Morgunblaðið - 06.08.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.08.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983 Vestmannaeyjar: Draupnir aflahæst- ur humarbátanna Vestmanna«7jum. 5. ápúst. MIKIL vinna hefur verið í fisk- vinnslustöðvunum hér í þessari viku og góður afli horist á land. Ileldur fáliðað er þó á ýmsum vinnustöðum vegna sumarleyfa starfsfólks, en horfið hefur verið frá því að loka fyrir fiskmóttöku í ágústmánuði eins og tíðkast hefur hér undanfarin sumur. Strax í vikubyrjun þegar fólk var svona rétt að vakna eftir þjóð- hátíðina, var landað 68 tonnum úr Vestmannaey, 70 tonnum úr Hug- in og 38 tonnum úr Helgu Jóh. Vegna mikils afla og takmarkaðs vinnuafls hafa skip orðið að sigla með afla erlendis. Klakkur landaði 122 tonnum í Færeyjum á mánu- dag og Sindri er á leið til Eng- lands með 110 tonn af góðum fiski. Þá var aflaskipið Breki í höfn í gær og landaði 220 tonnum og var megnið af þessum góða afla þorsk- ur af Vestfjarðamiðum. Það er því líflegt hér . ' nóg að starfa fyrir alla, ekki bara í fiski, heldur hefur verið rífandi vinna hjá iðnaðarmönnum í sumar og miklar framkvæmdir í gangi hjá bæjarfélaginu, fyrirtækjum og einstaklingum. Humarvertíð lauk fyrir síðustu helgi. 19 bátar stunduðu veiðarnar héðan og lönduðu alls 307,5 tonn- um af óslitnum humri sem gerði 94,6 tonn af slitnum humri. Þetta er verulega betri afli en tvær und- anfarnar humarvertíðir. Árið 1982 var aflinn 81 tonn af slitnum humri en 65,8 tonn árið 1981. Mestan afla var Draupnir með, tæp 10 tonn af slitnum humri. Ófeigur III og Hellisey voru með rúm 8 tonn hvor bátur. Það mun láta nærri að humaraflinn, sem hér var lagður á land í sumar, nemi um 12% af heildaraflakvót- anum á vertíðinni. Myndin er tekin í Atlavfk þar sem Stuðmenn skemmtu um verslunar- mannahelgina. Stuðmenn bæta við stöðum og mannskap STUÐMENN munu heimsækja Vestfirði í fyrsta sinn um þessa helgi og einnig munu þeir staldra Náttúruverndarfólk leggur á útivistarsvædum stiga Tónabíó: Ný Charlie Chan-mynd frumsýnd MEISTARI málsháttanna, Charlie Chan, snýr nú aftur enn á ný. Charlie Chan-myndirnar sem slógu í gegn á þriðja, fjórða og fimmta áratugnum, hafa skipað þessum fræga leynilögregluspek- ingi á bekk með sígildum leyni- lögregluhetjum og nú gefst að- dáendum tækifæri til að rifja upp gömul og góð kynni, eða eins og Charlie Chan gæti orðað það: „Oft er skörp kímni skæðari en skað- laust vopn.“ Með aðalhlutverk fara Peter Ustinov sem Charlie Chan og Angie Dickinson sem Dreka- drottningin. Leikstjóri er Clive Donner. „BRITISH Trust for ('onservation Volunteers" eru bresk sjálfboðaliða- samtök sem vinna að umhverfisvernd. Samtökin taka að sér alls kyns verk- efni á hreskum náttúruverndar- og úti- vistarsvæðum og vinna þau með hóp- um sjálfboðaliða. Föstudaginn 19. ág- úst koma hingað til lands sex af reynd- ustu stjórnendum og verkstjórum samtakanna. Hópurinn kemur hingað að ósk Náttúruverndarráðs sem skipu- leggur ferð þeirra, en hópurinn greiðir sjálfur ferða- og fæðiskostnað sinn. Gert er ráð fyrir að hópurinn vinni að eftirfarandi verkefnum: 20.—22. ágúst: Stígagerð í Krísu- vík. Gerður verður göngustígur í hring frá bílastæði um hverasvæðið. Um er að ræða stíga bæði á grónu og ógrónu landi, á tiltölulega sléttu landi og bröttu og einnig verða gerð- ir trégöngustígar yfir sjálft hvera- svæðið. 23.-25. ágúst: Stígagerð við Gullfoss. Lagfæringar á aðalstíg frá bílastæði og niður að fossinum til að hindra að vatn renni eftir stígnum og beri möl niður á gróna brekkuna. Nýr stígur og þrep i núverandi troðning upp frá bílastæði. 28. ágúst—1. sept. Unnið í Skafta- felli. Meginverkefni í Skaftafelli verður að gera við stíg frá tjald- svæði upp brekkurnar áleiðis að Svartafossi. Nátíuruverndarráð óskar eftir fólki sem hefur áhuga á að vinna með hinum bresku sjálfboðaliðum. Þarna gefst tækifæri til að læra ým- iss konar gagnleg handbrögð um leið og dvalið er á fallegum stöðum og unnið að nauðsynlegum verkefn- um til verndunar stöðunum. Gera verður ráð fyrir að þátttakendur kosti sjálfir ferðir sínar og fæði og sjái sér fyrir viðlegubúnaði þar sem þess er þörf. Skipulögð verða sam- eiginleg matarinnkaup fyrir Bret- ana og aðra sem þess óska og kostn- aði deilt. Þeir sem hafa áhuga geta leitað frekari upplýsinga og tilkynnt þátttöku á skrifstofu Náttúruvernd- arráðs. Sérstaklega er mikilvægt að þeir sem vilja vera með allan tím- ann tilkynni þátttöku sem fyrst, þ.a. hægt verði að skipuleggja sameig- inleg matarinnkaup fyrir þann hóp svo og útvega honum ferðir. (Frétt frá Náttúruverndarráði) við í Stykkishólmi á bakaleiðinni. Þar mun hljómsveitin skemmta í félagsheimilinu á sunnudagskvöld, ásamt söngkonunni Ragnhildi Gísladóttur og Sneglu-Halla, sem kvað víst þekktur fyrir „fagran limaburð og söng“, eins og segir í fréttatilkynningu hljómsveitar- innar. Þess má loks geta, að í ráði er að bæta fleiri stöðum við áður auglýsta hljómleikaferð, en mark- miðið er að sækja heim hvern landsfjórðung áður en ferðinni lýkur um næstu mánaðamót. Nýting hótelsins aldrei verið betri Stykkishólmi, 4. ágú.sl. ÞRÁTT fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið okkur hliðhollir á norðan- verðu Snæfellsnesi hefur aldrei ver- ið betri nýting á hótelinu í Stykkis- hólmi en í júní og júlí á þessu ári, að sögn hótelstjórans, Sigurðar Skúla. Helgartilboðin sem hótelið hef- ur boðið ferðamönnum með gist- ingu og ferðum út í eyjar, hafa verið vel nýtt og fólk mjög ánægt með þau. Hótelið mun halda áfram þessari starfsemi enn um sinn. Mikið hefur verið af ferða- fólki, sérstaklega erlendis frá og virðist ferðamannastraumurinn hingað til Stykkishólms aukast ár frá ári. Flugleiðir: Boðið upp á útsýnisflug til Vestmannaeyja um helgar Athugasemd frá yfir- matsmanni garðávaxta EÐVALD B. Malmquist, yfirmats- maður garðávaxta, hafði samband við blaðið vegna ummæla sem höfð voru eftir Sighvati Haf- steinssyni, kartöflubónda í Þykkvabæ, í Mbl. á föstudag. Eð- vald sagði, að hann hefði hvorki haft með birgðahald né talningu á kartöflum að gera síðastliðið ár og sé honum því þessi ádeila óvið- komandi. Hann hefði hinsvegar haft með þetta að gera þangað til á síðasta ári. Eðvald vildi einnig benda á í þessu sambandi, að í reglugerð landbúnaðarráðuneytis- ins frá 11. ágúst 1982 væri tekið fram að ætíð skuli taka tillit til vörugæða á þann hátt að láta betri vöru sitja fyrir þeirri lakari. Markaðurinn réði því þannig nokkru um hvernig bændum gengi að losna við framleiðslu sína. FLUGLEIÐIR hafa tekið upp þá nýbreytni að bjóða upp á morgunflug til Vestmannaeyja um helgar þar sem flogið verður yfir helztu náttúrustaði á Suðurlandi. Að sögn Sæmundar Guðvinds- sonar hlaðafulltrúa Flugleiða mun verða lagt af stað kl. 8 árdegis í þetta útsýnisflug alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga þegar veður leyfir. „Þeir staðir, sem flogið verður yfir, eru Þingvalla- vatn, Gullfoss- og Geysissvæðið, Hekla og Eyjafjallajökul og tekur flugið um 20 mínútum lengri tíma en venjulegt flug til Vestmanna- eyja eða alls 40—45 mín.,“ sagði INNLENT Sæmundur. Hann bætti því við að ráðgert væri að halda þessu út- sýnisflugi áfram, a.m.k. út ágúst- mánuð. Lækkun hámarkshraða í gamla Vesturbænum HINN 15. ágúst næstkomandi gengur í gildi nýr hámarksöku- hraði í gamla Vesturbænum, en frá þeim degi má ekki aka þar á yfir 30 km hraða. Borgaryfirvöld tóku þessa ákvörðun að tilhlutan umferðarnefndar, og er markmið- ið að reyna að hemja umferð um þetta gróna hverfi. Gamli Vestur- bærinn nær yfir svæði sem tak- markast af Kalkofnsvegi, Lækjar- götu, Fríkirkjuvegi og Sóleyjar- götu að austan, Hringbraut að sunnan og Mýrargötu að norðan. Til undirbúnings aðgerðum til að vekja athygli ökumanna á lækkun hámarkshraða, boða íbúðasamtök Vesturbæjar til vinnufundar í Gallerí Fjólu, Framnesvegi 31, fimmtudaginn 11. ágúst kl. 19.30. Rússnesk skóla- skúta í Sundahöfn Þessi mikla skúta kom til landsins í gærmorgun og liggur hún bundin við bryggju í Sundahöfn. Skútan, sem ber nafnið Sedov, er rússneskt skólaskip, fjögurra mastra, 6148 brúttórúmlestir að stærð og er 117 metra löng. Að sögn Stefáns Eiríkssonar hjá Skipadeild SIS, sem er með umboð fyrir skipið, var skútunni lagt upp hér til að taka vatn og vistir og hvíla áhöfnina. Annars hefði hún mest verið í námunda við sovéska veiðiflotann. llm borð er 231 maður og að sögn Stefáns eru það mest menn á aldrinum 18—25 ára sem verið er að kenna sjómennsku og þjálfa í fiskveiðum. Áætlað er að skútan leggi í hann aftur á sunnudagskvöldið. MoripinblaAiA/ KEE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.