Morgunblaðið - 21.08.1983, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.08.1983, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fiilltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakið. Idag, 21. ágúst, eru rétt fimmtán ár síðan herir Varsjárbandalagslanda undir forystu Sovétmanna réðust inn í Tekkóslóvakíu til að kæfa frelsisneistann sem fengið hafði að blakta þar í nokkra mánuði og kenndur er við „vorið í Prag“. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur verið stalínsstjórn í Tékkóslóvakíu. Arch Puddington, bandarískur sérfræðingur í málefnum kommúnistalandanna, hefur lýst þróun mála í Tékkóslóv- akíu síðan 1968 með þessum orðum: „Aðeins á tímum menningarbyltingarinnar í Kína hefur með kerfisbundn- ari hætti en á vegum tékkn- eskra kommúnista verið staðið að „hreinsunum" á tals- mönnum óæskilegra pólitískra viðhorfa í kommúnistaríki síð- an Stalín leið. í heild er talið að ein milljón Tékka (af 15 milljónum) hafi orðið fyrir barðinu á flokksvélinni með fangelsunum, brottvísun, at- vinnumissi, stöðulækkunum, missi „réttinda" til að gefa út eða sýna listaverk og ofsókn- um skólayfirvalda í garð barna — síðasta þvingunarað- gerðin er harðlínumönnunum í Prag einkar kær.“ Upphafsmenn „vorsins í Prag“ voru flestir innan kommúnistaflokksins og hinar stalínísku aðgerðir skjólstæð- inga Kremlverja hafa því leitt til þess að um 20% félaga í flokknum hafa verið gerðir brottrækir. Þessar hreinsanir voru miklar meðal flokks- bundinna kennara, en einum þriðja þeirra var kastað fyrir borð og þeir flestir reknir úr störfum.sínum. Kennslubækur voru bannaðar og nemendum var meira segja skipað að rífa undir forsjá kennara sinna pólitískt óæskilegar blaðsíður úr skólabókum. Ritskoðun var framfylgt af svo mikilli hörku að bannaðar voru setningar í sígildum leikritum áf ótta við að áhorfendur kynnu að túlka þær sem gagnrýni á stalíniska stjórnarhætti. Menningar- starfsemi var fjötruð innan marxismans-lenínismans og hernaðarandi var blásinn skólabörnum í brjóst. Arch Paddington segir: „Önnur aðferð að fordæmi Stalíns var að hvetja börn til að skýra réttum yfirvöldum frá þeim pólitísku viðhorfum sem kennarar þeirra létu í ljós, en þessi aðferð var einnig mikið notuð af nasistum. Stundum settu foreldrar „með heilbrigðar flokksskoðanir" segulbandstæki í skólatöskur barna sinna með fyrirmælum um að þau festu hvert orð kennarans á band.“ Þessar lýsingar á þeim stjórnarháttum sem Kreml- verjum voru þóknanlegastar eftir innrásina í Tekkóslóv- akíu 21. ágúst 1968 og fylgt hefur verið af leppum þeirra í Prag síðan eru dæmi um öm- urleg örlög gamalgróinnar menningarþjóðar undir kommúnisma, þjóðar, sem ekkert hefur til saka unnið, en vildi fá að losna undan hlekkj- um sósíalismans. Innrásin í Tékkóslóvakíu breyttist í reiðibylgju meðal kommúnista á Vesturlöndum og sumir þeirra sögðu þá fyrst skilið við trú sína á óskeikulleika Kremlverja, þótt þessir stjórnarhættir sem hér er lýst og kenndir eru við Stalín hefðu ráðið ferðinni í kúgun- arherferð á hendur um og yfir 200 milljón íbúum Sovétríkj- anna síðan 1917 og leitt til þess að að minnsta kosti 60 milljónir manna misstu lífið. Og enn, 15 árum eftir innrás- ina 1968, rífast vestrænir kommúnistar um það hvort réttmætt hafi verið að lýsa andúð á Kremlverjum eftir innrásina í Tékkóslóvakíu og upptöku stalínisma þar að nýju eftir hið alltof stutta vor í Prag. Dag eftir dag má lesa grein- ar í Þjóðviljanum nú sumarið 1983 þar sem flokksbundnir alþýðubandalagsmenn eru að deila hver á annan fyrir að þeir séu of mikið eða of lítið hallir undir trúna á óskeikul- leika Kremlverja. Vegna þess að „friðarþing" kommúnista var haldið í Prag fyrir skömmu hafa örlög Tekkóslóv- akíu orðið hluti af þessari síð- ustu deilu innan Alþýðu- bandalagsins um skeggið á Karli Marx. Það er einkenni hennar að þátttakendurnir líta allir á sig sem fylgismenn þess kerfis sem mótar stjórn- arhætti í Tékkóslóvakíu en sumir þeirra segjast vilja að ásýnd þess sé önnur. „Þetta er enginn sósíalísmi, hvað þá kommúnismi," segja alþýðu- bandalagsmennirnir sem hall- mæla Kremlverjum síðan 1968. En hinir segja: „Hitt er mér sárast af öllu þegar „málgagn sósíalísmans" (Þjóð- viljinn, innsk. Mbl.) fylkir sér í fjandaflokkinn í áróðrinum gegn því ríki (Sovétríkjunum innsk. Mbl.), sem lagt hefur grundvöllinn að sigri sósíal- ismans í heiminum." Báðar tilvitnanirnar eru úr greinum í Þjóðviljanum hinn 19. ágúst 1983. Báðir höfundarnir, Arni Björnsson og Steingrímur Að- alsteinsson, eru burðarásar í Alþýðubandalaginu. Þeir sem utan Alþýðu- bandalagsins standa velta því fyrir sér hvaða tilgangi þessar deilur á síðum Þjóðviljans þjóni. Hvar er sósíalismi og kommúnismi til fyrirmyndar? Á Kúbu, í Kína, Víetnam, Afg- anistan, Albaníu, Norður- Kóreu (dýrðarrríki blaða- manns Tímans)? Innrásin í Tekkóslóvakíu og stalíns- stjórnin í landinu staðfesti að- eins enn einu sinni að frelsis- neistinn er helsta ógnin við sósíalisma og kommúnisma. Atburðirnir í Póllandi sýna það einnig. Alþýðubandalagið á íslandi getur þó ekki gert upp við þetta stjórnkerfi kúg- unar og harðstjórnar. Takist ekki að breiða yfir deilurnar um óskeikulleika Kremlverja innan flokksins leysist hann upp í frumeindir. Nú á tímum er ekki unnt að benda á skýr- ara dæmi um pólitísk vanþrif. Pólitísk vanþrif I ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Rey kj a víkurbréf $♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 20. ágúst ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Álvið- ræðurnar Þegar þetta er skrifað standa viðræður fulltrúa islensku ríkis- stjórnarinnar og Alusuisse enn yf- ir í London. Hittast aðilar nú í þriðja sinni síðan ný ríkisstjórn var mynduð og Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra Al- þýðubandalagsins, hvarf úr emb- ætti. Hjörleifur Guttormsson var iðnaðarráðherra frá 1. september 1978 til 26. maí 1983 að fjórum mánuðum frátöldum, frá október 1979 fram í febrúar 1980. Þegar litið er yfir ráðherraferil Hjörleifs Guttormssonar og hann metinn með hliðsjón af álmálinu kemur í ljós að illa var á málum haldið. Á fyrri hluta ráðherrafer- ils síns hélt Hjörleifur að sér höndum en tók á sprett í desember 1980 með sögufrægri yfirlýsingu um að besti kostur íslendinga í orkumálum væri að loka álverinu í Straumsvík. Um sömu mundir var hafin stórskotahríð á eiganda ál- versins, Alusuisse, og hafðar uppi getsakir um „sviksamlegt fram- ferði“ vegna súrálsverðs og voru ýmsir aðilar bæði erlendir og inn- lendir virkjaðir. í júlí 1981 var birt skýrsla breska endurskoð- endafyrirtækisins Coopers & Lybrand um „hækkun í hafi“ og í lok júlí 1981 var svonefnd álvið- ræðunefnd skipuð. Var fyrsti við- ræðufundurinn með fulltrúum Alusuisse 5. ágúst 1981. Næst hitt- ust aðilar í desember 1981. Hjörleifur Guttormsson ræddi við dr. Paul Muller, aðalsamn- ingamann Alusuisse, á fundi i mars 1982 og aftur í maí. Á fund- inum í maí lagði Hjörleifur fram það sem hann kallaði „sáttatilboð" þar sem hann gerði ráð fyrir að orkuverðið til álversins hækkaði frá 1. júlí 1982 úr 6.45 mills í 9.5 mills. Dró Hjörleifur tilboðið síð- an til baka þegar honum þótti Alusuisse vilja of langan tíma til að íhuga það. 10. nóvember 1982 sendi Alu- suisse samkomulagsdrög og Hjör- leifur Guttormsson ræddi við dr. Paul Muller 22. nóvember og 6.-7. desember 1982. Á síðari fundinum rofnaði samstaðan innan álvið- ræðunefndar vegna þess að fram- sóknarmenn sem áttu aðild að rík- isstjórn með Hjörleifi sættu sig ekki við þau vinnubrögð sem hann beitti í viðræðunum. Skiptust aðil- ar síðan á skeytum fram í mars 1983 án þess að rofaði til í deil- unni. Tilboð Hjörleifs Hjörleifur Guttormsson hitti þannig fulltrúa Alusuisse á fjór- um fundum án þess að honum tækist að þoka málum í samkomu- lagsátt. Hann lagði á þessum fundum fram eitt ákveðið tilboð um raforkuverð sem hann dró til baka og hækkaði sig síðar úr 9.5 mills í 12.5 mills. Hins vegar féllst Hjörleifur aldrei á það að full- trúar Alusuisse kynntu tilboð hans fyrir stjórn fyrirtækisins með þeim fyrirvara að Alusuisse hefði heimild til að stækka álverið í Straumsvík og strandaði málið ekki síst á þeirri neitun Hjörleifs, en stækkun álversins er forsenda þess að vænta megi enn hærra raforkuverðs frá álverinu en nefnt var í tveimur tilboðum Hjörleifs Guttormssonar. Alusuisse tók ekki afstöðu til 9.5 mills-tilboðsins en taldi 12.5 mills of hátt, en þá tölu nefndi Hjörleifur í skeyti 16. mars 1983 þegar dró að kosning- um, og nú eftir að Alþýðubanda- lagið er komið í stjórnarandstöðu tala ráðgjafar Hjörleifs Gutt- ormssonar úr Alþýðubandalaginu um það, að Alusuisse eigi að greiða 20 mills fyrir raforkuna. Fyrir um það bil ári vakti Morg- unblaðið rækilega athygli á þv! að 9.5 mills-tilboð Hjörleifs Gutt- ormssonar frá 6. maí stangaðist á við niðurstöður í skýrslu starfs- hóps á vegum iðnaðarráðuneytis- ins um athugun á raforkuverði til álversins, sem út kom í júlí 1982. En í gagnrýni blaðsins á málsmeð- ferð Hjörleifs Guttormssonar hef- ur jafnan verið lögð áhersla á að samkomulag náist um þrjú atriði, hækkun á raforkuverði, stækkun álversins og breytingar á skatta- reglum. Illa að málum staðið Þegar til þess er litið að Hjör- leifur Guttormsson, iðnaðarráð- herra, hitti sjálfur fulltrúa Alu- suisse á fjórum árangurslausum fundum og þessum viðræðum lauk síðan með því að íslenska álvið- ræðunefndin klofnaði vegna ágreinings meðal stuðningsmanna rikisstjórnarinnar í henni, getur enginn komist að annarri niður- stöðu en að illa hafi verið að mál- um staðið undir forystu Hjörleifs. Mál þróuðust einnig þannig í þessum viðræðum að stórskota- hriðin sem gerð var í upphafi með ásökununum um „hækkun í hafi“ reyndist með öllu tilgangslaus. Hjörleifur Guttormsson átti fullt í fangi með að tapa ekki áttum á undanhaldinu og ekki tókst að koma rannsókn þessa þáttar ál- málsins í þann farveg að niður- staða hlutlausra aðila fengist. Miðað við stóryrtar yfirlýsingar Alþýðubandalagsins undir árslok 1980 og þá sterku stöðu sem flokk- urinn taldi sig hafa í málinu á fyrstu stigum þess og síðan hve Iinlega því var haldið á loft í kosn- ingabaráttunni nú í vor er aug- ljóst að innan flokksins var ekki lengur þrek til frekari átaka. í raun var Alþýðubandalagið komið í sjálfheldu og eini sjáanlegi árangurinn í stöðunni var sá að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen var þverklofin í málinu. Eftir stjórnarskipti hefur síðan komið í ljós að margar af þeim skýrslum sem samdar voru um ál- málið af hinum innlendu og er- lendu sérfræðingum eftir forskrift Hjörleifs og sérfræðingahirðar hans eru næsta gagnslausar, því að hinum hlutlausu aðilum var skipað að reikna á „alþýðubanda- lagsforsendum". A sínum tima var því haldið á loft í sölum alþingis að dvöl Hjörleifs í iðnaðarráðu- neytinu hefði þýtt tekjutap sem næmi milljón á mánuði vegna þess að enginn árangur náðist gagn- vart Alusuisse. Undir forystu Alþýðubanda- lagsins var illa að verki staðið í álmálinu og sá grunur hlýtur að læðast að hverjum þeim sem kynnir sér einstök atriði í þeirri sögu allri, að aldrei hafi vakað fyrir alþýðubandalagsmönnum að MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 25 Heiður þeim sem heiður ber, segir gamalt ísl. orðtæki. Eða heiður þeim sem heiður heyrir, stendur í Blöndals-orðabókinni minni. Þar finnst hvergi: Heið- ur þeim sem heiður kaupir eða heiður þeim sem styrki veitir! Ekkert slíkt, hvernig sem leitað er. Enda er þetta gömul orða- bók. Þó er enn tamt að grípa hana úr skápnum til að skil- greina merkingu orða, þegar hún vill eitthvað þvælast fyrir úr prentuðu máli. f þetta sinn kom orðið fyrir í birtum samn- ingi milli íþróttasambands og stórfyrirtækis, sem hafði veitt styrk. Þarna var svohljóðandi setning undir millifyrirsögninni Heiðursgestir: „Forustumenn samvinnuhreyfingarinnar verði heiðursgestir FRI á ákveðnum stórmótum hérlendis og erlend- is.“ Ekkert illskiljanlegt að vísu að menn langi til að fá að sitja á heiðursstað, svo allir megi sjá. Sérstaklega þegar um stórat- burði er að ræða. Enda þá oft margir á vellinum. f rauninni er þetta handhæg og ódýr leið til að gleðja fólk. Allir ættu að fá að sitja á heiðursstað. Allir hafa unnið og allir eiga að fá verðlaun, eins og hún Lísa í Undralandi sagði svo réttilega. En meðan svo er ekki, er líklega vissara að tryggja sér slíkt heiðurssæti á móti styrkveit- ingu og binda í skriflegum samningi. Satt að segja ættu allir að njóta heiðurs og fá heiðurs- merki, sem geta nýtt sér þau, til ánægju og gamans. Þannig gat gamanleikarinn danski, Victor Borge, t.d. í vor nýtt sér ný- fengna íslenska orðu á sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Kom fram á sviðið kjólklæddur og lýsti því á sinn óborganlega hátt að hann hefði orðið að skipta um föt, því það hefði verið alveg ómögulegt að koma öðru vísi fram með þetta, sem hengt hefði verið á hann í hléinu, um leið og hann dinglaði fálkaorðunni sem hann bar nú um hálsinn. Við fögnuð áhorfenda að venju. Þetta var reglulega notadrjúgur heiður. Það er vissulega mannlegur eiginleiki að vilja láta þakka sér góðgerðir. En dálítið óvenjulegt að setja í samning að á hverjum fundi sem þiggjandi efni til með fréttamönnum skuli hann sjá til þess að „styrkveitingin veki þá athygli í fjölmiðlum sem verð- ugt er og viðgengist hefur um styrkveitingar til menningar- rnála". Og að auki að gefandi eigi kost á að sitja alla fréttamannafundi þiggjanda á árinu og skýra frá sínum þætti. Nú bregst aftur skilningur. Alveg ómögulegt að átta sig á því eftir tvo áratugi á þessum ágætu samkomum, að einhver skuli endilega vilja kaupa sig inn á þær í landi þar sem allir fjölmiðlar eru galopnir. Fjöl- miðlafólk á Íslandi mætir á öll- um blaðamannafundum sem boðaðir eru hjá hverjum þeim sem vill koma einhverju á fram- færi. Og það er svo tíundað í útvarpi, sjónvarpi og öllum blöðum. Og allan daginn er fólk labbandi inn á fréttaskrifstof- urnar með fréttatilkynningar, sem fréttastjórar reyna að finna rúm á síðunum. Aldre> hefi ég séð neinar biðraðir við blaðamannafundi, svo að sérað- gerðir og greiðslu þurfi til að komast þar að. Skil hreint ekki hverju menn geta viljað koma á framfæri á boðuðum blaða- mannafundum undir nafni ein- hvers annars. Hefi spurt nokkra, án árangurs. Einn kunningi sagði: „Skilurðu það ekki, manneskja? Um leið og sagt er frá kappleik má t.d. bæta við, kaupið fúavarnarefni áf ákveðinni gerð.“ En það er áreiðanlega misskilningur hjá honum. En hvað er verið að borga fyrir? Blaðamenn? Nú á tímum samráða við verkalýðinn mætti kannski spyrja áður en sala fer fram: Ertu til sölu? Get ég ekki fengið umboð fyrir sölu á þér og ágóðann af því að selja fréttirn- ar til þin? Mér vitanlega hefur að vísu enginn íslenskur frétta- maður verið á sölulista — með eða án umboðsmanns. Frétta- flutningur hefur aldrei verið söluvara. Ekki einu sinni þegar lítið var um fréttir, eins og á dögum Matthíasar Jochumsson- ar. En eftir honum var haft að meðan hann var ritstjóri Þjóð- ólfs hafi hann ekki fengið svo lélega frétt að ekki hefði hún nægt sér í þrjú blöð, eins og hann sagði í spaugi: „Fyrst birti ég fréttina eins og hún barst mér. í næsta blaði birti ég svo leiðréttingu við hana og í þriðja blaðinu gat ég fullyrt að þetta væri allt saman uppspuni og ekkert mark á því takandi." Slíkar uppákomur hafa að vísu hent blöð — en varla viljandi. Komið hefur fyrir á löngum blaðamannsferli að reynt hafi verið að villa um fyrir manni, jafnvel svara ekki sannleikan- um samkvæmt, en er raunar fátítt. Svar við því er venju- lega að segja: Ég hef það þá eft- ir þér. Eða ef maður hefur gengið í vatnið, að leiðrétta það og leita aldrei aftur á sama stað, heldur fá fréttina frá trú- verðugri aðilum. Það er slæmt ef slíkur trúnaðarbrestur verð- ur. Og einnig ef fréttamanna- fundir verða óbrúklegir fyrir þá sök, að reynt er að smygla ein- hverju með sem blaðamaðurinn áttar sig ekki á hvaðan kemur. En það er þetta með freist- ingarnar, allir líta ekki sömu augum á málin, eins og hann Tómas Guðmundsson segir í Ijóði sínu: Og bezt ég fann, þegar freistingar stedjuðu aft og fegurd heimsins blindaði skilning minn, að ég leit stundum öðrum augum i það, hvað óhætt væri, heldur en frelsarinn. Ps. Gáruhöfundur klúðraði nafni á manni sem hann var að hrósa í síðustu viku, og mér er eiður sær að það var alveg óvilj- andi. Sá ágæti sýslunarmaðuri um pappír hjá Námsgagna-' miðstöð heitir Ingimar Sigur- geirsson. l.jcstn Mbl. Ól.K.M. semja við Alusuisse heldur nota álmálið til að ná því markmiði flokksins að grafa undan stóriðju- stefnunni sem upphaflega var mótuð fyrir rúmum tuttugu árum í andstöðu við Alþýðubandalagið. Ný vinnu- brögð Strax eftir stjórnarmyndunina var álmálið tekið nýjum tökum af Sverri Hermannssyni, iðnaðarráð- herra. Ákveðið var að innan ríkis- stjórnarinnar skyldu þrír ráðherr- ar fjalla sérstaklega um álmálið en þeir eru auk iðnaðarráðherra Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, og Geir Hallgríms- son, utanríkisráðherra. Þá var skipuð viðræðunefnd sem í eiga sæti dr. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, og er hann formaður, dr. Gunnar G. Schram, alþingis- maður, og Guðmundur G. Þórar- ínsson, verkfræðingur, sem sat í álviðræðunefnd Hjörleifs og sprengdi hana eftir fundinn með Alusuisse í desember 1982. Þá er Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytisins, i viðræðu- nefndinni og Garðar Ingvarsson er ritari hennar, en til fundarins í London fór einnig Hjörtur Torfa- son, hæstaréttarlögmaður, sem lögfræðilegur ráðunautur, en hann sat í álviðræðunefnd Hjör- leifs sem fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Eins og áður sagði er þetta þriðji fundur hinnar nýju nefndar með fulltrúum Alusuisse en af fyrirtækisins hálfu er dr. Paul Muller enn í forystu, þótt hann hafi látið af framkvæmdastjóra- störfum hjá Alusuisse. Á fyrsta fundinum undir lok júni ræddu aðilar almennt um stöðu málsins en þráðurinn í hinum eiginlegu samningaviðræðum var tekinn upp á fundi sem haldinn var 21. og 22. júlí. Lesendum er vafalaust í fersku minni að skeytum og yfirlýsingum rigndi yfir fjölmiðla um einstök skref aðila á meðan Hjörleifur Guttormsson var iðnaðarráð- herra. Reynslan sýnir að slík yfir- lýsingagleði um flókin atriði í við- kvæmu deilumáli stuðlar alls ekki að skjótri lausn þess. Þvert á móti ber hún þess vitni að um áróð- ursstríð en ekki samninga sé að ræða. Eftir stjórnarskipti hefur hins vegar verið unnið að málinu í kyrrþey og aðilar eru tregir til að láta fjölmiðlum nokkrar upplýs- ingar í té. Eru þau umskipti eitthvert gleggsta merkið um að tekin hafi verið upp ný vinnu- brögð. Flóknir samningar Eftir hinar opinberu skeyta- sendingar milli Hjörleifs Gutt- ormssonar og Alusuisse í lok síð- asta árs og byrjun þessa liggja höfuðatriði álmálsins glögg fyrir. í fyrsta lagi þarf að semja um hvernig leysa skuli ágreininginn út af „hækkun í hafi“. Stefnir allt í þá átt að honum verði ekki vísað í alþjóðlegan gerðardóm heldur leiddur til lykta af sérskipuðum og sérfróðum aðilum. f öðru lagi mun ekki standa á þvi að ríkisstjórnin fallist á hug- myndir um stækkun áiversins í Straumsvík og að nýr eignaraðili komi til sögunnar. í þriðja lagi er það orkuverðið. Það er viðkvæmasti en jafnframt auðskildasti þáttur deilunnar enda hefur mest athygli beinst að honum. Eins og áður hefur komið fram gerði Hjörleifur Guttorms- son tvö tilboð um hækkun á orku- verðinu úr 6.45 mills. í maí 1982 að verðið hækkaði í 9.5 mills og þegar dró að kosningum, eða í mars 1983, að það hækkaði í 12.5 mills. Verði samið á annað borð mun orkuverðið hækka á þessu bili. Bendir ýmislegt til þess að fyrra tilboð Hjörleifs sé nærri því sem Alusuisse vilji sætta sig við og er ekki vafi á því að fyrirtækið tekur mið af því að Hjörleifur lagði það fram. Áf hálfu íslensku viðræðu- nefndarinnar er lagt höfuðkapp á að fá meiri hækkun núna strax. Er enginn vafi á því eins og Morgun- blaðið benti rækilegá á fyrir ári að það var vanhugsað af hálfu Hjör- leifs Guttormssonar að gera 9.5 mills-tilboðið, þótt hann drægi það síðan til baka og léti í sölum alþingis eins og það hefði aldrei komið fram. Slík tilboð eru auðvit- að ekki sett fram í samningum sem úrslitakostir heldur sem samningsatriði og byrjaði Hjör- leifur Guttormsson of lágt í til- boði sínu. Nú eins og í ráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar verður litið á hækkun á þessu bili sem byrjunarhækkun. í fjórða lagi yrði svo samið um það hvernig staðið skuli að endur- skoðun á ákvæðum samningsins milli íslenska ríkisins og Alu- suisse og kæmu þá skattamálin og fleira til athugunar. Spurningin snýst því um það núna, hvort samningar takist í London sem brjóti ísinn og leiði síðan til frekari viðræðna um framtíðarmál. Þessari spurningu er ógerlegt að svara þegar þetta er ritað en ummæli viðræðuaðila eft- ir fundina í júní og júlí benda til þess að hvorugur vilji að upp úr slitni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.