Morgunblaðið - 06.08.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
5
Danskur prest-
ur predikar
DANSKUR prcstur, sr. Aage Poulsen,
prédikar við messu í Dómkirkjunni á
morgun, sunnudaginn 7. ágúst, kl.
11.000. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar
fyrir altari, Dómkórinn syngur og
organleikari er Marteinn H. Friðriks-
son.
Sr. Aage Poulsen er nýlega hættur
störfum fyrir aldurs sakir í Þjóð-
kirkju Danmerkur eftir langa og far-
sæla þjónustu. Sr. Aage Poulsen
varð guðfræðingur árið 1941 og vígð-
ist sama ár sem aðstoðarprestur við
Höjdevangskirken á Amager. Árið
1948 varð hann sóknarprestur í
Ibsker-Svaneke á Borgundarhólmi
og er það austasta prestakall í
Danmörku. Árið 1963 gerðist hann
prestur á Bov á Suður-Jótlandi og er
það syðsta prestakall í Danmörku og
jafnframt stærsta sveitaprestakall
þar í landi með 8.000 íbúa.
Jafnframt prestsstörfunum hefur
sr. Aage Poulsen tekið nokkurn þátt
í stjórnmálum og sat á þjóðþingi
Danmerkur sem varaþingmaður árið
1963. Þá er hann ritstjóri tímaritsins
„Vor Kirke", sem Kirkeligt Forbund
gefur út.
Sr. Aage Poulsen er mikill ís-
landsvinur og á marga vini hér á
landi og hefur komið hingað til lands
áður. Hann er boðinn hjartanlega
velkominn til Dómkirkjunnar á
morgun og er hvatt til þess að fólk
fjölmenni í messuna á morgun, sem
hefst að venju kl. 11.00.
Hjalti Guðmundsson
Fjölsóttur fundur
um varnarmál
GEIR Hallgrímsson, utanríkisráð-
herra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins, var aðalræðumaðurinn á
fundi sem sjálfstæðisfélögin á Suð-
urnesjum héldu í fyrrakvöld í Garði
og var fundarefnið varnarmálin og
stjórnmálaviðhorfið. A fundinum var
einnig Matthías Á. Mathiescn, við-
skiptaráðherra og 1. þingmaður
Reyknesinga.
Að sögn Finnboga Björnssonar,
sem var fundarstjóri á fundinum,
urðu mjög líflegar umræður að
loknu framsöguerindi Geirs Hall-
grímssonar. Var m.a. rætt um
framkvæmd varnarsamningsins,
væntanlega flugstöðvarbyggingu,
hafnarframkvæmdir í Helguvík og
fyrirhugaða olíugeymslustöð í
tengslum við höfnina í Helguvík.
Þá var einnig rætt um stjórnar-
samstarfið við Framsóknarflokk-
inn og þær aðgerðir sem gripið
hefur verið til frá því ríkisstjórnin
tók við völdum.
„Þetta var fjölsóttur og vel
heppnaður fundur og mikill ein-
hugur í mönnum," sagði Finnbogi
Björnsson að lokum.
Frá blaðamannafundinum á skrifstofu landlæknis. Talið frá vinstri:
Tryggvi Jakobsson, frá Umferðarráði, Sturla Þórðarson, fulltrúi
lögreglustjóra og Ólafur Ólafsson, landlæknir.
Norrænt þing um slysa-
varnir haldið hér á landi
EPTIR helgina hefst að Hótel Esju
norrænt þing um slysavarnir. Það
eru samtök umferðarslysalækna á
Norðurlöndum sem halda þetta
þing.
Á þinginu verða fulltrúar frá
öllum Norðurlöndunum en þá
mun einnig Leo Kaprio, forstjóri
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
arinnar, verða við setningu þess.
Samtök þessi hafa á stefnu-
skrá sinni að vinna að málum
sem megi verða til að bæta um-
ferðina.
Hér á fslandi eiga, auk lækna,
aðild að þessum samtökum Um-
ferðadeild lögreglunnar, Ör-
yrkjabandalagið, Sjálfsbjörg,
Blindrafélag Islands, Ferilnefnd
fatlaðra og ýmsar stéttir innan
heilbrigðisþjónustunnar. Öllum
áhugamönnum um umferðarmál
er þó heimil aðild að samtökun-
um.
íslendingar gerðust aðildar-
menn að þessum samtökum í
mars á þessu ári, en áður þegar
þing á vegum þeirra hafa verið
haldin, hafa íslenskir læknar
sótt þau.
Þingið er að þessu sinni helguð
fötluðum og óvörðum vegfarend-
um en einnig verður fjallað um
manninn, ökutækið og veginn.
Þá verður einnig fjallað mikið
um öryggismál og slysavalda í
umferð.
Ólafur Ólafsson, landlæknir,
sagðist vonast til að þingið kæmi
til með að skapa umræðu um
umferðarmál. Hann sagði einnig
að ráðstefna sem þessi væri
mjög góður vettvangur til þess
að skiptast á skoðunum við hina
Norðurlandabúana og menn
gætu lært hver af öðrum.
Tryggvi Jakobsson frá Um-
ferðarráði sagði að orðið hefði
vart mikils áhuga meðal al-
mennings á málinu og jafnvel
meiri en þeir hefðu átt von á.
Þingið hefst á mánudagsmorg-
un kl. 10 að Hótel Esju en því
verður svo fram haldið á þriðju-
dag og miðvikudag.
Tryggvi sagði að lokum að við
íslendingar værum nú fyrst að
komast í takt við hin Norður-
löndin á þessum vettvangi.
Gýs Geys-
ir í dag?
ÁKVEÐIÐ hefur verið að setja
sápu í Geysi í dag kl. 15 til að
freista þess að láta hann gjósa.
Því munu eflaust margir bíða og
vona að Geysir taki við sér í dag,
eins og svo oft áður þegar hann
hefur verið blekktur með sápu.
Dregid úr
lausnum
sunnudagsgátu
FÖSTUDAGINN 22. júlí sl. var
dregið úr innsendum réttum lausn-
um vegna Sunnudagsgátu 1983 að
viðstöddum fulltrúa borgarfógeta.
Eftirtalin nöfn komu upp:
Sigurður Guðjónsson, Reykja-
vík, Hólmfríður Friðsteinsdóttir,
Reykjavík, Jóhanna Sveinsdóttir,
Reykjavík, Guðlaug Guðmunds-
dóttir, Reykjavík.
Nú þegar hefur verið haft sam-
band við vinningshafa.
Réttar lausnir við Sunnudags-
gátu 1983 voru:
50 km.
Akstur.
Biðskylda.
Rétt er að biðja hlutaðeigendur
afsökunar á þeirri töf sem orðið
hefur á að dráttur færi fram, sem
orsakaðist af því hversu uppgjör
bárust treglega.
Leiðrétting
ÞÓRHALLUR Ásgeirsson er ráðu-
neytisstjóri viðskiptaráðuneytisins
en ekki iðnaðarráðuneytisins eins og
misritaðist í blaðinu í gær. — Biðst
blaðið velviröingar á þeim mistök-
um.
OPIÐIDAG
og
notaöir
Lada 1200
Lada 1200 Station
Lada Safír
Lada Canada
Lada Sport
kr. 139.400
kr. 150.600
kr. 159.900
kr. 188.800
kr. 267.100
/ Bílasöludeildin.
> er opm
■[ ídag frá kl. 1-5
Tökum notaöa, vel með farna Lada-bila upp i nyja.
Nyir
Verð frá kr.
174.900
bilar
iðar og LandbúnaÖarvélar hf
Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600