Morgunblaðið - 01.07.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ1983
23
Stéttarfélag íslenskra
félagsráðgjafa:
Mótmælir harð-
lega efnahags-
ráðstöfunum
EFTIRFARANDI fréttatilkynning
hefur borist Mbl.
Almennur félagsfundur Stéttar-
félags íslenskra félagsráðgjafa,
haldinn þann 22.06. '83, mótmælir
harðlega nýgerðum efnahags-
ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar.
Efnahagsráðstafanirnar bein-
ast alfarið að því að skerða tekjur
launafólks með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum fyrir rekstrargrund-
völl heimilanna og atvinnuöryggið
í landinu.
A meðan launafólki er gert að
taka alfarið á sig efnahagsvanda
þjóðarinnar, fá framleiðendur og
milliliðir sinn hlut óskertan.
Fyrirheit um félagslegar úrbæt-
ur til þeirra sem við þrengst kjör
búa eru enn óljós og þær sem séð
hafa dagsins ljós eru svo takmark-
aðar að fjarstæða er að meta þær
sem raunhæfar úrbætur.
Stjórn Stéttarfélags
íslenskra félagsráðgjafa.
Skeljungur h.f.
Höfóar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
StorgimM&foifr
Óskar Ingibergsson
Keflavík - Sextugur
Það er reyndar ekkert sér við
það að menn eigi sextugsafmæli,
en mun vart álitamál, að ævistörf
hinna sextugu eru misjöfn og
margvísleg. En meiningin með
þessu afmælisávarpi er sú, að
minnast lítillega sjómannsins,
skipstjórans, óskars Ingibergs-
sonar sem verður sextugur í dag.
Hann mætti mér á götu hér í bæ
fyrir tveim dögum. Er nokkuð að
frétta, spyr ég, og svarið er, já, já
alltaf nóg að frétta. Óskar var
nefnilega að koma frá Englandi á
sínu skipi, hafði fiskað í skipið og
siglt með aflann, tæp 60 tonn.
Óskar verður ekki heima á afmæl-
isdaginn, og fer sennilega ekki á
sjóinn í næsta túr vegna lasleika.
En hver vill giska á það hvað þessi
Um 100 manns
sóttu þjálfun-
arnámskeið
fyrir ökumenn
NÝLEGA var haldið þjálfunar-
námskeið fyrir ökumenn að til-
stuðlan Bifreiðaeftirlits ríkisins,
tryggingarfélaganna, Umferðar-
ráðs og Ökukennarafélags ís-
lands. Nálega eitt hundrað manns
sóttu námskeiðið, og fræddust þar
um allt sem viðkemur bflum, við-
haldi þeirra, meðferð, tryggingum
og akstri í bæjum og á þjóðvegum.
Þá gátu þeir sem námskeiðið sóttu
einnig fengið akstursæfingu um
bæinn undir leiðsögn ökukennara.
Meðal þess sem fram kom á
námskeiðinu er hversu gífurlegt
tjón er á bifreiðum hér á landi ár
hvert. Það má sjá m.a. á síhækk-
andi iðgjöldum tryggingarfélag-
anna, en í fyrra voru bætt 12.369
tjón í ábyrgðartryggingum bif-
reiða þrátt fyrir að lögreglu-
skýrslur sýndu einungis 7.622 tjón.
Heildarkostnaður tryggingarfé-
laganna vegna umferðaróhappa á
síðasta ári var hvorki meira né
minna en 232.565 þúsund sem
svarar verði á eitt hundrað einbýl-
ishúsum.
sextugi drengur hefur farið marg-
ar sjóferðir um ævina.
Ég komst að því í þessu stutta
samtali, að Óskar er búinn að vera
skipstjóri frá því að hann var 23
ára, með öðrum orðum í 37 ár. Það
mætti nú reyndar ímynda sér það
að sjómaður, skipstjóri í 37 ár,
ætti myndarlega bók á hillunni
hjá sér, ef allar sjóferðirnar væru
skráðar þar, en hvað um það, þú
hefur verið gæfumaður, Óskar
minn, aldrei misst mann frá borði
og alltaf siglt skipi heilu í höfn.
Það er ekki óviðeigandi að þess sé
minnst hér, hver munur er á lífi
sjómannsins og hinna, sem leggj-
ast til hvíldar heima í svefnher-
berginu sínu, á sama tíma sem
skipstjórinn leggur frá landi undir
dimma og kalda skammdegisnótt-
ina, já og oft í tvísýnu veðurútliti.
Óskar byrjaði skipstjórn á bát
innan við 30 tonn. En hann hefur
uppskorið að verðleikum enda
aflakóngur um skeið. í dag er
hann stýrimaður en Karl sonur
hans er skipstjórinn. Óskar vantar
réttindi á þeirra glæsilega veiði-
skip, Albert ólafsson KE 39, um
180 tonn.
Máltæki segir: „Það er ekki gott
að maðurinn sé einsamall". Þess
verður að geta hér að Óskar og
Hrönn kona hans eiga 4 syni og 3
dætur allt menntuð og mannvæn-
leg börn. Kona Óskars hefur stutt
mann sinn með ráði og dáð. Út-
gerðin á sitt ágæta sjóhús með
allri nútíma tækni. Ég var staddur
á heimili þeirra nú nýverið. Þá
sagði Hrönn eina athyglisverða
setningu. Hún var þessi: „Ég er
búin að vera sjómannskona yfir 30
ár.“ Já, við getum hugleitt hvað
hún meinar með þessum fáu orð-
um.
Fyrirgefðu mér, Óskar, þessi
ummæli um þig. Ég óska þér til
hamingju með daginn og ófarnar
veiðiferðir um ókomin ár.
V.R.
Við opnum
Shellstöð
í Njarðvík
Nýja Shellstöðin
að Fitjum í Njarðvík hefur
verið opnuð. Allt hefur verið
snyrt og snurfusað
og gljáfægðarbensíndælurnar
bíða þess með óþreyju
að fá að fylla hjá þértankinn.
í tilefni opnunarinnar bjóðum við meðan birgðir endast:
Sætaáklæði með 40% afslætti.
Sjúkrakassa með 40% afslætti.
Pér gefst einstakt tækifæri
til að spara verulegar upphæðir
um leið og tankurinn er fylltur.
Pað borgar sig að skreppa suðureftir!
Verið velkomin að Fitjum, - frá okkur fer
enginn með tóman tankinn.
Shellstöðin
Njarðvík