Morgunblaðið - 21.08.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983
45
Sæbjörn:
Punktar
úr heimi
kvikmyndanna
Fyrir skömmu barst mér í
hendur nýtt tímarit um kvik-
myndir sem ber heitið Myndmál
og, í takt við tímann, á það að
fjalla um kvikmyndir og mynd-
bönd.
Myndmál er prentað á vandað-
an pappír og er að mestum hluta
allvel umbrotið, en líkt og oft vill
verða með fyrstu eintök blaða og
tímarita, eru þau ekki fullmótuð
og sérstaklega eru fyrstu síðurn-
ar nokkuð grautarlegar. En með
velgengni eiga þær örugglega
eftir að komast í fastara form.
Efnið er fjölbreytt og þannig
saman sett að það ætti að ná til
margra. Ekki eins þungbúið og
leiðinlega háalvarlegt og Kvik-
myndablaðið var undir það síð-
asta. Má nefna ágætar greinar
eftir Erlend Sveinsson um Sögu
kvikmynda á íslandi og Um
kvikmyndaskóla eftir Þránd
Thoroddsen, af innlendu efni og
Andie McDowell leikur Jane.
MYNDMAL
NÝTTUF'MSSKALAHGi
smjm&mstSmmiM
Forsíða Myndmála.
samantekt um kvikmyndina
Gandhi og grein um Jessicu
Lang, af því erlenda.
Þá eru og þættir um væntan-
legar myndir í kvikmyndahúsun-
um Nýtt á myndböndum, auk
nauðsynlegra slúðurfrétta. Ég
óska því framtakssama fólki sem
stendur að baki Myndmáls góðs
gengis.
★ ★ ★
Flestir muna sjálfsagt eftir
San Fransisco-löggunni harð-
sviruðu, Dirty Harry, sem var
aðalpersónan í nokkrum Clint
Eastwood-myndum snemma á
síðasta áratug. Myndirnar
reyndust honum gullnáma, enda
er karl kominn 1 slaginn á nýjan
leik í Sudden Impact.
Eastwood fer að sjálfsögðu
með hlutverk Harrys og leik-
stýrir að auki, en mótleikari
hans verður Sandra Locke, göm-
ul og ný vinkona ... Myndina á
að frumsýna um næstu jól.
★ ★ ★
Þá er Hugh Hudson, (Chariots
of Fire), búinn að finna hina
réttu Jane handa Tarzan apa-
bróðir, en nýjasta mynd þessa
athyglisverða leikstjóra er sem
sé Greystoke: The Legend of
Tarzan Lord of the Apes. Sjá
meðf. mynd af Andie McDowell.
Frá vinstri, Catherine Deneuve í
Belle de Jour.
um tíma. En þar innanum eru þó
verk eins og El, sem var enn ein
árásin á kristindóminn, útgáfur
Bunuels á tveimur klassískum
enskum sögum, Fýkur yfir hæðir
og Robinson Krúsó og svört kóme-
día, Glæpalíf Archibaldo de la
Cruz, sem er um morðingja hvers
fórnarlömb deyja ætíð rétt áður
en hann nær til þeirra.
Á miðjum sjötta áratugnum
sneri Bunuel aftur til Frakklands
þar sem hann gerði eina af uppá-
haldsmyndum sínum, Cela S’Áp-
elle L’Áurore, um eyju, sem er
undir stjórn ríks iðjuhöldar. Mun
betur er þekkt verk hans frá þess-
um tíma, Nazarin, þar sem er
fylgst með hugsjónaríkum ungum
presti, sem gerir tilraun til að lifa
fullkomlega kristnu lífi, en af því
hljótast ekkert nema vandræði,
fyrir hann og aðra. Þremur árum
seinna tók hann upp sama efni;
hve ómögulegt það er að lifa heil-
brigðu kristnu líferni í spilltum
heimi, þegar honum var boðið að
gera mynd á Spáni (sína fyrstu
þar í 30 ár). Þó handrit hennar
hafi komist í gegnum ritskoðun,
varð árangurinn annar en yfir-
völdin höfðu samið um og myndin
var þögguð niður í flýti. Annars
staðar var myndin, Viridiana, tal-
in vera eitt af bestu verkum Bunu-
el, þó hún hafi verið sterklega
gagnrýnd fyrir guðlast (í henni er
heldur frjálslega farið með síð-
ustu kvöldmáltíðina).
Eftir Viridiana gerði Bunuel
Gereyðingarengilinn, en 1967 náðu
vinsældir hans hámarki með
myndinni Belle de Jour, sem hlaut
Gullna ljónið á kvikmyndahátíð í
Vín. Enn var hann að skyggnast
undir yfirborð virðulegs milli-
stéttarfólks í sögu ungrar eigin-
konu, sem leikin er af Catherine
Deneuve. Þrátt fyrir að hún sé
hamingjusamlega gift, eyðir hún
kvöldunum á pútnahúsi og upplif-
ir þar drauma sína. Bunuel hélt
áfram að gera kvikmyndir, alltaf
jafnferskar og umdeildar, en síð-
ust þeirra var, í enskri þýðingu,
That Obscure Object of Desire.
Það var árið 1977.
Fyrr á þessu ári hlaut hann loks
viðurkenningu landsmanna sinna,
Spánverja.en þá hafði hann búið í
Mexíkó í næstum 40 ár og var orð-
inn mexíkanskur ríkisborgari. Hin
nýja stjórn á Spáni veitti honum
æðstu orðu landsins. Það var ekki
seinna vænna. þýjy _ aj
Umdeild kvikmynd
eftir verki Prousts
Þá er lokið í París kvikmyndun á meistaraverki Marcel Prousts, „A la
Recherche du Temps Perdu“ eða Litið til liðinna stunda, en það er víst
kvikmyndagerð sem að líkindum á eftir að valda nokkrum bókmenntalegum
dcilum. Alþjóðlegt kvikmyndafólk undir leikstjórn Þjóðverjans Volker
Schlöndorff, sem þekktastur er fyrir kvikmyndina „Die Blechtrommel" eftir
Giinter Grass, hefur lokið við kvikmyndunina í Frakklandi, en meðal leik-
enda í henni eru breski leikarinn Jeremy Irons, ítalska leikkonan Ornella
Muti og Frakkinn Alain Delon.
Schlöndorff hefur þegar verið
gagnrýndur fyrir að „nauðga"
texta Prousts, af því hann notar
aðeins einn söguþátt, „Un Amour
de Swann", í kvikmyndina úr átta
binda ritverki Prousts. Framleið-
andi myndarinnar, Nicole Steph-
ane, hefur eytt síðasta 21 ári ævi
sinnar í að reyna að fá menn til að
kvikmynda verk Prousts. Hún var
leikkona þar til hún lenti í um-
ferðarslysi og er fjöldskylduvinur
erfingja Prousts og keypti kvik-
myndaréttinn að öllu verkinu
1962. Til að byrja með kom hún
sér í kynni við ítalska leikstjórann
Luchino Visconti, sem ræddi verk-
efnið í smáatriðum við hana á
ströndum Cabourg í Normandy,
þar sem Proust eyddi frídögum
sínum.
Þá þegar hafði henni mistekist
að vekja áhuga franska leikstjór-
ans René Clement á verkinu og
Visconti missti áhugann þegar
hann sneri sér að gerð kvikmynd-
ar eftir bók Thomas Mann, „Dauð-
inn í Feneyjum". Tímanum sem
það tók að finna nýja menn er best
lýst í hlutverkabreytingum eftir
því sem fleiri leikstjórar voru
kallaðir til.
Alain Delon, sem leikur kynvill-
inginn Charlus barón í þessari
mynd, átti í fyrstu að leika hinn
unga Swann. Dustin Hoffman var
einnig boðið að taka að sér hlut-
verk Swanns en hann eltist um of
áður en hann gat tekið að sér hið
boðna hlutverk, á meðan Marlon
Brando og Sir Laurence Olivier,
sem eitt sinn komu til greina í
hlutverk kynvillta barónsins, hafa
orðið að víkja fyrir Delon. Á sín-
um tíma var gert ráð fyrir því að
Brigitte Bardot tæki að sér hlut-
verk Odette de Crecy, sem ástmey
Swanns, en nú hefur hlutverkið
fallið í skaut Ornellu Muti.
Eftir að Visconti hafði hætt við
að leikstýra myndinni var fenginn
til þess Bandaríkjamaðurinn Jos-
eph Losey, en hann ræddi við Har-
old Pinter um undirbúning hand-
ritsins. Það, sem þeir gerðu sam-
an, hefur yfirleitt verið talin frá-
bærasta kvikmyndagerð verksins
þó aldrei væri ráðist í hana, því
fjögurra stunda kvikmyndin hefði
kostað tíu milljónir dollara.
Næstur í röðinni sem leikstjóri
var Peter Brook frá Briton, sem
valdi Frakkann Jean-Claude
Carriere, sem vinnur með honum í
leikhúsi í París, til að endurvinna
handritið. Þegar svo Brook hætti
við, fékk Carriere Schlöndorff til
að taka að sér verkefnið en hann
hafði lært í Sorbonne og unnið
með frönskum leikstjórum.
Þá gæti hlutverkaval einnig ver-
ið umdeilt. Allt tal í myndinni er á
frönsku og Jeremy Irons varð að
læra málið til að leika Swann og
Ornella Muti þykir af mörgum
gagnrýnendum alltof falleg til að
leika hina dónalegu Odettu. Menn
búast þó ekki við því að gagnrýnt
verði hvernig til hefur tekist við
að endurlífga líferni og háttu há-
aðalsins í Frakklandi um aldamót-
in síðustu þegar myndavélin líður
um eina höllina eftir aðra eitt
stórhýsið eftir annað í París.
Aukaleikararnir verða kannski
mest ekta því ráðnir voru alvöru
aðalsmenn til að vera í myndinni,
fyrir 60 dollara á dag — og frítt
kampavín.
— ai
Sæbjörn:
Kíkt inn í
kvikmyndahúsin
í dag, (18. ágúst), eru tvær
myndir frumsýndar: Tíma-
skekkja í Grand Hoteli, með
Christopher Reeve og hefur
„súpermaðurinn" hlotið lof fyrir
leik sinn í myndinni. Hin er svo
ljósasti punkturinn í kvik-
myndaheimi borgarinnar, þessa
vikuna, afbragðshrollvekjan
Poltergeist. Undirritaður sá
myndina á frumsýningardegi
hennar vestan hafs fyrir rösku
ári og reit skömmu síðar fjálga
lofgrein um fyrirbrigðið.
Mig minnir að ég hafi látið
þess getið að í Poltergeist gætu
menn séð „special effects", eða
tæknibrellur, eins og þær bestar
geta orðið, enda var valinn mað-
ur í hverju rúmi við gerð mynd-
arinnar, sem er fyrst og fremst
hugarsmíð Spielbergs. Það á
enginn að þurfa að fara óánægð-
ur út af Poltergeist sem á annað
borð hefur gaman af vönduðum,
atvinnumannslegum hryll-
ingsmyndum — og að láta hræða
sig svolítið ...
Þá var einnig frumsýnd mynd
í Háskólabíó á dögunum, Blóðug
hátíð (My Bloody Valentine).
Kolanámudraugasaga.
Annars eru það endursýningar
sem hafa skotið upp kollinum
utan þeirra sem að ofan greinir.
Regboginn er í miklum endur-
sýningarham, þar skýtur hverj-
um titlinum upp á fætur öðrum.
Tónabíó hefur varpað Pétri karl-
inum Ustinov snögglega á dyr og
endursýnir nú Allt í plati. Og
Bíóbcer endursýnir Grýlustuð,
nVÍnsœlustu unglingamyndina til
þessa" (að þeirra dómi). Og síð-
ast en ekki síst: Ljúfar sælu-
minningar — adult film. Best
pomo in town. Oh boy.
Stjörnugjöfin
Gandhi ★★★'/!
Tootsie ★ ★ ★
Atlantic City ★ ★ ★
Dona Flor og eiginmennirnir
tveir ★ ★ Vi
Vonda hefdarfrúin ★ ★
Poltergeist ★ ★ ★
Utangarösdrengirnir ★ ★ Vj
Dýrmæt rán
Samtök gegn höfundarréttarþjóf-
um í Bretlandi tilkynntu fyrir
nokkru ad þau hefðu komist yfir
17.500 ólögleg myndbönd á sjö mán-
aða tímabili. Samtökin komust yfir
mörg dýrmæt bönd í herferð sinni
m.a. kópíur af „myndbandamaster-
um“ tveggja Walt Disney-mynda,
Mjallhvíti og Pinnochio.
Af því að Disney gamli setti
aldrei neina af sínum klassísku
teiknimyndum á myndbönd, getur
einn „myndbandamaster" af mynd
hans, sem myndbandaræningjar
geta fjölfaldað í þúsundir snælda,
verið dýrmætari en prentplata
Englandsbanka af 20 punda seðl-
inum, er haft eftir Bob Birch,
formanni samtakanna gegn höf-
undarréttarþjófum.
Samtökin tikynntu að í þessari
herferð sinni hefðu þau komist yf-
ir næstum hverja einustu stór-
mynd síðustu tíu ára á ólöglegum
myndböndum og voru þar á meðal
nýjustu myndir eins og Return of
the Jedi og Flashdance. Mynd-
bandaræningjar eiga yfir höfði sér
1000 punda sekt fyrir hverja ólög-
lega snældu sem þeir versla með.