Morgunblaðið - 06.08.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
19
Suður-Kóreumenn
sökktu njósnaskipi
Seoul, 5. ágúst. AP.
TALSMAÐUR ríkisstjórnar Suð-
ur-Kóreu tilkynnti í dag, aö varð-
bátar landsins hefðu sökkt norður-
kóresku njósnaskipi með aðstoö
flugvéla og landsveita undan
ströndum Suður-Kóreu.
Veður
víða um heim
Akureyri 18 skýjaö
Amsterdam 20 skýjaó
Aþena 32 heiöskírt
Barcelona 27 hálfskýjaó
Berlín 14 rigning
BrUssel 23 skýjaö
Chicago 30 skýjaö
Frankfurt 24 rígning
Feereyjar 12 skýjaó
Hong Kong 32 heiðskírt
Jerusaiem 29 heiöskfrt
Jóhannesarborg 21 heiðskírt
Kaupmannahöfn 19 skýjaö
Kairó 36 heióskfrt
Las Palmas 25 léttskýjaó
Ussabon 27 heióskfrt
London 24 heiöskírt
Los Angeles 31 heióskirt
Madríd 33 skýjaö
Miami 30 þungbúiö
Moskva 27 heiðskfrt
Nýja Delhi 34 skýjaó
New York 31 rigning
Osló 18 heióskfrt
Paris 24 heiöskfrt
Perth 19 heiöskfrt
Reykjavík 10 úrk. f grennd
Rio de Janeiro 21 skýjaö
Róm 30 heióskfrt
San Francisko 22 heiöskfrt
Stokkhólmur 22 rigning
Sydney 17 hsföskfrt
Tel Aviv 30 heiöskírt
Tókíó 34 heiöskírt
Vancouver 22 skýjað
Vín 16 rigning
Varsjá 18 skýjaó
Skipið var á siglingu til strand-
arinnar Wolsong um 300 km suð-
austur af Seoul, er varðmenn
komu auga á það. Kjarnakljúfur
er um 5 km í suður frá ströndinni.
Talsmaður varnarmálaráðu-
neytisins kvað ekki ljóst, hvort
kjarnakljúfurinn hafi verið
skotmark njósnaskipsins eða
ekki. Það reyndi að koma köfur-
um í land, en tilraunin mistókst.
Lee Ki-Baek hershöfðingi, yfir-
maður gagnnjósnastofnunar
Suður-Kóreu, sagði hermenn
landsins hafa fundið lík þriggja
norður-kóreskra kafara. Þá hefði
fundist fjarskiptabúnaður til
notkunar neðansjávar, gúmbátur,
skotfæri og e.k. eiturnálar í braki
njósnaskipsins.
Síðar í dag fannst lík eins kaf-
ara í viðbót og kvað talsmaður
varnarmálaráðuneytisins enn
leitað að „kommúnistalíkum".
Ekkert mannfall varð í liði Suð-
ur-Kóreu.
Þetta er í annað sinn síðan 19.
júni, sem útsendarar komm-
únistastjórnarinnar láta til sín
taka. Þrír vopnaðir kafarar kom-
ust inn í Suður-Kóreu 19. júní, en
voru handteknir og síðan skotnir.
Chun Doo-Hwan forseti lands-
ins kvað kommúnistastjórnina
reyna að rýja landið trausti, en
síðar í ár eru ráðgerðir ýmsir al-
þjóðlegir fundir í Suður-Kóreu.
Eldar í Frakklandi
Miklir skógareldar hafa að undanfornu geisað við Miðjarðarhafsströnd
Frakklands. Hafa mörg þúsund hektarar lands eyðilagst í eldunum.
Hvass vindur hefur gert slökkviliðsmönnum erfitt um vik.
Verða þeir Kasparov og
Smyslov dæmdir úr leik?
Moskvu, 5. ágúst. AP.
SOVÉSKA skáksambandið lagði til í morgun, að hinir fjórir þátttakendur
í undanúrslitaeinvígjum áskorendakeppninnar um heimsmeistaratitilinn í
skák og viðeigandi skáksambönd settust á rökstóla til þess að ákveða
nýja keppnisstaði.
stórmeistarinn Ribli myndu þá
tefla um réttinn til að mæta
heimsmeistaranum, Anatoly
Karpov, í áskorendaeinvígi um
heimsmeistaratitilinn.
Stuttfréttir
Þingið bannar
flokk Tamila
('olombo, 5. ágúst. AP.
ÞINGIÐ á Sri Lanka samþykkti í
morgun, með 150 atkvæðum gegn
engu, stjórnarskrárbreytingu, sem
bannar starf stjórnmálaflokks Tam-
ila, sem krefst aðskilnaðar við Sinh-
ala og stofnun sérstaks ríkis.
Ranasinghe Premadasa forsæt-
isráðherra bar fram frumvarpið,
en flokkur hans, Sameinaði þjóð-
arflokkurinn (UNP), hefur 139
þingsæti af 168. Fulltrúar flokks
Tamila á þingi mættu ekki til um-
ræðna auk þess sem fulltrúi
kommúnista og forsætisráðherr-
ann greiddu ekki atkvæði.
Enn eitt
flugránið
Miami, 5. ágúst. AP.
FLUGI 236 DC-8 þotu bandaríska
flugfélagsins Capitol Airlines frá
San Juan í Puerto Rico til Miami
var rænt í gærkvöldi og snúið til
Kúbu. Þetta er í þriðja skipti, sem
flugvél Capitol-flugfélagsins er
rænt í ár og jafnframt níunda
flugránið, sem framið er frá því 1.
maí sl. Þá eru ótalin tvö rán, sem
misheppnuðust, er farþegar yfir-
buguðu flugræningja.
Atvinnuleysi
minna í júlí
Washington, 5. ágúst. AP.
Atvinnumálaráðuneyti Banda-
ríkjanna tilkynnti í dag, að fjöldi at-
vinnulausra þar í landi hefði í júli sl., í
fyrsta sinn í langan tíma, verið minni
en 10% vinnuhæfra.
, Ráðuneytið kvað 9,5% vinnuhæfs
fólks hafa verið atvinnulaust í júli. í
tíu mánuði hefur tala atvinnulausra
verið yfir 10%, en nú er fjöldi þeirra
orðinn sá sami og var í júní í fyrra.
í desember 1982 voru 12 milljónir
Bandaríkjamanna atvinnulausar.
Þar af hafa nú 1,7 milljónir fengið
atvinnu. Ráðamenn eru bjartsýnir á
það, að efnahagsbati leiði til fjölg-
unar starfsmanna fyrirtækja eins
og raunin er nú. Þeir hafa þó varað
við því, að slíkt sé bundið við það, að
vextir í Bandaríkjunum hækki ekki.
Sovétmenn eiga fulltrúa í báð-
um einvígjunum og báðir hafa
neitað að tefla á mótsstöðunum,
sem ákveðnir höfðu verið, Pasa-
dena og Abu Dhabi. Borgaryfir-
völd í Abu Dhabi drógu tilboð sitt
til baka er ljóst var, að sovéski
stórmeistarinn Smyslov sætti sig
ekki við mótsstaðinn.
Dæmdur
Kalmar, 5. ágúst. AP.
PÓLSKUR skipstjóri, sem skaut á
eftir háseta sínum, sem synti frá
borði til sænsku strandarinnar 11.
júlí sl. og bað um hæli sem pólitískur
flóttamaöur, var í dag dæmdur til
tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir
að hafa stofnað lífi hásetans í hættu.
Atvikið átti sér stað, er skipið var á
siglingu nærri Kalmar í Svíþjóð.
í fangelsi
Skipstjórinn sagði sér til máls-
bóta, að hefði hann ekkert að-
hafst, hefði beðið hans allt að tíu
ára fangelsisdómur í Póllandi.
Hann mun hafa skotið 5—8 skot-
um að skipverjanum. Eitt þeirra
skall í sjóinn nærri höfði hans og
annað nærri sjópokanum.
Þessi tillaga sovéska skáksam-
bandsins er fram komin til þess að
reyna að taka fram fyrir hendurn-
ar á FIDE, alþjóðaskáksamband-
inu. Sovétmenn hafa tilkynnt, að
skákstjarna þeirra, Garri Kasp-
arov, muni ekki mæta til leiks
gegn Victor Korchnoi í Pasadena.
Segja þeir öryggi Kasparov ekki
nægilega tryggt í Pasadena, auk
þess sem þar sé of heitt.
Framkvæmdastjórn FIDE
ákvað á fundi um sl. helgi, að
hvika hvergi frá fyrri ákvörðunum
sínum um mótsstaði, þ.e. Pasa-
dena og Abu Dhabi. Florencio
Campomanes, forseti FIDE, sagði
í viðtali við júgóslavneskt dagblað
í gær, að Sovétmenn gætu sjálfum
sér um kennt og þeir hefðu tvo
daga til þess að skipta um skoðun.
Samkvæmt reglum FIDE verða
þeir Kasparov og Smyslov dæmdir
úr leik ef þeir mæta ekki til ein-
vígjanna. Korchnoi og ungverski
Afleiðing uppljóstrunar starfsmanns leyniþjónustunnar:
Njósnakerfi Kúbumanna
í Bandaríkjunum lamað
Miami, 5. ágúst. AP.
STARFSKMI kúbönsku leyniþjónust-
unnar í Bandaríkjunum er nú öll í
molum, að því er blöð í Miami segja.
Skýringin er sú, að einn starfsmanna
leyniþjónustunnar hljópst undan
merkjum og flúði til Bandaríkjanna
um miðjan júlí. Hefur hann undan-
farnar vikur matað bandarísku leyni-
þjónustuna á ítarlegum upplýsingum
um starfshætti fyrrum vinnuveitenda
sinna.
Sagði í frétt blaðsins Miami Her-
ald, að eftir uppljóstranirnar yrði
kúbanska leyniþjónustan að skipta
algerlega um vinnubrögð og stokka
allt kerfi sitt upp frá grunni. Myndi
taka langan tíma að koma starfsem-
inni á ný í þær skorður sem hún var
áður í, svo ítarlegar væru upplýs-
íngarnar.
Ennfremur segir í blaðinu, að
þegar Kúbönum varð ljóst að Jesus
Raul Perez Mendez hafði söðlað um,
hefðu snör handtök verið viðhöfð.
Skipt hefði verið um mannskap í
sendinefnd Kúbu hjá Sameinuðu
þjóðunum, svo og í sérstakri deild
landsins í Washington, sem fer með
málefni Kúbumanna í Bandaríkjun-
um, til þess eins að losna við þá
hneisu að láta vísa starfsfólkinu úr
landi fyrir njósnir.
Blaðið sagði ennfremur, að fyrir
upplýsingar sínar hefði Mendez þeg-
ið 100.000 dollara (2,8 milljónir ís-
lenskra króna), bifreið og „þægilegt
hús að búa í“ eins og það var orðað.