Morgunblaðið - 21.08.1983, Síða 40

Morgunblaðið - 21.08.1983, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 Ragnar Kjartansson í vinnustofu sinni. myndasmíð hjá Ásmundi í Mynd- listarskólanum í Reykjavík á sama tíma og leirsmiðjan Funi var í fullum gangi, en áður hafði hann numið undirstöðuatriði höggmyndagerðar í Svíþjóð. Seinna meir varð Ragnar einn af kennurum Myndlistarskólans og forstöðumaður hans um langt skeið. En þótt hugur Ragnars hafi frá upphafi beinst að höggmynda- smíð eða skúlptúrgerð (hamar og meitill fyrri tíðar koma þar lítt við sögu), þá var hann allt frá því kringum 1950 og lengi síðan fræg- astur allra íslendinga fyrir leir- munagerð. Með Funa tókst Ragnari að vekja svo mikla athygli á leirmun- um, og þó ekki síður með leir- brennslunni Gliti, sem hann stofnaði ásamt fleirum 1958, að segja má að áhugi íslendinga á leirmunum hafi ekki dvínað síðan. Þegar Ragnar hófst handa í Gliti kunni hann vafalaust betur að blanda og meðhöndla íslenska leirinn en nokkur maður hafði áð- ur kunnað. Þá var hann kallaður Ragnar í Glit, svo sem helsti bóka- útgefandi okkar var kallaður Ragnar í Smára. Meðan Glit jók hróður sinn í höndum Ragnars var þar jafnan að störfum ágætt hæfi- leikafólk. Þar vann til dæmis Steinunn Marteinsdóttir sem síð- ar hóf sjálfstæða leirmunagerð, svo sem kunnugt er. Þau Ragnar og Steinunn vöktu bæði athygli fyrir leirmuni sína á erlendum vettvangi, og þóttu tíðindi fyrir Ragnar Kjartansson myndhöggvari sextugur Jöklarar, myndastytta til heiðurs sjómönnum undir Jökli (1975). — eftir Jón Óskar Árið 1950 kom tímaritið Líf og list með ofurlítinn hressandi gust inn í heldur lognmollulegt líf ís- lenskra tímarita á árunum sem liðin voru frá lokum heimsstyrj- aldarinnar síðari. í því tímariti birtist snemma árs 1951 mynd af ungri stúlku sem skömmu síðar varð þekkt fyrir smásögur sínar, en vann um þær mundir í leirkera- smiðjunni Funa hjá Ragnari Kjartanssyni að skreyta leirmuni, og sá ég á myndinni af stúlku og leirkerum, að þarna mundi eitt- hvað fallegt vera að gerast. Ég held að það hafi ekki verið löngu fyrr sem ég heyrði Ragnars Kjartanssonar fyrst getið, en um þetta leyti var hann að verða þekktur fyrir starfsemi sína. Ragnar hafði numið leirkera- smíð hjá Guðmundi frá Miðdal, brautryðjandanum í leirkerasmíð hérlendis, en jafnframt hafði hann sótt kvöldnámskeið Hand- íðaskólans og síðan stundað fram- haldsnám erlendis. Fyrrnefnd leirmunagerð hafði verið stofnuð nokkru áður en Ragnar kom heim frá námi í Svíþjóð 1947 og gerðist hann verkstjóri fyrirtækisins sem var næstu ár rekið af miklum dugnaði og brennandi áhuga Ragnars á því að vinna samhliða bæði fegurðinni og nytseminni eins og verið hafði kjörorð Fjöln- ismanna liðlega hundrað árum áð- ur. Með tveimur leirmunasýn- ingum sem haldnar voru á vegum Funa, önnur 1950 og hin á tíu ára afmæli fyrirtækisins, var vakin athygli á leirkerasmíði hérlendis og gekk Ragnar þar fram fyrir skjöldu að kynna almenningi þessa listgrein. Fleira hafðist Ragnar þó að á þeim árum sem hann stundaði leirkerasmíði og kom henni til vegs á íslandi, því séð hef ég frétt og viðtal í danska blaðinu Faaborg Folketidende 1956, þar sem sagt er frá íslenskum sjómönnum sem komnir voru þangað til að sækja nýja fiskibáta. Tveir þessara sjó- manna voru þá farnir að skemmta gestum með gítarslætti og harm- oníkuleik á hótelinu, þar sem þeir bjuggu meðan þeir biðu þess að bátur þeirra væri fullbúinn til ís- landsferðar. Blaðamenn á staðn- um höfðu gaman af að ræða við þessa íslensku sjómenn og músík- anta og spyrja þá ásamt skipstjór- anum á væntanlegum bát þeirra um lífið á íslandi. Músíkantarnir hétu Ragnar Kjartansson og örv- ar Kristjánsson, en skipstjórinn Bjarni Runólfsson. Ragnar og Bjarni höfðu orð fyrir þeim félög- um og upplýstu Dani vel og vand- lega um myndlist og bókmenntir á Islandi, en minna um sjómennsku. Var haft eftir skipstjóranum, að íslendingar læsu jöfnum höndum Laxness og fornsögurnar, en að sjálfsögðu einnig atómskáldin sem hann varð að útskýra nánar hvað væri: Svo nefnum við nýtísku- skáldin íslensku, sagði hann. Þegar ég skrifa þessar línur er ég búinn að þekkja Ragnar og hans fólk lengi og skil betur þá skemmtilegu frétt sem hér er nefnd, þar sem íslenskur skip- stjóri stendur frammi fyrir dönsk- um blaðamönnum með myndlist- armann á aðra hlið, en harm- óníkusnilling á hina, og þetta er helmingurinn af áhöfn hans. Nú veit ég að mennirnir þrír voru tengdir á annan hátt en af sjó- mennskunni einni, Bjarni og Örv- ar báðir frá Hornafirði, Ragnar og Bjarni svilar. Ef til vill má segja að hér hafi verið útúrdúr á listferli Ragnars Kjartanssonar, en slíkir útúrdúr- ar hafa jafnan verið hlutskipti listamanna á íslandi, þar sem menn hafa ekki getað leyft sér að stunda fagrar listir í krafti þess að vera af aðalsættum eða lifa við þau skilyrði að þurfa ekki að hugsa fyrir mat handa sér og sín- um, en oft stóðu dugandi konur við hlið þeirra og gerðu þeim kleift að komast lengra í list sinni en ella hefði orðið, og til þess vil ég hér nefna konu Ragnars, Katrínu Guðmundsdóttur, sem ættuð er úr Skaftafellssýslu. Allt hlaut að velta á seiglu þeirra beggja, þegar þeim höfðu fæðst börn, en leir- munagerð á grunni fagurra lista tvísýnn atvinnuvegur, svo að Ragnar þurfti að vera töluvert á sjónum til að afla tekna, en um leið hefur þessi útúrdúr dýpkað höggmyndir hans og skerpt sjón hans og gert hann hverjum lista- manni færari að túlka þjóðina, al- þýðumanninn í önn dagsins. Lista- menn eru jafnan fátækir að ver- aldarauði, ekki síst með fá- mennum þjóðum, og er íslending- um kunnugt hvernig meistarinn Ásmundur Sveinsson varð tvisvar um ævina að grípa steypuskófluna til að byggja sjálfur yfir sig og verk sín, þau sem nú eru eign þjóðarinnar. Ragnar Kjartansson nam högg- tveimur áratugum, þegar almenn- ingur hér á landi hafði ekki enn áttað sig á því, að hægt væri að gera annað úr leir en ílát og minjagripi í fjöldaframleiðslu. Nú er öldin önnur og leirmunagerð orðin viðurkennd listgrein hér- lendis, en það er að sjálfsögðu ekki hvað síst verk Ragnars Kjartans- sonar sem af ótrúlegri bjartsýni og elju ásamt dugnaði við að fræða almenning kom fólki í skilning um það, að fleira væri hægt að gera með leirbrennslu en ílátin og minjagripina. Hann gerði ýmsar tilraunir með leirblöndur og tók meðal annars í notkun ís- lenskt hraun, þegar hann hafði fengið aðstoð íslensks jarðfræð- ings við slíkar tilraunir. Síðan gerði hann veggmyndir úr hraun- leir, en þær prýða nú ýmis hús á landinu, þar á meðal heilan vegg í félagsheimili Ytri-Njarðvíkur, Ragnar Kjartansson og Þorvaldur Guðmundsson við „Litla sjómanninn'*, heiðursstyttu á búi Þorvaldar til minningar um sjósóknara frá Vatnsleysu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.