Morgunblaðið - 20.08.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983
21
Þeír stóru eru í Vatnsdalnum
Góð veiði hefur verið í Vatns-
dalsá ef á heildina er litið, hún
byrjaði mjög illa, en tók mikinn
kipp. í gær voru komnir um 580
laxar á land, en veitt er á sex
stangir. Meðalþunginn er um 12
pund, eftir því sem Örn Sævar
veiðieftirlitsmaður tjáði Mbl. í
gær. „Það er það mesta í sýsl-
unni og sennilega á landinu
öllu,“ sagði Örn.
Þeir stóru hafa einkum haldið
sig í Vatnsdalsá í sumar og það
sem af er sumri hefur hún verið
hin ókrýnda drottning stórlaxáa
íslensku veiðiánna, með Þverá í
Borgarfirði skammt á eftir. Síð-
asti útlendingahópurinn í ánni,
sem hætti veiðum á mánudag-
inn, veiddi vel, m.a. einn 25
punda lax og tvo 24 punda. Þar
með eru 24-pundararnir í
Vatnsdalnum orðnir þrír, auk
þess sem tveir 22 punda laxar
hafa komið á land og þó nokkrir
18—21 punda laxar, svo ekki sé
minnst á 25 pundarann, sem er
annar af tveimur stærstu löxun-
um sem veiðst hafa í sumar svo
vitað sé.
Sá stærsti tók Hairy Mary-
flugu númer 8 og þess má geta,
að báðir 22 punda fiskarnir ginu
við sömu flugu. „Hún er afger-
andi fengsæl í Vatnsdalnum,"
sagði Örn um þessa góðu flugu.
Laxá á Ásutn frábær
í gær voru réttir 900 laxar
komnir á land úr Laxá á Ásum
og með vaxandi straum að und-
anförnu hefur verið vaxandi
laxagengd og talsvert hefur
veiðst af nýrunnum laxi síðustu
dagana, svo ekki sé minnst á
þann skara laxa sem fyrir var.
Þessi afli hefur veiðst á aðeins
tvær stangir og enn er eftir
nokkuð af veiðitímanum. Margir
hafa fyllt kvótann, bæði flugu-
og maðkaveiðimenn. Laxinn er
fremur smár, yfirleitt 4—8 pund
og sá stærsti 18 pund, en nokkrir
14—16 punda fiskar hafa veiðst.
Óvenjulega mikið af hængum.
Mokstur í Víðidalsá
Fyrstu íslendingarnir til að
renna í Víðidalsá eftir útlend-
ingatímann hófu veiðar eftir há-
degið á mánudaginn og luku
veiðum á hádegi í gær. Veiddu
þeir um 200 stykki og heildartala
sumarsins því um 820 laxar.
Sami hópur veiddi í fyrra 330
laxa, „aflabrestur" þeirra félaga
gerir það því að verkum að veið-
in nú er svipuð og á sama tíma í
fyrra, en ekki heldur betri eins
og verið hefur í sumar. Meðal-
þunginn er góður í Víðidalnum,
stærstu laxarnir 20—21 punda.
Þeir hafa allir bitið á flugu að
nafni Pate Diablo (Eða Black
Labrador, Canadian Sweep eða
Black Wolf, en fluga þessi er
ekki við eina fjölina felld í
nafnamálum). Veitt er á átta
stangir í Víðidalsá.
Verður Alþingi að breyta
lögum svo þau sam-
ræmist dómvenjum?
DEILUR hafa staðið milli Magnúsar Leopoldssonar og Valdimars Olsen og
ríkissjóðs um hvernig reikna beri dómvexti af miskabótum sem þeim voru
dæmdar fyrir að hafa að ósekju setið í gæzluvarðhaldi í 105 daga í svoköll-
uðu Geirfinnsmáli árið 1976. Gerðardómur var skipaður í málinu og skilaði
hann úrskurði 2. ágúst síðastliðinn og var úrskurðað að greiöa skyldi ein-
falda vexti af bótunum.
Þeir Magnús og Valdimar hafa nú sent ráðherrum og nokkrum alþingis-
mönnum bréf vegna þessa, þar sem þeir telja á sér brotið.
sýna líka svo ekki verður um villst,
að þetta fráleita samningsákvæði er
einstætt.
Viðbrögð Sambandsins
Enginn þurfti að undrast þótt
Sambandið reyndi að verja hendur
sínar. Athugasemdir SÍS birtust
þriðjudaginn 16. ágúst, á miðopnu
Morgunblaðsins, annars vegar frá
Sambandinu sjálfu og hinsvegar frá
dótturfyrirtæki þess, Samvinnu-
ferðum-Landsýn. Dótturfyrirtækið
hótaði því að skrif blaðsins myndu
„koma sér illa fyrir íslenska
íþróttahreyfingu" en athugasemd
Sambandsins fólst einkum í því, að
rekja tilurð íþróttastyrksins, sem í
sjálfu sér kom málinu ekkert við,
eins og bent var á í athugasemd
Morgunblaðsins.
I framhaldsathugasemd Sam-
bandsins miðvikudaginn 17. ágúst
hafði auðhringurinn einkum
áhyggjur af þeirri reglu Morgun-
blaðsins, að merkja ekki fréttaskrif
blaðamanna sérstaklega, enda eru
þau á ábyrgð blaðsins og ritsjóra
þess. Reynt var að leiða athyglina
að ímynduðum, illgjörnum, en þó
„pasturslitlum" blaðamanni, eins og
það væri eitthvað sem máli skipti.
Viðbrögð fjölmiðla
Það er einkar fróðlegt að skoða
með hvaða hætti hin dagblöðin
brugðust við frétt Morgunblaðsins
um „íþróttastyrk" SÍS. Rétt þykir
að gefa yfirlit þar um í réttri röð.
Fyrst skal þó tekið fram að ríkis-
fjölmiðlarnir hafa steinþagað um
þetta mál rétt eins og ekkert hafi í
skorist.
Alþýðublaðið minntist fyrst á
þetta mál fimmtudaginn 18. ágúst.
Samningurinn var þar varinn og
snúið út úr fréttum Morgunblaðs-
ins. Óskyldum atriðum var ruglað
saman og Morgunblaðinu borið á
brýn að vera srstakur stuðningsað-
ili þeirra viðskiptahátta, misneyt-
ingarinnar sem SfS hefur orðið bert
að gagnvart fjárvana íþróttasam-
tökum. Skrif miðuðust og að því að
Morgunblaðið „hefði" ekki skýrt frá
slíkum samningum „hefðu“ fyrir-
tæki, því þóknanleg, gert slíka
samninga, o.s.frv.
Eina niðurstaðan sem frétta-
manni Alþýðublaðsins hugkvæmd-
ist var sú, að hið opinbera tæki
íþróttahreyfinguna upp á sína arma
„þar sem það væri undir fjármagns-
eigendum í landinu komið hve öflug
starfsemi íþróttasamtakanna gæti
verið". Helgarpósturinn gerði síðan
sjónarmið íþróttaleiðtoga Sam-
bandsins að sínum í gær, og hafði af
því áhyggjur að skrif Morgunblaðs-
ins ættu eftir að „draga alvarlegan
dilk á eftir sér fyrir íþróttafélög og
sambönd".
Dagblaðið og Vísir hefur sömu
áhyggjur og Helgarpósturinn. í
Sandkornsdálki miðvikudaginn 17.
ágúst var getum að því leitt að
Morgunblaðið kynni hugsanlega að
setja íþróttahreyfinguna á hausinn!
Talað var um uppþot Morgunblaðs-
ins vegna samningsins, „sem fólki
finnist ekki sérkennilegur o.s.frv."
Tónninn var m.ö.o. sá, að ekki mætti
skrifa um samskiptahætti íþrótta-
samtaka og fyrirtækja af ótta við
viðbrögð fyrirtækjanna!
Magnús Bjarnfreðsson reit síðan
kjallaragrein í DV fimmtudaginn
18. ágúst. Hann talaði um „æðis-
kast“ og fullyrti að samningar SÍS
og FRÍ væru „í grundvallaratriðum
ekkert ósvipaðir mörgum slíkum
samningum", þótt Magnús gæti ekki
annað en viðurkennt að „barnalegr-
ar nákvæmni" gætti í áætlun um
samstarf FRl og SÍS á árinu 1983.
Magnús sagði að „viðskipti" væru
viðskipti og taldi hann allt tal um
nauðungarsamninga út í hött.
Hvergi gat Magnús þó þeirra samn-
ingsákvæða sem máli skipta og
færði hvergi að því líkur að samn-
ingar þeir, sem hann þó vísaði til,
hefðu að geyma slík ákvæði.
Þjóðviljinn fjallaði fréttalega um
málið miðvikudaginn 17. ágúst og
þar var samningur SÍS og FRÍ ekki
talinn frábrugðinn öðrum samning-
um milli íþróttasamtaka og fyrir-
tækja. Enginn samningur var þó
birtur orðrétt, en samningur KSÍ og
Eimskips talinn tortryggilegur.
f Klipptu og skornu gat þó ÁB
ekki annað en tekið undir ábend-
ingar Morgunblaðsins, þótt með
semingi væri. Samt var spurt um
tilgang Morgunblaðsins og fullyrt
að það sé „stefna þeirra er að blað-
inu standa, að koma sem flestum
greinum mannlegrar starfsemi yfir
á markaðslögmálin og draga eftir
því úr opinberum framlögum".
Þetta er vitaskuld útúrsnúningur,
þar sem frjáls viðskipti verða ein-
ungis þegar báðir aðilar hagnast á
þeim. I öllum viðskiptum gilda hátt-
ernisreglur skráðar og óskráðar.
Sambandið hefur brotið slíka reglu
með hátterni sínu, notfært sér bág-
indi viðsemjandans sjálfu sér til
hagsbóta. Ekki er nema von að mál-
flutningur Þjóðviljans, og raunar
Alþýðublaðsins líka, sé svo fjarri
aðalefni málsins þegar virt er hve
hrapallega þessi blöð misskilja hvað
felst í frjálsum viðskiptum.
Tíminn hefur svo sem vonlegt er
tekið málstað Sambandsins bæði í
greinaskrifum og árásum á Morg-
unblaðið. Blaðið segir samning SIS
og FRÍ líkan samskonar samning-
um, talað er um „æðiskast Morgun-
blaðsins" og að „geðheilsu Morgun-
blaðsins sé brugðið".
Kjarni málsins
Þegar þessi viðbrögð við frétta-
flutningi Morgunblaðsins eru virt er
varla nema von að menn taki undir
með leiðarahöfundi blaðsins þriðju-
daginn 16. ágúst: „Hvar er nú hin
frjálsa blaðamennska? Hvar er nú
hin óháða blaðamennska? Hvar er
nú aðhaldið og rannsóknarblaða-
mennskan? Eru einhverjir hags-
munir í húfi?“
Morgunblaðið hefur birt alla þá
samninga sem gerðir hafa verið að
umtalsefni vegna upphaflegu frétt-
ar blaðsins um samning FRI og SÍS.
Ekkert hefur verið dregið undan.
Sjónarmið allra aðila hafa komið
fram í blaðinu um þetta efni. Aðrir
fjölmiðlar hafa á hinn bóginn dreg-
ið heiðarleik Morgunblaðsins í efa
og skrif þeirra einkennst af undir-
lægjuhætti gagnvart auðhringnum.
Kjarni málsins er á hinn bóginn
siðferðileg spurning: Er réttlætan-
legt að auðhringur noti sér bágan
fjárhag íþróttahreyfingarinnar með
þeim hætti sem ljóst er af samningi
SÍS og FRl? Eiga blöð að þagga
niður slík mál af ótta við hefndar-
aðgerðir auðhringsins? Hefði Dag-
blaðið og Vísir ekki sagt frá þessu
máli ef það hefði rekið á fjörur
þess? Mun fleiri spurningar vakna,
s.s. um sæmd íþróttaforystunnar. Á
hinn bóginn er ljóst að ekki þýðir að
ræða um slík mál þegar hvorki dag-
blöðin né málsaðilar koma auga á
það vandamál sem málið snýst um.
„Við undirritaðir höfum frá því
í mars síðastliðnum staðið í deilu
við fjármálaráðuneytið vegna út-
reiknings vaxta á bætur okkur til
handa samkvæmt Hæstaréttar-
dómi frá í marz vegna gæzluvarð-
halds að ósekju í 105 daga 1976.
Við töldum, að við útreikning
þessara vaxta bæri að fara að lög-
um nr. 56/1979 um dómvexti, enda
hafði undirréttur og Hæstiréttur
dæmt okkur vexti samkvæmt
þeim. Fjármálaráðuneytið var
hins vegar ekki sammála, hvernig
vaxtaútreikningurinn ætti að fara
fram. Við töldum að lögin ættu við
reiknireglur innlánsstofnana en
ráðuneytismenn studdust við
gamlar dómvenjur.
Þessu undum við ekki og var
gert samkomulag við fjármálaráð-
herra, Ragnar Arnalds, um að vísa
málinu í gerðardóm. Skilningur
okkar annars vegar og Ragnars
Arnalds hins vegar var sá að meg-
inverk gerðardómsins ætti að vera
að taka afstöðu til laga nr. 56/1979
og hvernig bæri að meðhöndla þau
lög við vaxtaútreikning. I gerðar-
dómssamningnum kemur skýrt
fram, að aðilar eru sammála um,
að í málum þessum hafi dómvextir
verið dæmdir.
Gerðardómurinn skilaði úr-
skurði sínum 2. ágúst sl. og var
niðurstaðan neikvæð fyrir okkur.
Hins vegar, þegar úrskurðurinn
var skoðaður, kom í ljós að engin
afstaða var tekin til laganna um
dómvexti, heldur aðeins talið að
skilja bæri Hæstarétt svo, að ein-
faldir vextir ættu að reiknast, sem
og væri í samræmi við gamla
dómvenju.
Þetta fannst okkur mjög súrt í
broti og að niðurstaða um hinn
eiginlega ágreining væri alls ekki
fengin með þessum úrskurði. Við
reyndar litum svo á, að ágreining-
ur um Hæstaréttardóminn væri
enginn, hann væri skýr og ótví-
ræður, heldur væri aðeins um að
ræða ágreining hvernig bæri að
reikna vexti af honum, þannig að
samræmi væri við lög um dóm-
vexti.
Að þessari niðurstöðu fenginni
rituðum við forseta sameinaðs Al-
þingis bréf, þar sem við lýstum
mikilli óánægju með þetta mál,
bentum honum á aðdragandann í
málinu ásamt helstu röksemdum
okkar og einnig helstu mótrök,
sem beitt var. Raunar bentum við
honum á, að lögin væru ekki í
samræmi við túlkun dómstóla og
næðu alls ekki tilgangi sínum eins
og þau væru, og óskuðum við síðan
eftir að hann beitti sér fyrir því,
að Alþingi breytti þessum lögum
til að þau samræmdust túlkun lög-
manna og dómara.
Að vísu skal það viðurkennt, að
sú ósk var borin fram meira í
þeim tilgangi til að undirstrika
fáranleika í þessum málum al-
mennt og auk þess til að benda á
með mótsögn, hver það sé sem segi
fyrir verkum í svona málum.
Verður Alþingi að breyta sínum
lögum, til að þau samræmist ein-
hverjum dómvenjum, eða verða
dómarar að dæma eftir lögum Al-
þingis? Hver er húsbóndinn á
þessu heimili?
Afrit af bréfi þessu ásamt fylg-
igögnum voru send ýmsum ráð-
herrum, þingmönnum og fjölmiðl-
um, sem síðan gerðu þessu ágæt
skil. Ennfremur gekk Magnús
Leopoldsson á fund Jóns Helga-
sonar og ræddi við hann um málið.
Jón Helgason var mjög jákvæð-
ur og skildi auðsýnilega um hvað
málið snerist, en sagði jafnframt
að til væru sjónarmið bæði með og
móti okkar málstað. Hann lofaði
síðan að athuga málið.
Morgunblaðið og Dagblaðið Vís-
ir birtu fréttir um málið, en leit-
uðu að auki til Ellerts B. Schram
til umsagnar. Hann fullyrti, að út-
reikningar ráðuneytisins og gerð-
ardómurinn væru ekki í samræmi
við lögin um dómvexti. Hann full-
yrti raunar einnig, að lögin hefðu í
raun aldrei komið til framkvæmda.
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.,
sá er flutti málið fyrir gerðar-
dómnum fyrir hönd ríkissjóðs,
sagði í viðtali við Dagblaðið Vísi,
að gera hefði þurft kröfu um
vaxtavexti til að fá þá, og einnig
sagði hann síðar í sama viðtali, að
krafa okkar hefði verið verðtryggð
frá Hæstarétti. Að gera þurfi sér-
staka kröfu um vaxtavexti teljum
við rangt, þar sem við teljum það
vera innifalið í hugtakinu „dóm-
vextir", þar sem þeir eiga að fylgja
innlánsvöxtum innlánsstofnana
og reiknaða á sama hátt og hjá
bönkum, enda er það í samræmi
við, að í kröfugerð nægir að gera
kröfu um dómvexti án þess að
nefna vaxtafót. Það er beinlínis
tekið fram í lögunum. Að krafa
okkar hafi verið verðtryggð af
Hæstarétti teljum við hins vegar
allsérstæða sögn og við skiljum nú
eiginlega ekki rökstuðninginn
fyrir því.
Albert Guðmundsson lýsti sig
hins vegar alveg sammála málstað
okkar í sama blaði og var yfirlýs-
ing hans mjög afdráttarlaus.
Þegar við fundum þessi við-
brögð, sem að framan er lýst, og
sérstaklega afdráttarlausar yfir-
lýsingar Ellerts B. Schram og Al-
berts Guðmundssonar, fjármála-
ráðherra, rituðum við bréf til Al-
berts og óskuðum eftir, að hann
tæki málið til endurskoðunar. Að
auki bentum við honum á að lögin
um dómvexti væru rangtúlkuð,
eða alls ekkert túlkuð, og að ekki
hefði verið farið eftir þeim lögum
við útreikning vaxtanna til okkar,
enda þótt ráðuneytið viðurkenndi
að fara bæri eftir þeim lögum.
Hver svo sem niðurstaðan verð-
ur í þessu máli, þá er ljóst, að
Alþingi verður að taka þetta mál
til athugunar á næsta þingi, þ.e.
lög nr. 56/1979 um dómvexti. Þau
voru sett í ákveðnum tilgangi, sem
löggjafinn úrskýrir í greinargerð
með frumvarpinu. Nú, 1983, er
sýnt fram á, að lögin hafi aldrei
verið meðhöndluð eins og til var
ætlazt. Þau hafa verið sniðgengin
svo rækilega að sennilega þarf
sérstaka lagasetningu um hvernig
beri að skilja þessi lög til að eftir
þeim verði farið af dómurum og
lögfræðingum.
Við viljum fá greitt í samræmi
við lögin, hvað svo sem gerðar-
dómnum líður, enda teljum við
hina einu réttu reikningsaðferð
vera eins og bankar framkvæma
vaxtaútreikninginn. Það teljum
við tilgang laganna, að hafa út-
reikninginn í samræmi við banka,
annars ná þau ekki tilgangi sín-
um.
Virðingarfyllst,
Magnús Leopoldsson,
Valdimar Olsen.