Morgunblaðið - 21.08.1983, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983
41
Stapa, táknmynd af því hvernig
Reykjanesskagi varð til, þar sem
hraun rann yfir hraun, en tákn-
mynd um íslenskan sjávarútveg
sem sett var upp á Hótel Holti
mun vera meðal hinna fyrstu
slíkra mynda hans úr atvinnulíf-
inu, sýnir menn og konur að störf-
um á bryggju með skip í baksýn.
Ragnar sleppti nú kerum og skál-
um úr höndum sér og hélt lengra
og lengra inn á svið mynd-
listarinnar. Á þeim árum sem
hann tók að snúa sér heilshugar
að höggmyndunum stjórnaði hann
Myndlistarskólanum í Reykjavík.
Hann var í húsi Ásmundar
Sveinssonar við Freyjugötu, en
fyrir utan húsið Eiríksgötumegin
var stór, óbyggð lóð. Þar stóð
Ragnar fyrir sýningu á verkum ís-
lenskra myndhöggvara í trausti
þess að úti undir berum himni
ættu slík verk heima. Hafði Ás-
mundur bent á hve tilvalin þessi
lóð væri undir slíkar sýningar.
Það reyndist hinsvegar ekki auð-
velt að kenna mörlandanum að
meta listaverkasýningu utanhúss.
Ráðist var á eina myndina og hún
gereyðilögð, svo ekki var hægt að
reisa hana þar aftur. Hvernig
þessi látlausa mynd Ragnars af
baggahestum gat valdið slíkri
árásarhneigð er enn hulin ráð-
gáta. En þrátt fyrir þetta stóð
Ragnar fyrir slíkum sýningum á
Skólavörðuholtinu næstu árin, en
lögregluyfirvöld voru áhugalaus
um verndun sýninganna, svo
framtakið varð í raun lista-
mönnum ofviða.
Þegar Ragnar hafði snúið sér til
fulls að höggmyndalistinni eða
skúlptúrnum, hlaut hann fljótlega
beiðnir um minnismerki víðsvegar
af landinu, styttur og lágmyndir
sem prýða skyldu stórhýsi eða
standa utanhúss í kaupstöðum eða
sveitum til að minna á sérkenni
byggðarlags í atvinnusögunni,
sérkenni stofnunar í þjóðlífinu,
sögulega atburði og þar fram eftir
götunum. Kunni Ragnar einkar
vel að meta þesskonar verkefni
sem tengdust atvinnuiífinu og
baráttu- og lífssögu íslensku þjóð-
arinnar. Sérstaklega áhrifamiklar
eru myndir hans úr sjómennsku,
lausar við draumúðargyllingu
hetjuskapar og frækni, luralegar,
grófar og sterklegar eins og breið-
ar bylgjur hafsins, gæddar dular-
fullri hrynjandi þess og fegurð.
Ég sé mynd af borginmannleg-
um dreng sem horfir á mann
blóðga fisk, ég sé mynd af tveimur
sjómönnum að draga inn vörpu, og
ég verð barn. Og ég sé ekki betur
en listamaðurinn hafi séð sjó-
manninn og hans fólk með augum
barnsins og unglingsins, en það
gefur myndunum einhvern dul-
magnaðan kraft sem hefði ekki
notið sín nema fyrir reynslu full-
tíða manns af sjónum, ekki aðeins
minning frá bernsku- og unglings-
árum undir Jökli, heldur sömu-
leiðis reynsla fullorðins manns, er
stunda þurfti sjóinn meðan feg-
urstu leirmunir gáfu ekki nógu
mikið í aðra hönd á íslandi, þar
sem almennur áhugi var ekki enn
vaknaður fyrir þesskonar listmun-
um og fátt um erlenda ferðamenn
til að kaupa þá.
Ekki minnist ég þess að úthlut-
unarnefnd listamannalauna hafi
sýnt Ragnari verðugan sóma, en
þeim mun meiri viðurkenningu
hefur hann hlotið meðal alþýðu og
ýmissa framámanna þjóðarinnar.
Kröfuhörðustu gagnrýnendur í
hópi sjálfra myndlistarmanna
hafa ekki síður kunnað að meta
list hans, þótt hann færi hefð-
bundnar brautir fígúratívra
myndverka á þeim tíma sem
afturhvarfið frá abstraktinu var
ekki komið í tísku.
Þegar Hjörleifur Sigurðsson
listmálari, sem allra manna
snjallast hefur skrifað um mynd-
list á íslandi, fjallaði í dagblaðinu
Vísi um fyrstu höggmyndasýning-
una á Skólavörðuholtinu í sept-
ember 1967, komst hann svo að
orði:
„Ragnar Kjartansson gerði sér
lítið fyrir og mótaði klyfjahesta
þrjá skammt fyrir neðan akbraut-
ina í regni og vindi íslenska
haustsins. Hann skapaði iíka
mann á bak klársins, sem fyrstur
fer. Fólk, sem átti leið um Eiríks-
götu, gat vel fylgst með því hvern-
ig einangrunarplöturnar urðu að
gráum vegg, sem virtist spretta
upp úr jörðinni, en breyttist smám
saman í lestarferðina og að lokum
í rytmíska heild, sterkbyggða og
hreina."
Einangrunarplöturnar, sem
Hjörleifur nefnir þarna, voru úr
epoxy-kvartsi og notaðar í hús-
byggingar, en Ragnar hafði kynnt
sér efnið og komist að þeirri
niðurstöðu að það myndi henta vel
útilistaverkum í íslenskri veðr-
áttu. Ég var svo heppinn að sjá
sjálfur þetta verk á Skólavörðu-
holtinu, þegar búið var að reisa
það, en tveimur eða þremur dög-
um síðar hafði myrkraöflum tek-
ist að eyðileggja það, eins og fyrr
var frá sagt, en listamaðurinn átti
enga frummynd að því annarstað-
ar. Það hafði orðið til þarna á
holtinu eins og Hjörleifur tók
fram í grein sinni, mynd úr alda-
gömlu bændasamfélagi. Seinna
reis þar á sama sýningarsvæði úti
fyrir húsi Ásmundar Sveinssonar
í trássi við myrkraöfl önnur mynd
rammíslensk eftir Ragnar, og
hafði verið lengi í mótun: íslenskir
stóðhestar á fleygiferð. Heppnast
hafði að móta hraðann og kraftinn
í línur hestanna á svo sannfær-
andi hátt að vart er hægt að trúa
því, þegar horft er í fárra metra
fjarlægð, að þessir hestar hafi
ekki verið raunverulega lifandi,
hversdagsleikanum. Ég ætla ekki
að halda því fram að þetta sé
besta brjóstmynd Ragnars og tel
mig ekki heldur færan að dæma
um það, en ég veit að það er Páll
ísólfsson. Kunnar eru einnig
myndirnar af Hallsteini (ramma-
smiðnum) og Braga Ásgeirssyni,
en þær ásamt myndinni af Páli og
fleiri myndum sanna okkur hve
snjall Ragnar er í þeirri grein.
Ég vil ekki leggja frá mér penn-
ann án þess að fara fáeinum orð-
um um það hve fjölhæfur lista-
maður Ragnar Kjartansson er.
Hann hefur ekki einungis verið
bæði leirkerasmiður og mynd-
höggvari, heldur kann hann einnig
vel með vatnsliti að fara. í vatns-
litamyndum hans má sjá næmi
hans fyrir litum og fínlegri áferð
og þar kemur einnig til skila sá
hæfileiki hans að gera hlutinn á
stundinni, eins og þegar lestar-
ferðin spratt fram úr höndum
hans á Skólavörðuholtinu forðum
daga. Ragnar hefur lítt flíkað
þessum vatnslitamyndum sínum,
en þær eru þess verðar að almenn-
ingur fái að kynnast þeim.
Ragnar Kjartansson er nú sex-
tugur að aldri. Hann hefur unnið
mikið starf í íslensku listalífi og á
vonandi langt starf framundan. Á
síðustu árum hefur hann verið í
forystu fyrir Myndhöggvarafélag-
ið að búa listamönnum vinnuað-
stöðu á Korpúlfsstöðum sem
ÞEKKING - REYNSLA - ÞJONUSTA
Hesturinn á Sauðárkróki (1973)
áður en þeir með einhverjum óút-
skýranlegum hætti urðu að steini í
einu vetfangi. Þeirri mynd (sem
nú er í opinberri eigu) var seinna
komið fyrir á mótum Hring-
brautar og Fjólugötu, þar sem hún
hefur vakið verðskuldaða athygli
og aðdáun þeirra sem framhjá
fara. f huga mér kemur einig
mynd af konu á göngu með börn í
halarófu á eftir sér, hún heldur í
höndina á fremsta barninu og hin
öll haldast i hendur og ganga á
eftir eins og í dansi, en það er
óviðjafnanlega mjúk hreyfing í
línum barnanna, því það er dans
bernskunnar, og konan hallar sér
eilítið framávið, hún sem leiðir
börnin á göngu lífsins.
Og svo eru það portrettin,
brjóstmyndirnar. Ein slík hefur
verið sett upp á Stokkseyri við sjó-
inn. Það er Páll ísólfsson, organ-
istinn og tónskáldið, og hann bros-
ir. Og nú var það þarna steingert í
mynd eftir Ragnar Kjartansson,
eins og einhver furða lífsins ofar
Reykjavíkurborg fékk mynd-
höggvurum góðu heilli til ráðstöf-
unar. En hér á Akureyri, þar sem
ég skrifa þessar línur, mun bráð-
lega bera fyrir augu síðasta stór-
virki hans í höggmyndalistinni.
Það verður kýrin Auðhumla með
mjaltastúlkuna við hlið sér. Minn-
ismerki eftir Ragnar eru raunar
víðsvegar um allt land og yrði of
langt mál að telja þau upp hér.
Ekki verður heldur rakin ætt
hans, þótt fróðlegt gæti verið og
skemmtilegt, ef rúm væri til þess,
en hann er fæddur á Staðastað á
Snæfellsnesi 17. ágúst 1923, sonur
séra Kjartans Kjartanssonar og
Ingveldar Ólafsdóttur. Faðir hans
fluttist að Hellnum, þegar hann
lét af prestskap, þannig að Ragnar
ólst upp jafnt við sjó og í sveit og
þá reynslu hefur hann mótað í
myndir sínar.
Þessum línum fylgja heilla-
kveðjur frá vinum í norðri.
Akureyri, júlí-ágúst 1983,
Jón Oskar
FALKINN 105 REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670