Morgunblaðið - 20.08.1983, Page 26

Morgunblaðið - 20.08.1983, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983 Varnir íslands eftir Halldór Jóns- son verkfræðing Engum getur blandast hugur um það, sem sáu bresku myndina um kjarnorkustríð, að líf eftir slíkan atburð verður harla ólíkt því sem við eigum að venjast. Til dæmis er augljóst að á sprengdum svæðum mun heilbrigðisþjónusta falla niður, engum lækningum verður við komið, hungur og drep- sóttir munu bana mörgum þeim sem af hafa komist og standa uppi allslausir og óskipulagðir. Enginn réttur verður til nema hnefarétt- ur. Þekking mun glatast þannig að menningin mun flytjast aftur um aldir. Gegn surtarloga kjarnorku- sprengjunnar mega hin traustustu virki sín lítils, jafnvel þó að ein- hverjir hafi efni á að byggja þau. Þeir sem í dreifbýli búa eða á um- flotnum eyjum munu þó margir eiga einhverja lífsmöguleika, ef þeir geta bitið hina þurfandi frá sér. Er óvíst hvort sá þáttur styrj- aldarinnar verði nokkuð geðslegri en hinn, þegar barist verður um brauðið. Við og sprengjan Rússar gera sér glögga grein fyrir því, að eina raunhæfa vörn almennings í kjarnorkustyrjöld er að vera ekki þar sem sprengja springur. Því æfa þeir stöðugt fólksflutninga i stórum stíl úr stórborgum sínum. Ráðamenn þeirra gera líka ráð fyrir því, sem raunverulegum möguleika, að geta lagt til atlögu með von um viðun- anlegan sigur, þó að slíkt virðist ekki ofarlega á listanum hjá þeim, sem betur fer. Vesturlönd eru sinnulaus og sundurþykk sem fyrr. Enda er lýð- ræðisríkjum ávallt viðbúnaðurinn örðugri en einræðisríkjum, svo sem öll mannkynssagan sannar, frá Aþenu og Spörtu til Cham- berlains og Hitlers, Roosevelts og Tojo. Á meðan vígbýst hinn rauði her af kappi. Nú síðast hótaði einn af hinum rússnesku einræðisseggjum ls- lendingum tortímingu, ef þeir væru að slagtogast þetta með Bandaríkjunum. Þar höfum við það íslendingar; okkur er nú ógnað beint, prívat og persónu- lega, af þeim myrkraöflum, sem Sovétríkjunum stýra úr Kreml og kúga þaðan alla heimsbyggðina, sitt eigið fólk ekki hvað síst. — Það er kannski að þeir óttist núna um eigið skinn af okkar völdum eftir að Mr. ó. Grímsson hefur upplýst þá um kjarnorkuáform okkar. Aldrei fyrr hefur okkur verið hótað beinni útrýmingu né svo al- varleg tilraun gerð til að stjórna okkar innanríkismálum. Þegar þetta kemur á daginn, þá verður manni hugsað til þess ábyrgðarleysis, sem stjórnmála- menn hafa sýnt almannavarna- málum okkar. Þeir hafa beinlfnis horft sljóum augum, og síst al- varlegum, á þá staðreynd, að al- menningur er gersamlega óvarinn í þessu landi fyrir kjarnorkuárás. Ég get vart skilið afstöðu þeirra nema á þann veg, að þeir telji það sjálfsagt, að við bregðum okkur hvorki við sár né bana sem fornar hetjur gerðu, og ætlum okkur því ekki á braut úr orrustu fremur en Árni Auðunarson á Örlygsstöðum. Það er staðreynd, að þó að við séum ein mesta bílaþjóð veraldar og höfum þannig tæki til að flytja gífurlegan fólksfjölda til á landinu ef með þarf, þá eru hvorki til næg- ir vegir né annar viðbúnaður (olíu- birgðir nr. 1, 2 og 3 til sjófangsöfl- unar) til þess að gera raunhæfar almannavarnir mögulegar. Við sitjum hér og leggjum fram land okkar í fremstu víglínu undir morðhótunum Rússa, til þess að verja Bandaríkin og aðra banda- menn okkar í NATO. En okkur sjálf má ekki verja með sameigin- legum styrk þessa bandalags! Um aðgerðarleysi í almanna- vörnum virðast þeir Geir og Steingrímur sammála. Og þar eð kommarnir syngja að sjálfsögðu hósíanna undir því, eru þá ekki allir sammála? Við núverandi ástand, hafa Rússar það í hendi sér að Iáta meira en helming þjóð- arinnar safnast til feðra sinna á 20 sekúndum án þess að neinu yrði forðað. Hvað ætlum við að gera undir slíkri hótun? Ákalla Guð vors lands? Samt má fullyrða, að meirihluti þjóðarinnar er hlynnt- ur vegagerð og öðrum viðbúnaði ( samvinnu við NATO, sem hluta af almannavörnum landsins og hafa skoðanakannanir staðfest þetta. Hversu lengi á hávær minnihlut- inn að ráða ferðinni í þessum mál- um? Einhverjir af forfeðrum okkar hefðu áreiðanlega viljað hafa mann fyrir sig, hefði þeim verið svo hótað fjörtjóni. Líklega hefði þeim þótt mennilegra að eiga flaugar nokkrar grafnar í fs- landsfjöll til þess að gera þeim í Garðaríki það ljóst allravinsam- legast, að „fleiri kunna menn að drepa láta en Sturla einn“. Sjálf- sagt er einhverjum ennþá þessi hugsun nærtækari en bænakvak og einhliða uppgjöf á þrælavísu og vildu láta svara árás á landið með gagnárás frá því. I þessu máli þarf þjóðarviljinn að ráða, ekki má líða frekum einstaklingum að sitja yfir annarra hlut i þessum efnum. Kjarnorkuvopn eru óþyrmileg staðreynd. Gegn þeim duga ekki heykvíslar, barefli, eða önnur gamalreynd tól, sem eru í raun ekkert viðbjóðslegri, — eitt víg er sama og milljón. Hvað getur heimurinn gert? Mesta herveldi allra tíma stýrir nú gamalmennaklíka, sem heldur völdunum með sömu aðferðum og hún fékk þau yfirfærð til komm- únistaflokksins á sínum tíma: Með ofbeldi og fangelsunum í Gulagi, heltröðkun allra mannréttinda og útlegðardómi frjálsrar hugsunar og vals. Meðferðin á Sakarov- hjónunum er dæmigerð fyrir þetta Halldór Jónsson skipulag, þegar það getur ekki beitt líkamlegu ofbeldi beint vegna athygli erlendra frétta- manna — þá er þeim neitað um læknishjálp. Gagnvart þessari staðreynd er heimurinn ráðþrota. Við þessa menn er ekkert hægt að semja nema þeir telji að aðrir séu jafnsterkir og þeir. Þá getur örlað á samningsvilja hjá þeim í Hels- inki eða Madrid. Kommúnistar eru hinsvegar samkvæmt kenn- ingu Lenins ekki bundnir af neinu því siðgæðismati, sem Vestur- landabúar telja sig bundna af, og orðheldni er þeim því framandi. Auk þess hafa þeir lýst því yfir að þeir ætli að jarða okkur. Hvað get- um við þá gert? Friðarsókn Ef við hugleiðum að fólkið í Sov- étríkjunum og nýlendum þeirra er fólk eins og við, þá er svarið nær- tækt. Vesturlönd verða að hefja frið- arsókn á hendur Sovétríkjunum; „Peace Offensive". Þessi sókn verður að beinast að fólkinu þar með upplýsingum og kynningu. Viðleitnin hlýtur að beinast að því að þrýsta á valdhafana með að leyfa bein menningarsamskipti við fólkið án hinna venjubundnu afskipta yfirvaldanna, svo sem ritskoðunar, útvarpstruflana og lygafréttaframleiðslu. Leyfa til dæmis stórblöðum Vesturlanda að gefa út rússnesk eintök í Sovét- ríkjunum með gagnkvæmum út- gáfurétti sovéskra blaða á Vestur- löndum að sjálfsögðu, leyfa frjálst og gagnkvæmt útvarp og sjónvarp o.s.frv. Fái fólkið að kynnast og þjóðir austursins að sjá með eigin augum hvað lýðræðið hefur fært fólkinu af efnalegum gæðum, meðan kommúnisminn skiptir aðallega skortinum milli þegnanna eins og þjóðargjaldþrotin ( A-Evrópu sýna, þá mun fólkið þar fara að þrýsta á valdhafana með breyt- ingar. Þá mun unga fólkið koma fram með aðrar hugmyndir um veröldina og þjóðfélag sitt en ævagamlar og blóði drifnar kredd- ur Marx-Leninismans. Þegar fólk- ið í austrinu hfur sent politbyróið með „marxiska skólaspeki" síua á „Hrafnistu", þar sem það á heima, getur farið að verða friðvænlegra í stórum dráttum í heiminum, þó seint muni allir verða sáttir. Að- eins óskorað lýðræði um allan heim getur tryggt írið. Allt fikt við það kallar á ófrið, sbr. S-Am- eríku, S-Afríku og prófkjör á ís- landi. Þetta er ekkert smáverkefni. En allar ferðir byrja með einu skrefi eins og Maó sagði. Þetta getur gerst með stórauknum túrisma, aukinni rússneskukennslu í skól- um Vesturlanda, já, sem skyldu- fagi ef Rússar gera sama með ensku. Sömuleiðis þarf aukna fræðslu á Vesturlöndum um mál- efni kommúnistaríkjanna til þess að við getum betur skilið þeirra vandamál og þeir okkar. Báðar hliðar geta sjálfsagt lært hvor af annarri. Von heimsins er þannig sú helst, að fólkið í kommúnista- ríkjunum fái meiri völd yfir lífi sínu og örlögum, og einræði kommúnistaflokksins láti þar með undan síga í Sovétríkjunum. Þá verður raunhæft að tala um frið og afvopnun. En þangað til að árangur hefur náðst á þessu sviði verður hvass- eggjað sverð að tryggja frið ís- lands og bandamanna þess. Við- búnaðarleysi okkar í válegri ver- öld er hvortveggja í senn ábyrgð- arlaust gagnvart okkar sjálfum og heimsfriðnum, því það beinlínis eykur líkur á því að á okkur verði ráðist. 21.07.1983 Ofstækinu haldið áfram dómum. Ennfremur að létt vín sé gott við háum blóðþrýstingi, svo örfáir kostir áfengis séu nefndir, sem hinn víðkunni franski læknir tilfærir. Athugasemd við grein Halldórs Kristjánssonar eftir dr. Gunnlaug Þórðarson Undirritaður er því miður til- neyddur að stinga niður penna vegna skrifa Halldórs Kristjáns- sonar hér í blaði sl. laugardag, þar sem mér er borin á brýn fjölsun. Slík ásökun frá Halldóri Krist- jánssyni, er vart svara verð, en skylt er að láta koma fram, að til- vitnun í verk Bernharðs Stefáns- sonar var rétt, nema hvað farið var villt um hver viðhafði tilfærð ummæli, slíkt getur ekki talist fölsun, eins og málum var háttað. í II bindi endurminninganna eru þrír kaflar sérstaklega helgað- ir Halldóri Kristjánssyni og því hvernig hann sveifst einskis að reyna að svívirða vin sinn og það svo, að Bernharð hugðist stefna Halldóri Kristjánssyni fyrir meið- yrði. Einn kaflinn ber yfirskrift- ina: „Fertugsafmæli Eysteins Jónssonar, 8. flokksþingið o.fl.“ (bls. 51). Annar kafli: „Halldór Kristjánsson tekur til máls“ (bls. 82) og sá þriðji: „Var ráðgert að stofna brennivínsbar í þinginu?" (bls. 87). í fyrst nefnda kaflanum er vitnað til þess að Halldór Kristjánsson hafi takið til máls á 8. flokksþingi. 1 öðrum kaflanum er hvergi vitnað til ræðu Halldórs, enda þótt yfirskriftin sé svona villandi. Þegar ég las endurminningar Bernharðs Stefánssonar á sínum tíma, gaf ég því sérstaklega gaum, að Halldór Kristjánsson hefði á 8. flokksþinginu flutt „stífa bindind- is- og banntillögu", eins og höf- undur orðaði það í bókinni. Þá ekki síður að þeirri tillögu tókst ónefndum bindindismanni og flokksbróður Halldórs Kristjáns- sonar að koma fyrir kattarnef á þessu flokksþingi. Hins vegar var hvorki kaflafyr- irsögn né orðalag fullkomlega ljóst um það hver hefði flutt hin tilvitnuðu upphafsorð. Vegna kaflafyrirsagnanna varð mér að vonum á að eigna Halldóri Krist- jánssyni þessi margtilfærðu orð: „Þá saup ég óvart á viskyglasi, hélt það væri öl, en ég spýtti því út úr mér“. Fölsun mín á að felast 1 því að hafa eignað Halldóri Kristjáns- syni þessi orð. Getur nokkur láð mér eins og á stóð, þótt ég hafi í augnablikinu ruglast á ofstækis- mönnum? Það er hins vegar vel ef Halldóri Kristjánssyni þykja hin tilvitnuðu orð ósæmandi og vill ekki Iáta bendla sig við þau. Það er og at- hyglisvert við frásögn þessa, að svo ofstækisfullur bindindismað- ur, sem ekki kunni að haga sér á mannamótum, var sýnilega þó ekki svo skyni skroppinn, að hann vildi styðja hina fráleitu tillögu Halldórs Kristjánssonar, heldur koma henni fyrir kattarnef. í grein Halldórs Kristjánssonar er margt, sem er aðfinnslu- og andmælavert og er það næsta furðulegt af hve miklu er að taka í ekki lengri grein, en er samt naumast ómaksins vert. Eitt dæmi er hvernig Halldór Kristjánsson leyfir sér að tala um bestu skáld okkar. Aldrei hefði mig órað fyrir að slíkt mundi sjást á prenti í íslensku blaði. Þvílíkt ofstæki þekkist aðeins meðal bindindismanna. Annað dæmi um ofstæki hans er að hann telur sig vita betur um áfengismál en sumir færustu geð- læknar Bandaríkjanna. Þó er það vitað að í læknavísindum standa fáir eða engir færustu læknum Bandaríkjanna á sporði. Geðlæknar þeir, sem vitnað var til í grein minni, hafa í verkum sínum m.a. stuðst við rannsóknir og athuganir á áfengisgeðsjúkum um margra ára skeið, þar sem fylgst hefur verið með ferli þeirra hundruðum saman. Ýmsir, sem lesið hafa skrif mín um þessi mál, hafa beðið mig um heimildir fyrir því, að vín geti tal- ist lyf til lækninga. í því efni var m.a. stuðst við bók franska læknisins dr. E.A. Maury: Vín er besta lyfið, sem getið var um í grein minni 4. þ.m. Gunnlaugur Þórðarson Þar heldur þessi viðurkenndi læknir því fram, að vín sé ekki aðeins hollt heldur í sumum til- vikum blátt áfram nauðsyn fyrir líkamann, en auðvitað í hófi. Þannig telur hann rauðvín og rósavín gott við blóðleysi og lyst- arleysi, það geti einnig dregið úr æðakölkun og ellihrumleika. Hann mælir með þurru hvítvíni við taugaveiklun og stressi og telur að vín geti verið gott við þvagsýru- gigt, nýrnaveiki og meltingarsjúk- Halldór Kristjánsson vitnar til löngu látinna presta sem predik- uðu bindindi. Auðvitað finnast bindindismenn í þeirri stétt sem öðrum. Hinsvegar þætti mér lík- legt að þeir valinkunnu prestar hefðu ekki mælt með banni, ef þeir hefðu vitað hversu dýrkeypt reynsla bandarísku þjóðarinnar varð af áfengisbanninu. Þá hófst veldi Mafíunnar og glæpaöld sú, sem enn þjakar þá ágætu þjóð. Halldór Kristjánsson má hafa sínar skoðanir á áfengismálum fyrir mér, hinsvegar á mönnum ekki að haldast uppi að fara með fjarstæður gagnvart almenningi, eins og þá að bann leysi vandann eða að við eigum við meira áfeng- isböl að stríða en flestar aðrar þjóðir, þegar hið gagnstæða er raunin. Verra er þegar samtök gera sér slíkt að féþúfu líkt og átt hefur sér stað nýverið og varð til- efni til skrifa minna í upphafi, reyndar aðalatriði máls þessa. Við Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli höfum gjörólíkar skoð- anir á áfengismálum og að sjálf- sögðu tek ég því, enda þótt mér þyki undarlegt hve fjarri nútíma hugsunarhætti skoðanir hans eru. Hinu er ekki að neita að í bindind- isbaráttunni er falin viss mannúð eða umhyggja fyrir manninum, enda þótt ofstæki í því efni hafi gagnstæð áhrif við það sem til var ætlast. Dr. Gunnlaugur Þórðarson er hæstaréttarlögmaður í Reykjarík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.