sem nú er reynd í fyrsta sinn á móti sem þessu, hefur gefið mjög góða raun og hleypir notkun hennar aukinni spennu í keppnina, því aðalein- kunn hvers hests er kynnt fljót- lega eftir að hann hefur lokið keppni. Röð átta efstu hesta hverju sinni er stöðugt á sjón- varpsskerm sem staðsettur er í áhorfendabrekkunni. Um klukkan hálf sjö í gær lauk keppni unglinga 13 til 15 ára og varð efstur Einar Hjörleifsson á Tvisti með 8,09. Annar varð Vignir Sigurðsson á Hrappi með 7,90, þriðji Gestur Stefánsson á Háfeta með 7,88. Fjórði varð Jón A. Jónsson á Litla Rauð með 7,83, fimmti Inga M. Stefánsdóttir á Djákna með 7,82, í sjötta sæti Sonja Grant á Prúð með 7,77, sjöunda Sigurhanna Sigtryggs- dóttir á Dagfara 7,77 og í áttunda sæti varð Olafur Kristjánsson á Komma með 7,62. Þessi átta mæt- ast síðan í úrslitakeppni á sunnu- dag. Um klukkan fimm í gær höfðu 600 manns keypt sig inn á svæðið og telja forráðamenn mótsins að um þúsund manns og 400 hross séu á svæðinu. Búist er við mikilli aðsókn að mótinu seinni partinn í dag eftir vinnutíma þar sem veður er svo gott sem raun ber vitni. { dag hefst dagskrá með dómum á stóðhestum qg dómum í A-flokki gæðinga. Ungíingakeppni í yngri flokk hefst klukkan 15.30 og að henni lokinni, um klukkan 18. hefjast svo undanrásir kappreiða. Kvöldvaka byrjar svo um klukkan 21. Mikil ánægja ríkir meðal móts- gesta með alla aðstöðu og aðbún- að. „Hef aldrei kynnzt öðrum eins mathák“ — segir Torfi Einarsson, „fóstri“ selkópsins Jóhönnu „JÓHANNA hefur það fínt hjá mér og étur alveg rosaiega. í dag hefur hún étið 4 grálúðuflök og tvö ýsuflök og ég hef aldrei kynnzt öðrum eins matháki. Hún kom hingað vestur í gær og var þá dálít- ið óróleg, en er nú farin að spekj- ast,“ sagði Torfi Einarsson, lög- reglumaður í Hnífsdal í samtali við Morgunblaðið á mánudag, en hann fóstrar nú selkópinn Jó- hönnu, sem fyrir nokkru fannst í Kópavogi. Torfi sagði ennfremur, að hann hefði útbúið fyrir hana smálaug í gömlum báti við húsið hjá sér og notaði hún hana á milli þess, sem hún væri í elt- ingaleik við hundinn á túninu. Hann sagðist enn ekki vita hve lengi hún yrði hjá honum, það þyrfti að fita hana og venja við kalt vatn áður en henni yrði sleppt. Þá sagðist hann ekki vilja sleppa henni þar sem skotglaðir veiðimenn gætu náð henni. Hún yrði hugsanlega það gæf af upp- eldinu, að hún sæktist eftir fé- lagsskap manna, og þá væri bezt að sleppa henni þar sem hún fengi að vera í friði. Því gæti vel verið að hann sleppti henni á Pollinum. Þar væri bannað að skjóta og selur fengi oftast að vera þar í friði. Ef hún neitaði síðan að fara þegar að því kæmi, fengi hún að vera. Torfi sagði að sig hefði alltaf langað til að vita hvort hægt væri að temja seli og væri gaman ef svo væri.og hún vildi vera.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.