Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 Kona með svartan kassa — eftir Einar Pálsson Allskrýtnar þrengingar steðja nú að Háskóla íslands, og er ástæðan sögð andstaða almenn- ings. Eru mál þessi nokkuð rædd í. nýútkomnu Fréttabréfi H.f. — Júni 1983 — og djúpt kafað eftir skýringum. Fjárveitingavaldið virðist sveigjast eftir höfði al- menningsálitsins. Hvað er til ráða? Útlitið er svart: „Það er al- kunna, að fólk í landinu þekkir lít- ið til háskólans og menntamanna- hatur eða -fyrirlitning veður víða uppi.“ Bót er í máli að leita má lausna, og leggur einn sómamaður fram þá tillögu í háskólaráði, að staða „upplýsingafulltrúa" verði tekin upp við stofnunina. Þarf að sjálfsögðu einkum á slíkum manni að halda gegn fjárveitingavaldinu, en að auki virðist háskólinn eiga sér einhverja óskilgreinda and- stæðinga; er ætlazt til, að „upplýs- ingafulltrúi háskólans væri bar- dagamaður í þessari víglínu". Ekki er þetta þó samþykkt, finna verður önnur úrræði, og er einkum vísað til Fréttabréfsins: það gegn- ir hinu mikilvægasta „upplýsinga- miðlunarhlutverki". Lýkur svo þeirri lotu, að Fréttabréfinu er slegið föstu sem opinberu mál- gagni H.í. Hefði þó í rauninni ekki veitt af upplýsingafulltrúanum, því að ótrúlegur fjöldi einstakl- inga sýnir háskólanum „skiln- ingsleysi". Virðist óhugsandi, að ástæðunnar sé að leita innan há- skólans, og kemst upplýsingamiðl- un háskólans þar með í brennidep- il — sú hlið stofnunarinnar sem hvað fæstir hafa botnað í undan- farna áratugi. Upplýsingaskyldan Svo vill til, að það er einmitt skylda háskólaprófessora að miðla upplýsingum um greinar sínar. Samkvæmt Jónatan Þórmunds- syni lagaprófessor, ber prófessor „að vera í fyrirsvari fyrir fræði- grein sinni utan háskólans, bæði gagnvart erlendum aðilum og inn- lendum. Er hér um að ræða margs konar upplýsingastarfsemi, t.d. vegna rannsóknarverkefna, er- lendra stofnana, umsagnir, m.a. fyrir Alþingi og stjórnvöld, óiaun- uð nefndarstörf, þátttöku í opin- berum umræðum o.fl. Þessi þáttur er sennilega fyrirferðarmeiri og nauðsynlegri hér á landi en víða annars staðar fyrir þá sök, að fáir sérfræðingar eru í hverri fræði- grein, stundum prófessorinn einn.“ (Mbl. 15.12. 1972). Þessi orð eru skýr og ótvíræð, enda þótt túlkunaratriði sé, hvern veg þau verði framkvæmd. Ætlazt er til, að íslenzkir prófessorar skýri fyrir erlendum stofnunum og innlendum stjórnvöldum, hvað hér er að gerast í rannsóknum. Vegna tungumálaörðugleika geta erlendar stofnanir til dæmis vart metið stöðuna í rannsóknum ís- lenzkrar menningarsögu; fjárveit- ingavaldið þarfnast óhlutdrægra upplýsinga um brýn verkefni og örvandi rannsóknir. Fréttabréf H.l. er vopn háskólans í barátt- unni innanlands; þar kemur það fram sem máli skiptir. Meðal ann- ars birtir Sigurður Steinþórsson, nýskipaður prófessor í jarðfræði og ritstjóri Fréttabréfs, klausu er snertir undirritaðan, svo hljóðar sá parturinn: Dularfull kona „Gervivísindamenn starfa að því að rugla almenning, slæva dómgreind manna og forheimska þá — ekki viljandi, heldur óbein- línis. Skiptir það engu máli þegar ráðamenn og jafnvel verkfræð- ingar telja jafnmikið mark tak- andi á skoðunum „konu með svart- an kassa" á því hvað sé að gerast í Kröflu og á skoðunum jarðvís- indamanna, sem þarna hafa stundað rannsóknir og mælingar um árabil? Skiptir það engu fyrir sagn- fræðirannsóknir við háskólann ef almennt er talið, að kenningar Einars Pálssonar um „rætur ís- lenzkrar menningar" séu réttar, en starf háskólamanna kák eitt? Hvers vegna skyldu skattgreið- endur styrkja slíkt? Hins vegar má segja að það verði nokkur prófsteinn á það hvort sagnfræði séu „vísindi" í popperskum skiln- ingi hvort gerlegt reynist að ákvarða hvort niðurstöður Einars Pálssonar eigi við einhver rök að styðjast eða ekki. Mér virðist annars að það sé nokkurt einkenni á hjáfræðum, að þau skila aldrei neinum árangri þrátt fyrir mikið starf — þar hjakkar allt í sama farinu ...“ (S. 19-20.) Túlkunin Einhverjum hlýtur nú að verða spurn, hvað í heimsins ósköpunum þarna sé eiginlega á ferð, eða að hverju upplýsingamiðlun háskól- ans beinist þessi árin. Mun örðugt að sjá margt í framangreindum ummælum annað en atvinnuróg um lítt merkan einstakling. Þótt látið sé svo sem þarna sé um hlut- laust mat á fræðimennsku að ræða, er andi frásagnarinnar gagnsær og öllum auðskilinn. Teflt er saman „vísindum" og „gervivísindum"; tilteknum manni, sem ritað hefur sex bækur um rætur íslenzkrar menningar, er jafnað til „konu með svartan kassa“, þ.e. spákonu eða kuklara. Með öllu er litið framhjá þeirri smástaðreynd, að þeim inum sama manni hafði verið harðbannað að skýra mál sín við heimspekideild, þá er hann forðum fór þess á leit. Ekki mun neinum blandast hugur um, að það er einkum þessi maður sem vikið er að í ummælunum; ekki er vitað að neinar bækur liggi eftir „konu með svartan kassa". Sá sem þetta ritar, nýtur þannig þess merkilega hlutskiptis að „rugla al- menning, slæva dómgreind manna og forheimska þá“. Þykir mér illt, ef rétt er, satt að segja hafði ég ekki áttað mig á þessu, „ekki vilj- andi, heldur óbeinlínis", eins og þar stendur. Einna örðugast er að greina hvað átt er við með sjálfum orðum ritstjórans; er engu líkara en sú gamla hafi stýrt penna hans. Eða er þetta ekki véfréttarstíllinn frægi? Hitt munu allir skilja, að sé greininni beint til skattgreið- enda eða stjórna sjóða, þá merkir samhengið: „Sjá, forðist þennan mann, hann er kuklari — „kona með svartan kassa“.“ Vísindaleg vinnuaðferð Nú var þessi upplýsingamiðlun háskólans raunar alls óþörf. Engir vísindastyrkir neinnar tegundar hafa nokkru sinni verið veittir undirrituðum, og gervivísindi er ekki að finna í bókum hans. Bæk- urnar eru einmitt ritaðar til að greina milli hismis og kjarna i fornum efniviði; þar er vandlega greint milli trúar manna og skoð- ana annars vegar, og þess sem efniviðurinn bendir til hins vegar. Hvergi er lesandinn beðinn að trúa órökstuddum fullyrðingum; hann er hvattur til gagnrýni, til að kynna sér rök. Vegna víðfeðmis efniviðarins er TILGÁTUFORM- IÐ notað, þ.e. niðurstöður eru ekki lagðar fram sem trú eða skoðun heldur sem tilgátur til prófunar. Verklag ritsafnins RÍM er þannig algjör andstæða þess sem nefnt er „gervivísindi" í háskólum. Kinar Pálsson „Sá sem á í illdeilum við annan, fellir yfir persónu hans harða dóma á opinberum vettvangi og kveður upp sleggjudóma yfir verk- um hans — er ekki hæf- ur úrskurðaraðili. Síst gæti hann kynnt verk þess er snúið hefði spjótinu á lofti og sent á hann miðjan. Slíkur maður víkur úr sæti.“ Svonefnd Pseudo-Science er gjörólík verklagi því sem beitt er í RÍM: Oftast eru bækur um slíkt út gefnar til að halda að mönnum trú á eitthvert annarlegt fyrirbæri, fljúgandi diska, pýramídaspá- dóma eða annað í þeim dúr. Gervi- vísindi eiga þannig ekkert skylt við verklag manns sem ræðst til atlögu við örðug viðfangsefni trú- arbragða og hugmyndafræði með tilgátuformið að vopni. Hitt er annað, og sjálfum grundvellinum óviðkomandi, að ég hef reynt að skrifa bækurnar svo, að fróðleiksfús almenningur mætti skilja, og einatt leikið að torskildum hugmyndum. En þar feta ég í fótspor Sigurðar Nordal: Sjálfsögð kurteisi gagnvart ís- lenzkum almenningi er að rita svo bækur, að allir megi nema. En fjör í framsetningu ómerkir hvergi ályktanir: Það hljóta þeir háskóla- menn að vita sem lesið hafa ritin. Kynningin En fleira gerist markvert þessa dagana; í vetur komust rannsókn- ir undirritaðs á blað í Kennslu- skrá Háskóla íslands. Ekki voru ritin þó „kennd“ — svo hljóðaði undirtitill námskeiðsins: „Við- fangsefnið verður að nokkru leyti þekkingarfræðilegt: Hvers konar heimildanotkun er leyfileg? Hvaða kröfur gerum við til kenn- ingar, svo að við tökum mark á henni?" Þegar í kennsluskránni er þann- ig gefið í skyn, að þarna sé eigi fátt er athugunar þarfnist. Er nafn undirritaðs skráð ásamt nöfnum þriggja annarra, og er meginmunur á, að sá sem þetta ritar er lifandi, en hinir utan seil- ingar. Einhvern pata höfðu menn af þessu námskeiði í fyrra, en und- irritaður hélt það hefði dottið uppfyrir, þar sem ekkert samband var við hann haft. Þegar fregnir bárust af að nám- skeiðið hefði verið haldið, sendi ég bréf til rektors og óskaði upplýs- inga. Hver hafði kynnt verkin og með hvaða hætti? Væri hægt að fá leyfi til að sjá ljósrit af fyrirlestr- um? Ekki sýndist, vanþörf á að spyrja, eins og Fréttabréfið ber með sér. Rektor svaraði kurteis- lega um hæl: Gunnar Karlsson, forseti heimspekideildar, annaðist framangreint námskeið, og var það í „sagnfræði". óskum undir- ritaðs um upplýsingar var hins vegar svarað svo, orðrétt: „Að sögn kennara hafa engin önnur gögn varðandi námskeiðið verið gefin út, og handrit að erindum sem hann og aðrir þátttakendur fluttu þar voru eingöngu ætluð til notkunar á námskeiðinu sjálfu." Þau voru m.ö.o. EKKI ætluð til þess, að höfundur sjálfur fengi að berja þau augum, upplýsingar fylgdu EKKI um það HVERJIR talað hefðu, og undirritaður átti sem sagt EKKI rétt á að vita hvað um hann og rit hans var rætt við háskólann. Blessaður fáráðinn, sem skvettuna fékk úr Fréttabréf- inu, var sem sagt nákvæmlega jafnnær. „I popperskum skilningi" — eða svoleiðis. Réttur íslendings Þetta leiðir hugann að rétti ís- lendings við þann háskóla sem kenndur er við fósturjörð vora. Ef aðrir fá sömu afgreiðslu og undir- ritaður, má orða þetta svo: „Eigi skal óbreyttum Islendingi leyfast að flytja erindi og skýra vinnuaðferðir sínar og niðurstöð- ur við heimspekideild, og eigi skal honum boðið að verja sig gegn gagnrýni. Ef verk hans eru rýnd, skal hann ekki fá að leggja þau fyrir sjálfur; eigi skulu honum heldur heimilaðar upplýsingar um hverjir fjölluðu um verk hans, og alls ekki um hitt, HVERNIG kru- fið var, hverjar ÁÐFERÐIR voru notaðar og hverjar NIÐUR- STÖDUR lágu fyrir að lokinni at- hugun.“ Hinn æðri réttur er hins vegar vel tryggður: „Hverjum Islendingi skal heim- ilt að láta víkja að sér í niðrandi samhengi, ef slík ummæli birtast í Fréttabréfi Háskóla íslands. Rétt- ur almennings og fjölmiðla skal æðri rétti einstaklings; dýrmæt mannréttindi fræðimanna skulu varðveitt þannig, að upplýsingar er líkja íslendingnum til kuklara HS-vörumiðar á Akureyri: Ný og fullkomin prent- vél fyrir vörumerkingar Akureyri, 5. «gú»t. HÖRÐUR Svanbergsson, prentari á Akureyri, sem starfaði um 40 ára skeið í Prentverki Odds Björnssonar hf., hefur nú nýverið látið af störfum þar og snúið sér alfarið að fyrirtæki sínu, sem hann stofnaði árið 1969 og hefur starfrækt síðan meðfram starfi sínu í „prentverkinu". 1969 hóf hann að prenta, á þá nýkeyptum vél- um, ails konar límmerkimiða og ým- islegt fleira smáprent, sem sífellt virðist vera aukin þörf fyrir í nýtísku umbúðapakkningum. Frá upphafi hefur þetta verið rekið sem fjöl- skyldufyrirtæki, auk Harðar hafa unnið þarna eiginkona hans, Hilda Árnadóttir, og auk þeirra tvö börn þeirra hjóna, Arni og Gunnhildur. Nú nýlega varð sú breyting á hjá fyrirtækinu, að Hörður sagði lausu starfi sínu hjá POB og vinn- ur nú eingöngu við fyrirtækið. Jafnframt festi hann kaup á nýj- um og afar fullkomnum vélum til prentvinnunnar og er nú svo kom- ið að öll vinnan við prentunina, gerð myndamóta allt að 4ra lita, og frágangur allur á verkunum er unnin innan fyrirtækisins. Hægt er að fá prentað hjá HS-vöru- miðum m.a.a. í 1—4 litum sam- tímis, prentað er á límborinn og ólímborinn pappír, hálan og matt- an, á málmfólíur, plast, vinil-efni og margt fleira. Yfir allri prentun, sem þarna er unnin er þunn plast- himna sem ver fyrir vatni og kem- iskum efnum. Fullyrða má, að hinar nýju vél- ar, sem HS-vörumiðar hafa fest kaup á séu hinar fullkomnustu til síns brúks, sem fyrirfinnast hér á landi nú. LjAsm. Mbl. — G.Berg. Hörður Svanbergsson, eigandi HS-vörumiða, við hina nýju vélasamstæðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.