Morgunblaðið - 30.08.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983
5
43 þúsund
manns hafa
séð iðn-
sýninguna
AÐSÓKNIN á idnsýjiingiina í Laug-
ardalshöll var meö eindtemum góö
um helgina, um 13 þúsund manns
komu báða helgardagana, 5.500 á
laugardeginum og 7.500 á sunnudeg-
inum. Sagði Sigurjón Jóhannsson,
blaðarulltrúi sýningarinnar, að seld-
ir miðar á sýninguna væru orðnir 43
þúsund, en börn yngri en sez ára fá
frítt inn, þannig að heildartala gesta
er nokkru hærri. Sýningunni lýkur
sunnudaginn 4. september og taldi
Sigurjón að það væri varlega áætlað
að búast við að fjöldi sýningargesta
færi upp í 60 þúsund manns.
Að vanda er fjölbreytt
skemmtidagskrá á sýningunni.
Klukkan hálffimm í dag skemmta
þeir Magnús Þór Sigmundsson,
söngvari og lagasmiður, Ingólfur
Ragnarsson, töframaður og þýsk-
ur eldgleypir.
Klukkan sex og níu eru tísku-
sýningar, en þegar klukkan er
fimmtán mínútur gengin í ellefu
koma fram stúlkur úr fimleika-
flokki Gerplu og karateflokkurinn
Vígamenn. Sýningin er opin á
virkum dögum frá þrjú til ellefu,
en Höllinni er lokað klukkan tíu.
Akureyri:
Skartgrip-
um stolið
Akureyri, 29. ágúst
ADFARANOTT síðastliðins laug-
ardags var framið innbrot á Akur-
eyri. Brotist var inn í gullsmíða-
vinnustofu Sigtryggs og Péturs við
Brekkugötu. Þjófarnir brutu gat á
útstillingarglugga og teygðu sig eft-
ir þýfinu í sýningarglugganum. Tal-
ið er að verðmæti þýfisins nemi um
50—60 þúsund krónum.
Þjófavarnarkerfi mun vera í búð-
inni en svo virðist sem það hafi
ekki farið í gang.
G.Berg.
Breyting-
ar á Helgar-
póstinum
Ingólfur Margeirsson hefur verið
ráðinn ritstjóri Helgarpóstsins frá og
með 1. september næstkomandi.
Hann tekur við af Birni Vigni Sigur-
pálssyni. Ingólfur mun starfa með
Arna Þórarinssyni, ritstjóra.
Nokkrir starfsmenn Helgar-
póstins hafa gert Vitaðsgjafa, út-
gáfufélagi Helgarpóstins, tilboð
um kaup á nafninu Helgarpóstin-
um. Viðræður hafa staðið um
nokkra hríð og var tilboðið lagt
fram í gær. Stjórn Vitaðsgjafa
mun væntanlega fjalla um tilboðið
síðar í vikunni.
Tapaði
myndavél
SÆNSKIJR ferðamaður tapaði Chin-
on model Bellami myndavél sinni
21. júlí síðastliðinn, líklega á leið-
inni frá hóteli í Reykjavík til Kefla-
víkurflugvallar. Framleiðslunúmer
vélarinnar er 181572.
Skilvís finnandi vinsamlega látið
rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík vita.
HEIÐURSGESTUR:.
RRISCJAN AÐALSTEinSSON,SRIPSTJORI GULLFÖSS
r Minning brautryðjandans í glæstum farþegaflutningum verður í heiðri höfð
I LÖRATERÐ M/S EDDU 14.9.
enda margt sem minnir á gömlu góðu Gullfossferðirnar
í skipulagningu þessarar ferðar. Þar verður allt með glæsibrag:
Siglt verður til Kaupmannahafnar.
Matur er innifalinn í fargjaldi, bæði
morgunverður og kvöldverður.
Aðstandendur farþega geta nú fylgt þeim að
skipshlið.
Kampavínsveisla og
stórkostleg flugeldasýning verður á ytri
höfninni í Reykjavík strax eftir brottför,
þ.e. kl. 23.15.
Glæsiveisla (Gala dinner) verður á Eyjafirði,
eftir síðustu viðkomu á landinu, en hún
verður á Akureyri.
Ennfremur eru innifaldar 3 nætur á
góðu hóteli í Kaupmannahöfn,
og flug heim.
Brottför verður, þessu sinni, kl. 23.00.
Siglt verður norður um land og komið við
á Isafirði og Akureyri. Þaðan verður stefnan
tekin á Bergen og siglt suður með Noregs-
strönd, innan skerjagarðs.
Til Kaupmannahafnar verður komið kl. 9
að morgni mánudagsins 19. september.
Alla leið verða úrvals skemmtikraftar
um borð auk danshljómsveitar skipsins.
Heildarverð kr. 12.500,fyrir hvorn
í tveggja manna klefa.
Afbragðs greiðsluskilmálar.
Gengi 2G.Q '83,
Nánari upplýsingar
og bókanir
á skrifstofu okkar
sem og á eftirtöldum
ferðaskrifstofum:
Ferðaskrifstofan Atlantic
Ferðaskrifstofan Úrval
Samvinnuferðir-Landsýn
FARSKIP
AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166