Morgunblaðið - 21.08.1983, Side 42

Morgunblaðið - 21.08.1983, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 t Mágur minn og fööurbróðir, ÞORSTEINN SIGURJÓNSSON, Sólvangí, Hafnarfiröi, er látinn. Útför hans fer fram frá nýju Fossvogskapellunni, þriöju- daginn 23. ágúst kl. 10.30. Guörún Þorbjörnsdóttir, Stefanía Runólfsdóttir. t Móöir okkar og tengdamóöir, EYRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, er lézt 9. þ.m. veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, þriöju- daginn 23. ágúst kl. 13.30. Oddbjörg Siguróardóttir, Katrfn Siguröardóttir og Magnús Helgason, Hermann Sigurðsson og Elinborg Óladóttir, Siguröur G. Sigurösson. t Móöir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MATTHILDUR HALLDÓRSDÓTTIR, Austurbrún 2, veröur jarösungin frá Langholtskirkju, þriöjudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Lárus Kjartansson, Ragnhildur Jónsdóttir og börn. Hildur Harðardóttir, Bjarni Haröarson, Halldóra Haröardóttir og fjölskyldur. t Útför bróöur okkar, PÁLS KR. SIGURÐSSONAR fró Laxamýri, Sörlaskjólí 13, fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 23. ágúst kl. 3.00. Systkinin. t Útför systur minnar, STEINGERÐAR ÁRNADÓTTUR frá Grenivík, fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 22. ágúst kl. 1.30. Gunnhildur Árnadóttir. t Útför fööur okkar og afa, ÞORKELS BERGSSONAR, Miötúni 16, Selfossi, fer fram frá Kotstrandarkirkju, þriöjudaginn 23. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Suöurlands eöa aðrar líknarstofnanir. Börn og barnabörn. t Kveöjuathöfn fööur okkar, KOLBEINS KRISTINSSONAR, frá Skriöulandi, veröur í Fossvogskirkju, mánudaginn 22. ágúst kl. 10.30. Solveig Kolbeinsdóttir, Hallfríöur Kolbeinsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö og hlýhug vegna fráfalls PÁLS S. PÁLSSONAR, hæstaréttarlögmanns, Skildinganesi 28, Reykjavfk. Guórún Stephensen, Stefán Pálsson, Þórunn Pálsdóttir, Sesselja Pálsdóttir, Sígþrúöur Pálsdóttir, Páll Arnór Pálsson, Anna Heióa Pálsdóttir, Signý Pálsdóttir, fvar Pálsson, tengdabörn og barnabörn. Minning: Guðmundur Vernharðs- son fv. skólastjóri Fæddur 26. mars 1903. Dáinn 10. ágúst 1983. Stundum kemur það fyrir, að ég hugsa ákaflega sterkt til einhvers, sem ég hef kynnst. Er þá oft sá hinn sami eða sú hin sama að kveðja jarðlífið. Þetta gerðist í fyrradag. Þá varð mér mjög hugs- að til eins forvera míns í starfi. í dag heyrði ég svo andláts hans getið í útvarpinu. Hann lést í fyrradag og hafði þá staldrað heldur betur við á þessari jörð, eða í áttatíu ár. Fyrir þremur árum heimsótti ég þau hjón að Neðstu- tröð 4 í Kópavogi. Þar bjuggu þau lengst af síðan þau fluttust utan af landi, eftir að hafa verið þar blómaskeið lífsins. í kaupstað var hægara um vik en í sveit að koma börnum til mennta. Slíka sögu má segja um svo marga, sem vilja að börn þeirra komist áfram og verði helst foreldrunum langtum fremri í sókn til mennta og frama. Guð- mundur vildi, að börn þeirra hjóna sæktu fram á menntabraut. Það hefur líka ræst. Guðmundur Vernharðsson var fæddur á Hvítanesi í Ögursveit við fsafjarðardjúp hinn 26. mars 1903. Voru foreldrar hans Vernharður Einarsson hreppstjóri og kennari um skeið, bóndi í Hvítanesi um langa hríð, og Jóna Runólfsdóttir, bónda í Heydag vestra, Jónssonar. Vernharður varð nokkuð aldraður, dó árið 1937, 67 ára. Jóna lést árið 1928 aðeins 52 ára að aldri. Faðir Vernharðs var Einar, sonur Hálf- danar Einarssonar prests að Eyri í Skutulsfirði, en sonur hans var sálmaskáldið alkunna síra Helgi lektor, síðar forstöðumaður Prestaskólans, d. 1894. Sonur Helga var svo sem alkunna er dr. theol. Jón biskup (1866—1942). Faðir Guðmundar, sem hér er minnst, og Jón biskup voru bræðrasynir. Frá Hálfdani pró- fasti Einarssyni var Dr. Jón bisk- up þriðji maður, en Guðmundur skólastjóri Vernharðsson fjórði maður. Sést af þessari upptaln- ingu, að Guðmundur var vel ætt- aður. Hinn kunni athafnamaður í Bolungarvík, Einar Guðfinnsson, og Guðmundur Vernharðsson voru bræðrasynir. f þessari ætt eru ekki aðeins lærdómsmenn, heldur einnig athafnamenn, samanber syni Einars í Bolungarvík. Móðir Vernharðs, föður Guðmundar, var Kristín, dóttir ólafs prests Thor- bergs á Breiðabólstað í Vesturhópi (1792—1873). Hann var faðir Bergs landshöfðingja Thorbergs. Guðmundur átti einnig í móður- ætt til stórmenna að telja. Kemur í ljós, að Bergur landshöfðingi var ömmubróðir hans. Kona Einars Hálfdanarsonar, Kristín, var syst- ir Bergs. Læt ég þá þessari upp- talningu lokið, en sný mér að manninum sjálfum, sem ég geri hér tilraun að minnast. Menntun sína hlaut Guðmundur úr ýmsum áttum. Hann naut að- eins farkennslu heima í sveit sinni. Milli fermingar og tvítugs stundaði hann nám einn vetur í gagnfræðaskólanum á ísafirði. Var það vel virt menntastofnun og stóð fyrir sínu. Að loknu þessu námi hóf Guð- mundur barnakennslu á heima- slóðum, og sýnir það út af fyrir sig hversu mikið traust fólk hefur borið til hans á jafn ungum aldri. Guðmundur varð búfræðingur frá Hvanneyri 21 árs. Kenndi hann að því námi loknu á heimaslóðum allt til þess tíma, að hann settist í öld- ungadeild, sem sett var á fót í Kennaraskóla íslands haustið 1933 og útskrifaði mjög marga kennara vorið eftir. Höfðu þeir, sem þá fengu full kennararéttindi eftir eins vetrar nám, stundað kennslu lengi og öðlast mikla reynslu í starfi. Höfðu aldrei fyrr fram að þeim tíma útskrifast jafn margir kennarar frá Kennara- skóla íslands. Áttu þeir eftir að skila miklu og góðu lífsstarfi. Munu nú allir hafa lokið sér af, en nýir menn tekið við. Með full réttindi upp á vasann ræðst Guðmundur sem kennari í Ásahrepp í Rangárvallasýslu. En í Þykkvabæinn flyst hann 1936 sem skólastjóri og dvelur þar hvorki meira né minna en í rúma tvo ára- tugi. Þar keypti hann sér jörðina Önnu-Part. Ræktaði þar græn- meti og hafði skepnur. öll ræktun var Guðmundi einkar hugleikin. Kartöflur ræktaði hann að sjálf- sögðu, líkt og aðrir Þykkva- bæingar, en í minna mæli. Verk- maður var Guðmundur lipur, hey- skaparmaður ágætur. Áður en hann kvæntist og setti saman bú í Þykkvabæ, var hann oft í kaupa- vinnu hjá bændum í Þykkvabæn- um. Hældu bændur honum mjög í mín eyru fyrir vinnubrögðin. En vitanlega var kennslan og skóla- stjórnin ævistarfið. Guðmundur þótti einkar lipur kennari. Skrif- ari var hann góður og gekk vel frá öllu. Léttlyndur var hann og gat spaugað. Hann var nokkuð bráð- lyndur, en fáa menn hef ég hitt, sem voru jafn fljótir að gleyma og hann. Það var fljótt úr honum, eins og sagt er. Guðmundur átti vitanlega sínar erfiðu stundir í starfi. En hann stóð alltaf jafn réttur. Erfiðir nemendur gerðu honum stundum lífið leitt, líkt og öðrum kennurum. Þegar ég tók við skólastjórn í Þykkvabæ haustið 1957 af Guðmundi, sagði hann mér að ég tæki við nokkrum erfiðum strákum af sér. Það fannst mér nú ekki frásagnarvert. Alltaf eru ein- hverjir sem hafa gaman af að stíða lærifeðrum sínum. Annars t Hjartans þakkir til allra er vottuðu okkur samúö og heiðruöu minningu GUÐMUNDAR í. VILHJÁLMSSONAR, Bergstaöastræti 6c. Þórný Jónadóttir, Þórlaug Guömundsdóttir, Höröur Sigmundsson, Vilhjólmur Guómundason, Guórún Björnsdóttir. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlat og útfarir feöganna VALTÝS JÓNSSONAR JÓNS G. JÓNSSONAR verslunarmanns og fyrrv. gjaldkera Hamrabergi 38, R. Víóimel 40, R. Kristlaug Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Valtýsson, Elín Eiríksdóttir, Jón S. Valtýsson, Ásta Björnsdóttir, Valtýr E. Valtýsson, Björk Einisdóttir, og Valtýr örn, Siguröur Steini, Elísa Rós, Davíð, Elías Kóri og Jónas. fannst mér fólk bera hlýjan hug til Guðmundar sem kennara á þessum fyrrnefnda stað. Hann var mannlegur, hafði yndi af að blanda geði við fólk og var eins við alla. Slíkt hlýtur að afla mönnum vinsælda þar sem fólk er með ómengað hugarfar. Félagsmaður þótti Guðmundur með ágætum. Hann mætti á öll mannamót á staðnum og spilaði bridds. Haustið 1957 hélt Guðmundur burt úr Þykkvabæ með fjölskyldu sinni. Man ég nú ekki hvort þeim hjónum var haldið samsæti, en þeirra var a.m.k. saknað. Og rætur á báða bóga, hans og fjölskyldu annars vegar og íbúa staðarins hins vegar, slitnuðu aldrei. Guð- mundur gerðist kennari við Kópa- vogsskóla og kenndi þar fram und- ir sjötugsaldur. Hafði hann þá kennt á fimmta áratug. Má teljast vel að verki staðið, ekki síst þegar þess er gætt að nú finnst flestum kennurum nóg að hætta, þegar þeir hafa náð að uppfylla hina svonefndu 95-ára reglu. Áður voru kennarar að strekkja við að halda áfram til sjötugs. Þótti jafnvel hart að þurfa þá að leggja upp laupana. Já, tímarnir breytast og mennirnir með. Ekki veit ég hvernig kennslan hefur gengið hjá Guðmundi í Kópavogi. Hann hélt a.m.k. út sinn tíma og kvartaði ekki. Hann átti sér held ég enga óvildarmenn. Hann vann störf sín af trúmennsku og má með sann- girni meira krefjast? Ég veit, að Guðmundur vinur minn var ekki án galla, fremur en aðrir menn. En þægilegri mann en hann er vart hægt að hugsa sér. Guðmundur kvæntist árið 1944 Guðrúnu Guðmundsdóttur Sæ- mundssonar frá Sælingsdal i Dalasýslu. Hún er fædd árið 1917. Börn eignuðust þau hjón fjögur. Þau eru: Auður, Guðsteinn Vigfús, Harpa og Aðalheiður Hrönn. Öll fædd í Þykkvabæ. Gott var að heimsækja þau hjón. Alúðin var ekkert smjaður, ekkert sást við neglur skorið, eins og faðir minn sagði, er hann minntist frú Óskar á Kjalarlandi. Ég vann um skeið nálægt heimili þeirra hjóna, á Bókasafni Kópavogs. Þá bar mig oft að garði að Neðstutröð 4. Við Guðmundur rifjuðum þá upp minningar frá sameiginlegum starfsvettvangi, röbbuðum um mannlífið á staðnum fyrr á tíð o.fl. Vegna búsetu úr bænum hitt- umst við sjaldan síðari árin. Ég sem þessar línur rita taldi mér ljúft og skylt að minnast for- vera míns, Guðmundar Vern- harðssonar. Með samúðarkveðjum frá mér og mínum til aðstandenda hans. Borgarfirði eystra, Auöunn Bragi Sveinsson. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.