Morgunblaðið - 21.08.1983, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983
Fiskmarkaður á torgi við Tryggvagötu ofan steinbryggju. Húsið sem bíður flutnings er komið frá Pósthússtrsti 2 og stóð lengi síðar við Tryggvagötu.
FISKMARKAÐUR OG
FISKSALAR í REYKJA VÍK
Fiskmarkaður sá er efnt var til
á vegum Bæjarútgerðar Reykja-
víkur í nýliðinni viku varð tilefni
þess að gömul mynd, er lengi hafði
legið í skúffu og beðið þess að með
henni væri ritað greinarkorn, var
nú tekin fram og þess freistað að
afla upplýsinga um mannlíf og
mannvirki er hún birtir.
Á myndinni sést hópur fólks er
bograr yfir fiskkOssum og borðum.
Af myndinni verður ráðið að þar
eru karlar fleiri en konur. Samt
má greina nokkrar. Hávaxin kona
á ljósum kjól, síðum, vekur at-
hygli. Hún er mittisnett og hefir
fléttað hár sitt. Skammt frá
henni, nær miðjum hópnum, mun
fisksali hampa nýveiddum fiski,
en að baki tveggja stúlkna, er
standa næst miðju, má sjá hlaðið
borð þar sem gnótt af fiski bíður
afhendingar. Skammt frá stúlkun-
um tveim, nær lesendum, er vog
allmikil fyrirferðar og næst hand-
vagnar tveir, hjólbðrur og sitt-
hvað fleira er heyrir til á athafna-
svæði. Eftir því sem næst verður
komist mun myndin tekin í júní-
mánuði 1919. Magnús ólafsson,
kunnur ljósmyndari, faðir ólafs
konunglegs myndasmiðs er einnig
var frægur af iðn sinni, tók mynd-
ina.
Lengst til vinstri stendur hús á
stokkum og bíður flutnings. Þar
mun vera hús er margur í flokki
aldraðra Reykvíkinga kannast við.
Þegar myndin er tekin er þess
skammt að bíða að því verði komið
fyrir á grunni við Tryggvagötu.
Þar voru síðan til húsa skrifstofur
Sameinaða gufuskipafélagsins, á
efri hæð. Niðri var nýlenduvöru-
verslun- og afgreiðsla til skipa.
Erlendur ó. Pétursson Vestur-
bæingur veitti skrifstofu Samein-
aða forstöðu, en versluninni
stjórnaði Theódór Siemsen, kunn-
ur maður í kaupsýslustétt, bróðir
Árna Siemsen konsúls í Lubeck.
Bryggjan er gengur í sjó fram (á
miðri mynd) er Steinbryggjan.
Hún hvarf síðar undir hafnar-
mannvirki. Við bryggjuna liggur
vélbáturinn Sjöfn við landfestar.
Sjöfn var útilegubátur frá ísa-
firði. Samkvæmt bókum Reykja-
víkurhafnar tekur Sjöfn vatn hinn
8. júlí 1919 og greiðir kr. 2,50 fyrir.
Sjöfn kann að hafa fært Reykvík-
ingum fisk í soðið um leið og
skipverjar slökktu þorstann og
brynntu sér og bátnum.
Við stefni Sjafnar og einnig við
skipshlið gefur að líta smábáta.
Kænur þessar, eða árabátar vekja
minningar reykvískra drengja um
fyrstu sjóferðir. Héðan lagði
margur í fyrstu för. Hjá sumum
var látið nægja að róa í næsta
færeyskan kútter að verða sér úti
um kexköku hjá góðviljuðum fær-
eyskum húfumanni. Öðrum varð
róðurinn æfing og undirbúningur
að ævistarfi, áratuga sjósókn,
fiskveiðum eða farmennsku.
Luktin á miðri mynd, yst til
hægri, mun vera gaslukt. Þetta er
fyrir daga rafljósa.
Þrímöstruð skonnorta liggur við
landfestar framundan vöru-
geymsluhúsum sem merkt eru
Eimskipafélagi íslands. Þar gefur
að líta Francis Hyde, 383ja smá-
lesta ameríska skonnortu með
gufuhiálparvél. Þjóðkunnir menn,
þeir Ólafur Davíðsson, útgerðar-
maður og ólafur Johnson, stór-
kaupmaður, hafa skipið í förum.
Flytur það einkum vörur á vegum
O. Johnson & Kaaber. Guido
Bernhöft stórkaupmaður var um
þessar mundir sölumaður hjá
frænda sínum, Ólafi Johnson.
Guido minnist þess að Francis
Hyde hafi komið úr ameríkuför
þetta ár og flutt heim tóbak, te,
kex og margskonar varning. Is-
lendingar voru ekki miklir te-
drykkjumenn á þessum árum. Aft-
ur á móti höfðu þeir sölumenn
spurnir af því að Færeyingar
tækju te framyfir flesta hress-
ingardrykki og tókst því O.J.&K.
að selja þeim talsvert af þeim
hluta farmsins. Af kexinu er það
að segja að það var framleitt hjá
National Biscuit Company. Segir
Guido að skammstöfum þess sé
Nabisco og fyrirtæki O.J.&K. hafi
umboð fyrir það enn í dag.
Morgunblaðið getur þess að
Francis Hyde sigli héðan hinn 1.
júlí 1919 með síldarfarm áleiðis til
Svíþjóðar.
Sé flett upp í skipshafnaskrám
frá árinu 1919 kemur í Ijós að
skipstjóri um þessar mundir er
Guðmundur Sigurðsson, 1. stýri-
maður, Markús Grímsson, 2. stýri-
maður, Friðrik Ólafsson. Friðrik
var síðar skólastjóri Sjómanna-
skólans og bæjarfulltrúi í Reykja-
vík um skeið. Kunnur maður, sjó-
liðsforingi á Fyllu og síðar lengi
skipstjóri á skipum Landhelgis-
gæslunnar.
Þetta vor, 1919, er skipshöfn
skráð á Francis Hyde í Reykjavík
hinn 3. maí. Launahæstur er Guð-
bjartur Guðbjartsson, 1. vélstjóri.
Hann fær 742 krónur á mánuði
skv. samningi. Friðrik Ólafsson, 2.
stýrimaður, er 23 ára. Laun hans
eru ákveðin 350 krónur á mánuði.
Kokkurinn er 18 ára. Honum er
skammtað smátt, 150 krónur.
Þjónninn fær 200 krónur. Sama
upphæð kemur í hlut háseta.
Yngsti maður um borð er Hjört-
ur Hjartarson lempari. Hann er
16 ára.
1. stýrimaður, Markús, fær 570
krónur á mánuði.
f viðbótarklausu sem skráð er í
ráðningarsamningi segir:
„Hlekkist skipinu á af völdum
ófriðarins greiðist umsamið kaup
þangað til heim er komið og 500
krónur fyrir fatatjón, en stýri-
menn fái 1.000 krónur og vátrygg-
ing vélstjóra reiknist eftir samn-
ingi milli Eimskipafélags fslands
og vélstjórafélags fslands dags. 16.
nóv. 1917.“
Fróðlegt er að fylgjast með
viðbrögðum aldraðra Reykvíkinga
er skoða myndina og freista þess
að glöggva sig á því sem fyrir
augu ber. Aðalsteinn Guðmunds-
son, lengi verkstjóri Olíuverslunar
fslands, minnist þess að hafa eign-
ast sín fyrstu gúmmístígvél þá er
Francis Hyde lagði að landi. Guð-
mundur skipstjóri hafði keypt þau
handa Aðalsteini. Stígvélin voru
svört vaðstígvél með rauðri
stjörnu og ljóma ekki síður f
endurminningunni, en daginn sem
við þeim var tekið. Um leið og Að-
alsteinn minnist vaðstígvélanna
góðu rifjar hann upp nöfn reyk-
vískra ökumanna, en á myndinni
sjást hestvagnar, ökumenn tveir
mætast, annar á leið að skipshlið,
en hinn kominn úr augsýn, að
heita má. Aðalsteinn telur upp
nokkra kunna ökumenn í Reykja-
vík á þessum árum. Fyrstan má
nefna Guðmund, föður Karólínu
vefkonu á Ásvallagötu og þeirra
systkina. Hann byggði Þórodds-
staði, rismikinn bæ og reisulegan
við Öskjuhlíð. Nafni Guðmundar,
einnig ökumaður, bjó lengi á
Njálsgötu 15 a. Þá má nefna Sig-
ursteindór, föður Ástráðs skóla-
stjóra og Bjarna starfsmanns í
Haraldarbúð. Vesturbæingar
muna Sigursteindór vel er hann ók
kolum frá Kol & Salt. Og ekki má
gleyma blessuðum hestunum er
biðu húsbænda sinna þolinmóðir
og tuggðu heyvisk úr strigapoka
meðan varningi var komið í hús
eða hlaðið á vagn.
En hvað um fisksalana? Hve-
nær koma þeir „inn í myndina",
eins og sagt er nú á bullöld. Um þá
stétt manna mætti rita langt mál.
Svo mjög var um þá deilt á sinni
tíð. Ýmist hafnir til skýjanna eða
hrópaðir niður, allt eftir því
hvernig „kaupin gerðust á Eyr-
inni“. Allt frá aflaskiptunum
frægu í Galíleu, þar sem brauðið
kom eins og til uppbótar á lítinn
fisk, naumast upp í nös á ketti,
hafa fisksalar lengst af verið í
ónáð og mátt þola margskyns
glósur. Dæmi frá árinu 1919.
Dagsbrún, blað verkalýðs og al-
þýðu ritar í júnímánuði um sölu á
heilagfiski á fisktorginu:
„Fisksalarnir á fisktorginu hafa
nú upp á síðkastið storkað bæj-
arbúum með því að flytja þangað
heilagfiski, en neitað að selja það
fyrir hámarksverð. En aftur á
móti hefir sala til utanbæjar-
manna og útlendinga gengið mjög
greiðlega. T.d. hafa Borgfirðingar
fengið það heimsent og útlend
skip, sem hingað hafa komið.
Fyrir nokkrum dögum barst
hingað á torgið talsvert af heilag-
fiski frá ísfirskum bát (eða bát-
um) og þóttust menn þá eiga á
góðu von. En viti menn; fisksal-
arnir þverneituðu að selja bæjar-
mönnum annað en úrkastið
(smæstu smálúðurnar), og eftir
stutta stund var kominn á torgið
enskur botnvörpungsskipstjóri, og
var honum vegið og selt allt það,
sem ætilegt þótti (nokkur þúsund
pd), en bæjarmönnum var gefinn
kostur á að kaupa stórþorsk,
löngu, ufsa og karfa."
Nokkru síðar birtir „Dagsbrún"
örstutt samtal er það segir að hafi
heyrst á fiskitorginu: