Morgunblaðið - 20.08.1983, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983
Útgefandi nMofeifr hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
SÍS fór yfir mörkin
Lesendur Morgunblaðsins
eru nú orðnir mun fróð-
ari en þeir voru fyrir viku
um þá samninga sem
íþróttasamtök hafa gert við
ýmis fyrirtæki um fjár-
stuðning. Upphaf þessa máls
var það að Morgunblaðið
birti samning Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga
(SÍS) og Frjálsíþróttasam-
bands íslands (FRÍ) hinn 12.
ágúst síðastliðinn. I forystu-
grein daginn eftir lýsti blað-
ið skoðun sinni á þessum
samningi og gagnrýndi
harkalega tvö ákvæði hans. I
fyrsta lagi að í samningnum
heitir FRÍ því að nota 75
þúsund króna „íþróttastyrk-
inn“ frá SÍS eins og unnt er
„til kaupa á vörum og þjón-
ustu hjá Sambandinu, kaup-
félögunum og samstarfs-
fyrirtækjum þessara aðila"
eins og það er orðað. I öðru
lagi heitir FRÍ því að fyrir
þessar sömu 75 þúsund krón-
ur fái fulltrúi SÍS „að sitja
alla fréttamannafundi FRI á
árinu (1983, innsk. Mbl.) og
skýra þar frá þætti sam-
vinnuhreyfingarinnar í sam-
bandi við næstu viðburði
hverju sinni." Kallaði Morg-
unblaðið fyrra atriði samn-
ingsins nauðungarákvæði og
hið síðara sölu á blaða-
mannafundum og lýsti því
yfir að fulltrúar þess myndu
ekki sækja slíka fundi.
Með samanburði við þá
samninga, sem birtir hafa
verið síðan um auglýsinga-
viðskipti annarra fyrirtækja
en SÍS við íþróttahreyfing-
una, geta lesendur Morgun-
blaðsins auðveldlega kynnt
sér að þessi ákvæði í samn-
ingi SÍS eru einstæð, með
þeim er farið yfir mörkin.
Hvað svo sem fulltrúar SÍS
segja, eða talsmenn Sam-
vinnuferða sem er „sam-
starfsfyrirtæki" SÍS svo að
ekki sé meira sagt, þá hefur í
engum öðrum samningum
sem í blaðinu hafa birst ver-
ið að finna ákvæði um sam-
bærilegt efni.
í Tímanum í gær er í rit-
stjórnargrein lýst óþreyju
eftir því að Morgunblaðið
birti samning Knattspyrnu-
sambands íslands (KSÍ) og
Eimskipafélags íslands og
gefið til kynna að í honum sé
að finna ákvæði um sölu á
blaðamannafundum. Morg-
unblaðið birti þennan samn-
ing í gær. Þar er ekki að
finna neitt ákvæði um það,
að Eimskip hafi rétt til að
hafa fulltrúa á öllum blaða-
mannafundum KSÍ. Hins
vegar tekur KSÍ að sér að
efna til blaðamannafundar
til að segja frá samstarfi
sínu við Eimskip. í samningi
SÍS og FRÍ er hins vegar svo
um hnúta búið að SÍS efnir
til blaðamannafundar um
styrkveitinguna til FRÍ og
FRÍ tekur að sér að „eftir
öllum þeim leiðum" sem FRÍ
„eru tiltækar“ að sjá til þess
að sem rækilegast verði sagt
frá þessum blaðamanna-
fundi SÍS!
I fyrstu forystugrein
Morgunblaðsins um þetta
mál laugardaginn 13. ágúst
sagði meðal annars um
samning SÍS og FRÍ: „Morg-
unblaðið varar við slíkum
„viðskiptum" og hvetur
íþróttahreyfinguna til að
gera þá samninga eina sem
eru í samræmi við þá reisn,
það stolt og þann tilgang
sem henni heyrir til. Og SÍS
skal bent á, að stunda frekar
aðrar fjárfestingar en kaup
á blaðamannafundum og
annan áróður en þann sem
gerður er í skjóli þeirrar sér-
stöðu fjármuna og valds,
sem það ræður yfir.“ Allir
þeir samningar sem Morgun-
blaðið hefur síðan birt sýna
að þessi ábending til SÍS sér-
staklega var réttmæt þar
sem aðeins í samningum
þess við FRÍ og Handknatt-
leikssamband íslands (HSÍ) í
ár, og Körfuknattleikssam-
band íslands (KKÍ) í fyrra,
er að finna ákvæði sem fara
yfir þau mörk er Morgun-
blaðið hefur metið eðlileg frá
upphafi umræðnanna um
þetta mál.
Allir þeir sem fylgst hafa
með þessum umræðum um
fjáröflunarleiðir íþrótta-
hreyfingarinnar hljóta að
undrast hve hörundsárir
talsmenn SÍS hafa verið og
hve mikla áherslu málgagn
þeirra, Tíminn, hefur lagt á
að drepa málinu á dreif en
Þjóðviljinn hefur verið í
hlutverki Ketils skræks. Hér
er alls ekki um pólitískt mál
að ræða heldur frásagnir af
samningum sem gerðir hafa
verið í nafni fjöldahreyfinga
og stórfyrirtækja en á SIS
verður í senn að líta á sem
fjöldahreyfingu og stórfyr-
irtæki sem ætti eðli sínu
samkvæmt að fagna því þeg-
ar tekin eru til meðferðar á
opinberum vettvangi samn-
ingar hreyfingarinnar við
íþróttafélög, sem eiga að
vera frjáls og engum háð. ís-
lenska íþróttahreyfingin
ákvað á sínum tíma að taka
þátt í Ólympíuleikunum í
Moskvu, af því að forráða-
menn hennar töldu óeðlilegt
að blanda saman pólitík og
íþróttum. Þeir hljóta einnig
allir að vera einhuga um það
að óeðlilegt sé að blanda
saman viðskiptum og íþrótt-
um með þeim hætti sem gert
hefur verið í samningunum
við SÍS.
HREINN LOFTSSON
AFINNLENDUM
VETTVANGI
Samskipti SÍS og FRÍ:
Misneyting gegn fé-
vana íþróttahreyfingu?
Frétt Morgunblaðsins á föstudag
í fyrri viku um svonefndan
íþróttastyrk Sambandsins hefur
vakið mikla athygli. En þar sem for-
ystumenn í íþróttahreyfingunni og
dagblöð hafa reynt að drepa málinu
á dreif, þykir rétt að rekja hér í
örfáum orðum þau atriði sem máli
skipta þessu viðvíkjandi.
Á undanförnum árum hefur Sam-
band íslenskra samvinnufélaga
veitt samtökum íþróttamanna til-
tekna fjárhæð til eflingar starfsem-
inni. Samkvæmt reglum um veit-
ingu þessarar fjárhæðar hafa
íþróttasamtökin sótt um og fram-
kvæmdastjórn SÍS síðan úthlutað
fénu og tilkynnt val sitt ár hvert á
blaðamannafundum. Þar hefur ver-
ið látið í veðri vaka að um „styrk"
Sambandsins til íþróttahreyfingar-
innar væri að ræða.
Reglur um veitingu íþróttastyrks
SÍS eru einnig sakleysislegar, þar er
talað um að „efla íþróttastarfsemi f
landinu" og þó að þar sé ennfremur
rætt um, „að auka þekkingu ísl.
íþróttafólks á samvinnumálum og
samvinnustarfi", þá þurfa menn í
sjálfu sér ekki þess vegna að efast
um gott hugarfar þeirra Sambands-
manna. Sama má segja um það
ákvæði í reglunum, þar sem segir,
að „styrkveitingin veitir Samband-
inu heimild til að virkja starfsemi
viðkomandi íþróttagreinar til upp-
lýsinga um samvinnuhreyfinguna",
vegna þess, að í sama ákvæði er
sleginn sá varnagli, að sú „virkjun"
sé háð samkomulagi íþróttamann-
anna sjálfra.
Þegar Morgunblaðið komst yfir
samning þann sem Sambandið hafði
gert við Frjálsíþróttasamband Is-
lands, um íþróttastyrkinn, var á
hinn bóginn ljóst, að hér var alls
ekki um „styrk“ að ræða. Það var
einkum 2. grein þessa samnings sem
stakk í stúf við þann yfirlýsta til-
gang, en þar segir orðrétt: „Frjáls-
íþróttasambandið notar þetta fé
eins og því er unnt til kaupa á þjón-
ustu og vörum hjá Sambandinu,
kaupfélögunum og samstarfsfyrir-
tækjum þessara aðila.“ En í samn-
ingnum voru fleiri atriði sem alls
ekki gátu samrýmst styrkveitingu.
Ákvæði voru um, að FRÍ heimil-
aði Sambandinu „að nota starfsemi
og aðstöðu FRÍ og umsvif frjáls-
íþróttalandsliðanna, bæði heima og
erlendis, til auglýsinga og fræðslu
um samvinnuhreyfinguna á hvern
þann hátt sem Sambandið óskar og
eðlilegt getur talist“. Einnig skyldi
kynna „styrkveitinguna" með þeim
hætti „sem verðugt er og viðgengist
hefur um styrkveitingar til menn-
ingarmála". Þá skyldi fulltrúi Sam-
bandsins eiga þess kost að sitja alla
fréttamannafundi FRÍ og „skýra
þar frá þætti samvinnuhreyfingar-
innar í sambandi við næstu viðburði
hverju sinni".
Samningnum fylgdi sérstök áætl-
un um samstarf FRÍ og SÍS, þar
sem m.a. var ákveðið, að „ákveðnum
hópum samvinnustarfsmanna" og
„viðskiptavinum ákveðinna sam-
vinnuverslana" skyldu afhentir
boðsmiðar að „ákveðnum leikjum",
og, „að forystumenn samvinnu-
hreyfingarinnar verði heiðursgestir
FRI á ákveðnum stórmótum, hér-
lendis og erlendis". Þá var í áætlun
þessari ákvæði um, að áróðri um
samvinnuhreyfinguna verði dreift í
möppum þátttakenda á námskeið-
um og ársþingi FRÍ.
Af öllum þessum lestri er ljóst, að
eitthvað vildi nú samvinnukerlingin
fá fyrir sinn snúð. Auðvitað var
þetta stórfrétt og Morgunblaðið
veitti henni þann sess í blaðinu sem
vert var. Samningurinn var birtur í
heild sinni föstudaginn 12. ágúst og
forystumönnum samningsaðila veitt
færi á að tjá sig um samningsskil-
málana. í leiðara blaðsins laugar-
daginn 13. ágúst var vakin athygli á
tvískinnungnum og bent á með
hvaða hætti auðhringurinn með-
höndlaði févana íþróttasamtök með
hálfgerðum nauðungarsamningi:
Seldar væru auglýsingar fyrir smá-
pening undir því yfirskyni að um
„styrk til menningarmála" væri að
ræða.
En í leiðara Morgunblaðsins var
jafnframt sagt: „Ekki er Morgun-
blaðinu kunnugt um frekari sölur á
þessum vettvangi en greint er frá í
fréttum í gær, en ekki er ólíklegt, að
víðar séu maðkar í mysunni og
hliðstæðir hlutir eigi eftir að koma
upp í viðskiptum íþróttaforystu við
fjársterk og yfirgangssöm fyrir-
tæki.“ í leiðaranum var ennfremur
vakin athygli á því siðleysi, að
blaðamannafundir væru í raun seld-
ir „styrkveitandanum" og jafnframt
bent á þá leynd sem hvílt hefði yfir
samningsgerðinni. Morgunblaðið
varaði við slíkum „viðskiptum" en
undirstrikaði um leið stuðning sinn
við íþróttahreyfinguna sem slíka og
æskulýðsstarfið sem þar er unnið.
Viðbrögð íþrótta-
forystunnar
Viðbrögð forystumanna þeirra
íþróttasamtaka er þegið hafa
„styrk" Sambandsins voru öll á eina
bókina lærð. Raunar bar Erni
Eiðssyni, formanni FRÍ og Friðriki
Guðmundssyni formanni HSf, ekki
saman um hvort þetta væri við-
skiptasamningur eða styrkur. Örn
taldi að um gagnkvæman samning,
eða viðskiptasamning, væri að ræða
þar sem SÍS fengi nokkuð í sinn
hlut, e.t.v. nokkuð mikið miðað við
samningsupphæðina (þ.e. 75 þús.
kr.). Örn sagði þó, að ekki væri rétt
að tala um kvaðir heldur ákveðin
tilmæli um viðskipti við SÍS.
Friðrik sagði að þetta væri styrk-
ur sem fylgdu aðeins tilmæli en ekki
kvaðir. Hann talaði þó um „eðlilega
viðskiptahætti". Friðrik tortryggði
tilgang Morgunblaðsins og óttaðist
að skrif blaðsins myndu hafa þau
áhrif, að fyrirtæki hrökkluðust frá
því að styðja við bakið á íþrótta-
hreyfingunni.
Ellert B. Schram, formaður KSÍ,
sagði á hinn bóginn, að Knatt-
spyrnusambandið hefði ekki sótt
um „íþróttastyrk" Sambandsins á
sínum tíma, m.a. vegna þess að
menn hafi vitað af þeim kvöðum,
sem honum fylgdu. „Við höfum ekki
áhuga á að gangast undir slíkar
kvaðir hvorki hjá Sambandinu né
öðrum,“ sagði Ellert.
Þegar frá fyrstu fréttum Morgun-
blaðsins leið varð vart við þann ótta
íþróttaleiðtoga, að frétt blaðsins
myndi hafa áhrif á fjárstuðning SÍS
og annarra stærri fyrirtækja til
íþróttahreyfingarinnar. íþróttaleið-
togarnir voru svo óttaslegnir við
mátt SÍS auðhringsins, að þeir tóku
að sér að verja hann. Talað var um
„neikvæð" og „ósanngjörn" skrif
Morgunblaðsins. Þeir tóku á sig hin
umdeildu samningsákvæði og töldu
skrif blaðsins verða „íþróttahreyf-
ingunni fjötur um fót í hinni eilífu
baráttu um fjármagn". I einu orði
sagt hafa þeir forystumenn íþrótta-
samtaka, sem gengið hafa SÍS í
hönd, legið kylliflatir fyrir hags-
munum auðhringsins.
En þó að vitaskuld sé framkoma
Sambandsmanna forkastanleg, má
ekki gleyma þætti íþróttaforystunn-
ar. Það er ekki hægt að selja allt
fyrir peninga. Það kann að vera
réttmætt að selja auglýsingar á
búningum, í ritum og skrám, en það
er rangt að skrifa undir ákvæði þar
sem auglýsandinn „mælist til þess"
að hann og hans undirsátar sitji
einir að öllum öðrum viðskiptum
íþróttahreyfingarinnar. Samningar
íþróttasamtaka við önnur fyrirtæki,
sem birtust í Morgunblaðinu í gær,