Morgunblaðið - 21.08.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983
23
lega víða f Sovétríkjunum. Þar
sem hlýjast var, var hitinn yfir
átta stigum yfir meðallagi."
Hvað gæti þetta þýtt fræðilega?
„Það er mjög um það deilt
hvernig á þessu stendur og það
þarf lengra tímabil tii að segja
nákvæmlega til um hvað þarna er
á seyði. Það er hugsanlegt að þetta
sé ekki hluti af neinni þróun held-
ur sé þarna bara um tilviljun að
ræða. En ef þetta er þróun þá þýð-
ir það, að við munum fyrr eða síð-
ar njóta góðs af þessum hlýind-
um.“
Mér leiðast ferðalög
Við víkjum nú talinu inn á ögn
persónulegri brautir og ég spyr
Trausta hvað hafi vakið áhuga
hans á veðurfræði og hvernig það
atvikaðist að hann ákvað að leggja
þá fræðigrein fyrir sig.
„Ég hef ekki hugmynd um það.
Ég veit ekki hvort þetta hefur ver-
ið einhver köllun frá barnsaldri
eða bara tilviljun. Ég gaf út mína
fyrstu vel heppnuðu veðurspá þeg-
ar ég var níu ára og hún var svo
vel heppnuð að ég myndi aldrei
geta leikið það eftir í dag. Ég hef
enga hugmynd um á hverju ég
byggði þessa spá, en af einhverj-
um ástæðum spáði ég þrumuveðri
og var ekki í neinum vafa um að
spáin myndi rætast. Og það gerði
þrumuveður og það meira að segja
verulegt. I dag myndi mér aldrei
detta í hug að spá þrumuveðri, það
er bara ekki gert hérlendis."
Hefurðu oröið fyrir vonbrigðum
með þetta starfsval, og í framhaldi
af því, hvað er skcmmtilegast og
hvað er leiðinlegast við veðurfræð-
ina?
„Nei, ég hef ekki orðið fyrir
vonbrigðum með veðurfræðina.
Þetta starf hentar mér ágætlega.
Eitt það skemmtilegasta sem fyrir
kemur í starfinu er auðvitað þegar
maður gerir mjög glæsilega veð-
urspá sem heppnast, en jafnframt
er mjög leiðinlegt þegar glæsileg
veðurspá fer alveg í vaskinn, eins
og fyrir kemur stundum."
Nú liggið þið veðurfræðingar
stundum undir ámæli fyrir að það sé
ekkert að marka sem þið eruð að
spá. Hvað segið þið sjálfir um þetta?
„Það er náttúrulega vitleysa.
Það er töluvert mikið að marka
þetta, en við gerum okkur full-
komlega grein fyrir því, að megnið
af þeim veðurspám sem við send-
um út skipta mjög litlu máli.
Oftast er veðrið þannig að það
truflar ekki marga. Til dæmis
þessi rigning í dag, ef ekki hefði
verið þessi gríðarlega óþurrkatíð
að undanförnu hefði hún ekki
truflað nokkurn mann eða valdið
neinum áhyggjum. Hins vegar
þegar vond veður gerir, kannski
skyndilega eða þegar þurrkglæta
kemur í óþurrkatíð, þá skipta veð-
urspár verulegu máli. Og til allrar
hamingju held ég að ekki sé nokk-
ur vafi á því að Veðurstofan greiði
þjóðfélaginu fullkomlega, og raun-
ar miklu meira, en þann kostnað
sem í þessa veðurþjónustu er lagð-
ur. Veðurstofan er örugglega í
gegnum árin búin að bjarga mörg-
um mannslífum, þó hún sé nátt-
úrulega engan veginn almáttug í
þessum efnum, og ef Veðurstofan
starfaði ekki þá færu hér alls kon-
ar verðmæti forgörðum. Annað
mál er, að auðvitað væri hægt að
gera betur ef Veðurstofan fengi
aðstöðu til þess. En það eru erfiðir
tímar núna hvað fjárhaginn varð-
ar eins og allir vita.“
Hafid þið nokkuð orðið varir við
að fólk sé önugra í ykkar garð þegar
þið spáið svona ótíð dag eftir dag og
viku eftir viku?
„Nei, nei, það getur svo sem vel
verið að þetta sé okkur að kenna
en það eru líka jafnar líkur á því
að þetta sé mannvonsku og spill-
ingu þjóðarinnar að kenna, „guðs
hegningar straff" eins og fólk
kallaði það í gamla daga, þótt ég
hafi nú raunar litla trú á því. En
þeir voru vissir um það fyrir 200
árum og það er í sjálfu sér ekkert
verri skýring en hver önnur."
Nú eruð þið veðurfræðingar þjóð-
kunnir menn og nánast heimilisvinir
á hverju heimili í landinu. Háir þetta
ykkur eitthvað í starfinu?
„Nei, í sjálfu sér ekki, en þetta
hefur bæði kosti og galla. I raun-
inni er þetta hlægilegt að flestu
leyti þvi maður verður var við að
fólk gerir sér alls konar vitleysis
hugmyndir um það hvernig við sé-
um, bæði ég og aðrir þarna og
undantekningalítið er þetta bull
og vitleysa.“
Er ekki algengt að ókunnugt fólk
gefl sig á tal við þig, eins og um væri
að ræða gamlan kunningja, t.d. á
skemmtistöðum?
„Jú, það kemur fyrir og yfirleitt
eru menn kurteisir og þægilegir og
undantekning ef annað er. Annars
fer ég aldrei á skemmtistaði nú
orðið og það getur vel verið að ég
noti þetta sem afsökun til að
sleppa við að fara, ég veit þó ekki
hvort ég færi nokkuð oftar þótt
þetta kæmi ekki til. En þá sjaldan
ég hef villst inn á svona staði hef
ég orðið var við, að það er helst
þar sem liðkast um málbeinið á
fólki. En þetta er allt í lagi fram
yfir miðnætti þannig að maður
lætur kannski nægja að fá sér að
borða og fer svo fljótlega upp úr
því. En í þessu sambandi má geta
þess að það er til fólk á íslandi
sem horfir ekki á sjónvarp og
þekkir okkur þar af leiðandi ekki,
og yfirleitt reynir maður að heilsa
slíku fólki með handabandi."
Svo við snúum okkur að öðru.
Hvað með sumarleyfin t.d., leitar þú
á heitari staði í sumarleyfinu?
„Nei, mér leiðast ferðalög, það
er að segja meðan á þeim stendur
þótt stundum geti verið gaman af
þeim eftir á. En þetta er nú hlutur
sem sjálfsagt getur breyst þótt
svona liggi í mér þessi árin. Ég er
búinn með sumarleyfið mitt núna
og gerði hreinlega ekki neitt í því.
Ég fór í sumarfrí í júní og þóttist
vera nokkuð óheppinn með veður,
en sé það núna að ég hef bara ver-
ið ákaflega heppinn með það, því
júlí og ágúst hafa verið ennþá
verri. Það komu þrátt fyrir allt
tveir ljómandi dagar í júní."
Trausti var nú að verða of seinn
á vaktina svo ég spyr hann að lok-
um hvort hann lumi á einhverjum
hughreystingarorðum á þessum
siðustu og verstu tímum, hvað
með hitabylgjuna t.d., sem búið
var að lofa okkur?
„Þetta með hitabylgjuna er ein-
hver völvuspá, sem gaman væri að
vita hvaðan er runnin. Þetta fer
auðvitað eftir því hvað við köllum
hitabylgju. Hitabylgja, eins og
verið hefur í Evrópu að undan-
förnu með 30 til 40 stiga hita, er
auðvitað útilokuð hér. En svona
heiðarleg hitabylgja með 18 til 21
stigi er ekki óhugsandi þótt það sé
fátt núna í augnablikinu sem
bendi til að hún komi á næstunni.
Það er því fátt sem ég get sagt
mönnum til hughreystingar nema
þá kannski það, að af tvennu illu
er betra fyrir okkur að hafa lang-
varandi vætutíð en þurrka, því að
ef ekki myndi rigna hérna af og til
væri landið gjörsamlega óbyggi-
legt.“
Og með það var Trausti rokinn á
vaktina, væntanlega til að spá
fyrir okkur áframhaldandi ótíð.
— Sv.G.
Trausti er orðinn eitt af fjölmörgum fórnardýrum Sigmunds.
LOKAÐ
Vegna sumarleyfa veröur fyrirtæki okkar lokaö dag-
ana 22.—29. ágúst.
Jón Jóhannesson & Co.,
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu.
/ f f
AVOXTUNSf^
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Ávöxtun sf. annast kaup og sölu veröbréfa, fjár-
vörslu, fjármálaráögjöf og ávöxtunarþjónustu.
íþrótt er auðbær!
Islendingar
Rétt ávöxtun sparifJár
er besta kjarabótin í dag.
Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs
Gengi 22.08.83
Ár Fl. Sg./ 100 kr. Ár Fl. Sg./ 100 kr. Gengi
1970 2 15.962 1977 2 1.516 Óverdtryggð
1971 1 13.711 1978 1 1.206 Veöskuldabréf
1972 1 13.147 1978 2 969 Ar 20% 47%
1972 2 10.347 1979 1 839 1 63,0 77,2
1973 1 7.982 1979 2 625 2 52,6 70,3
1973 2 8.059 1980 1 534 3 45,4 65,3
1974 1 5.084 1980 2 404 4 40,1 61,4
1975 1 4.022 1981 1 347 c fifi 4
1975 2 2.958 1981 2 262 D 00,4
1976 1 2.595 1982 1 245
1976 2 2.125 1982 2 183
1977 1 1.779 1983 1 142
Kaupendur
óskast
að góðum
verðtryggðum
veðskuldabréfum.
Höfum
kaupendur
að óverðtryggðum
veðskuldabréfum.
Öll kaup og sala verðbréfa miðast við daglegan
gengisútreikning. Hringið og kynnið ykkur kjörin.
Ávöxtun ávaxtar fé þitt betur
ÁVÖXTUNSf^
LAUGAVEGUR 97 - 101 REYKJAVÍK
OPIÐ FRÁ10 — 17 -SÍMI 28815