Morgunblaðið - 20.08.1983, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 20.08.1983, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983 11 Úr tónlistarlífmu MARGRÉT HEINREKSDÓTTIR Síðasta Zukofsky- námskeiðið? * I dag kemur fram á tónleikum í Háskólabíói hljómsveit um sjötíu ungmenna á ýmsum aldri, sem þar koma saman til að sýna sjáifum sér og öðrum árangur af tveggja vikna linnulausum æfíngum undir stjórn bandaríska fíðluleikarans Paul Zukofskys. Flytja þau þrjú öndvegis hljómsveitarverk, DauÖa og ummyndun (Tod und Verklárung) eftir Richard Strauss, Upprisuna (L’Ascencion) eftir Oliver Messiaen í tilefni 75 ára afmælis hans og Myndir á sýningu eftir Modest Mussorgsky í hljómsveitarútsetningu Ravels. Með þessum hljómleikum lýk- ur sjöunda Zukofsky-námskeið- inu sem hér er haldið — og að öllum líkindum þvf síðasta f þeirri mynd, sem þau hafa haft til þessa. Af ýmsum ástæðum hafa aðstandendur þeirra talið rétt að finna þessari starfsemi nýtt form og munu hugmyndir þar um enn á mótunarstigi. Zukofsky-námskeiðin hafa verið haldin á vegum Tónlist- arskólans í Reykjavík og nú einnig Flugleiða, sem að þessu sinni lögðu sterkari hönd á plóg- inn en nokkru sinni og styrktu þetta á margvíslegan hátt. Ýms- ir fleiri hafa og veitt þessu stuðning, bæði einstaklingar og fyrirtæki. Engu að síður hefur þetta reynzt skólanum býsna erfitt verkefni fjárhagslega, að sögn aðstandenda námskeiðsins, og jafnframt hafa breyttar að- stæður rennt stoðum undir þá skoðun, að heppilegra kunni að vera að tengja þessa starfsemi meira vetrarstarfi tónlistar- skólanema. Hins vegar er áhugi á því, að íslenzkir tónlistarskóla- nemendur fái áfram að njóta hæfileika Zukofskys svo og að þeir fái áfram tækifæri til sam- leiks í stórri hljómsveit, en þau hafa til þessa ekki verið fyrir hendi á öðrum vettvangi. Hvernig svo sem að því verður staðið má gera ráð fyrir að þeir, sem heyrðu flutning 5. sinfóníu Mahlers og Vorblóts Stravinskys að loknu Zukofsky-námskeiðinu í fyrra, myndu harma ef ekki yrði áfram haldið að gefa ungum hljóðfæraleikurum tækifæri til að sýna þannig, hvað í þeim býr. „Sunnudagarnir ætluöu aldrei að líða ... “ Námskeiðið nú var sem fyrr haldið í Hagaskólanum í Reykja- vík. Framkvæmdastjórn var í höndum Rutar Magnússon en henni til aðstoðar var Kristín Sveinbjarnardóttir. Þátttakend- ur voru að þessu sinni að veru- legum hluta yngri en á fyrri námskeiðum og flestir strengja- leikarar styttra komnir í námi — eldri þátttakendur ýmist flognir úr hreiðrum, ef svo má segja, eða bundnir í brauðstriti — en til styrktar voru nokkrir eldri og reyndari hljóðfæraleik- arar. Þetta unga fólk hefur setið við frá morgni til kvölds þessar tvær vikur og „æft, æft og æft ... “ eins og einn sagði. „Þetta hefur verið óskaplega gaman," sögðu þeir, sem spurðir voru. Einn fiðluleikaranna sagði: „Það segir kannski bezt hvað mér finnst, að ég ætlaði hreint ekki að lifa sunnudagana af, þá var frí og þeir ætluðu aldrei að líða ..." Annar hafði við orð, hvað góður andi hefði verið á námskeiðinu ... „betri en í fyrra“. Um það efaðist einhver í hópnum og var þráttað svolítið um þetta, bornir saman „andar“ síðustu námskeiða. Enn einn, sem oft hefur tekið þátt í þessum námskeiðum, hafði orð á því að stjórnandinn hefði mátt „æsa sig meira". „Hann hefur stund- um átt það til og ég saknaði þess — hann hefur verið svo salla- rólegur núna.“ Og enn einn: „Þetta eru einu tækifærin, sem við fáum til að spila í svona stórri hljómsveit — þetta er eins og ævintýri, ég hugsa að ég gleymi því aldrei." „Stórfínir krakkar“ Aðalkennarar á námskeiðinu voru ásamt Zukofsky, brezki flautuleikarinn Bernard Wilk- inson, sem hér hefur verið bú- settur frá árinu 1975, en hann leiðbeindi nú blásurunum í þriðja sinn; Eggert Pálsson, slagverksleikari, sem hafði um- sjón með slagverki — hann hef- ur verið þátttakandi í þessum námskeiðum frá 1978 og leikur nú með Sinfóníuhljómsveit ís- lands — og Nancy Elan banda- rískur fiðluleikari, konsert- meistari í Colonial-sinfóníu- hljómsveitinni í New Jersey, sem Paul Zukofsky stjórnar, en hann var einn af kennurum hennar við Juillard-tónlistarskólann í New York. Hún kvaðst aldrei fyrr hafa kennt á slíku námskeiði og því ekki hafa samanburð við aðra nemendur á svipuðu stigi, en lét afar vel af þátttakendum; „stórfínir krakkar“, sagði hún. Einnig hafa þau Karen Olson frá Bandaríkjunum og James Sleigh frá Skotlandi leiðbeint lágfiðlu- leikurum og bandaríski kontra- bassaleikarinn Richard Korn selló- og bassaleikurum. Og þá er að óska þessum „stór- fínu krökkum" — og eldri ung- mennum hljómsveitarinnar, sem líklega eru upp úr því vaxin að vilja láta kalla sig „krakka", góðs gengis I viðureigninni við þá Mussorgsky, Messiaen og Strauss í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.