Morgunblaðið - 20.08.1983, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983
37
m
ww
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
^ TIL FÖSTUDAGS
, ...............*—•
■ • • ^JjTj •»,*•* PíSB
«•- •«••• ••*••*»*
t , ii ir-v ***^
f a r sk:i, p ♦
Þökk og kveðja til
stjórnenda Farskips
Þórarinn Þórarinsson fri Eiðum
skrifar.
„Ágæti Velvakandi.
Fyrr í sumar barst mér og 39
öðrum ellilífeyrisþegum tilboð frá
Farskip hf. um ferð til Skotlands á
lækkuðu verði — tilboðsverði eins
og það heitir í verslunum.
Auk skemmtimöguleika um
borð í ms. Eddu, sem ekki eru fáir,
var okkur boðið í bílferð til Edin-
borgar, þar sem gist var á fínna
hóteli en ég hef áður kynnst hvað
allan innri búnað snertir. Áður en
til gistingar kom, var skyggnst um
í Princes Street sem talin er ein
fegursta gata veraldar. Næsta
dag, sunnudaginn 7. ágúst, var
fyrst ekið á mikinn útimarkað,
markaður þessi er haldinn á
hverjum sunnudagsmorgni, allt
árið, nema að sunnudag beri upp á
jóla- eða nýársdag, og gerðu
margir þar góð kaup. Síðan var
haldið til Edinborgarkastala og
hann skoðaður, af þeim er það
vildu, en allmargir höfðu verið þar
áður. í kastalanum, hinni fornu
höll Skotakonunga, er margt að
sjá, þótt ekki verði hið forna kon-
ungafólk öfundað af húsakynnun-
um ... Þegar ekið var til baka að
minnismerki Walters Scott í
Prinsessustræti, mættust þar allir
ferðafélagarnir. Áður en endan-
lega var lagt af stað, var blóma-
klukkan sem er rétt hjá fyrr-
nefndu minnismerki, skoðuð og að
henni dáðst, en hún hefur gengið í
400 ár.
Á leiðinni útúr borginni ók
okkar ágæti bílstjóri framhjá
ýmsum þekktustu byggingum í
Kveðja til
Halldórs á
Drykkjubóli
Eiríkur Eiríksson sendi
Vclvakanda þetta erindi, sem
er kveðja til Halldórs á
Drykkjuhóli.
Drífa frá Drykkjuhóli
djarfmæltar greinar stæltar.
Háðung og hroka settar
heilræðaklausur veilar.
Fjúka með fúlar stökur,
flatrímið snilli glatar.
Skeiðtregur skáldafákur
skokkar á höstu brokki.
borginni sem sem Edinborgar-
háskóla. Víðfrægum háskóla í
undurfagurri byggingu, þar sem
Magnús Magnússon, vinur okkar
úr sjónvarpinu, var eitt sinn heið-
ursrektor. Næstu nótt var gist í
New-Castle við ágætan aðbúnað.
Á leiðinni til og frá Edinborg
var Guðni Þ. Guðmundsson,
organleikari Bústaðakirkju, farar-
stjóri og honum til aðstoðar Ingi-
björg Marteinsdóttir, söngkona.
Liprari og geðþekkari leiðsögu-
menn eru áreiðanlega vandfundn-
ir. Návist þeirra og framkoma
bókstaflega yngdi okkur upp,
gamla fólkið. Guðni kom með
nikkuna sína aftur í bílinn og spil-
aði eftir óskum fólks hvert lagið á
fætur öðru, sungu flestir og áreið-
anlega allir þegar sungið var
„Ólafur reið með björgum fram“
og Ingibjörg söng forsönginn í há-
talarann. Fram í sungu áreiðan-
lega allir. Þau Ingibjörg og Guðni
skemmtu einnig í skipinu og fórst
það forkunnar vel. Auk þeirra,
skemmti Ingveldur Hjaltesteð,
óperusöngkona, og telur sá er hér
segir frá, hana eina af glæsi-
legustu söngkonum, sem við ís-
lendingar höfum eignast í seinni
tíð. Hjá Ingveldi fer það allt sam-
an sem prýða má eina söngkonu,
geysivítt raddsvið, raddstyrkur,
svo af ber, tóngæði og framkoma á
sviði. Naut þó rödd hennar sín
hvergi nærri sakir lélegs hljóm-
burðar í salnum, þar sem sungið
var.
Síðasta daginn á skipinu brá
Róbert Arnfinnsson sér í gerfi
Fiðlarans á þakinu og fataðist
hvergi, fremur en endranær.
Fyrir alla þessa ágætu skemmt-
un og leiðsögn þökkum við hjónin.
Þykist ég vita að undir þá þökk
taki allt okkar ágæta samferð-
afólk. Þá vil ég ekki gleyma rútu-
bílstjóranum, sem ók okkur norð-
ur til Edinborgar og aftur til baka,
ef einhver er þess umkominn að
skila því.
Að endingu færi ég stjórnend-
um Farskips hugheilar þakkir
fyrir „Tilboðið" sem reyndist hið
besta í hvívetna.
Hótunarbréf í
stad ítrekunar
Ólafur Eliasson hringdi
Mig langar að minnast aðeins á
Brunabótafélag íslands, sem ég
hef átt viðskipti við í þrjátíu ár.
Þannig er að ég var að fá hótunar-
bréf frá þeim vegna vanskuldar
upp á átta hundruð krónur. Er
sökin að sjálfsögðu mín, þó kont-
órar þessarar stofnunar, sem og
margra annara, séu ekki opnir
nema á þeim tímum sem vinnandi
fólki er ómögulegt að komast
þangað. Það sem mér finnst óhæft
við þetta bréf er, að í því er hótun
um að húseign mín verði seld
vegna vanskilanna. Þetta finnst
mér mikil ókurteisi, því vissulega
vita þeir tryggingamenn að svona
vanskuldir verða greiddar og hefði
þeim nægt að senda ítrekunarbréf
í stað hótunar.
„Góðan daginn
Grindvíkingur“
Margrét Ámadóttir hringdi og
bað lesendur Velvakanda að láta
vita ef þeir kynnu framhald á vísu
sem byrjar svo:
Góðan daginn Grindvíkingur,
gott er veðrið.
Einnig væri gaman að fá nafn
höfundar ffa þeim, Grindvíking-
um sem öðrum, sem þekkja vís-
una.
Vekjum athygli
útlendinga
á umhverfinu
íslendingur skrifar:
„Mér finnst nú kominn tími til
að við íslendingar bendum þeim
erlendu mönnum sem hingað
koma á, að landið okkar er ekki
svæði sem þeim leyfist að fara um
eftir vild. Þetta á bæði við um
ferðamenn og sérstaklega þá sem
nú eru hingað komnir til að þeysa
um landið í rall-akstri, sem ugg-
laust veldur spjöllum á náttúr-
Þessum útlendingum, sem eru
stórmóðgaðir yfir því að geta ekki
farið um landið eftir eigin geð-
þótta, á að vísa úr landi ef þeir
geta ekki borið virðingu fyrir því
landi sem þeir eru í. Þeir geta þá
farið til síns heima og valdið nátt-
úruspjöllum þar, en látið vera að
koma til íslands til slíkra verka."
GÆTUM TUNGUNNAR
Heyrst hefur: Þeir fóru í sitthvora áttina.
Ekki mun talið rangt að segja: Þeir fóru sinn í hvora
áttina.
En best færi: Þeir fóru í sína áttina hvor.
Snoghöj Fokehöjskole er
norrsenn lýöháskóli
sem nær yfir ýmis norræn viðfangsefni t.d. getur
þú valiö á milii margra tilboöa: hljómlist,
bókmenntir, vefnaöur, keramik, samfélagsfræöi,
sálfræöi o.fl.
Þú munt hitta marga nemendur frá hinum
Noröurlöndunum, og farið veröur í kynnisferðir,
til Noröurlanda.
Námskeióstímabil
31/10—21/4
eöa
2/1 — 21/4
Skrifió eftir nýrri stundaskrá
SNOGHÖJ
NORDISK FOKEHÖJSKOLE,
DK 7000 Federlcia
Flug og bíll
á einstöku verði
Viö bjóöum flug til Amsterdam og glæsilegan bilaleigubíl á verði
sem á sér enga hliöstæðu í íslenskum ferðatilboðum.
Brottfarardagar:
September: 2, 9, 20.
Verð frá kr.9.706.-
Miöað við fjóra í bílaleigubil í A-flokki i eina viku.
Barnaafsláttur kr. 4.000.
Innifaliö: Flug til og frá Amsterdam, bilaleigubíll, ótakmarkaöur
kílómetrafjöldi, allar nauðsynlegar tryggingar, og söluskattur
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899