Morgunblaðið - 20.08.1983, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983
ÖRVERUFRÆÐI eftir dr. Ara K. Sæmundsen
AIDS
— Hvers vegna nú?
Árið 1981 er lýst fimm tilfell-
um af lungnabólgu af völdum
Pneumocystis carinii í ungum
hommum. Um mánuði seinna er
tilkynnt um 26 tilfelli af Kapo-
si’s sarcoma (sjaldgæf tegund
krabbameins) í sambærilegu úr-
taki. Þessi sjúkdómstilfelli eru
talin marka upphafið að faraldri
þeim er kallast AIDS (Acquired
Immune Deficency Syndrome)
og nefndur hefur verið „áunnin
ónæmisbæklun" á íslensku. I
mars síðastliðnum hafði verið
tilkynnt um u.þ.b. 1200 tilfelli af
AIDS til „Center for Disease
Control" (CDC) í Bandaríkjun-
um, en þessum upplýsingum hef-
ur verið safnað frá 15 löndum
auk Bandaríkjanna. Yfirgnæf-
andi meirihluti þessara tilfella
hafa þó verið skráð í Bandaríkj-
unum og aðailega í tveimur
stórborgum, San Francisco og
New York. Tilkynnt er um 5 til 6
ný tilfelli á dag og ef engin
breyting verður á, þá er áætlað
að um 20.000 manns muni hafa
tekið sjúkdóminn 1985. Dinar-
tíðni er mjög há og verður senni-
lega á bilinu 70—80%, þegar upp
er staðið.
Hverjir sýkjast?
Um 75% þeirra, sem sýkst
hafa, eru úr hópi homma eða
karlmanna, sem hafa kynferðis-
legt samneyti við bæði kynin.
Um 13% eru eiturlyfjasjúkl-
ingar, 6% eru innflytjendur frá
Haiti til Bandaríkjanna og 6%
tilheyra engum ofangreindra
hópa.
Nokkrir áhættuþættir hafa
verið skilgreindir en ekki er
ljóst, hver þeirra er mikilvæg-
astur eða hvernig samspili
þeirra, ef nokkurt er, er háttað.
Athyglin hefur beinst meir að
hommum, en öðrum hópum,
vegna hinnar háu tíðni AIDS i
þeirra röðum. Cytomegalo-
veiran (CMV) er landlæg (end-
emic) í hópi homma. Uppvakn-
ing Epstein-Barr-veirunnar
(EBV) er einnig nokkuð algeng.
Annað, sem er áberandi í fari
þeirra, sem sýkjast, er hinn
mikli fjöldi mismunandi rekkju-
nauta, sem þessir menn hafa
haft, eða um 1160 að meðaltali.
Yfir 95% af þeim hommum, sem
fengið hafa sjúkdóminn, hafa
neytt svokallaðra nítrít-lyfja,
aðallega amyl- og butyl-nítríta,
og nokkur fylgni virðist vera á
milli fjölda rekkjunauta og notk-
unar þessara lyfja. Af þessari
upptalningu ætti að vera ljóst að
áhættuþættir gætu verið margir
og hugsanlegt samspil þeirra
flókið. Stöðugt er unnið við að
rannsaka hlutfallslegt mikilvægi
þessara þátta og hugsanlegt
samspil þeirra. Einnig er leitast
við að skilgreina nýja þætti, sem
eru AIDS-sjúklingum sameigin-
legir.
Hvað er AIDS?
Orðið „syndrome" spannar í
raun og veru fjölda sjúkdóms-
einkenna, þ.e. ákveðið sjúkdóms-
einkennamynstur, sem auðkenn-
ir ákveðinn sjúkdóm. Þau sjúk-
dómseinkenni, sem mest hafa
verið notuð við flokkun á AIDS,
eru m.a.: Kaposi’s sarcoma í
sjúklingi yngri en 60 ára og/eða
lífshættulegar sýkingar af völd-
um örvera, sem að öllu jöfnu eru
sauðmeinlausar. Hvorutveggja
bendir til að viðkomandi hafi
bæklað ónæmiskerfi.
Til einföldunar getum við
skipt ónæmiskerfinu í tvo hluta:
frumubundna (cell-mediated) og
vessa (humoural) ónæmiskerfið.
Aðaluppistaða ónæmiskerfisins
eru svokölluð hvít blóðkorn
(lymphocytes) og er aðaluppi-
staða þess frumubundna svokall-
aðar T-frumur, en vessa-ónæm-
iskerfið samanstendur af svo-
kölluðum B-frumum. B-frum-
urnar framleiða mótefni, á með-
an T-frumurnar verka beint við
að vinna bug á m.a. krabba-
meinsfrumum og margvíslegum
sýklum. I AIDS eru það aðallega
T-frumurnar, sem fara úr sam-
bandi, en einnig er talið að um
nokkra röskun á starfsemi
B-fruma sé að ræða. Þetta veld-
ur óhjákvæmilega því að líkam-
inn er varnarlaus og afleið-
ingarnar eru krabbamein og
lífshættulegar sýkingar af völd-
um ýmissa örvera, eins og áður
sagði.
Hver er orsök AIDS?
Frumorsakir AIDS gætu verið
margvíslegar, en hverjar svo
sem þær eru, þá valda þær, að
því er virðist, óafturkræfum
skemmdum á starfsemi ónæm-
iskerfisins. Flestir hallast að því
að veira eða veirur séu þarna að
verki. Ekkert bendir þó til að hér
sé um áður óþekkta veiru að
ræða. Hinsvegar bendir allt til,
að upp komi ákveðnar aðstæður
hjá þeim sem sýkjast, sem geti
valdið uppvakningu veiru eða á
annan hátt greitt fyrir veirusýk-
ingu. í þessu sambandi hafa
augu manna beinst mjög að
notkun nítrít-sambanda, en
notkun þeirra jókst mjög í
Bandaríkjunum á sjöunda ára-
tugnum. Sýnt hefur verið fram á
að þessi efnasambönd geta bækl-
að ónæmiskerfið í músum og þau
geta einnig valdið stökkbreyt-
ingum á erfðaefninu. Lauslæti
eykur einnig líkurnar á að við-
komandi sýkist af örverum, sem
síðar gætu lagt grunninn að
ónæmisbæklun. í öðrum hópum,
þar sem þessir áhættuþættir eru
ekki áberandi, gætu einhverjir
aðrir óskilgreindir þættir lagt
grundvöllinn að sýkingu.
Tvær veirur eru nú undir smá-
sjánni. Þær eru CMV og hvít-
blæðisveiran, HTLV. Báðar
sýkja T-frumur og vitað er að
CMV getur valdið verulegum
hömlum á starfsemi ónæmis-
kerfisins. CMV hefur einnig ver-
ið bendluð við Kaposi’s sarcoma.
Þar sem veiran er landlæg f
hommum, gæti það hugsanlega
skýrt hina háu tíðni Kaposi’s
sarcoma í þeim hópi (um 50%), á
meðan hömlun á starfsemi
ónæmiskerfisins af völdum
HTLV (og/eða CMV) gæti óbeint
orsakað hinar lffshættulegu ör-
verusýkingar (um 90%) í öðrum
hópum.
Meðferð
Hingað til hafa læknar ein-
beitt sér að því að meðhöndla
sekúnderu sýkingarnar, þ.e.
Kaposi’s sarcoma og hinar ýmsu
örverusýkingar. Það er þó sam-
merkt þessum sjúkdómum að
þeir taka illa lyfjameðferð. Ný-
lega var frá því skýrt að inter-
leukin-2, vaxtarþáttur, sem
T-frumur framleiða, og hvetur
vöxt og viðgang annarra
T-fruma, gæti hvatt frumu-
bundna ónæmiskerfið til dáða og
hjálpað til við að halda þessum
sekúnderu sýkingum f skefjum.
Þessar rannsóknir eru þó enn á
frumstigi.
Lokaorð
Homosexualismi er ekkert
nýtt fyrirbæri og veirur þær,
sem athygli manna beinast nú
hvað mest að, eru gamlir kunn-
ingjar. Ef þessar veirur (og
hugsanlega aðrar) eiga þátt i
þessum sjúkdómi, þá er það
sennilega ekki vegna þess að þær
hafi skyndilega orðið illviðráð-
anlegar fyrir Ifkamann, heldur
að breyttar lífsvenjur (m.a.
óhófleg lyfjanotkun) hafi raskað
jafnvægi því, sem venjulega rík-
ir á milli þessara veira og
mannsins. Þetta jafnvægi endur-
speglast f öflugu og virku ónæm-
iskerfi, sem ræður auðveldlega
við þær sýkingar, sem hér hafa
verið nefndar. Veiklun ónæmis-
kerfisins veldur óhjákvæmilega
því að veirur (t.d. CMV), og aðr-
ar örverur ná yfirhöndinni. Af-
leiðingin er enn frekari veiklun
eða ónæmisbæklun. Þannig er
lagður grunnurinn að sekúnder-
um sýkingum, svo sem Kaposi’s
sarcoma og P. carinii-lungna-
bólgu, og þeirri sjúkdómsmynd,
er kallast AIDS.
Heimildir:
A.S. Levine (1982). Cancer Treat-
ment Reports 66:1391-1395.
Centers for Disease Control (1983).
Morbidity and Mortality Weekly
Report 32:101-103.
J.E. Groopman og M.S. Gottlieb
(1983). Nature 303:575-576.
NJ. Gilmore o.fl. (1983). Canadian
Medical Association Journal
128:1281-1284.
„Blumen“
BLUMEN, (blóm), (flowers),
(fleurs), (fiori), (flora), nefnist
sýning, er gríski myndlistarmað-
urinn Sotos Michou stendur að f
Ásmundarsal þessa vikuna og
lýkur á sunnudagskvöld. Eins og
nafn sýningarinnar vitnar um,
fjallar sýningin fyrst og fremst
um blóm, sem koma við sögu við
tilorðningu hvers einasta verks.
Allar myndirnar, sem eru frá
þessu ári, eru unnar út frá þeim
meginforsendum, að hagnýta sér
fegurð blómanna og jafnframt
að sýna forgengileika þeirra með
sérstakri uppákomu „perform-
ans“. Verða tveir þeir siðustu af
þessum gjörningum á laugardag
og sunnudag, kl. 17 báða dagana.
Sjálfur segir Michou um til-
orðningu myndanna: „Það er
sumar í Evrópu, sumar veður-
blíðu og blóma. Ég byrja á því að
nota blóm til að skapa litfagrar
myndir, þrýsti þeim á pappfrinn
þar til litur þeirra myndar sár
eða nýtt blóm á pappírnum. Á
þann hátt verða til blómamynd-
ir, sem ekki hafa sést áður í slfku
formi. Þessar myndir lifa á þann
hátt að gerð er eftirmynd eða
sammynd með tæknilegri aðferð
og sýnd með hinni upprunalegu,
sem er sjálf hin lifandi frum-
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
mynd — en sjálfir blómalitirnir
dofna og eyðast með tímanum.
Á sýningunni eru 40 myndir á
veggjum auk þriggja mynda er
Sotos nefnir „Torfbæ“ úr efnun-
um gleri og grasi. Svo er á sjón-
varpsskermi sýnd videó-myndin
„Blóm“, sem opinberar viðfangs-
efni sýningarinnar 'í ýmsum
myndum.
Soto Michou er sem fyrr segir
grfskur að uppruna, en er búsett-
ur í Stuttgart þar sem hann er
prófessor f almennri mynd-
mennt við Listaháskólann þar í
borg. Hann er vel menntaður og
vinsæll kennari vegna mikillar
þekkingar og þeirrar áherslu er
hann leggur á undirstöðugrein-
arnar. T.d. fær enginn að nálgast
myndbandatæknina, sem ekki
hefur hlotið almenna mynd-
menntun i þrjú ár hið minnsta.
Sýning Sotos Michou er ein
heild, sem á að gefa skoðun lista-
mannsins til kynna. Hann túlkar
dauðann til að vekja athygli á
því hve verðmæt grómögn jarðar
og sjálft lífið er.
Við skoðun sýningarinnar
kemur það greinilega fram hve
leikinn gerandinn er í framsetn-
ingu hugmynda sinna og hann
hefur í sér ríka kennd fyrir ljóð-
rænu samspili lita. Ekki eru all-
ar myndirnar jafn hrifmiklar og
þær þykja mér langsamlegast
heilastar, þar sem hann sleppir
öllu skriftarflúri er stundum
virkar truflandi.
Á miðju gólfi er staðsettur ,
stór, sléttur spegill og man ég
ekki eftir að slikt hafi verið gert
áður á þessum stað. Það aukna
rými er spegillinn endurvarpar
er einkar áhugavert og er eink-
um fróðlegt að skoða loftið frá
ýmsum sjónarhornum f speglin-
um. Að vissu marki er spegillinn
heil sýning út af fyrir sig.
Þetta er að mörgu leyti áhuga-
verð sýning og frábrugðin því
sem sést hefur á þessum stað. Er
óhætt að mæla með innliti á syn-
inguna og þá einkum á þeim
tíma er gjörningarnir eiga sér
stað, því að þeir eru beint inn-
legg og viðbót, sem er næsta
ómissandi.