Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 39 Framferði tollvarða til skammar Flugliði skrifar: Mig langar til að minnast á framferði tollvarða á Keflavíkur- flugvelli gagnvart flugáhöfnum. Þannig er að undanfarið hefur það færst mjög í aukana að leitað sé á áhöfnum flugvéla við komu til Keflavíkurflugvallar og er þá fólk jafnvel látið fletta sig klæð- um. Það er að sjálfsögðu bæði niðurlægjandi og bagalegt að vera meðhöndlaður eins og glæpamaður við hverja komu til landsins. Framkoma sem þessi gagnvart flugáhöfnum þekkist hvergi annars staðar, jafnvel ekki í verstu lögregluríkjum, að fólk sé tekið inn í sérstaka klefa, þuklað þar hátt og lágt og látið fletta sig klæðum. Að hverju er svo verið að leita veit ég ekki. Varla eru það fíkniefni, þess háttar leit væri gerð með hass- hundi en kannski búast tollverðir við að finna hjá áhafnarmeð- limum áfengi eða tóbak innan klæða. Að hverju svo sem þeir leita þá er þetta framferði með öllu óforsvaranlegt. Hefur það færst svo mikið í aukana að fólki blöskrar, enda vart hægt að líða slíka framkomu og niðurlægingu. Okkur dettur ædi margt í hug Þröstur skrifar: Síðast datt okkur í hug hvort ekki væri hægt að hafa alíslenska dagskrá í ríkisútvarpinu. Hávaði og alls kyns fíflalæti í hljómlist finnst okkur ekki viðeigandi. Við eigum listamenn á öllum sviðum sem sambærilegir eru erlendum og þurfum því ekki að sækja í er- lenda grafreiti eftir efni í íslenska útvarpið. Látum vera þó innanum komi eftirminnilegt erlent efni, eins og til dæmis Robertson með sína sterku rödd, syngjandi lög eftir Stefán Foster, það er nokkuð sem hlustandi er á. Utvarpsþáttur Ásgeirs góður 0192-2998 hringdi: Mig langar til að þakka Ríkis- útvarpinu fyrir mjög góða tónlist- arþætti, sem Ásgeir Tómasson hefur haft umsjón með. Hlusta ég mikið á útvarp, bæði í bílnum og hér heima. Þó að ég sé kannski ekki alls kostar ánægður með útvarpið, má þar margt gott heyra eins og þessa þætti Ásgeirs. Mætti ekki gera með honum fleiri þætti, hann ger- ir tónlistinni góð skil og hefur gott lagaval. Hver orti? Þóra Jóhannsdóttir, Aðalgötu 9, Sauðárkróki skrifar: Velvakandi minn. Enn skrifa ég og er erindið að vanda það sama. Ljóðið sem ég sendi nú lærði ég fyrir löngu síðan, en var búin að gleyma. Það kom síðan fram í hugann aftur, en nú er mér ómögulegt að muna hver höfundurinn er. Mikið væri gaman ef einhver gæti upplýst mig um höfundinn og eins lagfært, ef ég man það ekki rétt. Nú hnígur sól að svölum ránarbeði og sveipar vestrið gullnum roðablæ. Það hugfró veitir harma þrungnu geði, að horfa á slíkt, sú minning lifir æ. Og gott er nú á góðri aftanstundu að geta verið úti í skógarsal og skoðað blíða, blómum þakta grundu er breiðir faðminn móti sjúkum hal. Og aftanblær með angurþýðum rómi svo unaðsljúfur hjalar grösin við. t værð og ró hann vaggar hverju blómi svo vinarblítt með fögrum strengjaklið. Yfir skóginn færist kyrrð og friður, í faðmi hans er allt að verða hljótt. En einlægt heyrist elfarinnar niður, sem ei til hvíldar leggst um þögla nótt. Nú er liðinn þessi dýrðardagur, sem dropi einn hann féll í tímans haf. Hann endaði svo yndislega fagur og ótal mörgum bjarta minning gaf. Úr vestri er horfið gullna geislabandið, það geymir hafmey nú á brjóstum sér. En rökkurslæða lögst er yfir landið og ljúfur blær til værðar genginn er. Ég reika heim svo hjartanlega glaður, hér hefur sál mín öðlast nýjan þrótt. Mér ástkær verður ávallt þessi staður, hér öllu vil ég bjóða góða nótt. Lög úr Grease 2 Guðbjörg hringdi: Fyrir nokkru sá ég í blaði, að einhver skrifaði og sagði að ekki yrði gefin út plata með lögum úr kvikmyndinni „Grease 2“. Ég hef hinsvegar frétt hjá hljómplötu- verslunum að þetta sé ekki rétt, plata með lögunum úr þessari mynd verði gefin út, þó einhver bið verði á að hún komi í hljóm- plötuverslanir hér heima. Nú ef þetta er misskilningur hjá mér, væri vel þegið að einhver sem fróðari er um máiið léti í sér heyra Og þannig líður lífs og tímans straumur, við lifum harm og gleði sama dag. Þó ævin sýnist eins og myrkur draumur, hún enda kann sem fagurt sólarlag. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Af því mun hann bíða hnekk. Rétt væri: Af því mun hann bíða hnekki. (Það er hnekkir (ekki hnekkur) sem hann bíður). Sýnishorn af matseöli kvöldsins FORRÉTTUR Reyksoöinn silungur meö spinatkremi AÐALRÉTTUR Léttsteikt hreindýrasteik meö lyngsósu eöa Pönnusteikt lambafillet meö gljáöum radísum og rjóma- sósu „Dijon “ EFTIRRÉTTUR Heslihnetukaka meö kiwi-ávexti og karamellusósu Hvíldarstaöur í hádeginu Höll aö kvöldi Velkomin ARNARHOLL Á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Boröapantanir í síma 18833. STÁLHF SINDRA ÞAÐ BYGGIST A ÞESSU T raust og ending hvers mannvirkis byggist á góðu hráefni og vandaðri smíði. ÞIÐ FÁIÐ steypustál, járnbindivír, mótavír, gluggagirði, þakbita, þakjárn, pípurí hitalögn og vatnslögn í birgðastöð okkar Borgartúni 32, sími 2 72 22. Allt úrvals efni á hagkvæmu verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.