Morgunblaðið - 01.07.1983, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLl 1983
27
Fr^bær árangur
Islendinga á
NIVI fatlaðra barna
UM SL. helgi var haldin í Sarps-
borg í Noregi norðurlandamót
fatlaöra barna á aldrinum 12—16
ára.
Þátttakendur voru rösklega 120
börn frá öllum Noröurlöndunum,
þar af 25 frá Islandi. Þau voru úr
rööum hreyfihamlaðra, þroska-
heftra, blindra og sjónskertra og
heyrnarlausra.
Fréttir hafa nú borist af mjög
góöri frammistööu íslensku barn-
anna og hlutu þau alls 95 verölaun,
þar af 50 gullverölaun, 28 silfur og
17 brons. Næstir í rööinni voru
Danir og Svíar meö 40 verölaun
hvorir, þá Finnar meö 37 verölaun
og Norðmenn meö 36.
Þetta er í þriöja sinn sem svona
barnamót fatlaöra barna er haldið
og hafa íslensk börn veriö meö í
þeim öllum.
Að sögn fararstjóra gekk ferðin
í alla staöi vel og hinn góöi árangur
mjög uppörvandi fyrir börnin og
áframhaldandi þátttöku þeirra i
íþróttastarfinu.
Fremri röð frá vinstri: Kristinn Bjarnason, Hreinn Ólafsson, ómar
Bogason, Óli Metúsalemsson, Jón B. Ásgrímsson.
Aftari röð frá vinstri: Magnús Steinþórsson, Björn Grétar Ævarsson,
Bjarni Hjaröar, Stefán Friðleifsson, Magnús Guðmundsson, Jakob
Magnússon og Emil Björnsson. Mynd QE.
Erfið ferð
menntskælinga
íþróttafélag Menntaskólans á
Egilsstööum spilaði í úrslitum 2.
deildar sem haldin voru í Keflavík
12.—13. mars. Er þetta í annaö
sinn sem félagið keppir í úrslitum
á íslandsmóti, en auk þess keppir
liöið á Austurlandsmótum og Bik-
arkeppni UÍA. Hefur liöiö jafnan
staöiö sig meö ágætum og unnið
þessi mót síöastliðin 3 ár.
En um síðustu helgi lögöu ÍME-
menn land undir fót og spiluðu viö
Laugdæli, Breiöablik og ísfiröinga
í Keflaík. Var þetta mjög erfiö ferö
fyrir þá leikmenn sem hana fóru,
en af landfræöilegum og fjárhags-
legum ástæöum mættu ekki nema
7 leikmenn í þessa úrslitakeppni.
Svo óheppilega vildi til aö strax á
2. mín. fyrsta leiks, sem var á móti
Laugdælum, slasaöist einn leik-
manna liösins svo ekki var um
marga skiptimenn aö ræða eftir
þaö. Komu leikmenn heim síöast-
liöinn mánudag þreyttir eftir ferö-
ina og því miöur meö 3 töp á bak-
inu. Úrslitin uröu:
ÍME — Laugdælir 72—98
ÍME — Breiðablik 75—88
ÍME — ísafjöröur 71—91
En leikmenn eru ákveönir aö
vera með í baráttunni næsta ár og
vonast til þess aö þá geti þeir veriö
búnir aö æfa í hinu nýja íþróttahúsi
sem veriö er aö byggja á Egils-
stööum. En æfingaaöstaöa hefur
veriö hér vandamál og þó sérstak-
lega nú síðari hluta vetrar, þar sem
Valaskjálf, sem er félagsheimili
staðarins hefur vísaö öllum bolta-
íþróttum út úr húsinu. Hefur þetta
að sjálfsögöu komiö niöur á æfing-
um ÍME. En þeir hafa farið fáeinar
feröir í nærliggjandi íþróttahús á
Eiöum, sem er í 12 km fjarlægö og
á Eskifjörö, sem er í um 45 km
fjarlægð.
Vonast körfuboltamenn sem og
aörir íþróttaunnendur á Egilsstöð-
um eftir aö íþróttahús staðarins
veröi tekið í notkun næsta haust
þar sem þaö mun gjörbreyta aö-
stööu til æfinga og keppni bæöi
fyrir Egilsstaöabúa og Austfiröinga
alla.
Vormót HSS að Sævangi
FYRSTA frjálsíþróttamót Héraös-
sambands Strandamanna á
þessu ári var haldiö að Sævangi
sunnudaginn 26. júní sl. Kepp-
endur á mótinu voru um tuttugu
frá sjö félögum.
Helstu úrslit uröu þau, að í 100
m hlaupi sigraöi Valdemar Braga-
son Geislanum á 12,2 sek, í lang-
stökki Guðjón Fr. Jónsson
Hnoöra, stökk 5,91 m, í þrístökki
Stefán Gíslason Hnoöra, stökk
11,78 m og í hástökki sigraöi
Ragnar Torfason Leifi heppna,
stökk 1,65 m. Magnús Bragason
Gretti sigraöi í öllum köstunum,
kastaöi kúlu 11,54 m, kringlu
37,46 m og spjóti 37,62 m.
í kvennaflokki sigraöi Fríöa
Torfadóttir Leifi heppna í kúlu-
varpi, kastaði 8,33 m og í spjót-
kasti, kastaöi 23,05 m. í langstökki
sigraöi Sólrún Jónsdóttir Hnoöra,
stökk 4,13 m. í kringlukasti sigraöi
Elín Ragnarsdóttir Gretti, kastaöi
27,02 m. Alls voru um 70 manns á
mótinu, þar meö taldir áhorfendur,
starfsmenn og keppendur.
Fyrir mótið var háður knatt-
spyrnuleikur á milli Geislans frá
Hólmavík og Neista frá Drangsnesi
hjá drengjum 13 ára og yngri. Lauk
leiknum meö sigri Geislans 3—0.
Njótið góðra veitinga í kaffiteríunni.
Nýgrillaðir kjúklingar allan föstudaginn.
TILBÚIÐ Á GRILLIÐ
LAMBA: kótiíettur—Utrisnciðar
framHryggur og rif
KINDA: buff-smásteik á pinnum.
NAUTA: bufj—framfiryggur
OKRYDDAÐ
CFXID HAGSTÆÐ
MATARINNKAUP
Hvítlauks
spægipylsa
Okkar verö: 356,27 kg
Leyft verö: 441,90 kg
Vörukynning:
Markaössalan kynnir grillrétti