Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 23 Vaxtakröfum Magnúsar Leopoldssonar hafnað: „Finnst við vera hlunnfarnir eftir sjö ára píslargöngu" — segja Magnús Leopoldsson og Valdimar Olsen í bréfi til forseta Alþingis I SÍÐUSTU viku var kvedinn upp geröardómur í máli Magnúsar Leopoldssonar gegn rjármálaráðherra fvrir hönd ríkissjóðs vegna greiðslu á vöxtum af fjárhæð þeirri, sem honum voru dæmdar í skaðabætur fyrir að sitja aö ósekju 105 daga í gæzluvarðhaldi árið 1976 í Geirfinnsmálinu svokallaða. Magnús krafðist þess, að vextir af höfuðstól samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 3. marz síðastliðnum yrðu reiknaðir samkvæmt starfsreglum banka um ávöxtun sparifjár — það er að vöxtum yrði bætt við höfuðstól skaðabótaupphæðarinnar í samræmi við vaxtatil- kynningar Seðlabanka íslands á hverjum tíma; að vaxtavextir skyldu greiddir. Þessari kröfu Magnúsar Leopoldssonar var hafnað og var fallist á þann skilning fjármálaráðuneytisins að vexti bæri aðeins að reikna af höfuöstólnum krónur 220 þúsund krónur allt vaxtatímabilið. Gerðardóminn kváðu upp Stefán M. Stefánsson, prófessor, Arnljótur Björnsson, prófessor og Jóhann H. Níelsson, hrl. í dómsorði segir með- al annars: „Deiluefni aðila snýst um það hvernig túlka beri framangreint dómsorð þegar reikna skal vexti af hinni dæmdu fjárhæð. Varnaraðili telur að aðeins beri að reikna ein- falda vexti af hinni dæmdu fjárhæð og er þá vöxtum ekki bætt við höf- uðstól. Eins og segir í gerðarsamn- ingi voru sóknaraðila greiddar kr. 673.0% samkvæmt þessari aðferð þann 17. marz og telur varnaraðili það fullnaðargreiðslu samkvæmt fyrrgreindu dómsorði. Sóknaraðili gerði hins vegar fyrirvara við mót- töku greiðslunnar. Hann telur að dæmdan höfuðstól beri að greiða með vaxtavöxtum á sama hátt og gert er hjá innlánsstofnunum, þ.e. að vöxtum sé bætt við höfuðstólinn með tilteknum hætti, aðallega allan tímann en til vara a.m.k. frá gildis- töku laga nr. 56/1979 (lög um dóm- vexti, innskot Mbl.)... “ Þá segir: „Gögn gerðarmálsins bera ekki með sér að skýr krafa um vaxtavexti hafi verið gerð af hálfu sóknaraðila í héraði eða fyrir Hæstarétti. Orð fyrrgreinds hæsta- réttardóms benda fremur til þess að þar sé átt við einfalda vexti enda styður dómvenja þá niðurstöðu. Verður að ætla að það hefði komið skýrt og greinilega fram í hæsta- réttardóminum ef dómsorðið átti að mæla fyrir um greiðslu vaxtavaxta. Samkvæmt þessu eru kröfur varn- araðila teknar til greina, þó svo að ekki verði tekin afstaða til greiðslu málskostnaðar á milli aðila þar eð telja verður að það verkefni hafi ekki verið falið gerðarmönnum í gerðarsamningum." (Ríkissjóður krafðist málskostnaðar kr. 87.587 úr hendi Magnúsar.) Rita forseta sameinaðs Alþingis bréf I tilefni þessarar niðurstöðu gerð- ardóms, sem báðir aðilar skuld- bundu sig til þess að hlíta, hafa Magnús Leopoldsson og Valdimar Olsen sent Jóni Helgasyni, forseta sameinaðs Alþingis bréf og telja þeir sig órétti beitta og vitna til laga nr. 56/1979 en þar segir m.a: “Dóm- ari skal í dómi ákveða eftir kröfu aðila, að dæmdir vextir fyrir tíma- bilið frá birtingardegi stefnu til greiðsludags skuli vera jafnháir hæstu innlánsvöxtum við innláns- stofnanir eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt lögum á hverjum tíma, þannig að sem fyllst tiilit sé tekið til varðveislu á verðgildi fjármagns." I bréfi sínu til forseta Alþingis segja þeir m.a.: „I greinargerð með frumvarpi þessu segir efnislega, að í mikilli verðbólgu fjölgi mjög skuldamálum og málaferlum fjárhagslegs eðlis, sem taki langan tíma í dómskerfinu. f þessu ástandi sjái skuldarar sér hag í að vísa kröf- um til dómstóla, neyða kröfuhafa til málssóknar og fá þannig ákjósan- legan greiðslufrest. Skuldareigandi beri þannig verulegt tjón vegna rýrnunar á kröfu sinni. Lög þessi eigi að verða til þess að dómstólar geti mætt þessu ástandi með því að dæma vexti hæstu vaxtaaukalána- vexti þannig að skuldareigandi fái þó kröfu sína í samræmi við verð- lagsþróun." Eftir sjö ára píslargöngu finnst okkur við hlunnfarnir „Úr þessum lögum lesum við því þann skilning, að krafa í dómskerf- inu eigi að halda verðgildi sínu til jafns við innstæðu á vaxtaauka- reikningi í banka fyrir sama tíma. Lögin beinlínis vísa til bankakerfis- ins til viðmiðunar." Svo sem áður sagði gerði Magnús Leopoldsson fyrirvara þegar hann tók við greiðslu frá fjármálaráðu- neytinu að upphæð 637 þúsund krónur. Krafa hans hljóðaði upp á liðlega 1300 þúsund krónur — það er að vextir bættust við höfuðstól. Þeir lýsa mikilli óánægju með niðurstöðu gerðardóms og segja: „Lögin (frá 1979) þýða ekki það sem í þeim stendur. Dómvextir eru ekki „hæstu innlánsvextir við innlánsstofnanir eins og þeir eru á hverjum tíma“. Lögin gæta ekki hagsmuna skuldar- eiganda, þannig að hann fái kröfu sína í samræmi við verðlags- þróun ... Skuldarar munu áfram fá ákjósanlegan greiðslufrest, því ekki mun málum við þetta fækka. Það grefur enn undan trausti almenn- ings á dómstólum og ýtir beinlínis undir þá freistingu að standa ekki í skilum og þæfa mál. Af framansögðu er ljóst að lög þessi ná ekki tilgangi sínum ... Það er alls ófært að lögin séu svo tvíræð að almenningur haldi þau þýða eitt, þegar þau þýða allt annað. Þess vegna ritum við þetta bréf. Eftir sjö ára píslargöngu finnst okkur við vera hlunnfarnir í loka- markinu. í upphafi höfðu ráðherrar uppi góð orð; fjármálaráðherra taldi sig ekki geta samiö beint um bætur vegna sérstöðu málsins, dómsmála- ráðherra lýsti yfir, að hann mundi beita sér fyrir hraðferð í gegnum dómskerfið. Eftir á að hyggja, nú þegar þessi niðurstaða er fengin, finnst okkur þetta allt hafa verið með ásetningi gert. Verðbólgan er svo mikil og vextir í dómsmálum svo sérstakir að sérhver dráttur, sem verður á greiðslu bótanna eru hrein- ar tekjur fyrir ríkissjóð. Hins vegar þegar lögmaður einn kvartar, að málflutningslaun hans, sem hann á hjá skuldara síðan 1978 og telur þau rýrna um of í verðbólg- unni, þá er hlaupið upp til handa og fóta, gerðardómur lögmannafélags- ins úrskurðar að hann geti fengið sín laun tryggð og verðbætt sam- kvæmt lánskjaravísitölu. Ef við hefðum fengið okkar bætur í sam- ræmi við lánskjaravísitölu, þá hefði upphæðin orðið næstum fjórar milljónir króna. Það eina sem við fórum fram á var að lögin um dómsvexti væru meðhöndluð eins og í þeim stendur. Við vorum svo hæverskir að fara aðeins fram á eðlilega og rétta bankavexti. En hvað fáum við? Hreina og beina valdníðslu." H.Halls. „TJALDSTÆÐIÐ EINS OG MÝRI“ „FERDAMENN hér eru misánægdir með veðrið," sagði Kristján Sigfús- son, tjaldstæðavörður í Laugardaln- um, þar sem þessar myndir voru teknar í gær. „Eina konu veit ég um sem hyggst flýja land við fyrsta tæki- færi og fara til síns heima, einhverjir hafa gefist upp á tjaldvistinni og flutt sig á gistiheimili, en einn ferðalangur er hér frá Suöur-Afríku, sem hafði orð á því að veðrið á íslandi væri hreint stórkostlegt. Var sá hinn sami á ferð um eyðimerkur Afríku á sama tíma í fyrra og má því segja að í sumarleyf- um sínum hafi hann farið úr einum öfgunum í aðrar." Eingöngu erlendir ferðamenn voru á tjaldstæðunum í gær og sagði Kristján þá almennt vera vel útbúna. Verst væri að enginn stað- ur væri á tjaldstæðunum sem fólk gæti leitað skjóls í eða þurrkað föt sín, sem og tjöldin sem væru orðin gegnblaut. „Þetta er langversta sumarið sem komið hefur, tjald- stæðið er orðið eins og mýri og því mesta furða hvað ferðamenn bíða þolinmóðir betri tíðar,“ sagði Kristján að lokum. Vart hægt að veiða vegna stórrigninga MARGAR laxveiðiár á Vestur- og Suðurlandi eru nú óveiðandi sökum mik- illa vatnavaxta. Að sögn Olafs Jónssonar í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit, þar sem útlendingar eru nú að veiðum, hefur ekki verið unnt að veiða í ánni síðustu tvo daga. „Ain er kolmórauð eins og súkkulaði og engin veiði. Má búast við að það taki ána tvo til þrjá daga að hreinsa sig, en þó er mesta furða hve útlendingarnir taka þessu með miklu jafnaðargeði," sagði Ólafur. Svipaða sögu var að fá í veiði- húsinu við Þverá í Borgarfirði, en þar hafði verið óveiðandi í gær og fyrradag. Samt hefur veiðin verið mjög góð í Þverá í sumar og hafa um 1600 laxar verið dregnir á land, sem er mun betri veiði en í fyrra. Viðmælandi blaðsins í veiðihúsinu í Laxá í Kjós sagði að nánast hefði verið óveiðandi síð- ustu tvo daga vegna rigninga og áin minnti á stórfljót. MorgunblaðiA/ RAX. Það var lítt veiðilegt f Laxá f Kjós í gær og engin veiðmaður við ána er Ijósmyndari ók þar framhjá. í baksýn má sjá tún bænda og hey sem ekki náðist að hirða. Skákmótið í Gausdal: Margeir vann í 8. umferð MARGEIR I’étursson vann í gær Norðmanninn Esten Agdestein í 23 leikjum í 8. umferð á alþjóðlega skákmótinu í Gausdal í Noregi. Margeir hefur hlotið 5 vinninga, en efstur er Kudrin frá Bandaríkjunum með 6Vi vinning. Plaskett frá Eng- landi og Tisdall frá Bandaríkjunum hafa hlotið 6 vinninga. Ein umferð er eftir. Hilmar Karlsson gerði jafntefli við Aspelund frá Svíþjóð en Árni Árnason tapaði fyrir Madsen frá Danmörku. Hilmar hefur hlotið 3 vinninga en Árni 2V4 vinning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.