Morgunblaðið - 06.08.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
15
„Að elska tónlist er ekki fötlun,“ eru einkunnarorð tónlistarfólksins í The
River City Good Time Band.
Sérstæð hljómsveit í
heimsókn til íslands
HINGAÐ til lands er væntanleg í
boói Landssamtakanna Þroskahjálp-
ar bandaríska hljómsveitin „The
River City Good Time Band“.
Hljómsveitin, sem stofnuð var árið
1976 í Kaliforníu, er nokkuð sér-
stæð, því hér er á ferðinni hópur tólf
tónlistarmanna og söngvara sem all-
ir eru á einhvern hátt fatlaðir. Að
undanlornu hefur hljómsveitin verið
á ferðalagi og kemur hún hingað á
heimleið frá Danmörku, að lokinni
þátttöku í alþjóðatónlistarmóti þar.
Eins og áður segir standa
Landssamtökin Þroskahjálp að
komu hljómsveitarinnar og gang-
ast þau af því tilefni fyrir sumar-
hátíð þroskaheftra og velunnara
þeirra. Á hátíðinni verður mikið
um dýrðir, The River City Good
Time Band heldur tónleika og
söngskemmtun, auk innlendra
skemmtikrafta. Verður það eina
skiptið sem hópurinn kemur fram
hér á landi. Þá verður dansað á
eftir, við undirleik hljómsveitar-
innar og diskóteks. Verður sumar-
hátíðin haldin í veitingahúsinu
Brodway miðvikudaginn lO.ágúst
nk. og er það í fyrsta sinn sem slík
hátíð er haldin. Má segja að hátíð-
in gegni fleiri en einum tilgangi,
því auk þess að vera öllum til
skemmtunar hefur The River City
Good Time Band sýnt fram á
hversu vel er hægt að nýta tónlist
og söng fötluðum til endurhæf-
ingar og ánægju.
Tónleikaferð íslensku hljómsveitarinnar í Svíþjóð:
Hlaut lof í sænskum blöðum
OtCíHiTIK
Ferðaskrifstofa, iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1, símar 28388 og
28580.
FIMMTÁN manna hópi úr íslensku
hljómsveitinni var í sumar boðiö af
Svenska rikskonserterna að halda
tónleika víðs vegar um Svíðþjóð og
einnig var tónleikum hljómsveitar-
innar útvarpað um landið. Stjórn
hljómsveitarinnar hafa nú borist
umsagnir sænskra blaða um tón-
leika sveitarinnar, og hlaut hljóm-
sveitin mikið lof gagnrýnenda, og þá
sérstaklega einleikarinn Sigurður
Snorrason og stjórnandinn Guð-
mundur Emilsson.
Umsagnir sænsku blaðanna um
tónleika íslensku hljómsveitar-
innar voru mjög jákvæðar. Verður
hér gripið niður í nokkrar þeirra.
Um tónleikana í Oxelösund, seg-
ir gagnrýnandi Söder Manlands
Nyheter m.a.:
„Þessi fimmtán manna hópur
ungra hljóðfæraleikara ... stóð
sig með glæsibrag. Efnisskráin
var mjög fjölbreytt. Hljómsveitin
lék sígiid 18. aldar verk á
blæbrigðaríkan hátt, og tónsmíðar
frá síðustu árum af sama eldmóði,
áhuga og leikni ... Hljómsveitar-
stjórinn (Guðmundur Emilsson)
átti allan heiðurinn að leik hinnar
unmi hljómsveitar."
I Laanstidningen var gagnrýnin
af svipuðu tagi:
„Einleikarinn (Sigurður Snorra-
son) var einstakur og verðskuldaði
fylliiega þær góðu viðtökur sem
Göran Bergenda), annar þeirra
sem skipulagði ferð íslensku
hljómsveitarinnar um Svíþjóð.
hann fékk. Það var sannarlega
þess virði að hlýða á leik íslensku
hljómsveitarinnar. Það hlýtur að
vera ánægjulegt að leika hjá
stjórnanda sem hefur jafn góð tök
á hljómsveit sinni og Guðmundur
Emilsson."
íslenska hljómsveitin flutti verk
m.a. verk eftir íslensk tónskáld,
þau Atla Heimi Sveinsson, Karól-
ínu Eiríksdóttur og Jón Ás-
geirsson. Fengu þau einnig góðar
Yngri
ELDRI BORGARAR
Mallorkaferð
27. sept. — 18. okt.
Enn á ný hefur ferðaskrifstofan Atlantik í boði Mallorkaferö fyrir fulloröið fólk. Ferðin
er kjörin fyrir þá er vilja lengja sumarið og njóta veöurblíðu síösumarsins við Miðjarð-
arhafsströnd.
Gist verður í hinu glæsilega íbúðarhóteli Royal Playa de Palma, en þar er öll aðstaða
hin ákjósanlegasta til að njóta hvíldar og hressingar.
NÝJUNG
Boðið verður upp á stutt fræðsluerindi og umræöur um
málefni aldraöra, heilsurækt o.fl.
Verð miðað við 2 í stúdíói eða 3 í íbúð eða 4 er kr. 25.800.-. Innifalið í verðinu er hálft
fæði.
Fararstjóri verður Þórir S. Guöbergsson félagsráðgjafi.
umsagnir, s.s. sjá má á gagnrýni
úr nokkrum blöðum:
„Hinir fimm stuttu, textalausu
söngvar (Karólínu Eiríksdóttur)
voru nánast glaðiegir. Verkið er
mótað af impressíónískum hug-
myndum, en annað veifið bregður
fyrir ljósum, norrænum tóni og í
heild sinni er verkið töfrandi."
„Jón Ásgeirsson er þjóðlegri í
sinni tónlist. Strengjakvartett og
píanóleikari léku þrjú íslensk
þjóðlög ... Þetta er tónlist sem
maður vill gjarnan kynnast nánar,
bæði áhugaverð og gáfulega sett
fram.“
„Tónverkið sem íslenska
hljómsveitin pantaði hjá Atla
Heimi Sveinssyni til minningar
um Kurt Weill, hinn ódauðlega
höfund Túskildingsóperunnar, var
allt í senn sérkennilegt, magnað
og broslegt."
Þau sem skipulögðu og stjórn-
uðu ferð Islensku hljómsveitar-
innar af hálfu Svenska rikskon-
serterna, voru Christina Falk og
Göran Bergendal og vildi stjórn
íslensku hljómsveitarinnar gjarn-
an koma á framfæri þakklæti til
þeirra.
Hópurinn fyrir utan Kultur í Stokkhólmi, en þar fóru síðustu tónleikarnir
fram. F.v.: Páll Einarsson, Páll Hannesson, Hafsteinn Guðmundsson, Bem-
ard Wilkinson, Guðmundur Emilsson, Bryndís H. Gylfadóttir, Þorkell
Jóelsson, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Gréta Guðnadóttir, Guðrún Þórarinsdótt-
ir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigurður Snorrason, Anna Svava Bern-
harðsdóttir, Bryndís Pálsdóttir og Vera Ósk Steinsen. Á myndina vantar
Janet Wareing.
„Tónlist í trjáiundi", Páll Einarsson og Bryndís H. Gylfadóttir æfa sig fyrir
æfingu.