Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jöhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 18 kr. eintakiö. „Sósíalískur agiw Tún eru víöa á kafi í vatni eftir rigningarnar að undanfornu og hafa sumsstaðar myndast stórar tjarnir á túnum og engjum, eins og þessi mynd sem tekin var af túni á bænum Brekku í Norðurárdal í gær ber með sér. „Lifum á bjartsýni“ — Rætt við nokkra bændur og fréttaritara HEYSKAPARHORFUR eru slæmar á Suður- landi, Vesturlandi og vestanverðu Norður- landi, eins og komið hefur fram í Mbl. Á Norðurlandi vestanverðu og á hluta Vestur- lands er ástandið mjög alvarlegt vegna þess að mikið óþurrka- og kuldasumar kemur í kjölfarið á hörðu vori. Miklar rigningar í sumar og þó sérstaklega undanfarna daga gera það að verkum að tún eru víða orðin ófær dráttarvélum og duga því stuttir þurrk- kaflar ekki til að menn nái að þurrka hey. Mbl. hafði samband við nokkra fréttaritara sína á þessu svæði og fara frásagnir þeirra hér á eftir. Kremlverjar halda uppi „sósíalískum aga“ með margvíslegum hætti. Brezh- nev-kenningin svonefnda er meðal agareglnanna en sam- kvæmt henni beita Kreml- verjar hervaldi í sósíalískum ríkjum til að verja „sósíal- ískan ávinning“ þjóðarinnar, eins og það var orðað þegar innrásin var gerð í Tékkósló- vakíu fyrir 15 árum, í ágúst 1968. Þegar alþýðan í Pól- landi reis upp gegn fátækt- arstefnu kommúnismans var hernum falið að sjá um að halda uppi „sósíalískum aga“, herlög voru sett, verka- lýðsforingjar handteknir og skoðanakúgun hert. í Pól- landi hefur síðan verið sett gríma á herstjórnina og herlögunum breytt í „sósíal- ísk agalög“. Kremlverjum er kærast að nota fátækt og hervald til að koma á „sósíalískum aga“. Svonefnd þróunaraðstoð Sovétmanna felst ekki í því að útvega vanþróuðum ríkj- um matvæli heldur byggist hún á vopnasölu. Aðeins þau ríki sem eru beinlínis rekin sem gjaldþrotabú sósíalísm- ans eins og til dæmis Kúba, Víetnam, Eþíópía og nú síð- ast Nicaragua komast á framfæri hjá Kremlverjum til þeirra eru ekki aðeins send vopn heldur einnig nauðþurftir. Þessi ríki eru síðan látin borga með fólki. Kúbanskir hermenn eru sendir til Afríku og jafnvel Afganistan. Víetnamar eru í þrælabúðum í Síberíu og þannig mætti áfram telja. En hvernig er ástandið í Sovétríkjunum sjálfum rúm- um 65 árum eftir að sósíal- ískt fyrirmyndarríki alþýð- unnar var stofnað? Fyrrum öryggislögreglustjóri, Júrí Andropov, núverandi forseti Sovétríkjanna, hefur ákveðið að nú skuli „sósíalískum aga“ beitt heima fyrir. Að óathuguðu máli mætti halda að Andropov vildi láta grípa til ráðstafana gegn utan- garðsmönnum og ólátaseggj- um. Nei, það er annað sem fyrir honum og miðstjórn sovéska kommúnistaflokks- ins vakir — nú á að taka á hinni vinnandi stétt í Sovét- ríkjunum og sjá til þess að hún haldi sér að verki. Menn þurfa ekki að vera vel að sér í þeim fræðum sem áhangendum Sovétríkjanna og hugsjóna Marx og Leníns hér á landi og annars staðar eru kærastar til að vita, að þjóðskipulagið í Sovétríkjun- um átti að skapa hinn nýja mann, hamingjusaman, fórnfúsan, vinnuglaðan og afkastamikinn. En hver eru helstu vandræðin í Sovét- ríkjunum? Svik, leti og drykkjuskapur hrjá svo at- vinnulífið að lögreglustjór- inn í Kreml heimtar að beitt sé „sósálískum aga“ til að halda fólki að vinnu — þrælatökin á að herða í von um að hjólin stöðvist ekki. Þrotabú Kremlverja er eng- um skynsömum manni fyrir- mynd lengur og nú stendur til að breyta því öllu í alls- herjar þrælkunarbúðir þar sem mönnum er haldið að vinnu arðrændum, gleði- snauðum og soltnum undir „sósíalískum aga“. Frá Kattegat í Kolbeinsey Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, varð fyrstur manna til að hafna hugmynd danska blaðsins Politiken um að Geir Hallgrímsson, utan- ríkisráðherra, yrði sátta- semjari í deilu Dana og Svía um Hesseley. Gerði Stein- grímur þetta í samtali við fréttastofu útvarps strax sama daginn og leiðari danska blaðsins birtist. Hvað svo sem um hug- mynd Politiken má segja var með öllu óþarft af forsætis- ráðherra íslands að afgreiða hana á þann veg, að utanrík- isráðherra íslands væri óhæfur til að verða sátta- semjari vegna óleystrar deilu íslendinga og Dana út af Kolbeinsey. Hvað kemur Kolbeinsey þessu máli við? hljóta íslendingar að spyrja. í stjórnarskrifstofum hafa menn vitað um fyrirvara Dana út af Kolbeinsey og Hvalbak en í reynd hefur miðlína dregin af íslending- um gilt frá þessum eyjum gagnvart Grænlandi og Fær- eyjum. Frásagnir af viðbrögðum Steingríms Hermannssonar við þessum leiðara í Politik- en sýna best hve fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á stjórnmálamenn. Þeir taka sig meira að segja til og blása út alls óskyld mál. Vill Steingrímur Hermannsson að dustað sé rykið af kröfum Dana um að þeir eigi tilkall til sneiðar af efnahagslög- sögu íslands? Var það vegna óska hans um það sem for- sætisráðherrar Norðurland- anna brostu yfir kaffibolla í Jelsinki? Lifum á bjartsýni Kiðafelli, Kjós. HÉR hefur rignt mikið sem ann- ars staðar og er mikið í ám. Ég hef þó ekki orðið var við nein skriðu- föll ennþá, en það er hætt við að það fari að renna úr vegum hér innra, ef áfram heldur sem horfir. Heyskapur gengur ekkert, sem skiljanlegt er, en við vonum nú að sumarið sé ekki á enda komið enn- þá og gerum okkur vonir um þurrk um helgina. Margir voru snemma á ferðinni í sumar og heyjuðu þá, þannig að eitthvað er til af heyi þótt nokkuð hafi verið um heyfok hér í sumar. Ekki er hægt að kom- ast um túnin meðan rignir svona, og það tekur að minnsta kosti tvo daga að síast niður áður en nokk- uð er hægt að þurrka að ráði. Það er þó ekki einsdæmi að sumur séu votviðrasöm, og ég man eftir fleiri sumrum sem þessu, — það virðist sem annað eða þriðja hvert sumar sé lélegt, veðurfarslega séð. Það þýðir þó ekkert annað en að vera bjartsýnn, það er nú það sem við bændurnir lifum á. — Hjalti. Heyskapur langt kominn Hellnum, Snæfellsnesi. ÞETTA er nú að lagast hérna, og heyskapur hefur gengið ágætlega, er langt kominn. Sums staðar er honum reyndar að ljúka, enda hagstæð tíð hjá okkur. Það hefur nú verið væta hérna á milli, og hefur verið stormasamt síðustu daga. Vegirnir hérna eru nú hvorki verri né betri en annars staðar, og þeir hafa haldist rakir í sumar, þannig að ryk hefur ekki angrað okkur hér, þrátt fyrir mikla þurrka. Við erum ekkert að kvarta, því hvað mættu þá aðrir segja? — Kristinn. Heyskaparhorf- ur slæmar Midhúsum, A.-Barð. HEYSKAPARHORFUR hér eru slæmar og sumir bændur eru ekki búnir að ná tuggu í hlöðu. Nokkrir bændur eru með votheysverkun, en þar sem sjaldan þornar á grasi, verður vatnsmagn of mikið í hey- inu og efnatap verður meira og verkun lélegri en ef hægt er að heyja í þurru. Á sumum bæjum hér bar á kali og hef ég heyrt að á einstaka bæ hafi kalið farið yfir 70—80% af túnunum. Nú eru hey hrakin á túnum og ástand lítið þetra á þeim óslegnu, því grös eru úr sér sprott- in og til dæmis er snarrótin orðin heiðgui. Vegna harðindanna í vor var bændum endurgreiddur fóð- urbætisskatturinn, en þá voru heybirgðir víðast á þrotum og fóð- urbætiskaup meiri en í meðalár- ferði. — Sveinn. Versta sumar síðan 1955 Innri Mula, Baróaströnd. ÞAÐ ER nú sólskin hjá okkur í dag og um fimmtán stiga hiti, en það er búið að rigna alveg stans- laust það sem af er sumrinu. Það er rétt farið að byrja að heyja hér, og allir á kafi í heyskap í dag. Þao hefur ekkert verið hægt að heyja hingað til, hvorki í vothey né þurrt. Þetta er versta sumar síðan 1955, og er jafnvel verra en þá. Vegirnir eru þó í ágætu ásigkomu- lagi, þrátt fyrir rigninguna, en þó hefur ekki verið eins mikil umferð og vant er, og er það líklega veðr- inu að kenna. Við erum að vona að það fari að rofa til, og það þarf ekki meira en hálfs mánaðar þurrk til að menn nái því heyi sem þarf. En það er bara spurningin hvort kemur nokkurn tíma svo góð tíð. Það hefur alltaf ræst úr hingað til, og við vonum að svo verði einnig nú. — SVÞ. Hey farið að gulna Staóarhakka, Midfirði. ÞAÐ gengur nú ekki vel hjá okkur núna, búin að vera vætusöm tíð. Það er misjafnt hvað sláttur er langt kominn, en það gengur ágætlega hjá þeim, sem láta í vothey, en mjög lítið hjá hinum. Það kom ágætis þurrkur um versl- unarmannahelgina, en búið að rigna síðan. Það er farið að gulna nokkuð heyið sem liggur og bíður eftir þurrki. Vegirnir eru sæmi- legir, því það hefur ekki rignt það mikið hjá okkur hér, en töluverður vöxtur er í ám. Við verðum að vera bjartsýnir á að rætist úr, en það er nú orðið vafasamt þegar komið er fram í ágúst. — Bencdikt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.