Morgunblaðið - 09.09.1983, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983
Bragfræði nýrra tíma
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Baldur Ragnarsson: LJÓÐLIST.
220 bls. Iöunn. Rvík, 1983.
Löngu fyrir daga almennrar
skólagöngu var bragfræðiþekking
talin bráðnauðsynleg almenn upp-
lýsing. Þegar svo skólarnir tóku
við fræðsluhlutverkinu af heimil-
unum varð bragfræðiri hluti móð-
urmálsnámsins. Fyrir nokkrum
áratugum tók Sveinbjörn Sigur-
jónsson saman örstutt bragfræði-
ágrip sem ætlað var gagnfræða-
skólunum. Þar var þó svo mikið
efni saman dregið í stuttu máli að
betur var naumast unnt að gera.
Með þá bók í höndum varð margur
nemandinn prýðisvel upplýstur í
hefðbundnum íslenskum skáld-
skaparfræðum. En þá var raunar
komin fram ný ljóðlist utan við
þær reglur sem lesa mátti um í
kennslubókum. Svo tamið var
brageyra þjóðarinnar að margur
áleit hinn nýja skáldskap bæði
ólöglegan og þjóðhættulegan. Hef-
ur sú saga oft verið rakin og
óþarfi að endurtaka hana hér.
En nú er svo mikið vatn runnið
til sjávar síðan modernismi, form-
byltingarljóð og atómskáldskapur
komu fram á sjónarsviðið að allt
hefur það öðlast hefð, atómskáldin
eru orðin gömul og virðuleg og
skólabækur uppfullar af formbylt-
ingarljóðlist. Því var þörf á nýrri
»bragfræði« og nú er hún sem sagt
komin fram. Þessi Ljóðlist Bald-
urs Ragnarssonar er bæði brag-
fræði í eiginlegum skilningi og
greining á nútímaljóðlist, þeirri
sem fylgir ekki hefðbundnum
bragreglum. Með ýmsum hætti
leitast höfundur þó við að tengja
saman fornt og nýtt enda byggja
nútímaskáld á margri hefð þó þau
yrki ekki með rími og ljóðstöfum.
Þó talsvert hafi verið skrifað um
ljóðlist á undanförnum árum hef-
ur ekki áður komið fyrir almenn-
ingssjónir rit af þessu tagi. fslenzk
nútímaijóðlist Jóhanns Hjálmars-
sonar felur að sönnu í sér marg-
háttaða útlistun á nútímaljóða-
gerð en er hins vegar byggð upp
sem bókmenntasögulegt yfirlit.
Baldur upplýsir í formála »að
megináhersla er hér lögð á list
ljóðsins, ekki bókmenntasögu þess
eða einstök ljóðskáld*. Á öðrum
stað segir Baldur að ljóðlistin sé
»kröfuhörð sem önnur list, bæði
til skapenda sinna og njótenda;
málið er tæki þeirrar listar og ber
því að beita af listrænni ná-
kvæmni, öll undansláttarhneigð er
tilræði við ljóðið sem listform.*
Baldur byrjar á því að fara efn-
islega ofan í ljóð eftir Þorstein frá
Hamri. Eins og margur nútíma-
skáldskapur er það dálítið torskil-
ið við fyrsta lestur. Baldur útlistar
hvemig beri að skilja ljóðið og
njóta þess. Meðal annars upplýsir
hann af hvaða tilefni það var ort.
Slíkar forsendur verður stundum
að hafa í huga til ýtarlegri skiln-
ings á ljóði.
Á tímabili var því haldið á loft
að ljóð bæri að skynja, ekki skilja.
Baldur segir að það sé »góð regla
að ætla ljóði fulla merkingu þó að
það virðist lokað og myrkt.* Er sú
hughreysting harla brýn því
margur hrekkur frá ljóði eða jafn-
vel fælist ljóð yfirleitt vegna
ímyndaðrar torræðni. Og víst eru
sum ljóð erfið að brjóta til mergj-
ar. Nútímaskáld sum tíðka mjög
að fela hugsun sína í myndum og
líkingum. Það er því ekki ófyrir-
synju að Baldur skyggnir vand-
lega þá hlið málanna. Einn kafl-
inn í bókinni heitir t.d. Tegundir
líkinga. Þá eru tákn ýmiss konar
algeng i ljóðlist. Einnig þau geta
vafist fyrir lesandanum. Þarna er
kafli sem heitir slétt og fellt: Tákn
— og skyldi ekki framhjá honum
farið. Og í kaflanum Ljóðmál tekur
Baldur fram að verulegt inntak
geti »dulist í flóknu formi, auk
þess sem formið sjálft skapar stíl
eða andrúmsloft sem getur þróað
nýtt inntak sem ekki vísar beint
til ytri merkingarmiða, heldur
felst í sjálfu ljóðinu: styrk, hraða,
þýðleika, dul.« — Þessi orð ber
líka að hafa í huga þegar ljóð er
lesið.
Þá er gerð grein fyrir helstu
bragarháttum, íslenskum og er-
lendum. Ekki er langt síðan okkar
bestu skáld ortu meðal annars
undir gömlum rímnaháttum, eink-
um þó ferskeytluhættinum. Með
modernismanum varð það úr sög-
unni. Hins vegar héldu alþýðlegir
hagyrðingar áfram að yrkja fer-
skeytlur og hefur vegur ferskeytl-
unnar síður en svo minnkað á
allra seinustu árum, ég vil segja
þvert á móti. Menn kasta fram
stökum við ólíkustu tækifæri.
Smeykur er ég um að þeir, sem
ólust upp í skáldskaparandrúms-
lofti formbyltingarinnar, líti þá
tilburði fremur smáum augum. Til
þeirra talar Baldur þar sem hann
segir að við megum »ekki gera lít-
ið úr hlut hinna föstu bragar-
hátta, þeir hafa ávallt verið og eru
enn stuðningur við líf ljóðsins þótt
nýjar leiðir séu komnar til.« Vafa-
laust hyggur margur að alþýðleg
vísnasmíð sé svo séríslenskt fyrir-
bæri að slíkt gerist hvergi annars
staðar. Ekki er því þannig varið.
Baldur upplýsir að svo fjarlæg
þjóð sem Japanir tíðki vísnagerð
með svipuðu móti. En að sönnu
eru þeirra stökur ortar undir öðr-
um hætti en ferskeytlan íslenska.
Baldur Ragnarsson
Baldur tilfærir fjölda dæma í
bók sinni — brot úr kvæðum, heil
ljóð. Sýnast mér þau dæmi vand-
lega valin. En vitanlega er þar
ekki um úrval að ræða, allt eru
það skýringardæmi til að útlista
einhvern tiltekinn þátt í ljóðlist-
inni en ekki t.d. seilst eftir því sem
hvert skáld hefur best ort. Því fel-
ur þessi bók ekki í sér beina kynn-
ing á einstökum skáldum, langt
því frá. Baldur leggur ekki heldur
gæðamat á skáld eða skáldverk.
Þarna er aðeins skýrt og skil-
greint. Má ef til vill sýnast svo
sem höfundur gangi út frá því sem
gefnu að allur skáldskapur sé
jafngóður. En skemmst er frá
Ég vildi að
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Jón Tryggvi Þórsson:
ÉG ÞIÐ HIN.
Ljóð
Reykjavík 1983
Eg þið hin er dálítið mynd-
skreytt kver eftir óþekktan höf-
und. Eftir ljóðunum að dæma er
hér ungur maður á ferð, einn
hinna fjölmörgu sem fást við að
yrkja, orða heimsmynd sína.
Ljóðin koma síður en svo á
óvart, en eru þokkafull og til
marks um viðleitni höfundar til
ljóðrænnar ögunar. Hann lætur
ekki vaða á súðum heldur stefnir
að hnitmiðun, reynir að segja
margt í fáum orðum. Þetta tekst
auðvitað misjafnlega, viðvan-
ingsbragur er auðsær einkum
hvað málfar varðar, en stundum
Öðruvísi vil
Hijóm-
plotur
Finnbogi Marinósson
Purrkur Pillnikk
Maskínan
Gramm
Þrátt fyrir að Purrkurinn sé
allur, þá hefur nú komið út ný
plata með hans nafni. Er hér um
að ræða upptökur sem ekki hafa
komið út áður og eru allar tekn-
ar upp „live“. Hluti laganna hef-
ur verið gefinn út áður á fyrri
plötum Purrksins en annað kem-
ur nú í fyrsta sinn fyrir eyru
almennings.
Það sem Purrkurinn hefur
gert á sínum lífsferli er bæði
merkilegt afrek og góðir hlutir.
Hljómsveitin gerði allt sem
nokkurt íslenskt band getur lát-
ég muna þá
ið sig dreyma um. Gaf út allar
stærðir af plötum, kom fram í
sjón- og hljóðvarpi, ferðaðist í
kringum landið, gaf út plötur
erlendis, tók upp plötur erlendis
og hélt tónleika erlendis.
Með þetta í huga og þá tónlist
sem fylgdi flokknum veldur
Maskínan mér miklum vonbrigð-
um. Það sem helst veldur er
hversu sundurlaust allt er og
ekki hjálpar sándið. Það er í
flestum tilfellum afleitt. Hins-
vegar má hafa af þessu lúmskt
gaman milli þess sem leiðindin
ætla að drepa mann.
Fyrir mitt leyti þá vil ég eiga
plötuna, hlusta aldrei á hana,
því frekar vil ég muna Purrkinn
eins og hann kom fyrir mínar
sjónir á tónleikum og hvernig
hann hlustast á hinum plötun-
um.
FM/AM
segja að hingað til hefur varla
tíðkast að taka upp í skólalesbæk-
ur verk sem teljast ekki að
minnsta kosti marktæk, boðleg.
Rugl og þvættingur flýtur alltaf
með í bókaútgáfunni. Það fylgir
prentfrelsinu og ekkert við því að
segja né gera. En þess konar á
ekki erindi inn í skólastofur.
Það eykur að mínum dómi gildi
þessarar bókar að höfundur er al-
mennt vel menntaður í ljóðlist og
horfir langt út fyrir landhelgina í
þeim efnum. íslenskar bókmennt-
ir hafa alltaf verið, eru og verða
partur af heimsbókmenntunum.
Oðru fremur gildir þetta um ís-
lenska nútímaljóðlist, hún verður
tæpast útskýrð og skilin nema
með sýn til annarra þjóða. Þræðir
þeir, sem liggja frá erlendri ljóð-
list til íslenskrar, eru sumir hverj-
ir skilmerkilega raktir í þessari
bók.
Fræðileg hugtök koma hér vit-
anlega mörg fyrir. Og einhvern
veginn varð að orða þau. Virðist
mér Baldur hafa komist vel frá
þeim vanda. Yfirhöfuð sýnist mér
hér vera á ferðinni hið ágætasta
og gagnmerkasta rit. Á titilblaði
stendur: »Kennslubók handa
framhaldsskólum og öðru áhuga-
fólki.« Ekki efa ég að bókin komi
að góðum notum í skólum. En ég
held líka að ungt fólk, sem fæst
við að yrkja og langar að senda frá
sér bók, ætti að lesa þessa Ljóðlist
og lesa hana vandlega. Það mun
þá komast að raun um (sem ég
hygg að það geri sér ekki alltaf
ljóst) að ljóðagerð getur hreint
ekki talist vandalaust tómstunda-
gaman.
ég væri tré
er laglega komist að orði. Og ein-
föld mynd, til dæmis af dæmi trés,
leynir á sér og gefur fyrirheit um
að hér sé skáld á ferð:
Ég lít á tréð,
það er dagatal aldarinnar.
Verði það sagað niður
er hægt að sjá hvað það veit mikið.
Ég vildi að ég væri tré í hjarta
borgarinnar.
í hjarta menningarinnar.
Stórt og fallegt.
Það á að fara að höggva tréð niður
af því það veit svo margt
bæði slæmt og gott.
Fólkið vill bara vita það góða
þess vegna á að höggva það niður
svo að það segi ekki neitt litlu trjánum
sem eru að vaxa.
Að vera tré í hjarta menningar-
innar er gamall draumur skálda
og hér orðaður af einlægni og
hreinskilni.
Er þögnin kannski
kjarni málsins?
f djúpi daganna eftir Pjetur Haf-
stein Lárusson.
Myndskreytt af Ingiberg Magn-
ússyni.
Utg. 1983 á kostað höfunda og
með stuðningi Listasafns ASf.
Eftir ritaskrá að dæma hefur
Pjetur Hafstein Lárusson sent frá
sér tíu bækur, að frátalinni ljóða-
bókinni sem hér skal vikið að.
Flestar munu vera ljóðabækur en
enga þeirra hef ég lesið, en hann
skrifaði einnig Fjallakúnstner
segir frá, sem voru hugrenningar
og endurminningar Stefáns frá
Möðrudal og kom út fyrir þremur
árum eða svo.
Pjetur Hafstein Lárusson er í
þessari bók að minnsta kosti
hvorki glaðvært skáld né heldur
frumlegt. Hann notar orð og orða-
tiltæki, sem eru næsta gamaldags
í skáldskap nú og stundum má
velta fyrir sér hvað sé verið að
segja eða gera annað en setja sam-
an nokkur orð:
„Dýr orð
einskisverð
í tíma töluð
út í hött.
Þögnin er kjarni málsins."
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Mér finnst hér ekki vera tiltak-
anlega spaklega mælt, eiginlega
verkar þetta ansi mikið út í blá-
inn, í bezta falli sem sérstaklega
sjálfsagður hlutur. Nú má auðvit-
að yrkja um sjálfsagða hluti og
hversdagslega, en höfundur verð-
ur að hafa sérstakt vald yfir hugs-
un sinni og koma henni frá sér til
að útkoman verði fersk og for-
vitnileg.
Ég veit ekki hvort ljóðið Kaffi-
skvaldur á að vera einhvers konar
ádeila:
„Þar sem allir vita allt um alla
er öllum fyrir bestu
að láta sig örlög allra
engu skipta.
OG HELLTU NÚ UPPÁ KÖNNUNA
OG SEGDU MÉR TÍÐINDI.”
í ýmsum ljóðum eru notuð úrelt
orð í skáldskap, þegar talað er um
draf, árroðans eld, að ég nú ekki
tali um „brostnar vonir“. Og svo
mætti áfram tína til dæmi.
En það er sýnilegt að Pjetri
Hafstein Lárussyni er nauðsyn að
yrkja og því þá ekki að láta það
eftir sér. Menn gera margt vit-
lausara. Og innan um og saman
við eru bara þokkaleg ljóð:
„Hrapaði úr skýjaborgum
lenti á rústum loftkastala
og læt mig dreyma
að dagdraumar rætist
í svefni."
Þetta er bara snoturt og svo er
um fleiri.
Myndir Ingiberg Magnússonar
eru að mínum dómi mjög til að
auka á útlitsgildi bókapnnar.
A5 líta yfir liðin ár
Tvær slóðir í dögginni, kvæði eftir
Valdimar Hólm Hallstað. Útg. Þjóð-
saga 1982.
Valdimar hefur áður sent frá
sér nokkrar ljóðabækur, þær hef
ég raunar ekki lesið og minnist
þess ekki í fljótu bragði, að hafa
kynnzt ljóðagerð hans fyrr en í
þessari bók.
f bókinni eru mörg ljóð, þar af
eru minningarkvæði töluvert
fyrirferðarmikil og af þeim fannst
mér bezt gert ljóðið Móðurminn-
ing, einlægt og haganlega gert:
Fyrra erindi á þessa leið.
„Hver strauk nvo Ijúft yfir lítinn koll,
nvo létt um enni og vanga?
Hver leiddi af kærleik við heita hönd
jjegar hafin var fyrsta ganga?
Hver vakti um nætur viA barnsinH bed,
raed bænir og þrá á vörum?
Hver söng okkur kvæöi um sólksinió,
þó Numariö væri á fórum?“
Valdimar yrkir mörg ljóð um
glataða gleði, liðna lífsdaga, er oft
og einatt býsna beiskur, lifið virð-
ist ekki hafa fært honum mikla
gleði, ef marka má ljóðin:
„Lít ég yfir liðin ár,
lífs er döpur saga.
Mig hefur löngum lífiö sært,
lamaö þor, og margar fært,
frostnætur, en fáa, sólskinsdaga .. “
Áhrif ýmissa góðskálda má
finna í ljóðum Valdimars og efn-
istök hans eru ekki frumleg, né
tekst honum meira en miðlungi
vel þegar hann grípur til lík-
ingamáls og oft eru ljóðin stirð
nokkuð. Sem dæmi um skrítnar
líkingar að mínum dómi nefni ég
að kona er kölluð vögguvísa lífs
hans. Mér er spurn, hvað þýðir
það að vera vögguvísa manns? Og
í sama ljóði eru fyrstu fjórar
hendingarnar ansi innantómar og
merkingu skortir: Svo er um ýms
fleiri ljóð og nefna má tvær síð-
ustu hendingarnar í Gamalt bréf,
þær eru einhvern veginn ekki í
fókus við það sem á undan er kom-
ið. Mikið er blátt í ljóðunum, og
mikið er notað sögnin að helga.
Stundum finnst mér óviðkunnan-
legt að nota í sama ljóði nánast
jafnhliða heiti og mjög algengt
orð; dæmi „Göfug heit, sem
gleymdust þó“ í gæfuleit um fold
og sjó?“
Valdimar finnst án efa gaman
að yrkja og í ýmsum kvæðanna
kemur hann til skila vel og þekki-
Iega því sem hann vill sagt hafa.
En samt fékk ég einhvern veginn á
tilfinninguna, að í þessari bók
væri svona gamall samtíningur og
sitthvað. Sumt hefði kannski átt
að vera áfram í skúffunni.
Frágangur bókarinnar er mjög
snyrtilegur, en prófarkalestur
hefði á stöku stað mátt vera betri.