Morgunblaðið - 06.08.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
39
HSÍ fékk í sömu vikunni kröfur
frá f jórum lögfræóingum og var
sú lægsta uppá 97 þús. krónur
— ekki starfsgrundvöliur meðan ástandið er svona
segir formaður HSÍ Friðrik Guðmundsson
„Eins og stadan er í dag þá er
þetta allt saman í botnlausum
mínus hjá okkur. Veturinn í fyrra
var mun dýrari en viö bjuggumst
við og auk þess hafa vextir og
annar kostnadur verift meiri
vegna þess hversu illa hefur
gengiö aö borga þaö sem viö
skuldum," sagði Friörik Guö-
mundsson formaöur HSÍ, þegar
Mbl. haföi samband viö hann til
aö athuga hvernig ástandiö í pen-
ingamálum væri hjá handknatt-
leikssambandinu, en eins og
kunnugt er hefur stjórn HSI
ákveöið aö senda ekki landsliöiö
undir 21 árs til keppni á heims-
meistaramótið sem fram fer í
Finnlandi vegna bágborins fjár-
hags.
Friörik sagöi einnig aö þaö væri
í rauninni ekki starfsgrundvöllur til
aö starfa á meðan ástandiö væri
eins og þaö er í dag, en nú væri
búiö aö stofna fjáröflunarnefnd
sem nýtekinn væri til starfa og
væntu þeir mikils af starfi hennar.
„Veturinn í fyrra var geysidýr hjá
okkur, við fórum meö mörg liö
utan, bæöi piita og stúlkur, og svo
tók B—keppnin sitt. Þrátt fyrir aö
styrkur SlS væri rausnarlegur þá
er ekki hægt aö gera mjög mikiö
fyrir 150 þúsund krónur í dag, þaö
nægir ekki alveg fyrir einni ferö til
útlanda meö eitt liö. Viö erum á
fuliu í því þessa dagana aö búa til
skulda- og greiösluplan sem viö
ætlum síöan aö reyna aö standa
viö, því lánadrottnar okkar hafa
veriö meö eindæmum þolinmóöir
viö okkur og bíöa nú eftir þessu
greiösluplani."
— Þiö ætliö sem sagt aö draga
saman seglin í vetur, en varöandi
þá landsleiki sem fyrirhugaöir
eru, telur þú aö þiö komið til meö
aö fá eitthvaö í kassann fyrir þá?
„Jú, þaö er rétt aö viö ætlum aö
draga saman seglin, þaö þýöir
ekkert annaö eins og staöan er
núna, því þaö er ekki hægt aö
starfa neitt ef ekki veröur reynt aö
rétta aöeins úr kútnum fyrst. Ég
nefni sem dæmi aö viö fengum í
sömu vikunni kröfu frá fjórum
lögfræðingum og var sú lægsta
upþá 97 þúsund. Viö höfum hvergi
lánstraust lengur og veröum aö
staögreiða allt og þegar engir pen-
• Friðrik Guömundsson, formeö-
ur HSÍ, segir: „Viö fáum hvergi
lánstraust og veröum aö staö-
greiöa alla hluti.“
ingar eru til er þaö ekki hægt. Þeir
landsleikir sem ætlunin er aö veröi
leiknir í vetur veröa gegn Tékkum,
Rússum og Norömönnum sem
koma hingað og veriö er aö athuga
meö Sviss, Júgoslavíu og
A—Þýskaland, en þær þjóöir hafa
boöiö okkur aö koma meö A-
landsliöiö út til keppni í desember
og er þaö mjög freistandi tilboð,
sem erfitt veröur aö hafna. Þaö er
ódýrt aö fara þangað svo aö pen-
ingalega séö er þetta mjög hag-
stæö ferö. Hvaö varöar tekjur af
landsleikjum þá getum viö tekiö
leikina viö Rússa sem dæmi. Viö
leikum þrjá leiki viö þá og ef viö
fyllum Höllina einu sinni þá komum
viö sléttir út. Viö reiknum fastlega
með aö fá einhverjar krónur í kass-
ann í vetur og ég vona aö þaö
veröi enn fyrr þannig, aö þessi
stjórn sem nú situr geti fariö aö
starfa aö einhverju varöandi hand-
knattleiksíþróttina, og sparaö sér
eilífar peningaáhyggjur."
— Hvaö meö landsliöiö undir
21 árs?
„Okkur finnst þaö auövitað
mjög bagalegt aö þurfa aö draga
liðið út úr keppninni, en þaö eru
engir aörir möguleikar fyrir hendi.
Ef af þessari ferö heföi oröið hefö-
um viö orðið aö senda 21 manna
hóp út og þar sem keppnin veröur
haldin í Finnlandi yröi þetta mjög
dýrt, bæöi eru fargjöldin dýr og
ekki síöur uppihaldiö, og viö eigum
enga peninga til og þegar svo er
ástatt er einfaldlega ekki hægt aö
fara t slíka keppni.
—sus
• Það sr hart bsrist um knöttinn
hjá kvsnfólkinu, skki síöur en hjá
karlmönnunum.
1. deild kvenna:
Þrjú lið
efst og jöfn
TVEIR leikir fóru fram í 1. deild
kvenna í knattspyrnu í fyrrakvöld.
KR sigraói lið IA, 2—1, og Vals-
stúlkurnar sigruðu Víking, 1—0.
Staöan í 1. deild kvenna er nú
mjög jöfn þar sem þrjú lið eru
efst og jöfn meö 10 stig. Staðan
er þessi:
Breióablik 6 5 0 1 10—3 10
Valur 7 4 2 1 15—3 10
KR 7 4 2 1 13—4 10
Akranes 7 3 2 2 20—6 8
Víkingur 7 1 0 6 2—15 2
Víðir 6 0 0 6 4—33 0
— ÞR
Vildu láta Bogdan
þjálfa í Póllandi
SAMKVÆMT áreiöanlegum
heimildum sem Mbl. hefur aflaö
sér bendir allt til þess aö pólski
handknattleiksþjálfarinn Bogdan
Kowlacyk komi ekki til landsins
fyrr en um mánaðamótin ágúst—
september. En nokkuð öruggt
mun vera aö hann komi hingaö til
lands.
Pólska handknattleikssamband-
iö lagöi hart aö Bogdan aö hann
tæki aö sér þjálfun á landsliöi Pól-
lands, 21 árs og yngri, og skiþu-
legöi starfiö fram yfir næstu
heimsmeistarakeppni. En Bogdan
vildi frekar koma til fslands til
starfa hér. Eftir nokkurt málþóf
hefur sambandiö gefiö sitt leyfi en
pólska íþróttamálaráðuneytiö yfir
enn eftir aö leggja blessun sina á
aö Bogdan fari til Islands aftur til
starfa sem handknattleiksþjálfari.
En þar sem hart hefur veriö lagt
aö ráöuneytinu frá ýmsum stööum
eru líkur á aö málinu veröi flýtt og
Bogdan fái leyfiö. Málið taföist
nokkuö þar sem bréf frá HSÍ til
ráöuneytisins týndist og ýmsar
upplýsingar sem í því voru komust
ekki til skila tímanlega. En eins og
áöur sagöi er von á Bogdan hing-
aö í lok mánaöarins.
— ÞR.
skammt frá meti í 1000 m
Guðmundur
Guömundur Skúlason Á var
skammt frá íslandsmetinu í 1000
metra hlaupí er hann sigraöi í
þeirri grein á frjálsíþróttamóti á
Österbro-leikvanginum í Kaup-
mannahöfn í vikunni. Guðmundur
hljóp á 2:22,1 mínútu, en fa-
landsmetiö er 2:21,1 og er það í
eigu Jóns Diðrikssonar UMSB,
sett á móti í V-Þýzkalandi 1980.
Gunnar Páll Jóakimsson IR varö
þriöji í hlaupinu á 2:26,3, en hann á
bezt um 2:22 mínútur. Gunnar var
þungur í þessu stutta hlaupi, enda
keppti hann tveimur dögum áöur í
5 km í landskeppninni i Edinborg.
Aörir íslenzkir frjálsíþróttamenn
uröu sigursælir á mótinu í Kaup-
mannahöfn. Iris Grönfeldt UMSB
vann spjótkastiö meö 49,86 metra
kasti, Kristján Harðarson Ármanni
sigraöi í langstökki, stökk 7,32
metra og var meðvindur innan
marka, Stefán Þór Stefánsson ÍR
vann 200 metra grindahlaup á 24,3
sekúndum, en meövindur var of
mikill eöa 2,3 sekúndumetrar, og
TOM Petranoff, heimsmethafi í
spjótkasti, stóöst lyfjapróf sem
hann varö aö ganga undir eftir
stórmót í frjálsíþróttum á Bislet-
leikvangingum í Osló 9. júlí sl.
Tekin var þvagprufa hjá átta
íþróttamönnum til að kanna hvort
Eva Sif Heimisdóttir ÍR vann 200
metra hlaup á 26,3 sekúndum,
sem er hennar bezti árangur, enda
vindur innan marka. Eva Sif er aö-
eins 14 ára gömul og mikiö
spretthlauparaefni.
þeir heföu gerst sekir um ólöglega
lyfjamisnotkun. Enginn þeirra
reyndist sekur um slíka misnotkun
lyfja. Auk Petranoffs má nefna
vestur-þýzka hlauparann Thomas
Wessinghage af frægum frjáls-
íþróttamönnum, sem ganga uröu
undir prófiö.
Petranoff stóðst
lyfjaprófið í Osló
Eðvarð
setti nýtt
íslandsmet
EDVARÐ Eðvarösson
sundkappi setti í gær nýtt
Islandsmet í 200 metra bak-
sundi á Evrópumóti ungl-
inga í sundi sem haldið er í
Frakklandi um þessar
mundir. Eðvarö synti á
2:18,88 mín. og var aöeins
tveimur sek. frá því aö kom-
ast í B-úrslit á mótinu.
í dag keppa allir íslensku
keppendurnir, Arnþór Ragn-
arsson og Eövarö Eövarös-
son í 100 metra bringusundi
og Ragnar Guðmundsson
keppir í 400 metra skriö-
sundi.
8 þús. króna
1. verölaun
UM HELGINA fer Johnny
Walker-golfkeppnin fram á
Nesvelli. Leiknar veröa 72
holur. Fyrírtækiö Vangur
gefur glæsileg verölaun til
keppninnar. Fyrstu verölaun
eru átta þúsund króna vöru-
úttekt.
— ÞR.
Þrír kylf-
ingar keppa
í Svíþjóð
ÞRÍR íslenskir golfmenn
munu taka þátt i sænska
meistaramótinu í golfi. Þeir
eru Sigurður Sigurösson GS,
Jón H. Guölaugsson NK og
Gylfi Garðarsson GV. Keppni
þessi er jafnframt lands-
keppni þar sem allir bestu
kylftngar Noröurlandanna
eru samankomnir. Þeir Sig-
uröur og Gylfi eru nú í fyrsta
sinn að keppa í landsliði í
golfi.
— ÞR.
Leitaö aö
leikmönnum
SONUR framkvæmdastjóra
Lokeren hefur veriö hér á
landi undanfarnar vikur og
haft augun vel opin fyrir
efnilegum knattspyrnu-
mönnum. Ekki hefur hann
þó sett sig í samband vió
neinn ennþá, svo vitaö sé,
meö einhverja alvöru í huga.
En þaö er stranglega bannaö
aö bjóöa leikmönnunj samn-
inga meðan á keppnis-
tímabili stendur. Knatt-
spyrnufélögin í Belgíu hafa
mjög góöa reynslu af þeim
leikmönnum sem hafa leikió
í Belgíu á undanförnum ár-
um, svo og þeim knatt-
spyrnumönnum sem leika
þar í dag.
— ÞR
Leiðrétting
i BLAÐINU í gær var sagt frá
því að Úlfar Jónsson, hinn 14
ára gamli kylfingur, væri á
góðri leið meö aö veröa
Scrats-spilari og nánari út-
listanir á hvaö það þýddi.
Fyrir þaó fyrsta var oröiö
ekki rétt skrifað hjá okkur
og í ööru lagi var sagt aó
Scrats-spilari væri sá sem
gæfi vellinum forgjöf, en rétt
mun vera aó sá sem er meö
0 í forgjöf kallast Scrats-
spilari. Þetta leiðréttiat hér
meö.