Morgunblaðið - 06.08.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.08.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983 + Elskuleg eiginkona mín, ELÍN GUDBRANDSDÓTTIR, Tjarnarbóli 2, Seltjarnarnesi, lést i Landspítalanum 4. ágúst. Árni Jónsson. t Tengdasonur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, INGÓLFUR ÞÓRDARSON, skipstjóri, Selvogsgrunni 26, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 4. ágúst. Fyrir hönd vina og vandamanna, Jón Kjerulf Guómundsson, Grétar K. Ingólfsson, Geröur Bjarnadóttir, Hrefna Ingólfsdóttir, Finnur Jóhannsson, Pétur Hafsteinn Ingólfsson, Jóna Marfa Kjerulf, barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, STEFANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR fró Hvassahrauni, andaðist í Elliheimilinu Grund þann 28. júlí. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Ingibjörg Friöfinnsdóttir, Þórunn Friöfinnsdóttir, Einar Friöfinnsson, Margrét Friöfinnsdóttir, börn Davíð Guömundsson, Sigfús Jónsson, Helga Svavarsdóttir, Siguröur Ingibergsson, barnabörn. + Faöir minn og tengdafaöir, ÞORGRÍMUR GUÐBRANDSSON fró Bræöraó, veröur jarösunginn í dag, laugardag, frá Keflavíkurkirkju kl. 2. Fyrir hönd vandamanna, Sigfús G. Þorgrímsson, Inga Haröardóttir. + Bróöir minn og frændi okkar, GUDMUNDUR GUOMUNDSSON, Hvammi, Grindavík, veröur jarösunginn frá Laugadælakirkju, laugardaginn 6. ágúst kl. 2 e.h. Ragnheiöur Guömundsdóttir og fjölskylda, Guömundur G. Hafliöason og fjölskylda. + Hugheilar þakkir fyrir sýnda samúö viö fráfall og útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, HELGU G. JÓNSDÓTTUR, Miövangi 41, Hafnarfiröi. Sígríður Jóhannesdóttir, Siguröur Jónsson, Guörún Reumert, Stefón Reumert og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og iangafa, MARINÓS G. JÓNSSONAR, fyrrverandi símritara, Blönduhlíö 13. Hjördís Ólafsdóttir, Agnes Marinósdóttir, Kristinn Guöbjörnsson, Sig. E. Marinósson, Ágústa K. Sigurjónsdóttir, Valur Marinósson, Sabine M. Marinósson, Valgeröur Marinósdóttir, Valdimar G. Guömundsson, Evert Kr. Evertsson, Sigríöur Héöinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Kristey Hallbjörns- dóttir — Suðureyri Fædd 22. febrúar 1905 Dáin 30. júlí 1983 Á fyrstu tugum þessarar aldar gerðist ævintýrið á Suðureyri við Súgandafjörð. Þar sem nú er hinn myndarlegi útgerðarbær, voru um aldamótin 15 manns, auk heima- jarðarinnar á Suðureyri. Árið 1906 kom Svanur, fyrsti vélbátur- inn til Súgandafjarðar, fjögurra smálesta bátur með létta alfa-vél. Með komu hans til Súgandafjarð- ar hófst þar vélbátaöldin og að- streymi fólks. Á næstu árum komu svo vélbátarnir Sigurvon, Freyr, Vonin og svo áfram. Og fyrstu húsin, sem þarna voru byggð, báru stór nöfn útan úr heimi: Babylon, Róm og Amalíu- borg. Fólk fluttist til hins nýja fram- tíðarstaðar frá Djúpi og vestur- fjörðum öllum. Að 15 árum liðnur.. frá því Svanur kom til Suðureyrar var þar risið yfir þrjúhundruð manna kauptún með tuttugu og tveimur vélbátum fyrir landi. Vorið 1912 fluttust í plássið frá Tálknafirði hjónin Hallbjörn Oddsson og Sigrún Sigurðardóttir með ellefu börn sín, sex stúlkur og fimm pilta. Elstu synir þeirra, Sigurður Eðvarð og Oddur, voru komnir á undan fjölskyldunni og orðnir formenn á vélbátum. Yngstar í þessum barnahópi voru tvíburasysturnar Kristey og Þuríður, fæddar 22. febrúar 1905, fallegar stúlkur, léttar og leik- andi, sannkallaðar blómarósir. Þessi forkunnar fjölskylda setti brátt mikinn svip á hið unga sam- félag á Suðureyri, börnin voru vel gefin, athafnasöm til starfa og fé- lagslynd. Tvíburasysturnar fóru ungar til náms í Núpsskóla í Dýrafirði, héldu síðan suður til Reykjavík. Að nokkrum tíma skildust leiðir þeirra systra, Þuríður giftist þar syðra og kom ekki aftur vestur, en Kristey hélt aftur heimieiðis. Hun eignaðist að vini ungan efnismann, Sturlu Jónsson. Þau gengu í hjónaband 9. október 1926. Sturla er sonur Jóns Einarssonar, sem kom með Svan- inn í verið 1906, og Kristínar Kristjánsdóttur, konu hans. Sturla var vaskur maður, gerðist formaður á vélbát og varð kunnur sjósóknari og aflamaður, gerðist síðar útgerðarmaður og hafði fisk- verkun, en tók síðan forystu í sveitarmálum, hreppstjóri í ára- tugi og fulltrúi sveitarinnar út á við í Vestfjarðamálum. Á næstu áratugum dreifðist fjölskylda Sigrúnar og Hallbjörns, börnin fluttust burtu til athafna á Suðurlandi og foreldrarnir settust að á Akranesi og voru þar til hinstu stundar. Loks varð Kristey ein eftir á Suðureyri af þeirri stóru fjölskyldu. Á fyrsta áratug sambúðar Kristeyjar og Sturlu eignuðust þau fimm börn. En þá brá „skjót- lega sól sumri". Þegar Kristey var 33 ára að aldri lamaðist hún svo að litlu síðar varð hún að vera í hjólastól og síðan alla tíð eða í 45 ár, þar til yfir lauk, hinn 30. júlí 1983. Mikil er saga þessarar glæsilegu konu, sem sat í hjólastól á fimmta áratug. En þá komu í ljós ágætir hæfileikar hennar. Hún hélt áfram að vera húsmóðir á heimili sínu, sá um matargerð og aðra heimilishætti og tók á móti gest- um. Að vísu þurfti hún aðstoðar við og góðrar samvinnu við mann sinn. Maður hennar var hennar önnur hönd, fór með henni til lækninga og á síðustu árum kom þau venjulega árlega til barna sinna, sem búsett eru í Reykjavík. Kristey sinnti félagsstörfum og var formaður kvenfélagsins Ársól- ar í fimm ár. Hún var fróðleiksfús og las mikið. Með fráfalli Kristeyjar eru að- eins tvær konur á lífi af hinni stór fjölskyldu, þær Þuríður og Sigrún Kjerulf. Börn þeirra Kristeyjar og Sturlu eru: Eva, hennar maður er Guðni Þ. Jónsson, járnsmiður. Þau eiga eina dóttur, Sigrúnu, hennar maður er Þórhallur Halldórsson, verkstjóri. Þau eiga fjórar dætur. Kristín, hennar maður er Guð- björn Björnsson, skrifstofumaður. Þau eiga fjögur börn. Jón rafvirki, hann er kvæntur Sigurbjörgu Bjarnadóttur, þau eiga þrjú börn. Eðvarð, oddviti á Suðureyri, kona hans er Arnbjörg Bjarnadóttir. Þau eiga fimm börn. Kæri Sturla, vinur minn. Um leið og ég þakka áratuga vináttu ykkar hjóna frá unglingsárum okkar, sendi ég þér og ástvinum ykkar alúðarkveðjur. Gunnar M. Magnúss Laugardaginn 6. ágúst kl. 2 e.h. verður jarðsungin frá Suðureyr- arkirkju sæmdarkonan frú Krist- ey Hallbjörnsdóttir. Þegar móðir mín sat gegnt mér Ásta Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 22. september 1910 Dáin 2. júlí 1983 Hún lést í Landakotsspítala 2. júlí eftir stutta en stranga legu. Foreldrar hennar voru Ingileif Bjarnadóttir og Guðmundur Eg- ilsson, smiður í Reykjavík. Þau systkini voru fjögur, 3 bræður og var hún eina dóttir þeirra hjóna. Nú er eftir á lífi einn bróðir, Haraldur, fasteignasali hér í borg. Með þeim Ástu og Har- aldi mun alla tíð hafa ríkt mikill kærleikur enda var hún tíður gest- ur á hans heimili. Hún var komin á miðjan aldur er ég kynntist henni fyrst og hélst sá kunn- ingsskapur alla tíð, enda bjó hún oft langdvölum á heimili mínu. Ásta mun hafa hlotið betri menntun en almennt hefir gerst á þeim tímum. í eðli sínu var hún mikill fagurkeri og ber hennar fal- lega heimili því glöggt vitni. Hún unni fagurri tónlist og lét sig aldrei vanta á sinfóníutónleika meðan heilsan leyfði. Sjálf lék hún vel á píanó. — Ásta vann í árarað- ir í Landsbankanum á Laugaveg 77, en lét þar af störfum er hún varð sjötug. Hún saknaði þess mjög að hverfa frá störfum og öllu þ' í ágæta fólki, er hún hafði unnið með. Þrátt fyrir veraldlega vel- gengni varð lífið henni enginn dans á rósum. Hún var þrígift og lifði menn sína alla. Með fyrsta manni sínum, Sigurði verslunar- manni Jafetssyni, átti hún einka- son sinn Jafet, sem er giftur og búsettur hér í bænum. Ásta var þakklát öllum þeim sem réttu henni hjálparhönd eftir að heilsan fór að bila og nefni ég þar sérstaklega bróðurson hennar Grétar Haraldsson, lögfræðing, og hans konu, sem gerðu allt sem í mannlegu valdi stóð til að gera henni lífið léttbærara á erfiðum stundum. Oft finnst okkur dauðinn ótíma- bær og óbilgjarn. En hann kemur einnig sem líknandi hönd til þeirra, sem andlega og líkamlega eru þrotnir að kröftum. Þannig kom hann einnig til hennar. Ég sendi Ástu hinstu kveðju yf- og sagði mér lát hennar fannst mér eins og andlitsmynd þeirra beggja rynni saman í eina mynd, því þær voru tvíburar og það líkar að vart mátti sundurgreina. Þær voru yngstar af tólf börnum þeirra ágætu hjóna Sigrúnar Sig- urðardóttur frá Reykhólasveit og Hallbjörns E. Oddssonar frá Langeyjarnesi við Breiðafjörð. Nú eru aðeins eftirlifandi tnóðir mín Þuríður og systir hennar Sig- rún. Foreldrar Kristeyjar hófu fyrst búskap í Arnarfirði og eign- uðust þau þar tvö af sínum fyrstu börnum, en árið 1891 fluttust þau að Bakka í Tálknafirði, sem var talin kostalítil jörð, en þar fædd- ust næstu 10 börn þeirra og geta menn gert sér í hugarlund að það þurlti harðgert dugnaðarfólk til að koma slíkum hópi barna upp á lélegri jörð. Því var það að Hall- björn stundaði jöfnum höndum með búskapnum sjósókn frá hin- um ýmsu verstöðvum á Vestfjörð- um, bæði vor og haust. Sigrún sat þá eftir ein heima með stóra barnahópinn sinn og var þá oft þröngt í búi, en hún vílaði þá ekki fyrir sér að bregða sér í skinn- brókina og róa fram fjörðinn til að afla fiskjar. Þessi dugnaðarhjón ásamt börnum sínum ræktuðu einnig upp jörðina að Bakka með þeirra tíma frumstæðum verkfær- um, og stækkaði nytjanleg jörð þar um meir en helming í þeirra ábúð. Þau urðu fyrir ýmsum erfiðum búsifjum sem landinn varð að þola, þegar landflótti varð hvað mestur vestur um haf í kringum síðustu aldamót. En erfiðasta bú- raun þeirra tel ég hafa verið þegar nýbyggð skemma brann um haust að nóttu til. Þar fór vetrarforðinn, harðfiskur og hausar, saltfiskur og tros, súrmeti og hvalur í tunn- um. Kartöfluuppskeran öll ásamt nauðsynja kaupstaðarvarningi, einnig allur þurrkaður mór, þ.e. eldiviðurinn til vetrarins og flest verkfæri til útivinnu. ir móðuna miklu með þessu ljóði eftir Heiðrek Guðmundsson skáld. „Hér bíður þú vinur, þín bið var löng en bráðum er tjaldið fallið. Þú þráðir að lokum aðeins eitt, að endaði síðasti þáttur. Og þá varstu orðinn, er allt um þraut, við örlagadóminn sáttur. Því annaðhvort tekur við eilífur svefn ellegar fegurri heimur. Og þeim verður dauðinn að lokum líkn, sem lengi er búinn að þreyja. — En lífið er þyngst á þeirri stund þegar við byrjum að deyja.“ Jóhanna Hrafnfjörð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.