Morgunblaðið - 21.08.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983
5
Fjórði þáttur Fnimskógarævintýra verður í dagskrá sjónvarps kl. 18.30 og
nefnist hann Fuglaparadís. Hann er tekinn upp í Bharatpur á Indlandi en þar
er stærsta griðland fugla í Asíu. í þættinum kynnumst vð mörgum tegundum
fugla, svo sem storkum og hegrum, og við fylgjumst með þeim þegar þeir
veiða fisk, para sig og byggja hreiður.
Landbúnaðar-
mál kl. 9.45:
Aðalfundur
Stéttarsam-
bands bænda
Á dagskrá hljóðvarps kl. 9.45 er
þátturinn Landbúnaðarmál. Um-
sjónarmaður er Óttar Geirsson.
— í þættinum ræði ég við
Inga Tryggvason, formann
Stéttarsambands bænda, sagði
Óttar. — Hann segir okkur frá
aðalfundi stéttarsambandsins
og helstu málefnum sem þar
verða á dagskrá, en það eru
efnahags-, sölu- og framleiðslu-
mál. f lokin ræðum við svo lítil-
lega um horfur í landbúnaði
vegna tíðarfarsins.
Ingi Tryggvason
Lífæð Louisiana
Á dagskrá sjónvarps kl. 21.15 á mánudag er bresk heimildarkvikmynd
sem fjallar um Missisippifljót og það landsvæði sem því tengist. Miklar
framkvæmdir hafa átt sér stað við fljótið t.d. virkjanaframkvæmdir,
skipastigagerð og árveita en þetta hefur stofnað náttúru og lífríki á
þessum slóðum í hættu auk þess sem ósar fljótsins í Louisiana eru í
hættu við að hverfa.
Út og suður kl. 10.25:
Bandarísk
lögfræði
Á dagskrá hljóðvarps kl.
10.25 er þátturinn Út og suður
í umsjá Friðriks Páls Jónsson-
ar. í þessum þætti segir Dr.
Gunnlaugur Þórðarson frá
ferð til Washington og New
York í vor. Þetta er fyrri hluti.
— Við fórum þrjátíu ís-
lenskir lögmenn, í maí síðast-
liðnum, til Washington og
New York, sagði Dr. Gunn-
laugur. Þarna kynntum við
okkur störf lögfræðinga, lög
og dómstóla.
Dr. Gunnlaugnr Þórðarson
Jersey
Frakkland
Sumarhus
og Tívolí
á sama stao
%
23. ágúst Uppselt
30. ágúst
(Mögulegt aö framlengja)
Bráöskemmtileg nýjung fyrir fjölskylduna sem vill stanslaust Tivoli-
fjör i sumarleyfinu án aukakostnaöar. Gist verður i sumarhúsum viö
Pony Park, einn stærsta Tívoligarö Hollands. Innifalinn i veröi
ferðarinnar er frjáls aögangur að öllum tækjum, leikjum og sýningum
í Pony Park og bílaleigubill aö auki!
Verödæmi: 4 saman i húsi kr.10.600.- Barnaafsláttur kr. 4.000,-
Heildarverð fyrir 4ra manna fjölskyldu aðeins kr. 34.000,-
Innifaliö: Flug til og frá Amsterdam, gisting i sumarhúsi og ókeypis
aðgangur að Pony Park, bílaleigubill af A-flokki iviku, ótakmarkaöur
kilómetrafjöldi, allar nauðsynlegar tryggingar og söluskattur
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
3 vikur 26. ág. - 16. sept.
Einstakt tækifæri fyrir sóldýrkendur og fagurkera: Við sameinum í
einni ferö ósvikna sólarferö á ævintýraeyjuna Jersey og bráö-
skemmtilega rútuferð meö viðkomu í Amsterdam, Brussel, Paris,
Orleans, Luxembourg og víöar.
Verð Kr. 35.500.-
Innifalið: Flug til og frá Amsterdam, rútuferö um Holland, Belgíu,
Luxembourg og Frakkland, hótelgisting m/hálfu fæöi, vikudvöl á
Jersey, ferjuferðir, fjöímargar skoðunarferðir og islensk fararstjórn.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899