Morgunblaðið - 20.08.1983, Side 40
^Auglýsinga-
síminn er 2 24 80
^^Lskriftar-
síminn er 830 33
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983
Illa horfir með kornræktina:
Bændur jafiivel farn-
ir að beita á akrana
„ÞAÐ lítur illa út með kornið
eins og annað á þessu hörmung-
arsumri,“ sagði Eggert Ólafsson,
bóndi á Þorvaldseyri undir Eyja-
fjöllum, f samtali við Mbl. er
hann var inntur eftir því hvernig
útlitið væri með kornuppskeruna
í ár.
Eggert hefur ræktað korn á
Þorvaldseyri í 20 ár og sagði
hann að þetta væri erfiðasta
kornræktarsumarið þann tíma
og reyndar sagðist hann ekki
hafa lifað annað eins sumar.
Hann sáði korni í 9 hektara í
ár, sem er heldur meira en
áður. Sagði hann að 2—3 hekt-
arar væru alveg ónýtir en sumt
liti ekki eins illa út og hefði
skriðið aðeins eftir síðustu
mánaðamót. Sagði Eggert að
enn væri ekki vonlaust með
einhverja uppskeru ef haustið
yrði gott, enda myndi hann þá
láta það standa eins lengi og
mögulegt væri. „Maður fær
mikla reynslu út úr þessu
sumri," sagði Eggert, „því ef
hægt er að rækta korn á sumri
sem þessu þá er það alltaf
hægt.“
Mbl. hefur þær spurnir frá
þeim svæðum öðrum sem
kornrækt er stunduð að þar sé
útlit jafnvel enn verra en á
Þorvaldseyri. í Landeyjum eru
sumir bændur jafnvel farnir að
beita kúm á kornakrana og í
Þykkvabænum þar sem kart-
öflubændur rækta korn til að
hvíla kartöfluakrana, eru
menn vondaufir um að nokkurt
korn fáist í haust.
Guðlaugur Árnason í Eyrartúni á
einum kornakri sínum í Þykkvabæ.
Myndin er tekin í byrjun ágúst.
Morgunbladió/Guðjón.
Stórlaxa-
veiði í
Vatnsdalsá
MIKLA athygli hefur vakið
hversu stór sá lax hefur verið að
meðaltali, sem veiðst hefur í
Vatnsdalsá í sumar. Mbl. fékk þær
upplýsingar í veiðihúsinu við ána í
gær, að meðalþungi laxa í sumar
væri sennilega í kringum 12 pund,
sem er óvenjulega mikið. Mun
fleiri mjög stórir laxar hafa og
veiðst í Vatnsdalsá í sumar en í
öðrum ám, einn 25 punda, þrír 24
punda, tveir 22 punda og margir
17—21 punda.
Sji nánar „Eru þeir
fá’ann?" á miðopnu.
að
Fyllt að stöplum Borgarfjarðarbrúar
„Þetta er sandbotn og eru álarn-
ir alitaf að breyta sér, þetta er
alltaf á hreyfingu," sagði Bjarni
Fjólublár þúsund
króna seðill og
tíu króna peningur
NÚ ER verið að vinna að hönnun
nýs þúsund króna seðiis og tíu
króna myntar, sem ráðgert er að
koma í umferð næsta vor. Að
sögn Stefáns Þórarinssonar hjá
Seðlabankanum felst í þeim
hugmyndum um útlit seðilsins,
sem liggja fyrir, að á framhlið
seðilsins verði mynd af Brynjólfí
biskupi Sveinssyni, en á bakhlið-
inni Brynjólfskirkja í Skálholti.
Hins vegar verða fjórar loðnur á
annarri hlið 10 króna myntarinn-
ar og landvættirnar fjórar á
hinni.
Stefán sagði að nú færi fram
undirbúningsvinna að hönnun
þessara gjaldmiðla, en við-
skiptaráðherra þyrfti síðan að
samþykkja þær tillögur um út-
lit þeirra sem hér um ræðir. í
drögum að þúsund króna seðl-
inum er gert ráð fyrir að hann
verði fjólublár, en tíu króna
peningurinn úr sömu - málm-
blöndu og 5 krónu myntin. Að-
spurður um ástæðu þess að
ráðist var í að hanna þessa
nýju gjaldmiðla kvað Stefán
vera þá að því miður þyrfti sí-
fellt að vera að endurskoða þá
vegna hinnar miklu verðbólgu
sem hér hefur verið undanfar-
in ár. Hann sagði að lokum að
sömu aðilar önnuðust undir-
búning hönnunar þúsund kr.
seðilsins og 10 króna myntar-
innar og teiknuðu þá verðmiðla
sem nú væru í umferð, þ.e.
Auglýsingastofa Kristínar og
Þröstur Magnússon.
Johansen, tæknifræðingur hjá
Vegagerðinni í Borgarnesi, í sam-
tali við Mbl., en Vegagerðin var
þrjá daga í þessari viku að setja
grjótmulning og möl að þremur
stöplun Borgarfjarðarbrúarinnar
sem grafist hafði frá. Bjarni sagði
að brúin væri ekki í neinni hættu
en þeir mældu botninn þarna allt-
af reglulega til að fylgjast með
breytingum, en þessi uppfylling
núna væri tilraun til að hemja
sandinn
Sýningargestir virða fyrir sér „leynivopn“ Álafossmanna, ullarkanínu,
sem rekur ættir sínar til Himalajafjalla. MorginibiaóiA/Emiiía
Iönsýningin
hófst í gær
IÐNSÝNINGIN í Laugardalshöll
hófst síðdegis í gær. Er þetta yfír-
gripsmesta sýning sinnar tegundar
sem haldin hefur verið hér á landi,
en um 120 fyrirtæki taka þátt í
sýningunni. Margt var um mann-
inn í Höllinni í gær, boðsgestir
mættu klukkan fjögur og hlýddu á
setningarræður, en klukkan sex
var sýningin opnuð öllum almenn-
ingi.
Það er fjölmargt fróðlegt og
nýstárlegt á sýningunni, eins og
til dæmis ullarkanínur, sem Ála-
fossmenn sýna í sínum bás.
Þessar angórukanínur komu
fyrst til landsins fyrir tæplega
tveimur árum og er ætlunin að
blanda ull af þessum kanínum
saman við ull sauðkindarinnar
og fá þannig mýkra og léttara
hráefni. Fyrstu flíkurnar hafa
þegar verið unnar úr þessari ull-
arblöndu og eru þær til sýnis á
iðnsýningunni.
Einar Egilsson, verslunar-
stjóri hjá Álafossi, tjáði blaða-
manni að þessar kanínur kæmu
hingað til lands frá Þýskalandi,
en væru upprunnar frá Hima-
lajafjöllum. Það munu vera
rúmlega þúsund kanínur á land-
inu þegar, en af hverri kanínu,
fæst um eitt kilógramm af ull á
ári.
Iðnsýningin í Laugardalshöll
er opin um helgina frá klukkan
13 til 22, en á virkum dögum er
opið á milli 15 og 22. Sýningunni
lýkur þann 4. september.
Sjá nánari frásögn af
Iðnsýningunni bls. 5.
Lítill árangur af ál-
viðræðum í London
næsti fundur verður 6. september
„FUNDURINN gekk erfíðlega og
árangurinn er lítill sem enginn.
Þessari tilraun lýkur í kvöld,“
sagði Sverrir Hermannsson, iðnað-
arráðherra í samtali við Morgun-
blaðið í gærkveldi, þegar blaðið
leitaði fregna hjá honum af gangi
álviðræðna, sem hófust í London í
gærmorgun.
Sverrir sagði að það hefði ekk-
ert gengið saman, þetta væri
mjög erfitt mál og þungt fyrir.
Hann bjóst við að formaður
nefndarinnar, Jóhannes Nordal,
kæmi heim í dag, en í upphafi
var fremur gert ráð fyrir að
áframhaldandi fundarhöld yrðu í
dag. Það væri fyrst og fremst
orkuverðið sem strandaði á.
„Svisslendingarnir vilja ekki
borga það orkuverð sem við telj-
um okkur þurfa að fá og fyrr en
þeir eru búnir að sýna nægjan-
legan lit í sambandi við það, get-
um við ekki farið að ræða aðra
hluti í samningnum. Það er ekki
auðhlaupið að ná samkomulagi
og ég gerði mér engar gyllivonir,
eins og á þessu máli hefur verið
haldið í fortíðinni. Ég á helst von
á því að næsti fundur verði í
Sviss 6. september, en nú er ein-
mitt verið að ræða dagsetningu
næsta fundar," sagði Sverrir.