Morgunblaðið - 06.08.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
25
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Einkamál
Ógiftur eldri maöur óskar eftir
aö kynnast traustri, lífsglaöri
konu, 50 ára eöa eldri, sem
vantar félaga og vin. Ekki veröur
öörum bréfum svaraö en þeim
sem eru undirrituö fullu skírnar-
og fööurnafni, ásamt heimilis-
fangi. Tilboö sendist Mbl merkt:
.E — 8918". Fariö veröur meö
1350 þús.
Til sölu kartöfluupp-
tökuvól (Grimme)
Upplýsingar í síma 99-5946 eftir
kl. 20.00.
Grindavík
Glæsilegt parhús viö Leynis-
braut 12 um 100 fm. Verö 1350
þús.
90 fm efri hæð viö Austurveg.
Sér inng. Verö 680 þús.
120 fm viólagasjóöshús viö
Noröurveg. Verö 1350 þús.
122 fm raöhús viö Efstahraun í
Grindavik. Ekki fuligert. Verö
1250 þús.
Gott einbýlishús vió Hvassa-
hraun um 130 fm. Eign í sér-
flokki. Verö 1,9 millj.
Viöiagasjóöshús viö Suöurveg.
Verö 1200 þús.
Sandgerði
Mjög góö 3ja herb. neöri hæö
meö sér inng. vió Suöurgötu.
Verö 800 þús.
125 fm einbýlishús viö Hjalla-
götu. Verö 1650 þús.
Gott eldra einbýlishús viö Suö-
urgötu. Mikiö endurnýjaö. Verö
1300 þús.
120 fm efri hæð viö Vallargötu.
Sér inng. Verð 900 þús.
Garöi
143 fm nýlegt einbýlishús viö
Geröarveg. Aö nokkru fullgert.
Skipti á ódýrari eign hvar sem er
á Suöurnesjum möguleg. Verö
1,2 millj.
Eldra einbýlishús viö Garö-
braut. Ekkert áhvílandi. Verö
920 þús.
Eignamiölun Suöurnesja, Hafn-
argötu 57, Keflavík. Simi 92-
3868.
Grindavík
Til sölu raöhús í smíöum, 116 fm
meö bilskúr. Einnig til söiu ein-
býlishús. Uppl. í síma 92-8294.
Krossinn
Samkoma í kvöld kl. 20.30 að
Alfhólsvegi 32, Kópavogi. Allir
hjartanlega velkomnir.
Leiguskipti — Akureyri
— Reykjavík
Til leigu stór 3ja herb. íbúö á
besta staö á Akureyri í skiptum
fyrir ibúö í Reykjavík. Uppl. í
síma 91-19967 eftir kl. 19.00 og
96-22555.
UTIVISTARFERÐIR
Dagsferðir
Laugardagur 6. ágúst kl. 09.00:
Vígsluhátíð í Básum. 5—6 tíma
stans í Þórsmörkinni. Verö kr.
400.
Sunnudagur 7. ágúst
Kl. 08.00 Þórsmörk. Verö kr.
400. Papahellar aö Ægissíöu
skoöaðir á heimleið.
Kl. 13:00 Húshólmi — Gamla
Krísuvik. Verö kr. 250. Frítt f.
börn. Brottför frá bensínsölu
BSÍ. Sjáumst! Útivist
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Hjálpræöisherinn
sunnudag kl. 20.00. Bæn kl.
20.30 Hjálpræöissamkoma.
Lautinantarnir Sissel og Edgar
Andersen tala. Velkomin.
radauglýsingar — radauglýsingar — raöauglýsingar
tilboö — útboö
Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiöir,
skemmdar eftir árekstra:
Fiat Ritmo árg. 1981
Toyota Corolla árg. 1980
Fiat 227 Van árg. 1980
Mazda 929 árg. 1978
Mazda 121 árg. 1977
Ford Escort RS 2000 árg. 1974
Volvo 144 árg. 1972
VW 1300 árg. 1972
VW 1300 árg. 1972
Bifreiðirnar verða til sýnis mánudaginn 8.
ágúst að Réttingaverkstæði Gísla Jónssonar,
Bíldshöfða 14. Tilboöum sé skilaö á skrif-
stofu vora fyrir kl. 16.00 þriöjudaginn 9.
TRYGGINGAR
1 82800
fundir — mannfagnaöir
___________J
til sölu
Tegrasaferð
verður farin á vegum NLFR sunnudaginn 7.
ágúst. Lagt verður af staö frá Búnaðarbank-
anum Hlemmi kl. 11 f.h. Skráning í ferðina er
í síma 16371.
NLFR
Plastfyrirtæki til sölu
2 filmuvélar (plastbakkavélar) lllig RDKM,
árg. '73. Illig R-650 OST, árg. ’67. Tvær móta-
sprautuvélar og 10 mót, 10 ha. loftpressa,
hnífur og kvörn og mikið af verkfærum.
Óunnið hráefni fyrir ca. 100 þús. kr.
Verð 900 þús. Útborgun ca. 300 þús.
Fyrirtækið þarf ca. 100 fm húsnæði. Þarf að
flytjast frá núverandi stað.
Uppl. í síma 26630 á daginn og 42777 á
kvöldin og um helgar.
\
fornt höfðingjasetur og skáld-
setur. Þar er víður, grænn og grös-
ugur dalur með laxá, sem liðast
um engið og fögur er fjallasýn
með eyjum úti í hafi. — En á ann-
exíuleiðinni frá Heydölum að Stöð
var þá veglaus ófæra þar sem
sæta varð sjávarföllum því að
„Brim brestur við björgum" —
háskaleg leið.
En í Grímsey liggur heims-
skautsbaugur yfir hjónarúmið,
ósýnilegur nema á landakorti. í
Grímsey og í Myrkárdal ortu
prestar fallegustu páskasálma.
Þar er e.t.v. mestur munur ljóss og
myrkurs, skammdegis og vors.
Á þessum erfiðu ferðum á veg-
lausu landi, nær óspilltu frá forn-
öld, draup íslenskan hægt og
hægt, blíð og björt, eins og dögg,
einnig úrsvöl, ekka þrungin, inní
brjóst unga prestsins, tveggja ey-
þjóða manns, stórveldisþjóðar og
vopnlausrar þjóðar. Má vera að
eyþjóðir beri kviku sævarins í
brjósti sínum, geymi þá tilfinn-
ingu jafnvel inni í innstu dölum,
að haf umlykur land þeirra.
Það býr í sál þeirra. Utsærinn
vekur útþrá, leiðir burt, leiðir
heim. — Þegar ég sá, að séra
Róbert var orðinn rithöfundur á
íslensku, þá kom mér enn í hug
það sem Goethe sagði um eyþjóðir.
Eiginlegt efni þessarar greinar
er það að minnast á rithöfundinn
Róbert Jack. Mér þykir íslensk
tunga svo mikils virði, að full
ástæða væri til þess að veita því
athygli og viðurkenna, að maður,
sem fæddur er og uppalinn hjá
milljóna-þjóð og hefur alheims-
málið, enskuna leikandi létt á
tungu og ber það í brjósti og sál,
hefur lagt svo mikla rækt við
tungu vora að hann tekur að mál-
fari til langt fram mörgum ís-
lenskum höfundum, sem hlotið
hafa verðlaun og viðurkenningu,
sumir fyrir þýðingar, jafnvel á
óþverra bókum fyrir börn og ungl-
inga eða almenning.
Ævisaga sr. Róberts er bráð-
skemmtileg, hreinskilin og holl.
Meðal annars segir hann frá því,
þegar hann læknaðist fyrir
kraftaverk. Þá var hann barn.
Einhver hefði nokkrum dögum áð-
ur sagt um þennan dreng: Hann
læknast aldrei. — Þau orð ætti
enginn maður að segja um sjúkan
mann, því að lífið er í hendi Guðs.
Róbert litli lá inni í sjúkrastofu.
Hann var með beinátu í öðrum
fætinum, viðþolslaus af kvölum.
Þá var nótt.
í þjáningu sinni sá hann Jesúm
Krist standa hjá rúmi sínu. Þján-
ingin hvarf, sæl tilfinning gagntók
hann allan, og hann féll í svefn.
Og hann varð fótboltamaður og
síðar þjálfari. Nú prófastur í
Húnaþingi og Strandasýslu.
Á sama tíma voru foreldrar
hans að biðja fyrir honum. Faðir
hans dró einn biblíumiða. Þar
stóð: Sonur þinn lifir.
Svo gjörsamleg var lækningin,
að drengurinn varð síðar knatt-
spyrnu-maður og seinna þjálfari.
Nú er hann prófastur yfir
Strandasýslu og Húnaþingi. Það
var ekki „Félagi Jesús" eða „töfra-
full tilviljun" sem læknaði barnið,
heldur Frelsarinn Jesús, sem
frelsaði drenginn úr þeim hörðu
sjúkdómsfjötrum.
Séra Róbert segir í ævisögu
sinni frá fjölmörgum atvikum og
atburðum utan lands og innan og
dregur upp lifandi myndir.
Allir, sem ég hef hitt og lesið
hafa, ljúka upp einum munni um
það, að bókin sé bráðskemmtileg.
Væri það nú ekki fullt eins rétt-
mætt að verðlauna þetta verk,
eins og t.d. þýdda bók, þar sem
lýst er meðferð arabískra verka-
manna á þeim óláns konum, sem
vondir menn hafa til sölu handa
Arabalýð í Mexíkó? — Skyldi bók
séra Róberts ekki vera fullt eins
hollur lestur. Ég spyr í alvöru
hvort Róbert Jack ætti ekki fullt
eins vel skilin íslensk bókmennta-
verðlaun eða skáldalaun fyrir bók
sína eins og þeir klámrita- og guð-
níðs-höfundar, sem efstir eru á
blaði hjá verðlaunaveitendum og
taldir hafa til þess unnið að ís-
lenska þjóðin kosti þá með bestu
skilyrðum og fullu kaupi í marga
mánuði í húsi Jóns Sigurðssonar
til þess að bæta kílóum af pappír
og klámfengnu tungutaki og guð-
níði við fyrri skrif, ef að líkum
lætur.
Það er óbætanleg smán fyrir Is-
lendinga að launa það engu þegar
útlendur prestur með vald á al-
heimstungu, sem honum er í blóð
borin, skrifar samt ævisögu sína
fyrir fámenna þjóð á vorri fornu
og vandasömu tungu og tekst það
skínandi vel.
Það er alveg furðuleg bók-
menntastefna í þessu landi að
veita því enga athygli, launa það
engu og láta sem ekkert sé.
Hugleiða mætti málfar Dana og
annarra Norðurlandabúa, sem
koma hér líka ungir, eins og sr.
Róbert — og ýmsir þeirra mætir
menn. Hvar var framförin í máli
þeirra? — Þótti þeim það ómaks-
ins vert að læra almennilega að
tala mál hinnar fámennu þjóðar?
— Hve margir þeirra náðu valdi á
íslensku svo að þeir hefðu getað
skrifað bók á því máli? Hvort
tveggja er, að ekki er sú list öllum
Iagin að semja bækur, en hitt þó
eigi síður, að það er á fárra manna
færi að verða jafnvígir á tveimur
tungumálum svo að dugi til þess
að ná stíl, sem sprettur djúpt inn-
an frá.
Þeir menn unna lítið sínu máli,
íslenskunni, sem ekki kunna að
meta bókmennta-afrek prófasts-
ins að Tjörn.
Ritlaun til hans fyrir ævisöguna
ættu að verða Islendingum sjálf-
um hvatning til þess að týna ekki
tungu sinni í eigin landi. — Loft-
vogin fellur ört.
„Þeir ættu að hirða um arfinn sinn,
sem erfa þessa tungu.“ (Þ.Erl.)
Þá er að kveðjum komið. Það
verður víst að óska þér til ham-
ingju með það, sr. Róbert, að vera
kominn á skilamanna afrétt, eink-
um ef eitthvað kemst enn til skila
af þínum Sindbaðs-æfintýrum á
mynd-auðugri íslensku þinni.
„Blessun yfir barnahjörð" og
heimili þitt, störf og ritstörf. Frú
Vigdís og börn — til hamingju
með daginn.
Kveðja frá húsi mínu.
Rósa B. Blöndals
Zukofsky-
námskeið Tón-
listarskólans
í Reykjavík
og Flugleiða
TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík
og Flugleiðir gangast fyrir hálfs
mánaðar námskeiði sem hófst í gær,
fostudag. Eru þátttakendur á milli
70 og 80, þar af átta erlendir.
Nancy Elan, konsertmeistari
Colonial Symphony Orchestra,
New Jersey, Karen Olson, lág-
fiðluleikari í sömu hljómsveit, og
James Sleigh, sem var um tíma
lágfiðluleikari í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, koma til að aðstoða
við þjálfun strengjaleikara og æf-
ingar á kammertónlist. Bernard
Wilkinson hefur umsjón með blás-
urum og Eggert Pálsson með slag-
verki.
Námskeiðið fer fram í Haga-
skóla í Reykjavík. Æft verður að
venju 6 tíma á dag og lýkur nám-
skeiðinu laugardaginn 20. ágúst
með tónleikum. Verkefni verða:
Myndir á sýningu eftir Muss-
orgsky, Tod und Verklárung eftir
Strauss og L’Ascension eftir
Messiaen. Það síðastnefnda er
hljómsveitarfrumflutningur hér á
landi og er gert í tilefni þess að
1983 er 75 ára afmæli Oliver
Messiaen.
^fVskriftar-
síminn er 830 33