Morgunblaðið - 20.08.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983
Skáli Úivistar í Básum.
Ferðafélagið Útivist:
Skálinn í Básum vígður
Ferðafélagið Útivist vígði skála
sinn í Básum á Goðalandi við
Þórsmörk laugardagin 6. ágúst við
mikla viðhöfn. Sérstök vígsluferð
var farin uppeftir og tóku á þríðja
hundrað manns þátt í henni, ungir
jafnt sem gamlir.
Þrjú ár eru síðan hafist var
handa við að reisa skálann í Bás-
um, og er hann fyrsti fjallaskáli
þessa unga félags. Er hann byggð-
ur í sjálfboðavinnu Útivistarfé-
laga. Fest voru kaup á gömlu húsi
sem átti að fara að rífa og var það
flutt í pörtum inn í Bása. Hall-
grímur Benediktsson hefur síðan
stjórnað allri framkvæmd og verið
yfirsmiður. Ólafur Sigurðsson
teiknaði nýtt útlit á húsið og var
það stækkað um einn þriðja, en
grindin af gamla húsinu notuð.
Litla teiknistofan gaf teikningar
af skálanum innanhúss, og voru
þær gerðar af Lovísu Christians-
sen, en innréttingarnar og hús-
gögn allt frá olíulömpum og uppúr
eru gjafir frá Útivistarfélögum.
Skálinn er stór og rúmar 70—80
manns í gistingu. Gott svefnloft er
uppi, en kojupláss í sal niðri. Skál-
inn hefur verið í notkun frá sumr-
inu 1981, en ekki fullfrágengin
fyrr en nú í sumar, þegar einnig
var gengið frá fullkominni snyrti-
aðstöðu við skálann.
Blm. Mbl. brá sér með í vígslu-
ferð Útivistar, sem þrátt fyrir úr-
hellisrigningu tókst með ágætum.
Skálinn var formlega tekinn í
notkun með skemmtilegri vígslu-
athöfn, þar sem lesin voru ljóð,
haldnar ræður og sungið mikið.
Að því búnu dreif mannskapurinn
sig í vígslukaffi og vínarbrauð.^og
stóð það á endum að sólin gægðist
fram úr skýjunum í sömu mund og
síðasta sopanum var rennt niður.
Sólin hefur verið sjaldséð f sumar
og var henni að vonum vel fagnað
og biðu menn ekki boðanna með að
fara út. Sumir völdu að ganga um
stórbrotin gil og fjöll, en aðrir
völdu sér létta gönguleið um skóg-
inn. Þau allra yngstu létu sér það
nægja að rölta kringum skálann
og niður að bæjarlæknum. Þegar
kvölda tók var safnast saman á ný
og haldin ósvikinn Útivistarkvöld-
vaka og kyrjaðar vísur fram á
nótt. Heimferðardagurinn rann
upp fyrr en varði, og rútubílstjór-
arnir sigldu hratt og örugglega yf-
ir rúmar tuttugu ár og sprænur.
Við rigninguna höfðu orðið miklir
vatnavextir og margar árnar voru
hrikalegar að sjá. Við bæinn Ægi-
síðu var áð og skoðaðir þar hellar
sem taldir eru vera frá tímum
Papa. Áfram var haldið og um
kvölmatarleytið vorum við í
Reykjavík á ný og þetta skemmti-
lega ferðalag að baki. m-e-
Þröngt máttu sáttir sitja á Útivistarkvöldvökunni, enda yfir 200 manns í
þessari vígsluferð.
Flaggskip Útivistar og aldursforsetar, Gísli Albertsson, Eyjólfur Halldórsson
og Hallgrímur Jónasson heiðraðir. Ljósmyndir: oiga
FLEXIS. Or$ið stendur
íyrir fjölhœíni, aðlögun,
sveigjanleika.
Með nánast einu
handtaki má breyta
innréttingum
FLEXIS skápanna og
laga þá að nýjum
aðstœðum. Engar
áhyggjur þarl að hafa
þó t.d. flutningur standi
fyrir dyrum eða nýr
fjölskyldumeðlimur sé
á leiðinni. Innréttinga-
möguleikarnir eru
ótœmandi, og staðlað-
ar einingar úr vönduðu
hráefni gera skápana
ótrúlega auðvelda í
uppsetningu.
FLEXIS er því orð að
sönnu.
REXIS, .konungur
klœðaskápanna”, er
prýddur öllum kostum
FLEXIS skápanna, en
rennihurðirnar gera
hann sérstaklega
hentugan þar sem gólf-
rými er lítið.
AXEL EYJOLFSSON
HUSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9
200 KÖPAVOGI SIMI 91 43577