Morgunblaðið - 20.08.1983, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON
Uggur í Evrópu vegna
hækkunar dollarans
Ýmsum rfkisstjórnum í Vestur Evrópu hefur gramist hin styrka staða
Bandaríkjadollars á gjaldeyrismörkuðum síðustu vikurnar, og lítnar hafa
verið í Ijósi áhyggjur um að styrking dollarans verði til þess að hindra
efnahagsbata. Frá því í júní 1980 hefur dollarinn tvöfaldast í verði
gagnvart franska frankanum, hækkað 89% gagnvart ítölsku lírunni, 52%
gagnvart vestur-þýzka markinu og 59% gagnvart sterlingspundinu.
Ráðherrar og embættismenn
og leiðtogar atvinnurekstrar
óttast að hækkun dollarans
gagnvart viðkomandi gjaldmiðl-
um ógni áætlunum, sem miði að
efnahagsbata í kjölfar örðug-
leikatímabils. Þeir gruna jafnvel
yfirvöld í Washington um
græsku og telja þau með vitund
og vilja reyna að hindra efna-
hagsbata í ríkjum þeirra.
Dollarinn setti í síðustu viku
m.a. ný met gagnvart franska
frankanum, ítölsku lírunni, og i
Bonn var hann verðmeiri en
nokkru sinni í áratug, kostaði
2,73 mörk. Gerhard Stoltenberg
fjármálaráðherra og Karl Otto
Pöhl seðlabankastjóri sögðu
dollarann ofmetinn, 2,40 mörk
væri eðlilegra verð.
Stoltenberg sagði einnig að
staða dollarans yrði til þess að
auka verulega á greiðsluerfið-
leika Þjóðverja.
Og Jacques Delor fjármála-
ráðherra Frakklands kenndi yf-
irvöldum í Washington um
hvernig komið væri, efnahags-
stefna þeirra hefði orðið til þess
að veikja frankann og afleiðing-
in væri sú að efnahagsstefnu
frönsku stjórnarinnar og að-
gerðum hennar til afturbata
væri verulega ógnað.
„Staða dollarans er enn eitt
dæmið um hversu litlu máli
Bandaríkjamenn telja efnahag
bandamanna þeirra skipta,"
sagði Delors.
Dollarinn hefur fallið i verði i
vikunni vegna vona um að for-
vextir yrðu lækkaðir i Banda-
ríkjunum, eftir að tilkynnt hafði
verið að minna fjármagn hefði
verið í umferð í Bandaríkjunum
en ráð hafði verið fyrir gert.
í kauphöllum er því hins vegar
spáð að dollarinn nái fljótlega
því verðgildi, sem hann náði i
síðustu viku. „Menn eru enn að
leita eftir grænbak, og framboð-
ið er minnkandi," sagði þýzkur
spákaupmaður í miðri viku.
Dollarinn er eftirsóttur í Evr-
ópu vegna hárra vaxta í Banda-
ríkjunum og landlægs uggs um
efnahagslegt heilbrigði Vestur-
Evrópu. Ríkisstjórnir í Vestur-
Evrópu hafa hvatt stjórn Reag-
ans forseta til ihlutunar þannig
að dollaraverðið verði i jafnvægi
og haldist stöðugt.
Samkvæmt könnun AP-frétta-
stofunnar meðal efnahags-
sérfræðinga i Vestur-Evrópu bú-
ast fáir þeirra við því að ráða-
menn í Washington fáist til
samstarfs um samræmdar að-
gerðir til að stjórna verði gjald-
miðla.
Fyrr í mánuðinum mistókst
sameiginleg tilraun bandaríska
seðlabankans og vestur-
evrópskra seðlabanka, sem
reyndu að selja mikið magn doll-
ara til að stemma stigu við
hækkun hans. í Evrópu voru
ráðamenn þeirrar skoðunar að
þessi aðgerð hefði verið með
hálfum huga gerð og því ekki
komið að nema afar takmörkuðu
gagni.
Vextir í Bretlandi og Hollandi
eru sambærilegir við bankavexti
í Bandaríkjunum, en að öðru
leyti hafa ríkisstjórnir í Vestur-
Evrópu ekki gripið til þeirrar
gagnráðstöfunar að hækka vexti
til að keppa við Bandaríkin um
hið frjálsa fjármagn.
Ráðamenn f Vestur-Evrópu og
leiðtogar atvinnurekstrar eru yf-
ans reiknað á 7,20 franka. Doll-
arinn var í síðustu viku hins veg-
ar jafnvirði átta franka og í
fyrradag rúmlega 7,9 frönkum.
Og hver 10 sentíma lækkun
frankans bætir sjálfkrafa tveim-
ur milljörðum franka við er-
lendar skuldir Frakka.
Þá er hækkun dollarans talin
muni valda því að ekkert verði
úr þeirri áætlun Delors að lækka
vexti á útlánum um eitt pró-
sentustig í septemberbyrjun til
að örva hagvöxt heima fyrir.
í staðinn er við því búist að
atvinnulausum fjölgi í 2,2 millj-
ónir í árslok og að franskir
irleitt andsnúnir vaxtahækkun-
um af ótta við að þær kynnu að
spilla fyrir tilraunum til að kom-
ast út úr langvarandi efna-
hagskreppu.
Otto Lambsdorf, sem fer með
efnahagsmál í ríkisstjórn
V-Þýzkalands, hefur þó varað
við því að vaxtaþróunin í Banda-
ríkjunum, þar sem vextir eru
fimm prósentustigum hærri en í
V-Þýzkalandi, kunni að neyða
stjórnina í Bonn til vaxtahækk-
ana.
„Bandaríkjamenn yrðu annað
hvort að skera útgjöld til her-
mála verulega niður eða auka
skattheimtu til að draga úr halla
á fjárlögum sínum, en hvoru
tveggja er afar ólíklegt af hálfu
stjórnar Reagans," sagði Lambs-
dorf er hann varaði við hugsan-
legum vaxtahækkunum Þjóð-
verja.
Velgengni dollarans hefur
þrátt fyrir allt orðið til þess að
auka verulega útflutning frá
V-Þýzkalandi til Bandaríkjanna.
Einnig hafa Danir, Svíar og
Hollendingar skýrt frá auknum
útflutningi vegna hlutfallslegrar
lækkunar gjaldmiðla þeirra
gagnvart dollara.
En hækkun dollarans hefur
það í för með sér að Evrópubúar
verða að borga meira fyrir ýms-
ar innflutningsvörur, svo sem
olíu og ýmiss konar hráefni, sem
orðið hefur til að bremsa efna-
hagsbata.
Frakkar hafa til dæmis orðið
illa úti vegna hækkunar dollar-
ans. í áætlun stjórnar Mitterr-
ans um aðgerðir til að draga úr
ójöfnuði í utanríkisviðskiptum
og verðbólgu, var gengi dollar-
launamenn megi jafnvel eiga
von á nýjum sköttum til að brúa
megi bilið í fjárlögum næsta árs.
Einnig hafa ítalir orðið illa úti
vegna velgengni dollarans, en
þeir máttu ekki við miklum
áföllum, þar sem átta prósent
samdráttur varð í iðnaðarfram-
leiðslu þeirra fyrstu sex mánuði
ársins, og hefur hún ekki verið
minni frá 1975. Atvinnuleysi
jókst í 12,3% vinnufærra manna
í júní, miðað við 10,2% í fyrra.
ítalir þurfa að greiða talsvert
meira fyrir innflutta olíu og hrá-
efni ýmiss konar, sem borgað er
í dollurum. Og vegna hækkunar
dollarans geta þeir þurft að
hætta við áform um vaxtalækk-
anir.
Þrátt fyrir svartsýnina í
Frakklandi, V-Þýzkalandi og ít-
alíu eru brezkir efnahagssér-
fræðingar vongóðir um að vextir
lækki bráðlega í Bandaríkjun-
um, sem hafa mundi í för með
sér vaxtalækkanir í Bretlandi,
en það yrði til að örva hagvöxt
þar í landi, þar sem ríkjandi er
12,7% atvinnuleysi. Dollarinn
hefur verið í talsverðu jafnvægi
gagnvart pundinu að undan-
förnu, en aðaláhrif hækkunar
hans eru þau að hann hefur leitt
til 11% vöruverðshækkunar I
Bretlandi frá í fyrrasumar.
Áhrifin af hækkun dollarans
hafa ekki aðeins verið keðju-
verkandi í Vestur-Evrópu, held-
ur og einnig í ríkjum þriðja
heimsins, sem geta ekki lengur
flutt inn ýmsa nauðsynjavöru,
en því hafa íslendingar m.a.
kynnst í viðskiptum sínum við
Nígeríu.
(Bygg* * AP-skeytum og Newsweek.)
Gengis-
munasjóðir
eftir Ágúst Einarsson
Á sl. tveimur mánuðum hefur
mikið verið rætt og ritað um geng-
ismunasjóð og ráðstöfun fjár úr
honum.
Þar sem ég hef ítrekað orðið var
við að fólk átti sig ekki á því hvað
hér er um að ræða, mun ég reyna í
stuttu máli að gera grein fyrir því
hvernig og hvers vegna gengis-
munasjóðir eru myndaðir.
Við formlegar breytingar sl. tvo
áratugi á gengi ísl. krónunnar til
lækkunar hefur í flestum tilvikum
verið stofnað til gengismunasjóðs
af gengismun sjávarvörubirgða,
þannig að útfluttar ógreiddar af-
urðir eða afurðir í birgðum á
gengisbreytingardegi hafa verið
gerðar upp við útflytjendur á því
gengi er gilti fyrir gengisbreyt-
ingu, en gengismunurinn, þ.e.
hækkunin í ísl. krónum, verið færð
í sérstakan sjóð, gengismunasjóð,
sem alla jafna er í vörslu Seðla-
banka íslands. Því fjármagni sem
í þennan sjóð safnast hefur síðan
verið ráðstafað í þágu sjávarút-
vegsins.
Á þennan hátt hefur gengis-
munur verið gerður upptækur hjá
eigendum birgða eða ógreidds út-
flutnings og honum ráðstafað inn-
an sjvarútvegsins eftir mismun-
andi reglum hverju sinni. Stærst-
um hluta gengishagnaðar hefur þó
ætíð verið varið til greiðslu á
hluta gengistaps af lánum fiski-
skipastólsins. Varðandi þetta at-
riði má til dæmis nefna að við
gengisbreytinguna 1. júní sl.
hækkuðu skuldir útvegsmanna í
Fiskveiðasjóði íslands um
650—700 m.kr. og ennfremur
skuldar fjöldi útvegsmanna erlend
lán sem ekki eru í gegnum Fisk-
veiðasjóð og má þar til nefna í
Ríkisábyrgðasjóði, Byggðasjóði og
í bönkum. Samtals má því ætla að
erlendar skuldir útvegsins hafi
hækkað um tæpan milljarð króna
við gengisbreytinguna 1. júní sl.
Við þessa gengisbreytingu voru
sett lög um að ca. % hlutar geng-
ishagnaðar rynnu í gengismuna-
sjóð og er ætlað að samtals nemi
þessi sjóður þegar upp verður
staðið um 550 m.kr., þ.e. gengis-
hagnaðurinn í heild hefur numið
um 920 m.kr. en skv. lögunum
halda framleiðendur eftir um 370
m.kr. gengishagnaði.
Ástæður þess að gripið er til
gengismunasjóðs eru þær að í
fyrsta lagi ræður tilviljun því oft
hvernig eignarhaldi birgða eða
greiðslu vegna útfluttra afurða er
háttað á gengisbreytingardegi og
má í því efni til dæmis taka tvö
fiskverkunarhús sem hafa verið í
sömu framleiðslu, t.d. á vertíð. Ef
útskipun afurða hefði farið fram á
tiltölulega sama tíma hjá báðum
framleiðendunum en greiðsla ver-
ið innt af hendi fyrir gengisbreyt-
ingu til annars þeirra en eftir
gengisbreytingu til hins, hefði
orðið mikill mismunur á afkomu
þessara framleiðenda ef ekki væri
tekinn gengismunur, þar sem
Ágúst Einarsson
heildarkostnaður við framleiðsl-
una er sá sami hjá báðum aðilum.
Upptaka gengishagnaðar kemur í
veg fyrir slíka mismunun.
I öðru lagi er við fiskverðs-
ákvarðanir á hverjum tfma stuðst
við gildandi gengi ísl. kr. og spá
um þróun þess á verðtímabilinu
þannig að verulegar breytingar
umfram það sem gera mátti ráð
fyrir raska þeim forsendum sem
við var stuðst í upphafi af Verð-
lagsráði sjvarútvegsins og því
eðlilegt að gera a.m.k. hluta
gengishagnaðar upptækan.
Almennt er litið svo á, að til
gengisbreytinga sé gripið til að
bæta rekstrarstöðu sjávarútvegs á
fslandi. Það er hins vegar ljóst að
útgjaldaaukandi áhrif gengis-
breytinga eru mest hjá útgerðinni
af öllum greinum sjávarútvegsins
enda er stór hluti af rekstrarvör-
um og fjármagni útgerðarinnar
bundinn erl. gjaldmiðlum. Það er
því á engan hátt óeðlilegt að
stærstum hluta gengishagnaðar
hverju sinni sé varið til útgerðar-
innar.
í grein þessari ætla ég ekki að
fjalla sérstaklega um þær hug-
myndir og tillögur sem uppi eru
um ráðstöfun gengishagnaðar
vegna gengisbreytingarinnar í
júni sl. Þó vil ég vekja athygli á
tveimur atriðum, sem til umræðu
eru og vil ég þar fyrst nefna að
gert er ráð fyrir að hluta gengis-
hagnaðar verði úthlutað til Stofn-
fjársjóðs fiskiskipa í hlutfalli við
aflaverðmæti skipa frá 1. júlí 1982
til 30. júní 1983. Hér er um nýmæli
að ræða, þar sem fram að þessu
hefur einvörðungu verið tekið til-
lit til skulda þegar greitt hefur
verið til sjóðsins. Hér er um veiga-
mikið spor í rétta átt að ræða.
Hitt atriðið sem ég vil nefna er að
í þeim tillögum sem til umræðu
eru, er gert ráð fyrir hámarks-
greiðslu sem nemur 2,5% af því
fjármagni sem til greiðslu kemur
úr gengismunasjóði í hlutfalli
skulda eða skuldbindinga. Þetta
ákvæði hefur í för með sér meiri
dreifingu fjármagns og kemur í
veg fyrir að einstök skip fái óeðli-
lega stóran hluta úr gengismuna-
sjóðnum.
Ágúst Einarsson er hagfrteðingur
Þingað um merkingu nafnliða
DAGANA 11.-13. ágúst var haldin í
Reykjavík ráðstefna nafnfræðinga
að frumkvæði Norrænu nafnrann-
sóknarnefndarinnar (NORNA).
Er þetta ellefta ráðstefnan, sem
nefndin hefur gengizt fyrir, og hin
fyrsta, sem haldin er á íslandi.
Umræðuefnið að þessu sinni var
„Merking staðfræðilegra sam-
nafna í örnefnum," þ.e. merking
nafnliða eins og -fell, -holt og
-hraun. Þátttakendur voru frá
Danmörku, Noregi, Finnlandi,
Bandaríkjunum og íslandi. Flutt
voru ellefu erindi, og urðu um þau
allmiklar umræður. Farið var í
skoðunarferð um Suðvesturland.
Örnefnastofnun Þjóðminjasafns
skipulagði og sá um ráðstefnuna
fyrir hönd Norrænu nafnrann-
sóknarnefndarinnar.