Morgunblaðið - 20.08.1983, Side 29

Morgunblaðið - 20.08.1983, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983 29 Jón I>. Arnason: Lífríki og lffshættir X(' Vinsældir styrjalda SPURNINGIN ER' Hvaða úrrœði önnur en þau, sem nú myndu teljast óeðlileg, eru hugsanleg gegn sjálfsmorðsœði mannkynsins? Á fyrri hluta líðandi aldar, á árunum 1914—1945, hefir mann- kærleikafólk hafið og háð 2 sig- ursælar heimsstyrjaldir í þeim tilgangi að leggja óbifanlegan grundvöll að ævarandi réttlætis- og velmegunarfriði um gjörvall- an heim. Helzta skilyrði hinnar himnesku dýrðar var „to make the world safe for democracy". Auðvitað vissu stríðsskarar hamingjunnar að fyrirtækið gæti ekki blessazt nema synd- inni yrði útrýmt og þannig um alla hnúta búið, að um eilífð fengi hún hvergi þrifizt. Aldrei lék efi á, hvar syndin var rótföst og hafði ávallt notið aldeilis ofurmannlegrar að- hlynningar og dálætis, nánast ofstækisfullrar tilbeiðslu. Þessi óheillaskiki var Þýskaland. Af sjálfu leiddi þess vegna: „Ger- many must perish!" Hrífandi hugverk Ekkert gat því sýnzt eðlilegra en að gengið yrði hreint og hik- laust til göfugra verka. Einstakl- ingar og stofnanir lögðu fram álitlegt safn áætlana um útrým- ingu, og taldist sérhver hafa sér til síns ágætis margt. Áætlanir þeirra Henry Morgenthaus jr. og Theodore Nathan Kaufmans þóttu bera af öllum öðrum og komust því í úrslit. Að loknum ítarlegum rannsóknum og sam- vizkusamiegum yfirvegunum dæmdist hugverk bandaríska fjármálaráðherrans, áðurnefnds Henry Morgenthaus jr. og sér- fræðinga hans, hafa flesta kosti miklu mesta. Kaufman-áætlunin þótti og afar freistandi, en þó helzt til opinská og groddaleg. óþarft er að orðlengja um það, svo alkunn sem sú staðreynd er, að Morgenthau-áætlunin hlaut löggildingu forseta Bandaríkj- anna og forsætisráðherra Stóra-Bretlands hinn 15. sept- ember 1944; í lok 2. Roose- velt/Churchill-ráðstefnunnar, sem haldin var f Quebec dagana 10.—16. september 1944. En syndin er ekki einasta læ- vís og lipur. Hún er umfram allt annað sérdeilis lífseig. Og hepp- in. Aðeins fáa, og þá helzt ólæsa, ætti að þurfa að fræða um það, að útrýmingaráætlun þeirra Roosevelts og Churchills, sem af nærtækum ástæðum er oftast kennd við aðalhöfund sinn og nefnd Morgenthau-áætlunin í öllum sagnfræðiritum, var fram- kvæmd af miklu kappi í rösk 3 ár frá 1. degi hins bandarísk/sov- ézka sigurs vorið 1945, eða langt fram á árið 1948, og síðan með dvínandi áhuga í 5 ár að auki, eða þangað til árið 1953. Á því ári telst hún úr gildi fallin — og syndin því úr hættu. Meginástæða, kannski eina ástæða þess, að Þjóðverjar lifðu áform þeirra Rosevelts og Chur- chills af, var sú, að mikill fjöldi frjálslyndra og áhrifamikilla stjórnmála- og vísindamanna í Bandaríkjunum og Bretlandi taldi sanngjarnt og sjálfsagt, samkvæmt lögmálum jafnræðis og bræðralags, að afhenda Sov- étríkjunum ekki aðeins vísinda- menn Hitlers eftir pðntunum þeirra á „stríðsglæpamönnum" heldur einnig árangurinn af eig- in afrekum á sviði kjarnorku- rannsókna og framleiðslu kjarn- orkuvopna. Sovétríkin brugðust að venju fljótt og vel við öllu, sem að þeim var rétt, smíðuðu bráðnothæfar kjarnorkusprengjur í flýti og eru nú talin eiga öflugasta kjarn- orkuvopnabúnað í heimi. Niðurstaðan af baráttu sam- herjanna gegn syndinni hefir því orðið sú, að nú óttast þeir ekkert annað meira en sjálfa sig og af- leiðingar eigin verknaða. Þeir skjálfa sér til hita af ang- ist augliti til auglitis við þann ógnarlega sannleika, að á sér- hverju næsta andartaki geti sá möguleiki orðið veruleiki, að þeir tortími öllu lífrænu í, á og yfir jörðu endanlega. Ekki hvarflar að mér að biðj- ast velvirðingar á framanrituðu upprifjunarágripi. öll rás við- burðanna styrkir þau tryggða- bönd, sem ég er bundinn þeirri sannfæringu minni, að einungis fávitar og frjálslyndingar taki afstöðu til viðfangsefna nútíðar án þess að leitast við að gera sér grein fyrir orsaka- og afleið- ingafjötrum hennar við fortíð- Hann hefir ekki hugmynd um, hvert hann er aö fara. • Churchill vildi stríö þegar árið 1935 — gegn Þýzkalandi, • Roosevelt vildi stríö síöan áriö 1937 — gegn Þýzkalandi, • Stalin vildi alltaf stríö — á milli Vesturlanda innbyröis, um út af Póllandi yrði að niður- lægja Þjóðverja. Hvorki Frakkar né Englendingar myndu hafa gert Pólland að stríðsástæðu, ef hinn stöðugi þrýstingur frá Washington hefði ekki komið til.“ f niðurlagsorðum meginmáls hinnar greinargóðu úttektar sinnar á afskiptum Bandaríkj- anna af stríðs- og stjórnarmál- Huggunar- orð apapabba ina, svo og samhlekkjun nútíðar og framtíðar. Hinir stóru vildu stíð Mannkynssagan er nær óslitin vitnisburður um, að stríðin hafi lengstum verið talin sjálfsögð og eðlileg, jafnvel eftirsóknarverð. Engin sjáanleg skynsemisrök voru fyrir þeim möguleika að þau gætu leitt til heimsslita. Ekki heldur í aðfanga síðari heimsstyrjaldarinnar (1939—1945), sem eiginlega væri réttnefndari næstsíðasta heims- styrjöldin. Svo að segja strax að afstað- inni fyrri heimsstyrjöldinni (1914—1918) tóku ýmsar ríkis- stjórnir að búa þjóðir sínar und- ir stríð, bæði leynt og ljóst. Margir þráðu stríð, aðrir heimt- uðu stríð. Varla verður dregið í efa, að skömmu eftir árið 1930 hafi Churchill, Roosevelt, Stalin og Hitler verið allra áhrifamanna á alþjóðavettvangi ötulastir við að undirbúa og/eða hefja stríð. Hver með sínum hætti að sjálf- sögðu og af margskonar ástæð- um með ólík markmið að leiðar- ljósi. En allir vildu þeir stríð: • Hitler vildi stríö fljót- lega eftir áramótin 1944/1945 — gegn þrælstjórnarríkjunum. Allir vita hvernig fór, hverjir fengu sitt fram, hverjir sigruðu. Og öllu vitibornu fólki hryllir við afleiðingunum. Eitt er að vita og annað að viðurkenna. Þess vegna eru enn uppi og við prýðisheilsu hinar furðulegustu hártoganir og út- úrsnúningar um, hver eða hverj- ir fengu fram sitt stríð, og munu að líkindum lengi verða. Ýmis teikn virðast þó benda til þess að þeim sagnfræðingum fari fjöl- gandi, sem telja að James For- restal, flotamálaráðherra Bandaríkjanna (1944—1947) og sænski landkönnuðirinn heims- frægi, Sven Hedin (1856—1952), fari býsna nærri sönnu. Forrestal reit í dagbók sína (sbr. W. Millis: „The Forrestal Diaries", New York 1951): „Sumarið 1939 brýndi Bullitt (Innskot mitt: Sendiherra Bandaríkjanna í París) viðstöðu- laust fyrir Roosevelt, að í deilun- um Evrópu („Amerika im Kampf der Kontinente", Leipzig 1942) segir Hedin um upptök heims- styrjaldarinnar: „Þetta stíð mun verða skráð í sögunni sem stríð forsetans Roosevelt." Skoðun Hedins hefir ekki náð hylli almennings. Enn er Roose- velt í hálfguða-tölu bæði í lýð- ræðisheiminum og þó alveg sér- staklega í ríkjum kommúnism- ans, enda eiga þau engum meira að þakka. En svo er hamingjunni fyrir að þakka, að dómar múgs- ins hljóta sjaldan lofsyrði sög- unnar. Fyrir ríflega 1.950 árum kvað lýðurinn upp örlagaríkan dóm með einróma upphrópun: „Gef oss Barrabas lausan!" Endaiaus sláturtíð Eftir að hinar bandarísk / - sovézku „hugsjónir" báru sigur- orð af „hinu illa í heiminum" (Churcill) árið 1945 hefir ekki ríkt friður á jörð einn einasta dag. Síðan þá og fram til ára- móta 1982/1983 hafa rösklega 35.000.000 kvenna og karla, barna og gamalmenna látið lífið í yfir 120 stríðum. Milljónir manna hafa særzt og slasazt, enn aðrar milljónir hafa orðið að hrekjast frá heimkynnum sínum út í vonlaust kvalræði. Hinn 19. marz 1983 gerði Upp- lýsingastofnun varnarmála í Washington kunnugt, að þá stundina ættu 45 ríki, riflega % allra ríkja heims, i vopnuðum illdeilum eða stríðum. Út af fyrir sig lítið undrunarefni: Á árunum 1975-1979 höfðu NATO-rikin selt blóðsúthellingaþjóðum vopnabúnað fyrir $26.000.000.000 og GULAG-bandalagið fyrir $27.000.000.000. Uldeilur og ófriður, bardagar og blóðúthellingar, strið i einni eða annarri mynd, hafa frá upp- hafi verið sá djöfull, sem mann- kynið hefir dregið. Síður en svo nauðugt. Lítilmenni hafa svalað og svala illfýsnum sinum á heimilisfólkinu; smámenni þjarka um peninga og kalla karp sitt baráttu; dugandi hugsjóna- menn grípa til valdaráns eða sparka alþýðu út í borgarastyrj- öld; stórmenni — og skálkar reyndar einnig — fylkja til her- hlaups og þreyta oft stórfenglegt stríð. Þannig hefir manneðlið ávallt verið, er og verður. Þrátt fyrir það hefir mannkynssagan ekki greint frá neinum dæmum þess, að þjóðir hafi tortimzt vegna tapaðra stríða einvörðungu. En nú, eða raunar strax eftir hinn bandarisk / sovézka sigur, lítur dæmið allt, allt öðruvisi út. Heimurinn stendur á öndinni, agndofa og úrræðalaus, and- spænis einsdæminu. Hugsast getur að yfirvofandi ógnun við framtíð lífríkis á jörð- inni kunni að vekja til meðvit- undar um nauðsyn valds, sem knýr til að í vissum höfuðatrið- um verði fremur látið stjórnast af því, sem homo sapiens er óeðlilegt heldur en því, er honum telst eðlilegt. Og vegna þess að ofvitur homo sapiens er andleg- ur/sálrænn margklofningur af náttúrunnar hendi, mætti alveg eins orða þessa hugmynd á þá leið, að lífsnauðsyn sé að píska óeðli hans til uppgjafar og und- irgefni. Níðingslegasta stríðið Stríð á milli manna eru vissu- lega hörmuleg þótt eðlileg séu. Stríð manneskjunnar gegn nátt- úruríkinu, sér í Iagi lífríkinu, eru ennþá skelfilegri, auk þess að vera bæði heimskulegri og smánarlegri. Örfá dæmi úr hag- skýrslum hörmunganna tala sínu máli: Á sérhverjum sólarhring verða 24 dýra- og jurtategundir aldauða; síðan árið 1930 hefir hvaldýrum heimshafanna fækk- að úr 2.595.000 í 1.172.000 eða um 1.423.000 dýr; á næstu 17 árum munu ca. 300.000 km' skóglendis verða eyðimerkur vegna skóg- arhöggs eingöngu; 200—300 ha ræktarlands breytast árlega í fen og díki eða skrælna niður sökum gjörnýtingar og ofnotk- unar áburðar og misráðinna áveituframkvæmda; andrúms- loftið hleðst eitri og vatnsskort- ur er víða orðinn tilfinnanlegur. Árlega deyja um 55.000.000 tví- fætlinga úr hungri og hörgul- sjúkdómum. Þetta stríð hefir verið háð af slíku ofstæki, að jafnvel hefir gengið fram af frændum okkar, öpunum. A.m.k. herma nýlegar fréttir, reyndar óstaðfestar, að einhver ónafngreind persóna hafi þótzt heyra hugulsaman apapabba hughreysta apa- mömmu með þessum orðum, er hún karaði frumburð sinn: „Hættu þessum ömurlegu skælum! Láttu sem ekkert sé, öll nýfædd apabðrn líkjast mann- eskjum fyrstu vikurnar — en það lagast með tímanum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.