Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 Úr heimi kvikmyndanna uppi ákveðnum gæðum.“ Hann hefur tekið þá ákvörðun, þrátt fyrir allt, að þessi síðasta Sup- erman-mynd, „Superman III“, sé sú síðasta sem hann muni leika í. „Það er ekki mikið meira sem þú getur gert án þess að endurtaka sjálfan þig.“ Christopher Reeves er þrítugur orðinn. Hann hafði verið að leika á móti Katharine Hepburn á Broadway í leikritinu „A Matter of Gravity“, þegar Superman skaut honum upp á stjörnuhimin- inn. „Þegar þú allt í einu gerist frægur, hegðar þú þér undarlega í eitt eða tvö ár. Þú heldur að þú sért merkilegri en þú ert. Áður þurftir þú að vinna fyrir vináttu með því að vera góður maður.“ En nýfrægi maðurinn kemur að tíma- mótum. „Sumt fólk heldur áfram að vera frægt, og notar sjálft sig til að laða að. Aðrir verða virkilegir leikarar og listamenn." — ai. — af Christopher Reeve í fyrsta sinn í alvöruhlutverki, 17 ára gamall, í leikritinu „Private Lives“. „Þegar „Superman'* var fyrst sýnd, 1978 og ’79, fékk ég 2000 bréf á viku. Ég gat hvergi farið. Nú er þetta öðruvísi. Fólk venst manni," segir Súpermað- urinn holdi klæddur, Christopher Reeve, í viðtali og virðist feginn. Þriðja „Superman“- myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir nokkru og þykir Reeve, eins og áður, standa sig í stykkinu. „Svo virðist," segir Reeve, „sem Ameríkanar séu aftur að eignast hetjur á hvíta tjaldinu í formi Harrison Fords, Tom Sellecks (helsta sjónvarpsstjarnan í Bandaríkjunum), William Hurts, Richard Geres og Reeves sjálfs. Ég er þessi rómantíski — rauðvín og rauðar rósir. Gere leikur þá tegund náunga sem segja: „Mig langar í bólið með þér og þú skalt koma með mér hvort sem þú vilt það eða ekki.“ Ég leik i sem segja, „Afsakið, en mætti ég ... “ “ Þó undarlegt megi teljast hafn- aði Reeves þrisvar sinnum boði um að taka þátt i prufutökum fyrir Superman-hlutverkið. Fyrir honum var hlutverkið neðst á lista yfir áhugaverð verkefni. Þá sá hann handritið og fannst að hægt væri að gera eitthvað fyndið, róm- antískt og ævintýralegt með það, ef súpermennið yrði leikið blátt áfram og lipurt, en ekki kalt og fráhrindandi eins og framleiðend- urnir vildu í fyrstu. Superman varð geysivinsæll um heim allan „í löndum sem maður heyrir aldrei frá“, eins og Reeves segir. Superman II gerði hann að milljónamæringi. Faðir Reeves er Franklin Reeve, rússneskuþýðandi og prófessor við Yale-háskólann, en móðir Christophers er Barbara Johnson, blaðamaður. Þó foreldr- Katharine Hepburn I „A Matter of Gravity" ar hans hafi skilið þegar hann var fjögurra ára gamall var Christ- opher mikið með föður sínum og fylgdist með rabbi hans yfir mat- arborðið við fólk eins og Robert Frost og Adlai Stevenson. Við háskólann í Cornell nam þessi verðandi súpermaður ensku og tónlistarfræði. „Ég vissi að ég mundi verða leikari. Ég hugsaði, sjáum til, hvað annað ég get lært.“ Hann hefur að baki mikla reynslu, byrjaði að leika þegar hann var níu ára. „Jæja, ég fór að sjást á sviði þegar ég var níu ára. Ég held ég hafi ekki byrjað að leika fyrr en ég var 17 ára.“ Reeve hefur sann- arlega reynt að forðast að festast í hlutverki fljúgandi Kryptonans á hvíta tjaldinu. I myndinni „Mon- signor" lék hann bandarískan prest sem gekk á mála hjá mafí- unni, varð kardínáli í Vatíkaninu og stóð í ástarsambandi við nunnu. í „Deathtrap" var hann hommi, elskhugi Michael Caines. Næsta verkefni hans er í mynd Ishmael Merchants og James Ivorys, „The Bostonians", eftir sögu Henry James, sem fylgir í kjölfar vinsælda „The Europeans“. Reeves viðurkennir að honum finnist hann stundum sekur af því að fást við hluti sem hann fyrirlít- ur og meinar hann þá fram- haldsmyndir og unglingamarkað. Christopher Reeves Clark Kent Framhaldsmyndir — að kreista hverja krónu úr hugmynd, hversu slæmar sem þær eru — er smit- andi sjúkdómur í Hollywood, þó ég ætti kannski síst að vera að lasta það.“ En Reeves telur Superman þó vera nokkra undantekningu. „Við höfum mikið reynt að halda Maður og Súpermaður Luis Bunuel 1900-1983 Luis Bunuel, sem lest i Mexíkóborg 29 júli sl„ 83 ára að aidri, var einn af örfáum virkilegra kvikmyndalistamanna þessarar aldar og helsti málsvari súrrealista og stjórnleysishugmynda á hvíta tjaldinu. Merkilegur ferill hans sem kvikmyndagerðarmanns, hófst með tveimur stuttum myndum, sem þóttu svo hneykslanlegar að þær voru bannaðar í mörg ár, lifðu af 15 ára hundsun en bíómstruðu svo þegar listamaðurinn hafði náð sjötugsaldrinum, heilsutæpur og heyrnarlaus að verða. Starf Bunuels breyttist lítið í 45 ár og myndir hans eru afar skyld- ar hverri annarri. Hann hataði eins og pestina þjóðfélagskerfi, sem neyddi fólk til að lifa við fá- tækt, eins og hann sýndi best í einni af sínum frægustu myndum, Los Olvidados. Hann gagnrýndi mikið hræsni borgarastéttarinnar og umfram allt kirkjuna. Bunuel var fæddur í febrúar ár- ið 1900 í bænum Calanda á Spáni. Hann fæddist inn 1 fjölskyldu velstæðra landeigenda og var elst- ur sjö systkina. Hann nam heim- speki og bókmenntir við háskól- ann í Madrid þar sem hann kynnt- ist framámönnum spænskra lista og bókmennta í þá daga, Ortega y Gasset, leikritaskáldinu Lorca og Salvador Dali. Vinskapur hans við Dali veitti honum innsýn í heim súrrealista, sem seinna átti eftir að eiga svo ríkan þátt í verkum hans. Hann var leikari um tíma og sýndi fljótt áhuga á kvikmyndum með því að koma á fót einum af fyrstu kvikmyndaklúbbum Spán- ar, við háskólann í Madrid 1920. Eftir að hafa lokið þar námi lá leið hans til Parísar þar sem hann kynntist fljótt súrrealískum hreyfingum og hann gerðist að- stoðarmaður Jean Epsteins við myndir hans, Mauprat og The Fall of the House of Usher. Fyrstu mynd sína gerði Bunuel 1928, Un Chien Andaiou. Handritið að henni gerði vinur hans Dali og innihélt hún röð atriða, sem átti eftir að komast á spjöfd kvik- myndasögunnar, auga á stúlku skorið í sundur með rakhníf, maurar skríðandi yfir manns- hendi, dauður asni á flygli og kær- ustupar sem elskast eftir að hafa Eftir þá mynd, hætti Bunuel að leikstýra af ástæðum sem aldrei hafa verið skýrðar og vann við að setja tal inn á amerískar myndir. Hann fluttist til Bandaríkjanna og vann við Nútímalistasafnið (þaðan var hann rekinn þegar upp komst um tengsl hans við L’Age D’Or) og síðar í Hollywood, við að setja inn tal á myndir. Það var framleiðandinn, Oscar Danzigers, sem bjargaði Bunuel eftir 15 ára gleymsku og bauð hon- um að leikstýra myndum í Mexíkó. Bunuel, sem þá var að nálgast fimmtugsaldurinn, og bestu ár ævi hans virtust liðin, tókst að taka upp þráðinn aftur eins og ekkert hefði í skorist og hann hefði aldrei hætt kvikmyndagerð. Eftir að hafa leikstýrt nokkrum myndum fyrir aðra, gerði hann loks sína eigin mynd, eftir 20 ára hlé. Myndin var Los Olvidados, sem frumsýnd var 1950 og vann hún verðlaun í Cannes og Bunuel kom aftur undir sig fótunum sem einn fremsti kvikmyndagerðar- maður í heimi. Á næstu fimm árum gerði Bunuel 11 kvikmyndir í Mexíkó, myndir sem voru lítið fjármagn- aðar og hann varð að gera á stutt- Listamaðurinn Luis Bunuel. orðið vitni að umferðarslysi. L’Age D’Or, sem á eftir fylgdi, enn með nokkrri hjálp frá Dali, tók nokkuð á þeim efnum sem Bunuel átti seinna eftir að magna upp og kanna til æviloka. í henni eru bitrar árásir á kirkjuna og veraldleg yfirvöld, tíð notkun á freudískum táknmyndum og kald- hæðin notkun tónlistar. Árið 1932 leikstýrði Bunuel Los Hurdes (Land án brauðs), heimildarmynd um hérað á Spáni í kreppu og fólk- ið sem þar dró fram lífið. Andlit úr „Hinir ungu og fordæmdu”.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.