Morgunblaðið - 21.08.1983, Page 1
80 SÍÐUR
189. tbl. 70. árg.
SUNNUDAGUR 21. AGUST 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Houston í
sárum eftir
hvirfilbyl
Houston, Texas, 20. ágúst. AP.
tiLERBROT lágu á víö og dreif um
miöborg Houston í dag og fjöldi
íbúa verður án rafmagns á næstunni
eftir aö hvirfilbylurinn „Alicia“ þaut
um hlöö í borginni. Hreinsun er þeg-
ar hafin og halda þjóövarliðar vörö
um verzlanir og fyrirtæki unz dag-
legt líf færist í eðlilegt horf á ný.
Vitað er um átta dauðsföll af
völdum bylsins, sem átti upptök í
Mexíkóflóa og dundi á ströndum
Texas á fimmtudag með hundrað
áttatíu og fjögurra kílómetra
hraða á klukkustund. Á leið sinni
splundraði bylurinn gluggum
skýjakljúfa, reif tré upp með rót-
um og feykti hjólhýsum til eins og
eldspýtustokkum. Þegar leið á
föstudag rénaði vindhraðinn
smám saman niður í fjörutíu kíló-
metra á klukkustund og fjaraði út
í suðurhluta Oklahoma.
Að sögn lögregluyfirvalda í
Houston voru milli sextíu og fimm
og sjötíu manns teknir höndum
fyrir þjófnað. Tryggingasérfræð-
ingar segja að of snemmt sé að
veita upplýsingar um tjónið af
völdum bylsins, en talið er að i
heild nemi það milljörðum doll-
ara.
Barrskógar upp um allar hlíðar, sól, seglbretti, seglskúta, sléttur sjór. Ekki sumarmynd frá suövesturhorninu, svo mikið er víst. Þessi fallega mynd er
frá Eyjafiröi skammt út af Akureyri, höfuðstaö Norðurlands. Ljósm. KÖE.
Eftir hvirfilbyl
Pólland:
Herstjórnin leysti upp
rithöfundasambandið
Varsjá, 19. ágúst. AP.
PÓLSKA herstjórnin leysti í gær upp
pólska rithöfundasambandið og hef-
ur þar með lokiö afgreiöslu sinni á
hinum frjálsu verkalýösfélögum og
öörum hagsmunasamtökum í land-
inu, sem ógnuöu kommúnistastjórn-
inni árin 1980 og 1981 er Samstaða
var öflugust.
Hér var um 1.300 manna sam-
band að ræða og eldri stjórnar-
menn þess óttast að í kjölfarið
fylgi nýtt samband stofnað af yf-
Chile:
Landrækir velkomnir
Saníiago, Chile, 19. ágúst. AP.
HERSTJÓRNIN í Chile, undir for-
sæti Augusto Pinochets, sendi í gær
frá sér lista yfir þá pólitísku útlaga
sem heimiluð var landvist á ný. 1147
nöfn voru á listanum, þ.á m. margir
kunnir stjórnarandstæðingar og
andófsmenn.
Allt frá síðustu jólum hefur
stjórnin sent mánaðarlega frá sér
slíka lista og er sá nýjasti lang-
Sigldi sjónlaus
yfir Kyrrahafið
Honululu, Hawai, 20. ágúst. AP.
HANK DEKKER sigldi fleyi sínu
heilu í höfn í dag og er hann fyrsti
blindi maðurinn til aö feröast ein-
samall sjóleiöis frá San Fransisco til
llawai.
Garpurinn hafði lagt úr höfn í
San Fransisco 27. júlí og ferðast
þrjú þúsund og átta hundruð kíló-
metra leið yfir hafið. Félagar sigl-
ingaklúbbs í Honululu fylgdu
Dekker til hafnar síðustu kíló-
metrana, en þar fögnuðu honum
skyldfólk, aðdáendur og frétta-
menn. „Hann sagði í byrjun að
hann myndi verða hér í dag,“
sagði kunningi hans móttöku-
nefndinni.
Skúta Dekkers, sem ber heitið
„Dökka stjarnan", er aðeins átta
metrar að lengd. Sagðist siglinga-
maðurinn hafa notað blindrakort
og blindraáttavita, „talandi"
klukku og siglingaútbúnað, er las
honum staðarákvarðanir upphátt.
Dekker sagðist hafa tekizt ævin-
týraferðina á hendur til að „sanna
fyrir bækluðu fólki að það gæti
gert nýja hluti" og þyrfti ekki að
vera eftirbátur annarra.
Pinochet.
stærstur til þessa. Tveir kunnir
andstæðingar Pinochet-stjórnar-
innar fá nú leyfi til að flytja aftur
til Chile, Jaime Castillo, hug-
myndafræðingur úr Kristilega
demókrataflokknum og fyrrum
dómsmálaráðherra, og Gerardo
Espinosa, innanríkisráðherra í
forsetatíð Salvador Allende. Cast-
illo hefur búið í Venezuela síðustu
árin. Hann sagði í samtali við
fréttaskýrendur að hann væri
hinn kátasti með tíðindin, en gat
þess jafnframt að enn væru þús-
undir Chilemanna í nauðugri út-
legð.
irvöldum og skipað þeim rithöf-
undum sem sætta sig við að
stjórnvöld ritskoði öll sín verk.
Félagar í hinu uppleysta sam-
bandi muni því lítið erindi eiga í
slíkt félag, enda hafa þeir flestir
vegna ritskoðunar í landinu fengið
verk sín prentuð í neðanjarðar-
prentsmiðjum, eða þá erlendis.
Rithöfundasambandið var löngum
talið síðasta vígi frjálsrar hugsun-
ar í Póllandi og einn stjórnarmað-
ur þess sagði að þessi atburður
yrði til þess að pólskir mennta-
menn myndu einangra sig enn
meira frá stjórnvöldum landsins
og myndi áhrifa þess gæta um
„ókomin ár“.
Talsmenn innan pólska mennta-
málaráðuneytisins neituðu að
ræða við fréttaskýrendur, hins
vegar greindi hin opinbera frétta-
stofa PAP frá atburðinum. Þar
sagði að hin 32 manna stjórn sam-
takanna hefði látið þá félaga sína
vaða hvað mest uppi sem áttu
mest pólitísk samskipti við and-
ófsmenn bæði í Póllandi og er-
lendis. „Störf þessara manna unnu
gegn hagsmunum stjórnvöldum og
pólsku þjóðinni í heild."
Talið er að ýmsir hinna hófsam-
ari í pólsku herstjórninni, þ.m.t.
forsetinn, sjálfur Jaruzelski hers-
höfðingi, hafi mánuðum saman
freistað þess að ná samkomulagi
við rithöfundasambandið, deilu-
málin hafi hins vegar verið of
viðamikil til að slíkt gæti heppn-
ast.
Rússland:
Spilltur lögreglu-
foringi settur af
Moskva, 19. ágúst. AP.
UPPSTOKKUN hefur veriö gerð í umferðardeild sovésku lögreglunar, en
spilling innan þeirrar deildar þótti orðin mun meiri en góöu hófi gegndi. Um
foringjaskipti var að ræða, Valery Lukyanov, sem setiö haföi síðan 1968, var
látinn víkja, en í staö hans var skipaður j firmaöur deildarinnar Viktor Piskar-
Að undanförnu hefur verið and-
spillingarhreyfing í gangi í Sovét-
ríkjunum og Yuri Andropov, for-
seti og aðalritari, þannig freistað
þess að auka vinnuaga og þvíum-
líkt til að beita gegn fremur döpru
efnahagslífi. Þessi breyting innan
lögreglunnar virðist liður í þessari
hreyfingu.
Sovésk alþýða frétti af breyting-
unni með hefðbundinni Kremlað-
ferð. Engin opiber tilkynning var
gefin út, hins vegar las alþýða
manna í dagskrá sjónvarps, sem
birtist í Prövdu í gær, að Piskarev,
yfirmaður umferðardeildar sov-
ésku lögreglunar, myndi kynna
nýjan þátt um umferðaröryggi
sama dag.