Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 7 Handunnar Olíukolur í steinleir. VERÐ AÐEINS GLIT KR. 148.-& 245,- Höfðabakka 9, Reykjavík. S. 85411 FERÐAUSTI Skemmtikraftar um borð í hverri ferð: FARSKIP AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166 „Friðargangan“ — misheppnað fyrirtæki „Friðargangan frá Keflavík er að minni hyggju misheppnað fyrir- tæki, vegna þess hvernig að henni er staðið og vegna þess að í hugmyndinni felst varhugavert ábyrgðarleysi um mikilsverðustu atriði kjarnorkuumræðunnar. Það er af þeim sökum sem ég, sem er eindreginn friðarsinni og hef óbeit á öllum hernaði, vil ekki slást í hópinn“. (Guðmundur Magnússon, blaðamaöur, í Tímanum 8. ágúst sl.) Huglaus af- staða og óheil Guömundur Magnús- son, blaöamaöur á Tíman- um, reit nýlega grein í blað sitt undir yfirskriftinni: „Efasemdir um friðar- göngu.“ Hann segir m.a. orðrétt í upphafi greinar- innar: „Sá sem þessar línur rit- ar á ekki erfitt meö að lýsa yfir stuðningi við kjörorð friðargöngunnar, aö und- anskilinni hlutleysiskröf- unni. Að mínu mati er hlutleysi í utanríkismálum huglaus afstaða og siðferði- lega óheil. En þótt ég fallist á meginkröfur göngunnar, eins og ég vona að flestir íslendingar geri, hef ég ekki í hyggju að slást í hóp göngumanna og treysti mér ekki til að hvetja aöra til þess. Fyrir því voru tvær ástæður einkum. í fyrsta lagi er ég andstæðingur Samtaka herstöðvaand- stæðinga og vil ekki aö- stoða við aö koma stefnu- miöum þeirra á framfæri. Fyrirfram er augljóst að samtökin hyggjast nota gönguna til að láta í Ijós andúð á varnarsamstarfinu við Bandaríkin og aöildina að Atlantshafsbandalag- inu. Ég á von á því að slag- orö í þá átt verði ekki síður áberandi en hin opinberu kjörorð göngunnar. í ann- an staö hef ég ýmsar al- varlegar efasemdir um friðarhrevfinguna á Vestur- löndum. Það er alkunna að friðargangan frá Kefiavík er liður í alþjóðlegum mót- mælum sem í mikilvægum atriðum er beint gegn ríkj- andi varnarstefnu Vestur- landa, stefnu sem ástæða er til að ætla aö hafi tryggt frið og frelsi í okkar heims- hluta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Gagnrýn- islaus samstaða með frið- arhreyfingunni er því feigð- arflan." „Pólitískir einkahags- munir“ Guðmundur Magnússon segir ennfremur í grein sinni: Víkjum fyrst að þeim að- ila sem að göngunni stend- ur, Samtökum herstöðva- andstæðinga. Þetta eru fá- menn samtök og virkir fé- lagar í þeim koma einkum úr röðum Alþýðubanda- lagsins og samtökum þar til vinstri. Höfuð baráttu- mál samtakanna um upp- sögn varnarsamningsins við Bandaríkin og úrsögn úr NATO hafa aldrei öðl- ast meirihlutafylgi með þjóðinni, og ásta-ða er til að halda að um þessar mundir sé það aðeins fá- mennur minnihluti þjóðar- innar sem telur að Islend- ingar komist af án varna með aðstoð erlends her- afla, og aðilar að varnar- samtökum. Hafi forystu- mann SH viljað efna til samfylkingar til að vekja athygli á þeim ógöngum sem vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna er ratað í hefðu þeir átt að leita til margvíslegra félagssam- taka og sjórnmálaflokka og óska eftir samstarfi og þá auðvitað á jafnréttis- grundvelli. Sú leið sem þeir hafa farið, að láta SH ein standa að göngunni, enda þótt þeir viti að allur þorri manna er andvígur þeim eða hefur jafnvel á þeim imugust, er mjög ósann- gjörn og líka vísbending um að þeir meti pólitíska einkahagsmuni sína meir en kjörorðin sem þeir setja I opinberlega á oddinn." Alþýöu- bandalagið í hlutverki unga- hænunnar Kitstjóri Tímans, sem þekkir öðrum betur „unga- hljóðið" í Alþýðubandalag- inu, skrifar leiðara í blað sitt í gær, hvar hann lýsir leikrænum tilburðum Svavars Gestssonar & Co. í þá veru. að safna öllum brotabrotum vinstri afia undir væng Alþýðubanda- lagsins, sem er þeirra meg- inmarkmið á líðandi stund. Hann segir orðrétt: „Af hálfu leiðtoga AF þýðubandalagsins er nú unnið að því að samfylkja þeim fjórum flokkum, sem eru í stjórnarandstöðu, undir forystu Alþýðu- bandalagsins. Þetta er að vísu ekki gert mjög áber- andi. Aðallega er talað um, að þessum flokkum sé nauðsynlegt að vinna sam- an, þar sem þeir eigi það sameiginlegt aö vera and- stæðingar stjórnarinnar. Eftir að slík samvinna hef- ur myndazt, ætlar Alþýðu- bandalagið sér smám sam- an aö ná forystunni. Leiötogar Alþýðubanda- lagsins gera sér góðar von- ir um að Bandalag jafnað- armanna og Kvennalistinn gíni við þessu agni. Síðar verði svo hægt að láta þau renna saman við Alþýöu- bandalagið, líkt og mál- fundafélag jafnaðarmanna á sinni tíð. Vel gæti komið til mála, aö Alþýðubanda- lagið breytti um nafn, enda nafnbreyting ekki ótíö á þeim fiokki. Spurningin er hvort Al- þýöufiokkurinn verður til- kippilegur til slíkrar sam- vinnu. Hjá honum er farið að fenna í spor þeirra Héð- ins Valdimarssonar og Hannibals \ aldimarsson- ar. Gott væri fyrir Alþýðu- fiokkinn að rifja upp sögu þeirra. Fyrir Alþýöuflokkinn, Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalistann er ekki ófróðlegt að minnast þess, hver urðu úrslit síöustu borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Ósigur fráfar- andi borgarstjórnarmeiri- hluta þá stafaöi öðru frem- ur af því, að kjósendur litu svo á, að forystan væri í höndum Alþýðubandalags- ins, þar sem það var lang- stærst flokkanna, sem mynduðu meirihlutann. Margir kjósendur óttuðust, að áhrif Alþýðubandalags- ins yrðu of mikil af þessum ástæöum og yrðu enn meiri, ef sami meirihluti I héldist áfram." Þrjú umferðarslys UNGUR maður slasaðist al- varlega í bifhjólaslysi á Sel- fossi um helgina. Hann var á leið um Austurveg þegar hann lenti í höröum árekstri við bifreið sem kom á móti honum. Slysið átti sér stað síðdegis á sunnudag og sem fyrr segir slasaðist ökumaður hjólsins mjög mikið og er hann enn í gjörgæslu. Þá varð bifhjólaslys í Garðabæ laust fyrir kl. 18 á mánudag. Þar óku saman bíll og bifhjól með þeim afleiðingum að farþegi á hjólinu slasaðist. Það slys varð á Bæjarbraut og slapp ökumaður hjólsins án áverka. Loks varð bifreiðaslys á Akur- eyri kl. rúmlega 16. Þar óku sam- an tvær bifreiðar. Var önnur á leið vestur Hlíðarbraut en hin á leið norður Hörgárbraut. Bifreiðirnar skemmdust töluvert. Kona sem var ökumaður annarrar bifreiðar- innar slasaðist það mikið að flytja varð hana á sjúkrahús, en tvö börn, sem voru með henni í bif- reiðinni, svo og ökumaður hinnar bifreiðarinnar, munu hafa sloppið að mestu ómeidd. Allharður árekstur varð í gær á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Vörubifreið hlaðinni túnþökum var ekið aftan á BMW-fólksbifreið og skemmdist hún mikið. Engin slys urðu á fólki. Mynd Mhi. kax

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.