Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983
27
Vinnuheimilið að Reykjalundi og Þýsk-íslenska verslunarfélagið:
Innlend snjóbræðslu-
rör á markaðinn
Fulltrúar Reykjalundar og Þýsk-íslenska verslunarfélagsins sýna hvar veriö
er að leggja nýju snjóbræðslurörin í bifreiðastæði Vörumarkaðsins á Sel-
tjarnarnesi. T.f.v. Guðmundur G. Þórarinsson, Björn Ástmundsson og Jón
BenedíktSSOn. Ljósmynd/Ól.K.M.
Vinnuheimilið að Reykjalundi í
Mosfellssveit hefur hafið fram-
leiðslu á snjóbræðslurörum úr hita-
þolnu plasti og hefur Þýsk-íslenska
verslunarfyrirtækið tekið að sér
söluumboð fyrir þau. Rörin eru ætl-
uð fyrir afrennslisvatn, sem má nýta
til upphitunar á gangstéttum, gang-
stígum, bifreiðastæðum ofl.
Vinnuheimilið að Reykjalundi
hefur um árabil verið stærsti
framleiðandinn á plaströrum
hérlendis, og framleiðir nú þessi
snjóbræðslurör úr hitaþolnu
plasti, sem munu, að sögn fram-
leiðanda, leysa kaldavatnsrörin af
hólmi, en þau hafa mikið verið
notuð til gatnaupphitana hérlend-
is, þrátt fyrir að þau séu ekki til
þess gerð.
Þýsk-íslenska verslunarfélagið
hefur hingað til lagt meiri áherslu
á innflutning, en sölu á íslenskum
iðnvarningi, og hefur fyrirtækið
komið sér upp sölukerfi um landið.
Samstarf hefur nú tekist með
vinnuheimilinu að Reykjalundi og
Þýsk-íslenska verslunarfélaginu,
og mun verslunarfélagið annast
sölu og dreifingu á nýju snjó-
bræðslurörunum.
Á blaðamannafundi sem hald-
inn var vegna samkomulags fyrir-
tækjanna tveggja, kom fram að
hingað til hafa kaldavatnsrör ver-
ið notuð í sama tilgangi og snjó-
bræðslurörin nýju, vegna þess hve
ódýr þau voru, og að sögn Björns
Ástmundssonar, hjá Reykjalundi,
hefur lengi verið leitað að hentugu
efni í snjóbræðslurör og lausnin
verið að framleiða þau úr hita-
þolnu plasti, sem ekki verður fyrir
tæringu af völdum heita vatnsins
hér. Rörin eru framleidd úr plasti
frá fyrirtækinu Huulz í Vestur-
Þýskalandi, og eru framleidd hér
undir vörumerkin VARMO. Styrk-
leiki þeirra er um 6 kílógrömm á
fersentimetra miðað við 60 gráðu
heitt vatn og 50 ára endingu.
Framkvæmdir eru þegar í gangi
hérlendis, þar sem VARMO-rörin
eru notuð, og er það á bifreiða-
stæði Vörumarkaðsins á Seltjarn-
arnesi og einnig er verið að leggja
þau í Hafnarstræti á Akureyri.
Björn kynnti einnig stofnrör
sem Reykjalundur býður með
snjóbræðslurörunum, og eru
stofnrörin með ásoðnum stútum
fyrir dreifingu vatnsins, eftir því
hve stórt svæðið er sem ætlunin er
að halda auðu í vetrarhálku.
Snjóbræðslurörin eru einkum ætl-
uð til að nýta heitt afrennslisvatn
og er bæði hægt að veita vatninu
inn í opin eða lokuð kerfi. Til að
halda rörunum í hæfilegri fjar-
lægð frá hverju öðru, býður
Reykjalundur millilegg sem
mynda 25 sentimetra bil á milli
röranna, og eru millileggin unnin
úr afgangs jógúrtumbúðum, sem
reynst hafa gallaðar.
Þýsk—íslenska verslunarfélagið
hefur í hyggju að halda námskeið
fyrir pípulagningamenn, verk-
fræðinga og hönnuði til að kynna
meðferð og lagningu röranna, og
einnig verða gefnir út leiðbein-
ingarbæklingar sem munu fylgja
rörunum, þar sem þau verða seld,
en það verður í byggingavöru-
verslunum um land allt.
Að sögn framleiðenda og dreif-
ingaraðila, verður verði röranna
stillt í hóf og koma þau til með að
verða ódýrari en innflutt rör af
svipaðri gerð.
Opin sýning ’83
í TILEFNI Reykjavíkurvikunnar verðs sýnd ný verk eftir ýmsa kunna myndlistarmenn á „Opinni sýningu ’83“
sem nú stendur yfir í Gallerí Lækjartorgi. Sýningin stendur aðeins yfir í 5 daga, þ.e. frá laugardegi 20. ágúst til
fimmtudags 25. ágúst. Hún verður opin daglega frá kl. 14 til kl. 18, nema á sunnudag frá kl. 14 til kl. 22.
NAMSKEIÐ
í SjAlFSSTYRKINGU
(assertiveness traíning)
í samskiptum manna á milli .kemur óhjá-
kvæmilega til vandamála og togstreitu. í slík-
um tilvikum er aukiö sjáltstraust, sjálfsvitund
og þekking hverjum manni styrkur á sama
hátt og þaö er undirstaöa ánægjulegra sam-
skipta.
Námskeiöiö er sniðið aö bandarískri fyrir-
mynd og lögö áhersla á aö gera þátttakend-
um grein fyrir hvaða rótt þeir og aörir eiga í
mannlegum samskiptum og hvernig þeir
geta komiö fram málum sínum af festu og
kurteisi án þess aö láta slá sig út af laginu
meö óþægilegum athugasemdum. Ennfrem-
ur aö læra aö líða vel meö sjálfum sér og
hafa hemil á kvíöa, sektarkennd og reiöi með
vöövaslökun og breyttum hugsunarhætti.
Upplýsingar í síma 2 72 24 laugardag og
sunnudag í síma 1 23 03 virka daga. Athugiö
aö fjöldi þátttakenda er takmarkaöur.
AHHK
MN-DIMKRSDOTTIR
sálfræðingur
Bræðraborgarstíg 7
□ ISUZU
PICKUP
Sterkbyggður með óhemju burðar-
þol og 4-hjóla drifíð gerir Isuzu
Pickup alla vegi færa.
Vegleg bifreið jafnt til atvinnu sem
eigin nota allan ársins hring.
VELADEILD SAMBAHDSINS
BIFREIÐAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900