Morgunblaðið - 20.08.1983, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983
Spjallað um útvarp og sjónvarp
„Þessi hógværa kona
er hundrað
milljóna króna virði“
eftir Ölaf Ormsson
Þeir eru ekki margir þættirnir
í útvarpi og sjónvarpi sem ætl-
aðir eru unglingum á aldrinum
tólf til tuttugu ára. Þættir, sem
nú eru á dagskrá, eiga það sam-
eiginlegt að hafa trygga hlust-
endur og áhorfendur og er hóp-
urinn líklega nokkuð stór. Það
álykta ég af þeim fjölmörgu
bréfum og óskum um lög til
flutnings sem berast til þátt-
anna „Lög unga fólksins" og „Út-
varp unga fólksins". Þátturinn
„Lög unga fólksins" er á dagskrá
tvisvar í viku, á mánudags- og
föstudagskvöldum klukkan átta
og þátturinn „Útvarp unga
fólksins" á sunnudagskvöldum
klukkan átta og er klukkutíma
langur en óskalagaþættirnir eru
fjörutíu mínútur.
Óskalagaþáttur unga fólksins
er kominn til ára sinna og ég
man að þegar ég var táningur á
sjötta áratugnum, þá stjórnuðu
svipuðum þætti Haukur Morth-
ens, Haukur heitinn Hauksson,
blaðamaður, Bergur Guðnason,
lögfræðingur og síðar á sjöunda
áratugnum Pétur Steingríms-
son, Jón Þór Hannesson, Helgi
Pétursson, Gerður G. Bjarklind
og Hermann Gunnarsson. Þá
voru Elvis, Bítlarnir og Hljómar
helstu hetjur unga fólksins og
átrúnaðargoð, nú tuttugu árum
síðar David Bowie, Rod Stewart
og Tappi Tíkarrass. Þóra Björg
Thoroddsen og Þórður Magnús-
son, sem stjórna þættinum eru
frískir krakkar sem komast vel
frá því að kynna lög og bréf sem
berast til þáttarins.
„Útvarp unga fólksins" er
mikið yngri þáttur og satt best
að segja þá hef ég afar sjaldan
hlustað á þáttinn. Síðastliðið
sunnudagskvöld, 14. ágúst, ákvað
ég að sleppa sjónvarpsfréttum
og hlusta á þátt þeirra Eðvarðs
Ingólfssonar og Guðrúnar Birg-
isdóttur. { upphafi þáttarins var
gestur þeirra hinn landskunni
íþróttamaður Einar Vilhjálms-
son, sem sagði frá þjálfun sinni
og fyrstu kynnum af frjálsum
íþróttum í Borgarfirði, þar sem
faðir hans, Vilhjálmur Einars-
son, var með iþróttanámskeið.
Umsjónarmenn þáttarins fóru í
heimsókn til Keflavíkur og þar
var rætt við ungt fólk um skóla-
menntun og atvinnu á staðnum,
litið inn í frystihús og spjallað
við unga stúlku sem þar vinnur
um aðbúnað á vinnustað, at-
vinnu hennar og framtíðaráf-
orm. Þá voru nokkrir bæjarbúar
spurðir um eftirlætismatinn og í
þessum forna útvegsmannabæ
reyndust flestir hafa mikið dá-
læti á kjúklingum, enginn nefndi
ýsu eða lúðu, hvað þá steinbít
eða karfa. Lesið var úr pósti sem
þættinum hafði borist og fleiri
en einn táningur bað um viðtal
við Bubba Morthens og frú. Beð-
ið var um áritaða mynd af
átrúnaðargoðinu og táningur
kvartaði yfir að erfitt væri að
skipuleggja sólarhringinn svo
vel færi. Svei mér þá, mér fannst
ég vera orðinn táningur í annað
sinn þegar ég hlustaði á þáttinn
sem var mjög vel heppnaður.
Unglingarnir, sem hópast saman
á Hallærisplaninu um helgar,
hafa þar ekkert að gera lengur
milli átta og níu á sunnudags-
kvöldum, „Útvarp unga fólksins"
er þáttur sem þeir verða að
fylgjast með. Þátturinn fjallar
um áhugamál þeirra frá því að
þeir vakna að morgni og sofna að
kvöldi.
Saga Olgu Guðrúnar Árna-
dóttur, „Búrið", sem höfundur
les í útvarp þessa dagana fjallar
um vandamál unglingsstúlkunn-
ar Ilmar, og er sagan athyglis-
Eggert Þór Bernharðsson
verð. Hún er ágætlega skrifuð og
lestur höfundar mjög góður. Ég
trúi ekki öðru en að unglingar
fylgist vel með. Hér er saga sem
verðskuldar athygli þeirra.
í sjónvarpi er efni fyrir ungl-
inga í algjöru lágmarki. Það litla
sem þar er boðið uppá er þó
fyrsta flokks efni. Breski fram-
haldsmyndaflokkurinn „Magga i
Heiðarbæ" hefur verið sýndur
sjö síðastliðna sunnudaga og
lauk sunnudaginn 14. ágúst. Ég
hef fylgst með nokkurn veginn
frá byrjun og hef haft gaman af.
Ekki man ég hvort það var í
þriðja eða fjórða þætti sem
stúlkan gerðist ástfangin af
unglingspiltinum Robert, það
skiptir ekki máli, hitt er þó
meira um vert að unga fólkið fer
ákaflega vel með hlutverk sín,
rómantíkin allsráðandi og mað-
ur finnur næstum ilminn af
nýslegnu heyinu á túninu við
bæinn. „Magga í Heiðarbæ" er í
hópi þeirra þátta fyrir unglinga
sem þeir kunna líklega vel að
meta. Næstkomandi sunnudag,
21. ágúst, byrjar í sjónvarpi nýr
framhaldsmyndaflokkur fyrir
börn og unglinga og er frá
frændum okkar Norðmönnum.
Heitir hann „Amma og átta
krakkar". Þættirnir eru þrettán
og segja frá stórri fjölskyldu
sem býr við þröng kjör en unir
þó hag sínum alveg sæmilega.
Faðirinn er vörubílstjóri og í
fyrsta þætti er bílnum hans stol-
ið.
Vetrardagskrá sjónvarpsins er
í mótun og einnig vetrardagskrá
útvarpsins. Báðar stofnanirnar
verða að taka tillit til þess að
unga fólkið í landinu ætlast til
að þættir sem fjalla um áhuga-
mál þess verði áfram á dagskrá
og það hefði ekkert á móti því að
nýir þættir byrjuðu einnig í upp-
hafi vetrar. Rás 2 byrjar útsend-
ingar seint á þessu ári og það
kæmi á óvart ef þar er ekki
eitthvað af þáttum fyrir börn og
unglinga, ég tel raunar víst að
svo verði. Börn og unglingar
hlusta jafnvel meira á útvarp og
horfa á sjónvarp en aðrir aldurs-
flokkar og því brýnt að gera
þeim til hæfis. Þegar skyggir
verulega á haustmánuðum fá
unglingar Skonrokkið í sjón-
varpið og ekki er ólíklegt að ein-
hverjir tónlistarþættir verði á
dagskrá með popphljómsveitum.
Föstudaginn 12. ágúst sýndi
sjónvarpið stórfróðlega breska
mynd um verðbólguna, um eðli
hennar og orsakir. Fyrir okkur
íslendinga sem höfum svo mikið
dálæti á verðbólgunni og viljum
ekki missa hana frekar en sólina
var þetta tímabær mynd. í sjötíu
til áttatíu prósent verðbólgu
myndu Bretar tapa vitinu en við
hér uppá íslandi höfum aldrei
verið gáfaðri en í bullandi verð-
bólgu eins og dæmin sanna.
Þessi breski þáttur fjallaði um
fyrirbærið í gegnum árin og var
sagt frá verðbólgu í ýmsum þjóð-
löndum. Ýmsir spekingar bresk-
ir gerðu grein fyrir ástandinu á
meginlandi Evrópu og heima
fyrir þar sem frú Thatcher er að
vinna bug á skepnunni og verð-
bólga er rétt innan við tíu pró-
sent.
Séra Heimir Steinsson, prest-
ur á Þingvöllum, er með þátt á
laugardagskvöldum í útvarpi
Heimir Steinsson
sem hann kallar „óskastund".
Ég hlustaði laugardaginn 13.
ágúst og varð ekki fyrir von-
brigðum. Séra Heimir flytur mál
sitt skýrt og hefur mjög gott
vald á íslensku máli. Hann sagði
frá menningarstarfsemi sem
blómstraði i Hallgrimskirkju á
síðastliðnum vetri. Hópur lista-
manna kom þar saman og kveikt
voru kertaljós og norska skáldið
Knut Ögaard flutti erindi um þá
Lilju sem allir vildu kveðið hafa.
Þorgerður Ingólfsdóttir stjórn-
aði söng og Gunnar Eyjólfsson
flutti ljóð. Séra Heimir ræddi
einnig um áhrif kirkju og kristni
i þjóðlifi okkar i dag og fannst
mér erindi hans fróðlegt og
áheyrilegt og vildi gjarnan fá að
heyra meira í útvarpi frá séra
Heimi.
„Fjármál frúarinnar" heitir
nýr franskur framhaldsmynda-
flokkur í fjórum þáttum sem
byrjaði sunnudagskvöldið 14. ág-
úst í sjónvarpi. Sagan hefst árið
1895. Frú Thérése Humbert býr
með fjölskyldu sinni i París og
berst mikið á. f raun lifir kerl-
ingin þó á lánsfé. (Hver gerir
það ekki í dag hundrað árum síð-
ar?) Hún gerir tilkall til arfs eft-
ir bandariskan auðjöfur. „Þessi
hógværa kona er hundrað millj-
óna króna virði,“ segir miðaldra
glaumgosi með pípuhatt, þegar
konan ekur á brott frá veit-
ingastað. Þessi fyrsti þáttur fór
að mestu fram við matarborð,
hlaðið kjötréttum og dýru vini,
þar sem rætt var um arfinn sem
konan gerir tilkall til. Einnig
gerðist hluti af fyrsta þætti í
veislusölum hjá franska aðlinum
og þar rifust menn eins og
grimmir kettir. Ég man ekki eft-
ir að hafa horft á nýjan fram-
haldsmyndaflokk i sjónvarpi,
sem byrjar þannig að ég hef eng-
an áhuga á að fylgjast með
framhaldinu. Mér er nokkuð
sama hvað verður um þennan
arf eftir bandariska auðjöfurinn.
Auk þess er kerlingin sem leikin
er af kunnri franskri leikkonu,
Simone Signoret, svo einstaklega
leiðinleg með sina sérvisku að
hún er næstum óþolandi.
„Skruggur", þáttur úr is-
lenskri samtíðarsögu fjallaði
síðastliðið þriðjudagskvöld i út-
varpi um hið glæsta tímabil í is-
lenskri sögu, þegar viðreisnar-
stjórnin fór með völd á íslandi
árin 1960—1971 undir forystu
Sjálfstæðisflokksins. Ég man
það tímabil eins og það hefði
gerst fyrir stuttu síðan, en þó
eru liðið tólf ár frá því að því
lauk og hver vinstri stjórnin a(
annarri tók við með þeim
hörmulegu afleiðingum sem
allstaðar blasa við i þjóðfélagi
okkar. Á þeim árum þegar ólaf-
ur Thors, Bjarni Benediktsson
og Jóhann Hafstein stýrðu þjóð-
arskútunni var meiri velmegun á
íslandi en fyrr og síðar, sérstak-
lega á fyrra tímabili viðreisnar-
stjórnarinnar frá 1960—67 og
ríkti þá sæmilegur friður á
vinnumarkaði. Verðbólgan var
þá i lágmarki og almenn bjart-
sýni rikjandi um hag lands og
þjóðar. í þessum ágæta þætti
Eggerts Þórs Bernharðssonar
var rakið tímabil viðreisnarinn-
ar og Gunnar Helgi Kristinsson,
stjórnmálafræðingur fór lofsam-
legum orðum um þann stöðug-
leika sem þá ríkti í íslenskum
stjórnmálum.
SrtísSm
Sími 85000.
VEmHGAHUS
HÚS GÖMLU DANSANNA.
GÖMLU DANSARNIR
f KVÖLD FRÁ KL. 9—2.
Hljómsveitin Drekar, söngkona Mattý Jóhanns.
Mætið tímanlega. Aöeins rúllugjald.
ric/ansal(lúUurinn
Dansað í Félagsheimili
Hreyfils í kvöld kl. 9—2.
(Gengið inn frá Grensásvegi.)
Hljómsveit Jóns Sigurössonar og söngkonan
Kristbjörg Löve. Aðgöngumiöar í síma 85520 eftir
kl. 17.
1 I
| Diskótek I
[öjOpiö í kvöld 10—3 Aðgangseyrir kr. 80gj
BjSjBlBlElEiiElElElElEiEiElETElElEIBlElGlEn
Metsölutíaðá hvetjum degi!