Morgunblaðið - 20.08.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983
5
Iðnsýning ’83:
Verðbólgan versti
óvinur iðnaðarins
— sagði Víglundur Þorsteinsson í ræðu sinni
„RÁÐI vilji núverandi iðnaðarráðherra verður stefnt að stóraukinni sókn á
öllum vígstöðvum íslensks iðnaðar í náinni framtíð," sagði Sverrir Her-
mannsson, iðnaðarráðherra, í ræðu sinni við opnun iðnsýningarinnar í Laug-
ardalshöll í gær. Iðnsýning ’83, er hún nefnd, sú sjöunda í röðinni sem haldin
er í Reykjavík undir þessu heiti. Sú fyrsta var árið 1911, en síðast var
iðnsýning í Laugardalshöll árið 1977.
Þeir Víglundur Þorsteinsson,
formaður stjórnar Félags ís-
lenskra iðnrekenda og Sverrir
Hermannsson, iðnaðarráðherra,
fluttu ræður við opnun sýningar-
innar. En fyrst ávarpaði Ágúst
Valfells, formaður sýningarnefn-
ar, boðsgesti og greindi frá tilefni,
tilgangi og undirbúningi sýn-
ingarinnar. Tilefnið er, sem kunn-
ugt er, 50 ára afmæli FÍI, en félag-
ið var stofnað þann 6. febrúar
1933. En megin tilgangur Iðnsýn-
ingar ’83 er að kynna íslenskum
almenningi stöðu íslensks iðnaðar
í dag. Víglundur Þorsteinsson vék
að þessu í upphafi ræðu sinnar.
Hann sagði að markmiðið væri
ekki að hafa uppi háreisti og berja
bumbur í tilefni afmælisins, held-
ur að gefa mönnum kost á að sjá
með eigin augum hve íslenskur
iðnaður væri í rauninni þróaður
og margbrotinn.
Allir voru ræðumenn sammála
um það að iðnaðurinn yrði vaxt-
arbroddur hagvaxtar á íslandi f
framtíðinni, og því væri mikilvægt
að skapa honum skilyrði til að
dafna. Sverrir Hermannsson sagði
að stundum hefði skort á að iðnað-
urinn byggi við lífvænleg skilyrði,
oft vegna misviturra ákvarðana
ráðamanna, sem hefur hætt til að
vanmeta gildi hans. Mikilvægast
af öllu væri rétt skráning gengis.
Sverrir sagði að skráning gengis
núna væri iðnaðinum hagstæð og
„Iðnsýningin ’83 er sett,“ sagði Unn-
ur Berglind, við mikinn fögnuð
viðstaddra. Morgunbl*Aið/RAX.
Að ræðuhöldunum loknum settu félagar úr Módelsamtökunum og Model 79 á svið tískusýningu. Var tísku- eða
fatasýningin óvenjuleg að því leyti að leikmunir voru notaðir til að skapa stemmningu fyrir þeim aðstæðum sem fötin
hæfðu. Þarna er einn sýningarmanna að sýna sjógalla, og þá sakar ekki að styðja sig við sfldartunnu.
Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, þiggur eintak af kynningarbæklingi
fyrirtækisins Rafrásar. Það er Gunnhildur Þórarinsdóttir, fyrrverandi ungfrú
Hollywood, sem færir Sverri bæklinginn. MorgunbMié/RAX.
Forseti íslands, frú Vigdis Finnbogadóttir, ásamt þeim Víglundi Þorsteins-
syni, formanni stjórnar FÍI (th.) og Ágúst Valfells, formanni sýningamefnd-
ar> MorjfunblaAiö Emilía.
því skipti miklu máli að iðnaður-
inn nýtti sér þessa hagstæðu
stöðu, að ötullega yrði unnið að
því að vinna markaði og auka út-
flutning.
Víglundur Þorsteinsson sagði að
samkeppnisaðstaða iðnaðarins
hefði batnað mjög á undanförnum
misserum, fyrst og fremst vegna
gengisfellinga, frekar en vegna
þess að mönnum væri að verða
ljóst hve þýðingarmikill iðnaður-
inn væri. Taldi hann nauðsyn til
að búa betur að iðnaðinum, sér-
staklega með lækkunum á vöxtum
og sköttum. Víglundur sagðist þó
vongóður um að næstu ár yrðu
iðnaðinum hagstæð, og byggði
hann þá von sína á því að nú, í
fyrsta skipti um langt skeið, hafi
verið ráðist af krafti gegn þeirri
óðaverðbólgu sem hér geisar. En
verðbólguna taldi Víglundur
versta óvin iðnaðarins, sem hefði
fyrr eða síðar í för með sér stöðn-
un og hnignun. Víglundur vék síð-
an að þeirri kjaraskerðingu sem
gengið hefur yfir íslendinga, sem
liður í baráttunni við verðbólguna
og þeim kjarasamningum sem
framundan væru á næsta ári. Mik-
ilvægt væri að halda ákvæðið og
skynsamlega á þeim málum til að
þær fórnir sem færðar hafa verið
yrðu ekki til einskis. „Því hvers
konar hik,“ sagði Víglundur, „get-
ur gert það að verkum að baráttan
við verðbólguna mistakist."
Að ræðuhöldunum loknum gekk
upp á sviðið lítil stúlka, Unnur
Berglind, og mælti þessi orð: „ís-
lensk framtíð á iðnaði byggð. Iðn-
sýning ’83 er sett.“
Umferðarljós á Nýbýlavegi
Kveikt verður á nýjum umferðarljósum á mótum Nýbýlavegar og Skemmuvegar — Stórahjalla, í dag kl. 14. Ljósin
eru tveggja fasa og tímastýrð. Frá kl. 21.00 til 7.00 verða Ijósin látin blikka gulu og gildir þá biðskylda á Skemmuvegi
og Stórahjalla gagnvart Nýbýlavegi. Morpinbi*«iA/KEE
Unnur Ólafsdóttir
hannyrðakona látin
UNNIIR Ólafsdóttir hannyrðakona
er látin. Unnur var kunn af listfengi
við útsaum og hefur saumað mikinn
fjölda hökla og altarisklæða í kirkj-
ur landsins, auk þess sem fullyrða
má að hún hafl gert allflesta félags-
fána landsins. Hún var 86 ára er hún
lézt hinn 18. ágúst síðastliðinn.
Unnur Ólafsdóttir var fædd í
Keflavík, dóttir Vigdísar Ketils-
dóttur og Ólafs Ásbjarnarsonar
kaupmanns. Unnur stundaði nám
í list sinni í danska listiðnaðar-
skólanum, en eftir að hún kom
heim rak hún um árabil hannyrð-
averzlun í Reykjavík. Eftir að hún
hætti verzlunarrekstri gerði hún
nær eingönu kirkjumuni og fé-
lagsfána auk margs annars. Hún
var sæmd riddarakrossi Fálkaorð-
unnar á síðastliðnu sumri.
Eftirlifandi eiginmaður Unnar
Ólafsdóttur er Oli Magnús ísaks-
son fulltrúi í Heklu.