Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 25 Hveragerði: Þýski myndlistarmaðurinn Helmut Plontke sýnir í Eden llveragerði, 6. ágúst. ÞÝSKUR myndlistarmaöur, Helmut Plontke, hefur opnað sýningu á verkum sínum í listamannaskálan- um í Eden í Hveragerði. Mun hún standa til 16. ágúst nk. Mikill fjöldi mynda er á sýningunni og eru þær allar til sölu. Myndirnar eru smáar og án ramma, þar eð erfitt er að flytja stórar myndir milli landa. Verð myndanna er við flestra hæfi. Fréttaritari Mbl. var boðið að sjá sýninguna og ljósmynda lista- manninn og einnig að glugga í gagnrýni þá er hann hefur hlotið í erlendum blöðum. Þar kemur fram að Helmut Plontke er af mörgum talinn í hópi athyglisverðustu nútíma listamanna í Þýskalandi. Hann hefur hlotið alþjóðlega viðurkenn- ingu og verk eftir hann eru í lista- söfnum víða um heim. Höfuðvið- fangsefni hans er helstefna mann- kynsins, sem þegar hefur sett sjálft sig á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Segja má að öll hans list sé helguð baráttu fyrir friði í heiminum. Helmut Plontke hefur haldið áttatíu einkasýningar, þar á með- al í New York, París, Berlín, Moskvu, Briissel, Munchen, Helmut Plontke ásamt konu sinni. Chicago, Madrid, Jerúsalem og Amsterdam. Listfræðingurinn Marc Emans í París kallar Helmut Plontke meistara sem bera megi saman við Goya og Alfred Kubin. Hann seg- ir: „Eins og þessir málarar, túlkar hann hið margslungna og dular- fulla völundarhús sem einkennir list nútímans með handbragði og innlifun meistarans." D. Fromont, listfræðingur í Brússel, tekur í sama streng, hann segir: „Þessi þýski grafíklistamað- ur Helmut Plontke er að mínu áliti einn hinna dýpstu sjáenda í hópi listamanna nútímans. Hann er þegar byrjaður, ekki aðeins í heimalandi sínu, Þýskalandi, held- ur einni utan þess, að fylla það sæti sem honum fyllilega ber — víð hlið hins fræga málara Kub- ins.“ Eins og áður sagði mun sýning þessa aldna listamanns standa til 16. ágúst. Tel ég víst að marga fýsi að sjá hans fagra handbragð og viðurkenndu list. Þessar myndir eru taldar í háum gæðaflokki og sýningin meiriháttar listviðburð- ur hér á hjara veraldar. Sigrún klukku og hversu langar hvíldirn- ar urðu. Konurnar styttu sér stundir við prjónana meðan þær voru ekki að líknarstörfum. Á tímabili virtust tveir hlauparanna vera að dragast aftur úr en eftir að þeir mættu gulum bíl sem kom norðan að, hertu þeir sig greini- lega og allur hópurinn rann sam- an norður veginn. Þegar rútan nálgaðist gula bílinn fékkst skýr- ingin, en þar var maður að taka kvikmynd fyrir sjónvarpið. Á meðan á því stóð réttu hlaupar- arnir úr sér, þöndu brjóstið og juku hraðann. Brekkan á nýja veginum niður í Blöndudalinn var grýtt og erfið yfirferðar. Hlaupar- arnir sögðust fegnir að vera komnir í byggð og fegurra lands- lag en flatneskjuna á heiðinni. Rútan brunaði niður að Svína- vatni og við gatnamótin var beðið við endamarkið með hressingu. Hlaupararnir voru vel hressir andlega þegar þangað kom eftir 31 kílómetra áfanga þann daginn. Göngulagið var þó greinilega skrykkjótt og margir sárir lík- amshlutar sögðu til sín. Beint var haldið til Húnavalla og allir hlaupararnir hoppuðu í bað og heita pottinn. Síðan var tekið til við miðdegismatinn, heita súpu og hlaðið borð af smurðu brauði sem konurnar útbjuggu. Eftir það var hvíldarstundin vel þegin. Einn hlauparanna hafði gefið deginum einkunnarorðin „þetta er ljóta vitleysan", en var nú tilbúinn að taka þau aftur, svo sæt var hvíld- in. Á meðan voru rútan og annála- ritarinn send niður á Blönduós til að kanna síðasta spwjlinn gegnum þorpið niður að sjó og til að til- kynna lögregluyfirvöldum um ferðir hlauparanna næsta dag. Símað var til Morgunblaðsins um áfanga næsta dags en auk þess var hringt frá sjónvarpinu og leitað frétta. f hópnum ríkti gleði og eftir- vænting því nú var að verða ljóst að Kjalarskokkinu myndi ljúka næsta dag, að mestu áfallalaust. Ákveðið var að koma aftur að Húnavöllum daginn eftir hlaupið, fara í bað og borða þar saman. Starfsfólk Eddu-hótelsins var eins og áður boðið og búið að leysa hvern vanda og uppfylla hverja ósk leiðangursmanna. Oft var haft á orði í hópnum að þvílíkri þjón- ustu hefðu menn hvergi kynnst. Fyrsta og vonandi eina slys ferðarinnar gerðist um þessar mundir. Sonur eins hlauparans sneri sig illa og brákaði ökkla. Farið var með hann á Blönduós til rannsóknar en frekari aðgerða ekki talin þörf. — í kvöldmat var fiskbúðingur, hrísgrjón og niður- soðnar baunir með kaffi og kökum á eftir. Meðan karlarnir þvoðu leirtauið blönduðu konurnar sér kvölddrykkinn og kvöldið leið við ánægjulegar samræður í setustofu hótelsins. Farið í háttinn um mið- nætti en ákveðið að vakna í fyrra lagi. 8. ágúst Á fætur snemma eða kl. 7.30. Tveir karlmenn sendir með hraði í morgunverðartilbúning. Hitt liðið vakið kl. 8. Spenna og eftirvænt- ing lágu í loftinu. Greinilegt var að álagið á vöðva, sinar, liði og bein mátti ekki verða öllu meira því að alls konar smámeiðsli voru að gera vart við sig. Teygjubindi, plástrar, smyrsl og ísbakstrar voru í fullri notkun en enginn vildi kvarta verulega. Menn vildu þrauka hver við sitt og njóta þess að komast á leiðarenda. Öllum fannst vafalaust það eitt að kom- ast á leiðarenda vera sætur sigur, því menn voru nú búnir að leggja á sig miklu meira en nokkurn tíma áður á sínum hlaupaferli. Að baki voru 276 kílómetrar og rúmlega 24 framundan síðasta áfangann niður hjá Svínavatni, Laxárvatni og að sjó vestan Blönduósa. Morgunverkin gengu greiðlega að vanda og nú ætluðu allir sem vettlingi gátu valdið að vera með í rútunni og njóta endalokanna. Litli drengurinn sem meiddi sig daginn áður hafði sofið vel og var hress. Matarbirgðir leiðangursins voru að þrotum komnar og virtust sumir fegnir því að þessu frum- stæða lífi færi að ljúka. Ætlunin var að leggja af stað kl. 10.00 frá suðurenda Svínavatns og vera á Blönduósi kl. rúmlega 12. Þennan áfanga átti að fara varlega svo engin ný meiðsli kæmu í ljós. Þó allt gengi vel var lagt af stað í hlaupið heldur á eftir áætlun, kl. 10.21. Var blásið í púströrið við suðurenda Svínavatns. Síðasti áfanginn hófst og létt var yíir hópnum þrátt fyrir ýmsa auma líkamshluta. Veðrið var allsæmi- legt, suðvestan gola, alskýjað og rigningarskúrir til fjalla. Hann hékk þurr alla leiðina og menn týndu smátt og smátt af sér hlýj- ustu fötin. Hitastig var ekki vitað en golan var hlý. Ávaxtasafi var drukkinn með reglulegu millibili og konur og börn hvöttu hlaupar- ana sjö til dáða. Umferð um veg- ina var lítil en talsvert var um hrossahópa á vegarbrúnum og hlupu þeir á undan hlaupurunum með bægslagangi. Hraðanum var haldið niðri til þess að ekkert kæmi nú fyrir síðasta spottann og menn hlupu hægar en þeir þóttust geta. Heldur var þó hraðinn auk- inn og rétt úr kryppunni þegar fréttamaður og ljósmyndari frá Morgunblaðinu komu akandi á brúnum Subaru. Hlaupið var ann- ars tíðindalítið og dagurinn fékk einkunnarorðin „góður kafli". — Þegar sást niður að sjó hljóp gáski í menn og „Hafið bláa hafið“ var kyrjað fullum hálsi. Nokkrir út- lendingar á gangi með bakpoka störðu spurnaraugum á þennan furðulega hóp. Þegar sjónvarps- myndatökumaður á gulum Volvo kom í ljós í brekkunni niður að Blönduósi var hægt svolítið á ferð- inni svo hann næði góðum mynd- um en síðan var spretturinn tek- inn niður í gegnum þorpið á aust- urbakka Blöndu. Ferðalangar og stöku þorpsbúar fylgdust með hlaupurunum. Farið var framhjá pósthúsinu, hótelinu, kirkjunni og alveg niður í grýtta fjöruna. Á sjávarbakkanum biðu konur hlauparanna með endamarkið og púströrið og fögnuðu þeim með hrópum og lúðrablæstri. Einn hlauparinn, gamall sundkappi, lét ekki staðar numið í fjörunni held- ur geystist út í Norður-Atlants- hafið. Fögnuðurinn var mikill. Þetta hafði tekist! 302 kílómetrar höfðu verið hlaupnir á 23 klst. og 26 mínútum, að frátöldum hvíld- um. Að lokum kysstu konurnar karla sína og sæmdu þá rauðum nellikum. Aukaverðlaun voru endurskinsmerki til að nota við hlaup næsta vetrar. Þá var brunað að Húnavöllum, farið í bað og heita pottinn og síðan snædd dýr- indis máltíð framreidd af starfs- fólki hótelsins. Stefnan var tekin suður aftur eftir 10 frábæra daga undir ein- kunnarorðunum: „allir á réttum Kili“. BROSTU! MYNDASÖGURNAR KDMA Át MORGUN Auglýsing um aöalskoðun bifreiöa og bifhjóla í Hafnarfiröi, Garöakaupstaö og Bessastaðahreppi frá 15. ágúst—7. október 1983. Skoðun fer fram sem hér segir: Mánud. 15. ágúst G-10401 til G-10600 Þriðjud. 16. ágúst G-10601 til G-10800 Miövikud. 17. ágúst G-10801 til G-11000 Fimmtud. 18. ágúst G-11001 til G-11200 Föstud. 19. ágúst G-11201 til G-11400 Mánud. 22. ágúst G-11401 til G-11600 Þriðjud. 23. ágúst G-11601 til G-11800 Miövikud. 24. ágúst G-11801 til G-12000 Fimmtud. 25. ágúst G-12001 til G-12200 Föstud. 26. ágúst G-12201 til G-12400 Mánud. 29. ágúst G-12401 til G-12600 Þriðjud. 30. ágúst G-12601 til G-12800 Miövikud. 31.ágúst G-12801 til G-13000 Fimmtud. 1. sept. G-13001 til G-13200 Föstud. 2. sept. G-13201 til G-13400 Mánud. 5. sept. G-13401 til G-13600 Þriðjud. 6. sept. G-13601 til G-13800 Miövikud. 7. sept. G-13801 til G-14000 Fimmtud. 8. sept. G-14001 til G-14200 Föstud. 9. sept. G-14201 til G-14400 Mánud. 12. sept. G-14401 til G-14600 Þriöjud. 13. sept. G-14601 til G-14800 Miövikud. 14. sept. G-14801 til G-15000 Fimmtud. 15. sept. G-15001 til G-15200 Föstud. 16. sept. G-15201 til G-15400 Mánud. 19. sept. G-15401 til G-15600 Þriðjud. 20. sept. G-15601 til G-15800 Miövikud. 21. sept. G-15801 til G-16000 Fimmtud. 22. sept. G-16001 til G-16200 Föstud. 23. sept. G-16201 til G-16400 Mánud. 26. sept. G-16401 til G-16600 Þriöjud. 27. sept. G-16601 til G-16800 Miövikud. 28. sept. G-16801 til G-17000 Fimmtud. 29. sept. G-17001 til G-17200 Föstud. 30. sept. G-17201 til G-17400 Mánud. 3. okt. G-17401 til G-17600 Þriöjud. 4. okt. G-17601 til G-17800 Miövikud. 5. okt. G-17801 til G-18000 Fimmtud. 6. okt. G-18001 til G-18200 Föstud. 7. okt. G-18200 og yfir Skoöun fer fram viö Suðurgötu 8, Hafnarfirði frá kl. 8.15—12.00 og 13.00—16.00 alla framantalda daga. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoöunar. Viö skoöun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, aö bifreiðagjöld séu greidd, aö vátrygging fyrir hverja bifreiö sé í gildi og aö bifreiðin hafi veriö Ijósastillt eftir 1. ágúst sl. Athygli skal vakin á því aö skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver aö koma ökutæki sínu til skoðun- ar á auglýstum tíma, veröur hann látinn sæta sekt- um samkvæmt umferðarlögum og ökutækið tekið úr umferð hvar sem til þess næst án frekari aðvör- unar. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga aö máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og í Garðakaupstað. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, 5. ágúst 1983. AUGLVSlNGASrOfAKHlSIlNAH Hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.