Morgunblaðið - 20.08.1983, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983
tfeflaiiraOsft mpáBD
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 205. þáttur
Þess skal getið sem gert er.
Ég sá mér til ánægju að orðið
forvarnarstarf var komið í texta
sjónvarpsins 8. þ.m. Eins og
nærri má geta skiptir ekki
litlu um sköp nýyrða, hvort
áhrifamiklir fjölmiðlar taka
við þeim. Sjónvarpið hefur
einnig gert sitt til þess að festa
orðin skutbfll (e. station wag-
on) og dagvistir, svo að ég telji
hið betra, eins og Egill
Skalla-Grímsson orðaði kröfu
Hávamála, að geta skyldi hins
góða, en láta fremur hið lakara
liggja í þagnargildi. Því miður
verða þættir sem þessir ósjald-
an dæmatal lýtanna, eins kon-
ar kvörtunarskrá yfir víti til
varnaðar.
Maður, sem ekki vill láta
nafns síns getið, skrifar mér
um áhyggjur sínar vegna þess,
að „hin forna og virðulega
fleirtala persónufornafnsins í
1. og 2. persónu virðist ger-
samlega að víkja fyrir tvítöl-
unni“.
Til þess að við áttum okkur
betur á áhyggjuefni bréfritara
er þess að geta, að hann á ann-
ars vegar við fornöfnin vér og
þér, hins vegar við og þió. Per-
sónufornöfnin ég og þú voru
svo merkileg í fornu máli, að
þau áttu sér bæði tvítölu og
fleirtölu. Þegar talað var til
tveggja, sögðu menn ið, sem
seinna breyttist í þið. Þegar
talað var til fleiri en tveggja,
sögðu menn ér, sem seinna
breyttist í þér. Mjög snemma
er þó ruglingur kominn á
þetta. Á sama hátt var við, tví-
tala, notað þegar annar af
tveimur tók til máls, en vér,
fleirtala, þegar talað var úr
fjölmennara hópi. Þessi munur
á tvítölu og fleirtölu er löngu
horfinn úr málvitund manna.
Og hvað er þá eftir?
Eftir er blæmunur, munur á
hátíðlegu máli og hversdags-
legu, og auðvitað í 2. persón-
unni svokölluð þérun, sem nú
er lítið notuð. Einn maður er
ávarpaður í fleirtölu, eins og
hann væri margra manna
maki, og sagt: Viljið þér gjöra
svo vel? Þérun er vandasöm,
orðið beygist: þér, um yður, frá
yður, til yðar. Ég held þó að
þérunin lifi, þótt orðið sé vand-
meðfarið. Hitt fer eftir tísku
og tíðaranda, hvort menn vilja
þéra náungann eða ekki. Með
þérun má bæði votta virðingu
og kulda.
Um við og vér er svipað að
segja. Gamla fleirtalan vér er
vandbeygð: vér um oss, frá oss,
til vor. Það er helst 1. desem-
ber og 17. júní að við íslend-
ingar förum í sparibúning fata
og máls og segjum vér Islend-
ingar. Vérun er ekki mjög í
tísku um þessar mundir, eins
og bréfritari segir, en ég held
að hún lifi, tískusveiflum háð,
eins og þérunin. Ég ætla, að
minnsta kosti, að prestar muni
enn um sinn segja: Vér viljum
biðja. Og ég ætla einnig að í
Faðirvorinu höldum við áfram
að biðja: Gef oss í dag vort
daglegt brauð, en þessu verði
ekki breytt í Gef okkur, eða
gefðu okkur, o.s.frv.
Þórir Áskelsson á Akureyri
vakti máls á ýmsu sem honum
þykir miður fara í daglegu tali
nú um stundir, bæði mæltu
máli og rituðu. Éitt af þessu er
notkun forsetningarinnar
gegnum (í gegnum) í tíma-
merkingu. Dæmi: Gegnum ald-
irnar. Ég fjallaði um þetta
fyrir skömmu, en vil gjarna
endurtaka, að mér þykir
„gegnumtal" í þessari merk-
ingu ekki fallegt. Mér fellur
betur árum saman, ár eftir ár,
heldur en (í) gegnum árin, og
öldum saman o.s.frv. heldur en
(í gegnum) aldirnar.
Þórir minntist líka á sínotk-
un orðsins óöryggi. Ég er hon-
um sammála, að þetta sé ekki
góð samsetning. Tvö forskeyti
í röð fara ekki vel. Mér finnst
öryggisleysi miklu betri kostur.
Þá er Þórir Áskelsson einn af
mörgum sem þola ekki orð-
myndina RÚVAK fyrir Útvarp
Akureyri, en því efni reyndi ég
að gera skil í síðasta þætti.
Síðan tek ég upp bréfkafla
frá Skúla Magnússyni í Hvera-
gerði: Hann segir: „Undirrit-
aður þakkar undirtektir um-
sjónarmanns gagnvart til-
skrifi mínu um vandamál
tungunnar (sjá 203, þátt frá
6.8. ’83).
Mig langar að henda boltann
strax á lofti og varpa fram
hugleiðingum mínum í fram-
haldi af athugasemdum Gísla.
Hann skrifar:
„Skrýtið má það kalla að ég
skynja sérhljóð, ekki öll, í lit-
um. A er t.d. hvítt, ú rautt, u
brúnt, ó blátt, æ grænt, ö
dökkgrátt, og o svart."
Ég hefi ekki skynjað þetta
meðvitað á sama hátt og Gísli.
En mér þykir það harla merki-
legt. En mér finnst það alls
ekki svo „skrýtið“. Held ég geti
skýrt það:
Sérhver bókstafur á sitt ból
í munni þar sem hann er bor-
inn fram. Allir hljóta strax að
finna að m er borið fram með
vörunum. Sérhljóðar eru ekki
settir á jafn-afmarkaðan bás
og samhljóðarnir. Engu að síð-
ur er þessu þó eins varið hvað
þá áhrærir. Gísli kann glögg
skil á þríhyrningi nokkrum
sem hugsast dreginn um munn
og talfæri mælenda. Á þrí-
hyrning þennan er hverjum
sérhljóða skipað í sitt skips-
rúm, rær hver þeirra við sína
þóftu. Suma segjum við fram-
arlega, aðra aftar, suma ber-
um við fram ofarlega í munn-
holi, aðra neðar nokkru.
Hverjum og einum lit er
einnig ákvarðaður viss staður í
litrófi. Rauður litur hefir
minnsta sveiflutíðni (og því
mesta sveiflulengd). Honum er
skákað lengst til vinstri. Hvað
fjólubláan lit áhrærir er þessu
öfugt varið. Hann tyllir sér á
litbandið lengst til hægri. Aðr-
ir litir koma í einni röð þarna
á millum.
Nú set ég fram þá tilgátu að
hástaða í munni svari til hárr-
ar sveiflutíðni. Þá hygg ég og
að framstaða í munni beri
birtu.
Reynum nú á þolrifin í þess-
ari tilgátu og berum saman við
málkennd og skynjun Gísla:
A einsog í „dagur“ er fram-
stætt og hvítt — enda dagur
bjartur. (Afturstætt a með
mikilli kok-opnun — eins og í
e. „dark“ — er dimmara
miklu.) Ú er sagt með totu á
munni til að fá viðspyrnu og
fram kemur mjög aftarlega í
kverkum. Skyldi það ekki
svara til farfa með harla lágri
sveiflutíðni. Það er rautt. U er
miðstætt, en aftar en e. Það er
brúnt á litinn, en brúnn er
blendingslitur allra lita ann-
arra. Ú er þannig borið fram
að mælandinn hvelfir góminn
eða lyftir uppundir hann. Er
það þá ekki einmitt blátt. Lyft-
ingin minnir á heiðbláan him-
in. Æ skynjar Gísli sem græn-
an lit. Ékki fjarri lagi. Æ er
tvíhljóð: A—í. Segi maður
nógu hratt a—í renna hljóðin
saman og úr verður Æ. Nú er a
bjart, en í bendir uppí góminn
og hækkar sveiflutíðnina.
Grænn litur hefir mesta
sveiflutíðni næst eftir bláum.
Ö er framborið aftarlega í
munni, en ofar en ú. Því ekki
ólíklega til getið að þessi
sérhljóði sé all-dökkur álitum.
Loks kemur o. Það er frambor-
ið ofar og aftar en ó, minnir á
hvelfingu og myrkan helli. Það
skynjar Gísli sem svartan lit.
Ástæðan fyrir því að ú dæmist
rautt fremur en svart (og ó
samkvæmt því svart fremur en
rautt) hygg ég þá að ú leitar
fram þótt aftarlega sé sett, ó
er hinsvegar kyrrstætt eins og
myrkrið, (engrar hreyfingar
verður vart í myrkri).
Nú gæti Gísli eða einhver
annar málfræðingur teiknað
áminnstan þríhyrning, skipað
þar á þeim sérhljóðum sem
eftir lifa, og beinlínis reiknað
út lit allra þeirra sérhlj. sem
skynjunin segir ekki til um
hvaða lit hafa.
E er borið fram í miðjum
munni. Það táknar hik (og er
skelfing lítilfjörleg persóna).
Skyldi því ekki bezt hæfa grár
litur? Nú mætti beita útilok-
unaraðferðinni á þá bræður i
og í. Báðir sækja á brattann.
Benda upp til himins. f þó enn
brattsæknara. Ég varpa fram
þeirri tilgátu hvort i sé ekki
einmitt gult og í rauðgult eða
appelsínu-rautt.
Fellum svo niður fræði þessi
um sinn.“
P.S. Umsjónarmaður leggur til
að kreditkort verði nefnd krít-
arkort.
F'
róöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
'i
Atvinnutækifæri —
íþróttakennarar
Til sölu stærsta og fullkomnasta líkams- og heilsuræktaraöstaöa
landsins.
Stórkostlegt atvinnutækifaBri fyrir samstilltan hóp íþróttakennara,
íþróttafræöinga eöa íþróttafélög. Starfsemin er i ca. 1100 fm eigin
húsnæði.
MARKADSMÓNUSTAN
Sími 26911.
Róbert Árni Heiöarsson hrl., heimasími 23450.
I
I
R
I
I
I
■
I
I
I
a
28444
2ja herb.
Blikahólar. 2ja herb. um 68 fm
ibúð á 2. hæö í blokk. Falleg
íbúö. Verö 1100 þús.
Þverbrekka. 2ja herb. 62 fm
íbúö á 2. hæð. Falleg íbúö. Verö
1 millj.
3ja herb.
Hlíöar. 3ja herb. 80 fm íbúö á 3.
hæö í nýrri blokk. Glæsileg íbúö
i enda. Laus i okt. nk. Verð
1.600 þús.
Breiövangur. 3ja—4ra herb.
um 100 fm íbúö á efstu hæö.
Bílskúr. Suöursvalir. Sérþvotta-
hús. Verö 1550 þús.
Langahltö. 3ja herb. um 75 fm
ibúö á 1. hæö auk herb. í risi.
Falleg íbúö. Verö 1500 þús.
Stærri eignir
Hvassaleiti. Raöhús á 2 hæöum
samt. um 220 fm aö stærð. Fal-
legt hús á góöum staö. Verö
3,5—4 millj. Laust fljótt.
Fljótasel. Raöhús á 2 hæöum
um 190 fm aö stærö. Bílskúrs-
róttur. Verö 2,4 millj.
Fossvogur. Einbýlishús ó einni
hæö samtals um 300 fm aö
stærö. Fallegt hús. Garöur í
sérflokki. Verö um 6 millj.
Lækjarás. Einbýlishús á 2 hæö-
um samtals um 420 fm aö
stærö. Skiptist m.a. í 3 stofur, 6
svefnherb. o.fl., auk 2ja herb.
íbúöar. Nær fullgert hús. Verö 5
millj.
Fjöldi annarra eigna.
Vantar
4ra herb. íbúö í Engihjalla,
Þverbrekku eöa lyftuhúsi i
Furugrund. Mjög góöar grelösl-
ur í boöl fyrir rétta eign.
4ra herb. íbúö i austurbæ
Reykjavikur. Góöar greiðslur í
boöi.
HðSEIGNIR
VÐ.TUSUHOM O QlflD
SiMI 30444 DK wltlr
Daniel Árnason Iðgg. fasteignasali.
Heimilisiðnaðarfélag
íslands:
Samkeppni
í gerð
íslenskra
jólamuna
Heimilisiðnaðarfélag íslands er
70 ára í ár. í tilefni afmælisins verð-
ur efnt til samkeppni í gerð ís-
lenzkra jólamuna.
Hugmyndin er að nota íslenzku
ullina á einhvern hátt, t.d. verði
prjónað, heklað, saumað eða ofið
úr henni, svo eitthvað sé nefnt.
Nota má ullina óunna. Einnig
koma til greina munir úr tré t.d.
renndir eða útskornir. Þrenn verð-
laun verða í boði. 1. verðlaun verða
kr. 10.000. Félagið áskilur sér for-
gang að hugmyndunum hvort sem
það verður til sölu, birtingar eða
kennslu.
Félagið hvetur alla til þátttöku
og er ágætt að nýta sumarið til
íhugunar. Nánari upplýsingar
verða veittar í verzluninni ís-
lenskur heimilisiðnaður. Skila-
frestur er til 1. október 1983.
Hlust hf.
flytur
sig um set
Hljóðupptökustúdíóið Hlust hf.
hefur flutt starfsemi sína í nýtt hús-
næði að Skipholti 9. Hér er um að
ræða 100 fermetra rými, með 50 fer-
metra upptökusal og 25 fermetra
tækjakiefa.
Hlust hf. hefur sérhæft sig í
auglýsingaupptökum, einkum
fyrir sjónvarp og útvarp. Er nýi
upptökusalurinn hannaður með
það fyrir augum að hægt sé að ná
sem bestum hljómburði, bæði við
upptöku á tónum og tali.
SIMAR 21150-21370
Til sölu og sýnis auk annarra eigna:
Skammt frá Miklatúni
S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
L0GM J0H Þ0ROARS0N H01
4ra herb. efrl hæö um 110 fm. Mikið endurbatt. Sérinng. Suöursvalir.
Bflskúr 28 fm. Góö sameign. Ákv. aala.
Góðar íbúöir við Hraunbæ
4ra herb. 1. haeö um 110 fm. Sérhitaveita. Ákv. sala.
3ja herb. á 2. hæö um 80 fm. Mjög góö endurbætt. Ágæt sameign.
Einstaklingaíbúð á jaröhæö um 48 fm í suöurenda. Góö innrétting.
Fullgerö sameign.
4ra herb. íbúðir við:
Fellsmúla 2. hæö 105 tm. Mjög góö. Sérhltavelta. Fullgerð sameign.
Ákv. sala.
Eyjabakka 2. hasö um 105 fm. Úrvals íbúö. Glæsil. útsýnl. Bilskúr 25 fm.
Ákv. sala.
Álfheima 4. haaö 115 fm. Stór og góö. Ný eldhúsinnréttlng, rúmgott
herb. í kj. m. wc.
2ja herb. íbúðir við:
Stelkshóla 2. hæö 60 fm. Ný og góö. Sérsmíöuö innréttlng. Fullgerö
sameign.
Jöklasel 1. hæö 70 fm. Ný stór úrvals ibúö. Næstum fullgerö. Sérþvotta-
hús.
Rofabæ 1. hæö 50 fm. Þvottahús á hæölnni. Góö sameign.
Snorrabraut 3. hæö 50 fm. Ný teppi, nýtt baö. Ágæt sameign. Útsýnl.
Góð eign skammt frá sundlaugunum
4ra herb. hæö um 117 fm rúmgóö í þrfbýlishúsl. Bílskúr fylglr. Skuld-
laus. Trjágaröur. Vinnuhúsnæöi um 40 fm getur fylgt í kjallara.
í smíðum án vísitölu
endaraöhús um 100x2 fm á útsýnisstaö í Selásl. Innbyggður bflskúr.
Selst fokhelt á næstunni. Teikning og uppl. á skrifstofunni.
Steinhús í Mosfellssveit
Nýtegt. Hæö 130 fm, ekki fullgerö, ibúöarhæf. I kjallara, 80 fm, má gera
aukaíbúö eöa mjög gott vlnnuhúsnæöi. Óvenju góð kjðr. Næstum
skuldlaus. Marga konar eignaskipti.
Vogar — Sund — Laugarnes
Þurfum aö útvega einbýlishús, 130—160 fm. Skipti mðguleg á raöhúsi
meö 2 íbúöum skammt frá sundlaugunum. Uppl. trúnaðarmál.
Raöhús í smíöum óskast
á Seltjarnarnesi. Fjársterkur kaupandl.
Skammt frá Sundahöfn óskast
gott einbýlishús, 150—250 fm. Fjársterkur kaupandl. Uppl. trúnaðar-
mál.
Orðsending til viöskiptamanna okkar
Vekjum sárstaka athygli á aö nú eru á boöstólum nýlegar og góöar
ibúóir og einbýli á veröi langt undlr byggingarkostnaöi. Leitlö nánari
uppl.
Opiö i dag, laugardag kl. 1 til 5. Lok-
að á morgun, sunnudag.
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
AIMENNA
FASTEIGNASALtN
J