Morgunblaðið - 20.08.1983, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983
SVFÍ aðstoðar varnarliðið
ÞYRLA frá varnarliðinu, sem var að
æfíngum í nánd við Langjökul í
fyrrakvöld, þurfti að lenda norður af
Þórisjökli á Kaldadalsleið, sökum
þess að aðvörunarljós í mælaborði
sýndi að eitthvað var að. Þegar til
kom reyndist einn þyrluspaða þyrl-
unnar bilaður og reyndist nauðsyn-
legt að skipta um hann á staðnum,
til að gera þyrluna flughæfa á ný.
Varnarliðið hafði samband við
Slysavarnafélagið og var ákveðið
að best væri að flytja nýjan spaða
landleiðina upp á Kaldadal. Menn
frá hjálparsveitinni Tryggva á
Selfossi tóku á móti bíl frá varn-
arliðinu með þyrluspaðann, sem er
um 30 feta langur, á Þingvöllum
og fylgdu honum upp á Kaldadal.
Vel gekk að skipta um spaða og
fór þyrlan aftur í loftið um hálf-
áttaleytið í gærkveldi.
Hannes Hafstein hjá Slysvarna-
félaginu sagði að það væri gaman
að geta aðstoðað varnarliðsmenn,
þeir hefðu svo oft aðstoðað okkur.
Þarna væri á ferðinni gagnkvæm
samvinna.
Verðlagsráð:
Ákvörðun
Á FUNDI Verðlagsráðs í gærmorgun
var frestað ákvörðun í deilumáli gos-
drykkjaverksmiðjanna Vífílfells og
Sanitas um ólöglega viðskiptahætti
og ákveðið að afla frekari gagna í
málinu. Þá hafði Sanitas óskað eftir
fresti til að leggja fram gögn og sam-
kvæmt lögum er skylt að veita slík-
an frest.
frestað
Þá var á fundi Verðlagsráðs
samþykkt 20% hækkun á fargjöld-
um Strætisvagna Kópavogs og
3xk% hækkun á möl og sandi til
Björgunar hf. Á dagskrá fundar-
ins í gærmorgun var einnig hækk-
un á sementi, en sú hækkun var
ekki afgreidd.
Ljómarall 1983:
Lada-bílar í þriðja
og fjórða sæti
HAFSTEINN og Birgir höfðu náð
fímm mínútna forystu á þá Halldór
og Tryggva á Toyota Corolla í
Ljómarallinu í gær þegar þremur
leiðum var lokið. Ásgeir og Júlíus á
Escort, sem voru í öðru sæti lengi
vel féllu úr keppni með úrbrædda
vél. Lada-bflar standa mjög vel í
keppninni, Ævar og Árni á Lada
1600 voru fjórðu, tveim mínútum á
undan Lada 1600 Ríkharðs og Atla.
Lancer Jóns og Halldórs er í fímmta
sæti á undan Toyota Celica Skot-
anna Tom Davies og Philip Walker,
sem fóru sér hægt í gær. Ævar Sigd.
og Ægir eru sjöttu á Subaru, eftir
ágætan akstur. Tími efstu manna:
Hafsteinn 7,16, Halldór 12,23, Ævar
13,42, Ríkharður 15,31, Jón Sigþ.
15,41, Tom 17,44 og Ævar 21,25.
Slysaalda síðdegis í gær
SLYSAALDA reið yfir Reykjavík-
urborg í gær og á innan við tveim-
ur klukkustundum höfðu orðið
þrjú slys, þar sem fímm voru fluttir
á slysadeild. Fyrsta slysið varð kl.
15.50 á Hagatorgi. Þar varð gang-
andi vegfarandi fyrir fólksbfl.
Meiðsli hans munu ekki hafa verið
mjög alvarleg, en hann mun hafa
slasast á höfði.
Annað slysið var í Árbænum.
Á móts við blokkina Hraunbæ
14—22 ók bifreið í veg fyrir
bifhjól með þeim afleiðingum að
bifhjólið lenti á vinstra fram-
horni bifreiðarinnar. Ökumaður
bifhjólsins og farþegi sem var
með honum köstuðust af hjólinu
og voru báðir fluttir á slysadeild.
Þeir munu hafa skorist á fótum.
Þriðja og síðasta slysið varð
kl. 17.15 á Bústaaðaveginum
skammt fyrir vestan verslun-
armiðstöðina Grímsbæ. Bifhjóli
var ekið aftan á bíl og köstuðust
ökumaður þess og farþegi sem
var með honum upp á bílinn.
Annar þeirra mun hafa fót-
brotnað, en hinn slasast minna.
Hjá slysarannsóknadeild lög-
reglunnar fengust þær upplýs-
ingar að oft yrðu flest slysin
þegar akstursskilyrðin væru góð,
eins og þau voru í gær.
„Vitaskuld verðbólgan
sem alla er að drepa“
— segir Jónas Rafnar um greiðsluerfiðleika almennings í bönkum
„ÞAÐ ER óneitanlega mikið um það
að fólk fari fram á skuldbreytingar,
þ.e. lengingar á lánum og frestun á
greiðslu afborgana og vaxta," sagði
Jónas Rafnar, bankastjóri Útvegs-
bankans, þegar Morgunblaðið
spurði hann hvort nú væru áberandi
miklir erfíðleikar hjá fólki að standa
í skilum við bankana. Jónas vildi
ekki gera of mikið úr því, en sagði
þó að ekki væri vafamál að það væri
þrengra í búi hjá mörgum en oft
áður.
„Ég held líka að menn fari var-
legar í allar fjárfestingar og sýni
meiri gætni. Þá er eitt athyglis-
vert: Menn virðast koma mun fyrr
en oft áður til að fá skuldbreyt-
ingu. Ef maður er t.d. með
skammtímaskuld, sem á að greið-
ast, þá var algengt hér áður að
menn kæmu svona tveimur til
þremur dögum fyrir gjalddaga,
eða jafnvel daginn fyrir gjald-
daga, og töluðu um að þeir ættu
erfitt með að standa í skilum. Nú
koma menn mun fyrr,“ sagði Jón-
as Rafnar.
Hann sagði að viðskiptabank-
arnir hefðu skilning á því að verð-
bólgan væri almenningi þung í
skauti. „Það er vitaskuld verðbólg-
an sem alla er að drepa og það er
verðbólgan sem við þurfum að losa
okkur við,“ sagði Jónas Rafnar að
lokum.
Bragi Hannesson, bankastjóri
Iðnaðarbankans, tók mjög í sama
streng. Hann sagði það greinilegt
að um þessar mundir ætti fólk erf-
iðara með að standa í skilum en
oft áður. „Á hinn bóginn er erfitt
að meta hve mikil breyting hefur
orðið hér á,“ sagði Bragi. Hann
sagði ástæðurnar fyrir þessum
greiðsluerfiðleikum fólks þær, að
menn gerðu sér ekki alltaf næga
grein fyrir því hvað verðtrygging-
in hefur að segja þegar til greiðslu
kemur. Hann sagði einnig að al-
gengt væri að menn bæðu um
skuldbreyiingar, en einnig lýsa
erfiðleikarnir sér í því að fólk
ræður hreinlega ekki við að greiða
af lánum, fjárhæðin væri þá orðin
meiri heldur en það hafði gert sér
grein fyrir í upphafi.
Átiikin í stjórn Dagshrúnar
Þröstur Ólafsson:
Fimmföld
verkamanna-
laun, ekki rétt
„ÞETTA er ófrágengið og ég hef
ekkert um það að segja að svo
stöddu. Ég get ekki séð að það sé
svo fréttnæmt þó einhver maður
út í bæ ráði sig í vinnu,“ sagði
Þröstur ólafsson, þegar hann
var spurður um viðræður við
hann um ráðningu sem fram-
kvæmdastjóra Dagsbrúnar.
„Það er alveg rétt, að þess hef-
ur verið farið á leit við mig, að
ég komi þarna til starfa og hefur
verið gert alllengi. Ég hef ekki
flýtt mér til svars og hef svarið
ekki ennþá. Hins vegar á ég von
á því, að við formaður Dags-
brúnar eigum viðræður um helg-
ina og við sjáum til hvort það
gengur saman," sagði Þröstur.
— Kom það þér á óvart að það
skyldi verða ágreiningur um
þetta?
„Ég veit ekki hvað skal segja
um það. Það var ekki verið að
taka ákvörðun um, hvort ég yrði
ráðinn, heldur var formanninum
gefin heimild til viðræðna við
mig. I ljósi þess koma þessi
viðbrögð mér á óvart," sagði
Þröstur.
„Ég hef að sjálfsögðu verið
spurður um það, hvað ég myndi
geta hugsað mér í laun,“ sagði
Þröstur aðspurður um hvort
ákveðnar upphæðir hefðu verið
ræddar í viðræðum um ráðningu
hans. „Ég setti fram lauslegar
hugmyndir og nefndi ákveðna
valkosti í því sambandi, en að
það hafi þýtt fimmföld verka-
mannalaun, það er ekki rétt.
Annars vil ég helst ekki ræða
launamál mín opinberlega,"
sagði Þröstur að lokum.
Ólafur Ólafsson:
Mjög neikvæð-
ur gagnvart
ráðningu
Þrastar
„GUÐMUNDUR var búinn að
ræða hugsaniega ráðningu
Þrastar við mig, en ég var mjög
neikvæður og sagði honum það,“
sagði ólafur ólafsson, einn
stjórnarmanna í verkamannafé-
laginu Dagsbrún, aðspurður um
þær deilur sem komu upp á fundi
stjórnar félagsins um ráðningu
Þrastar ólafssonar, hagfræð-
ings, í stöðu framkvæmdastjóra
verkamannafélagsins Dagsbrún-
ar.
„Það er bæði að ég var ekki
ánægður með afstöðu Þrastar,
þegar hann var aðstoðarmaður
fjármálaráðherra og eins finnst
mér þau laun sem þarna er rætt
um taka út yfir allan þjófabálk
og ég sagði við Guðmund að mér
fyndist við ekki geta litið framan
í okkar umbjóðendur ef við sam-
þykktum þau. Mér finnst það
mjög hæpið að samþykkja svona
umdeilda ráðningu með atkvæð-
um varamanna í stjórn, en þrír
varamenn stjórnar eru allir með
ráðningunni. Svona vinnubrögð
verða bara til að sprengja félag-
ið,“ sagði Ólafur.
„Það hefur yfirleitt ríkt ein-
drægni í stjórn Dagsbrúnar
þann tíma sem ég hef starfað
þar. Mér þykir mjög fyrir því að
það sé óeining innan stjórnar-
innar. Ég trúi því ekki að Þröst-
ur komi til félagsins, ef hann sér
fram á það að stjórn félagsins
klofni út af því,“ sagði ólafur að
lokum.
Garðar
Steingrímsson:
Sagði mig úr
stjórn vegna
vinnubragða
formanns
„MÉR BER að sitja í stjórninni
þar til mitt umboð rennur út,
sem er í janúar næstkomandi, en
ég mun ekki taka þátt í störfum
stjórnar og það er vegna vinnu-
bragða formanns," sagði Garðar
Steingrímsson, sem sagði sig úr
stjórn Dagsbrúnar á fundi henn-
ar þegar ráðning Þrastar ólafs-
sonar var þar rædd.
„Stúlka sem hefur unnið hjá
okkur í 17 ár og leysti Sigurð
Guðgeirsson af þegar á þurfti að
halda, sótti um starf hans, þegar
hann lést. Ég lýsti því yfir fyrr í
sumar, að ef ekki yrði rætt við
stúlkuna myndi ég segja af mér.
Þegar ljóst var að henni yrði
boðið útborgun bóta og af-
greiðsla, þá lét ég bóka að ég
segði af mér í samræmi við fyrri
yfirlýsingu mína,“ sagði Garðar.
Garðar sagði að hann gæti
ekki betur séð en þetta væri van-
hugsað frá upphafi og að þetta
væri aðför að varaformanni fé-
lagsins, því ætlunin virtist vera
að Þröstur tæki yfir mikið af nú-
verandi starfsvettvangi hans.
Hann hefði ítrekað reynt að fá
uppgefna stöðu félagssjóðs, til
að taka við launum þeim sem
umrædd hefðu verið, en ekki
fengið nein svör. Þá sagði Garð-
ar það jaðra við siðleysi að fá
þessa samþykkt fram með til-
styrk varamanna í stjórninni.
„Það er hægt að taka undir
þau orð formannsins að félagið
hafi orðið fyrir áföllum á árinu,
en af hverju vill Guðmundur
breyta stöðu varaformanns og
ekki bjóða sínum varaformanni
sömu starfsskilyrði og hann
naut sjálfur meðan hann var
varaformaður," sagði Garðar að
lokum.