Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Vestur-Þýzkaland: V ör uskiptajöfnuð- ur hagstæður um 22,1 milljón marka Heldur hefur dregið saman með út- og innflutningi í ár Vöruskiptajöfnuður Vestur- I>jóðverja fyrstu sex mánuði ársins var hagstæður um 22,1 milljarð vestur-þýzkra marka, sem jafngildir um 231,17 milljarði íslenzkra króna, samkvæmt upplýsingum vestur-þýzka efnahagsmálaráðu- neytisins. Til samanburðar við tölur þessa árs má geta þess, að vöruskipta- jöfnuður Vestur-Þjóðverja var hagstæður um 24,39 milljarða vestur-þýzkra marka, sem jafn- gildir um 255,12 milljörðum ís- lenzkra króna á núverandi gengi. Samdrátturinn milli ára er því um 9,3%. Samdrátturinn var hins vegar nokkru meiri í júnímánuði einum, eða um 18%. Þá var vöruskipta- jöfnuðurinn hagstæður um 3,9 milljarða vestur-þýzkra marka, sem jafngildir um 40,79 milljörð- um íslenzkra króna. Til saman- burðar var vöruskiptajöfnuður Vestur-Þjóðverja hagstæður um 4,77 milljarða vestur-þýzkra marka, sem jafngildir um 49,9 milljörðum íslenzkra króna á nú- verandi gengi. Þá má geta þess, að vöruskiptajöfnuðurinn batnaði nokkuð milli mánaðanna maí og júní, eða um liðlega 8,3%. Vöru- skiptajöfnuðurinn var hagstæður um 3,6 milljarða vestur-þýzkra marka, sem jafngildir um 37,66 milljörðum íslenzkra króna í maí- mánuði sl. Útflutningur Vestur-Þjóðverja dróst saman um 1,9% fyrstu sex mánuði ársins og var samtals að verðmæti um 211,7 milljarðar vestur-þýzkra marka, sem jafn- gildir um 2.214,4 milljörðum ís- lenzkra króna. Þá dróst innflutn- ingur Vestur-Þjóðverja saman um 1% á fyrstu sex mánuðum ársins, en hann var samtals að verðmæti um 189,6 milljarðar vestur-þýzkra marka, sem jafngildir um 40.138,3 milljörðum íslenzkra króna. Þegar þessar tölur voru birtar, sagði talsmaður stjórnvalda að öll teikn bentu til þess, að ástandið færi batnandi á seinni helmingi ársins. Hjól efnahagslífsins í landinu væru farin að snúast hraðar en þau hefðu gert undan- farin misseri. Eimskip: Pétur Másson markaðs- fulltrúi í New York PÉTUR Másson sem verió hefur markaðsfulltrúi í Ameríkudeild Eim- skips, hefur nú verið ráðinn til AL Burbank, umboðsfyrirtækis Eim- skips í Bandaríkjunum. Pétur mun hafa aðsetur á New York skrifstofu AL Burbank og mun hann vinna að markaðsmálum og bættri þjónustu Atvinnuleysi eykst að nýju í Bretlandi ATVINNULEYSI jókst á nýjan leik í Bretlandi í júlímánuði, eftir að þaö hafði heldur minnkað tvo næstu mánuði þar á undan, samkvæmt upplýsingum brezkra yfirvalda. Atvinnuleysið í júlí var 3.020.595, eða liðlega 12,7% af mannafla, en til samanburðar var atvinnuleysið í júní 2.983.921, sem jafngildir um 12,5% af mannafla á markaðnum. Talsmaður brezkra stjórnvalda sagði að ef skólafólk væri undan- skilið í atvinnuleysistölunum fyrir júlímánuð væri hlutfallið í ná- munda við 12,4%, sem er sama hlutfall og var í maímánuði sl. við þá viðskiptavini Eimskips sem flytja til og frá Bandaríkjunum. Pétur varð stúdent frá Verslun- arskóla íslands árið 1974. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá Uni- versity of Manchester í Englandi árið 1978. Hann fór síðan í fram- haldsnám til Bandaríkjanna og lauk Masters-prófi (MBA) frá Michigan State University 1982, með markaðsöflun sem sérgrein. Pétur hefur starfað sem mark- aðsfulltrúi í Ameríkudeild Eim- skip frá því hann lauk námi, auk þess starfaði hann hjá Eimskip 1978-1979. Um 3,3 milljóna króna hagnaður hjá SKÝRR Tekjur jukust um 76% á síðasta ári HEILDARTEKJUR Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar, SKÝRR, námu um 51 milljón króna á síðasta ári, en til samanburðar voru tekjur fyrirtækisins á árinu 1981 um 29 milljónir króna. Tekju- aukningin milli ára er því tæplega 76%. Þessar upplýsingar koma fram í nýútkominni ársskýrslu fyrirtækis- ins. Rekstarhagnaður án fjármuna- tekna og gjalda var um 3,3 millj- ónir króna. Hreinn fjármagns- kostnaður var um 741 þúsund krónur og því var hagnaður af reglulegri starfsemi um 2,5 millj- ónir króna. Stjórn SKÝRR ákvað að færa til gjalda stofnkostnað viðbyggingar fyrirtækisins, að upphæð um 0,6 milljónir króna, og er það fært sem óregluleg gjöld. Hagnaður til ráðstöfunar er því tæplega 2 millj- ónir króna. í ársskýrslunni segir; að breyt- ingar á vélatöxtum SKYRR hafi á árinu 1982 verið 15% í ársbyrjun og um 25% í júlí. Útseld kerfis- fræðivinna hækkaði til jafns við hækkanir á vísitölu kaupgjalds. Allar eignir SKÝRR hafa verið endurmetnar, svo og stofnframlag eignaraðila. Eignir SKÝRR námu í árslok 1982 um 26 milljónum króna og eigið fé var um 20 millj- ónir króna. Hagnaður Honda jókst um 20% Söluaukning fyrirtækisins um 3% á 1. ársfjórðungi JAPANSKA stórfyrirtækið Honda Motor tilkynnti á dögunum, að hagnaöur fyrirtækisins á 1. ársfjórð- ungi uppgjörsársins 1983, sem end- aði 31. maí sl., hafi aukizt um 20% frá sama tíma árið áður og numið um 20,27 milljörðum japanskra yena, sem jafngildir 2,33 milljörðum íslenzkra króna, en hagnaðurinn á síðasta ári var um 17,18 milljarðar japanskra yena, sem jafngildir um 1,98 milljörðum íslenzkra króna. Sala Honda á umræddu þriggja mánaða tímabili jókst um 3% og var samtals um 557,98 milljarðar japanskra yena, sem jafngildir um 64,23 milljörðum íslenzkra króna. Salan á þriggja mánaða tímabili árið á undan var um 540,71 millj- arður japanskra yena, sem jafn- gildir um 62,24 milljörðum ís- lenzkra króna. Hagnaður Honda á hvern hlut jókst úr 210 japönskum yenum í 236 japönsk yen milli ára. Tals- maður Honda sagði á blaða- mannafundi, að meginástæðan fyrir verulega bættum hag fyrir- tækisins, væru þær hagræðingar og kostnaðaraðhaldsaðgerðir, sem framkvæmdar hefðu verið í fyrir- tækinu undanfarin misseri. Sala Honda innanlands jókst um 12% var 179,85 milljarðar jap- anskra yena, sem jafngildir um 20,7 milljörðum íslenzkra króna. Sala fyrirtækisins á erlendum mörkuðum dróst hins vegar sam- an um 0,5% og var samtals um 378,13 milljarðar japanskra yena, sem jafngildir um 43,52 milljörð- um íslenzkra króna. Sala Honda í bílum dróst saman um 7% í magni talið, en 1% í verð- mætum talið. Sala fyrirtækisins í mótorhjólum jókst um 1% í magn- ið talið en um 8% í verðmætum. Sala fyrirtækisins á öðrum hlut- um jókst allnokkuð. Verndaður vinnustaður í Kópavogi STJÖRN Félags íslenskra iðnrek- enda hefur skipað Garðar Sverris- son, verkfræðing, í nefnd sem hefur það hlutverk að vinna að undirbún- ingi starfsemi á vernduðum vinnu- stað í Kópavogi. Þessi nefnd hefur nú haldið fyrsta fund sinn og þar komu fram ýmsar hugmyndir um það hvernig Félag íslenskra iðnrekenda og fé- lagsmenn þess gætu lagt þessu máli lið. Vonir standa til að þessi vernd- aði vinnustaður, sem staðsettur er í húsakynnum Hjúkrunarheimilis- ins Sunnuhlíðar, geti hafið ein- hverja starfsemi í haust. Verið er að innrétta húsnæðið. Sá hluti vinnustaðarins sem hugsaður er undir framleiðslu, vinnuplássið sjálft, er um 100 fm. Á þessum gólffleti er ætlunin að koma fyrir smærri vinnueining- um. Lögð er áhersla á að um fjöl- breytt verkefni verði að ræða, vegna þess að starfsmenn vinnu- staðarins munu búa við mismun- andi skerta starfsorku og fötlun. Sú hugmynd kom upp að félags- menn í FÍI gætu skapað þessum vinnustað verkefni í því formi að verkþættir ýmiskonar yrðu sendir til vinnslu á staðinn. Fram kom að hér yrði um viðskipti að ræða, þannig að báðir aðilar gætu haft hag af. Um fyrirkomulag á þessu færi eftir eðli verkefnanna. Hugs- anlegt er og líklega raunhæfast að fyrirtæki sem hefðu möguleika á verkþáttum, létu vinna þá fyrir ákveðna upphæð eða vinnustaður- inn tæki að sér að sjá um fram- leiðslu á vissum verkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.